Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Page 2
2 fréttir 18. ágúst miðvikudagur Vinir í sárum Nánir vinir Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var á heimili sínu um síðustu helgi, eru harmi slegnir yfir atburð- inum og skilja ekki hver hafi viljað vinna góðvini þeirra mein. Þeir segja hann hafa verið ljúfling og einn traustasta vin sem hægt væri að hugsa sér. Hannes Þór Helgason Traustasti vinur sem hægt var að hugsa sér, að sögn vina. Handtekinn vegna ástar á unnustunni „Hannes var traustasti vinur sem nokkurn tímann er hægt að hugsa sér. Í mínum huga var hann einstakl- ingur sem hefði ekki átt svona lagað skilið. Ég sakna gríðarlega góðs vin- ar,“ segir Óðinn Rafnsson, æskuvin- ur Hannesar Þórs Helgasonar, sem fannst látinn á heimili sínu síðastlið- inn sunnudag. Hannes Þór, sem var fram- kvæmdastjóri hjá sælgætisgerðinni Góu, fannst látinn á heimili sínu um hádegisbil á sunnudag og var það unnusta hans sem fann hann liggj- andi í blóði sínu við rúmið. Ljóst er á ummerkjum að stympingar höfðu átt sér stað en morðinginn er tal- inn hafa læðst inn í húsið inn um inngang sem allajafna var ólæst- ur. Fjölda stungusára var að finna á hinum látna og talið líklegt að hann hafi verið stunginn þar sem hann lá sofandi. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stendur enn yfir. Hláturmilt ljúfmenni Í samtali við Pressuna sagði Eyþór Eðvarðsson, náinn vinur Hannes- ar Helgasonar, það vera óskiljanlegt að einhver hafi viljað vinna Hann- esi vini hans mein. Að hans sögn töluðu þeir vinirnir saman kvöldið fyrir andlátið. „Að fá fregnir af slík- um hörmungaratburði sem þess- um er reynsla sem ég óska engum. Þær tilfinningar sem maður upplifir eru ólýsanlegar. Hvernig kaldrifjað- ur morðingi getur í skjóli nætur veist svona að slíkum dreng sem Hannes var, er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Eyþór. Eyþór segist í samtali við Press- una hafa kynnst Hannesi fyr- ir nokkrum árum. Það var þegar Hannes hóf uppsetningu KFC-veit- ingahúsa í Litháen, en Eyþór er bú- settur þar í landi. Eyþór segist ekki nema gott eitt um Hannes að segja. „Hann var ljúfmenni, vildi öll- um vel, hjálpsamur og sanngjarn. Hannes fór ekki í manngreinarálit. Fyrir honum voru allir jafnir. Hann var hláturmildur og fór í gegnum hlutina með jafnaðargeði og æðru- leysi. Hannes heitinn var kominn af mjög samheldinni fjölskyldu og greinilegt að hann ólst upp við ást- ríki og tileinkaði sér traust gagnvart náunganum,“ segir Eyþór. Hugurinn hjá fjölskyldunni Óðinn segist einfaldlega ekki skilja örlög æskuvinar síns. „Hann vildi gera allt fyrir alla sem voru í kring- um hann. Hann var algjör ljúfling- ur og toppstrákur í alla staði. Það var aldrei nema gott eitt sem frá hon- um kom. Ég skil ekki svona, þetta er svo hrottalegt. Þetta kom gríðarlega flatt upp á mig enda höfum við verið vinir nánast frá fæðingu. Ég er mjög reiður að svona geti átt sér stað, hér á Íslandi og í svona litlu þjóðfélagi,“ segir Óðinn. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Ég er bara orðlaus yfir þessu og veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga.“ Eyþór segist hafa verið harmi sleginn þegar hann fékk fréttirnar af dauða Hannesar. Hugur Eyþórs er hjá fjölskyldu hins látna „Maður reynir að beina frá sér þeim hugs- unum sem að manni sækja, eins og þeim hvernig síðustu mínúturnar voru í hans lífi. Ég var á gangi þeg- ar ég fékk símtal með þessari hræði- legu fregn. Ósjálfráð viðbrögð voru að líta strax um öxl og í kringum mig. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig fjölskyldu hans líður nú og hvernig þau muni komast í gegnum þessa raun,“ segir Eyþór. ritstjorn@dv.is Ég skil ekki svona, þetta er svo hrottalegt. Ástarjátningar á YouTube vöktu athygli lögreglunnar. Maðurinn sem grunaður var um að hafa tengst morðinu á Hannesi er æskuvinur unnustu Hannesar, en þau eru bæði úr Hafnarfirðinum. Hann vakti mikla athygli í netheim- um þegar ástarjátningar hans til konu birtust á YouTube og vöktu mikla athygli í fjölmiðlum. Stúlkan sem ástarjátning hans beindist að mun hafa verið unnusta hins myrta. Það er meðal annars á grunni þess sem rannsókn lögreglunnar beind- ist að því hvort um ástríðuglæp hafi verið að ræða. Hinn grunaði hafi ver- ið heltekinn af ást á unnustu hins myrta, ást sem hann játaði afar op- inberlega og af einlægni á YouTube í fyrra. Síðar birti hinn grunaði annað myndband á YouTube vegna fjölda áskorana eftir að hann hafði fengið þau svör frá stúlkunni að ástin væri ekki endurgoldin. Hann varð þó fyr- ir talsverðu aðkasti vegna mynd- bandanna, eins og hann lýsir í einu af myndböndum sínum á YouTube. Handtekinn vegna ástar Maðurinn sem er á þrítugsaldri var handtekinn síðastliðinn mánu- dag, grunaður um að hafa átt aðild að málinu, og færður til yfirheyrslu seint að kvöldi sama dags. Í kjölfar yfirheyrslunnar þótti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ástæða til að halda honum lengur og var ákveð- ið að láta hann ekki lausan þar sem grunur lék á að hann ætti aðild að morðinu. „Það var full ástæða til að hand- taka hann og rannsaka málið bet- ur. Gögn gáfu alveg tilefni til þess og þess vegna var það gert,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlög- regluþjónn í samtali við DV. Spurð- ur um rannsókn á hugsanlegri aðild mannsins að málinu segir hann ein- faldlega: „Ég gef ekkert upp um það.“ Í síðdegisfréttum RÚV klukkan fjögur í gær kom fram að lögreglan hefði krafist gæsluvarðhalds yfir hin- um grunaða. Nokkru síðar barst fjöl- miðlum tilkynning frá lögreglu þar sem fram kom að honum yrði sleppt úr haldi. Samkvæmt tilkynningunni þótti ekki efni, að mati lögreglu, til að krefjast gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða. Fleiri hafa verið handteknir í tengslum við morðmálið í Hafnar- firði en enginn er nú í haldi lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.