Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Side 4
4 fréttir 18. ágúst 2010 miðvikudagur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir nauðgun. Karlmaður-
inn, sem er pólskur, var sakfelldur fyr-
ir að nauðga konu á heimili sínu að-
faranótt 29. júní árið 2009. Fyrir dómi
sagði fórnarlambið að karlmaður-
inn hefði boðið sér heim til sín. Þeg-
ar þangað var komið hafi maðurinn
hrint henni inn í herbergi með þeim
afleiðingum að hún féll á skáp eða
hillu.
Hún hafi vankast og ekki vitað fyrr
en hún hafi legið á rúmi mannsins.
Hann hafi klætt hana úr buxum og
nærbuxum og í framhaldinu nauðgað
henni. Eftir að maðurinn hafði lokið
sér af, tókst henni að komast á brott en
vinir hennar hafi sótt hana á Ingólfs-
torg. Í framhaldi af því fór hún á Neyð-
armóttöku vegna nauðgana. Hinn
dæmdi nauðgari sagði fyrir dómi að
hann hefði verið á ferð um bæinn í
leit að flöskum og dósum þegar hann
hafi hitt konuna við Kolaportið. Þetta
var síðla nætur. Hann neitaði því að
hann hefði haft samræði við konuna.
Hann hefði hins vegar kysst hana og
þau verið innileg, en hann hefði ekki
getað haft samræði við konuna.
Dómurinn taldi framburð manns-
ins ótrúverðugan, sérstaklega þar sem
hann neitaði því að hafa haft samræði
við hana. Fyrir dómi var maðurinn
margspurður hvort hann hefði stung-
ið getnaðarlim sínum í leggöng kon-
unnar. Hann neitaði því ávallt, þrátt
fyrir að DNA-rannsókn hefði sýnt
fram á hið gagnstæða.
Manninum var gert að greiða
fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna
í skaðabætur ásamt vöxtum. Þá var
honum einnig gert að greiða rúmlega
1,1 milljónir króna í sakarkostnað.
Nauðgari dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi
Fangelsi fyrir nauðgun
Þriggja og hálfs árs fangelsi
Maðurinn hrinti konunni þannig að hún
vankaðist. Hann nauðgaði henni síðan.
Tekið mið af
stöðunni
„Kirkjan virðist ekki ráða við sín
innri mál og engu líkara er en að
hún sé að ýmsu leyti að slitna úr
sambandi við þjóðina,“ segir Björn
Valur Gíslason sem situr í fjárlaga-
nefnd Alþingis. Hann vill að tekið
verð tillit til stöðunnar innan kirkj-
unnar við gerð fjárlaga. Þá bendir
hann meðal annars á umfjöllun DV
um kynferðisbrot innan kirkjunnar
og umræðu á meðal presta sem telja
sig ekki þurfa að tilkynna barna-
verndaryfirvöldum um slík brot.
Þokkalegt
hjá RÚV
„Staðan er bara þokkaleg,“ sagði
Páll Magnússon útvarpsstjóri eft-
ir fund með starfsmönnum Ríkis-
útvarpsins
í gær. Hann
sagði frekari
uppsagnir
ekki fyrir-
hugaðar hjá
stofnuninni.
„Það eru eng-
ar uppsagnir
fyrirhugaðar
í tengslum við boðaðan niður-
skurð á tekjum.“ Páll sagði RÚV
vera langt komið með að mæta
þessum niðurskurði. „Rekstur-
inn hefur gengið vel og afkoman
verið jákvæð. Við þurfum ekki að
sækja þessar tekjur í reksturinn.“
Færður til í starfi
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, hefur beðist
afsökunar vegna ummæla sem hann
lét falla í DV og óskað eftir að vera
færður úr starfi yfirmanns kynferðis-
brotadeildar.
Fram kemur í tilkynningu frá
embættinu að ummælin endur-
spegluðu á engan hátt afstöðu eða
viðhorf embættisins til kynferðis-
brota eða fórnarlamba slíkra brota.
LAGERSALA
www.xena.is
Mikið af
fínum skóm í
leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.-
no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.-
no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.-
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
„Ég var bara að segja þeim að ég hefði
séð þá berja mann í bakið,“ sagði tón-
listarmaðurinn Eyþór Gunnarsson.
Eyþór talaði við lögregluna eftir að
hafa orðið vitni að því að einn sak-
borninganna var barinn í bakið þeg-
ar hann hugðist fara aftur inn í Hér-
aðsdóm Reykjavíkur eftir að fyrirtöku
í máli á hendur nímenningunum,
sem ákærðir eru fyrir árás gegn Al-
þingi í desember 2008, lauk á þriðju-
dag. „Einn af sakborningunum, sem
átti erindi þangað inn, fékk að fara inn
en þeir börðu hann í bakið. Það barði
einn lögreglumaðurinn hann í bakið.
Ef þetta er ekki tilefnislaust ofbeldi,
sem á að kæra, þá veit ég ekki hvað
það er,“ sagði Eyþór við blaðamann
DV.
Snorri Páll Jónsson, einn sakborn-
inganna í málinu, segir að sér hafi um
tíma verið meinuð innganga í Héraðs-
dóm Reykjavíkur. „Ég brást eitthvað
reiður við. Þeir ætluðu ekki að hleypa
mér inn. Þá tóku þeir eitthvað í mig en
ég ætla ekki að gera neitt mál úr því. Ég
nenni ekki að gera eitthvað veður út af
því. Þetta var ekkert ofbeldi, þetta var
allt í lagi,“ sagði Snorri.
Númerslausar löggur
Til átaka kom á milli lögreglu og við-
staddra í héraðsdómi áður en mál-
ið var tekið fyrir. Eftir þær ryskingar
ræddu menn mjög fyrir utan hér-
aðsdóm það að lögreglumenn virt-
ust vera númerslausir. Spurðu nokkr-
ir lögreglumennina hvers vegna þeir
bæru ekki númer og töldu sig ekki
geta tilgreint lögreglumenn ef að til
kvartana eða kæru kæmi vegna þeirra.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf-
uðborgarsvæðinu, segir ekkert mæla
fyrir um að lögreglumenn eigi að vera
með númer ef þeir eru á vettvangi.
Númerin séu allajafna á einkennum
þeirra. Hann segir ríkissaksóknara
ákæra lögreglumenn. „Það fer ekkert
á milli mála hvaða lögreglumenn eru
við störf. Ef ríkissaksóknari kallar eftir
þeim upplýsingum þá erum við með
þær,“ segir Stefán.
Vanhæfi dómara
Í dómsalnum var þó fjallað um önn-
ur mál en númer lögreglumanna. Þar
vildi Ragnar Aðalsteinsson, verjandi
fjögurra sakborninganna, meina að
einn dómaranna í málinu væri van-
hæfur því að hann á að hafa beðið lög-
reglu um að vakta dómsalinn. „Það
fór fram málflutningur um hæfi eða
vanhæfi dómarans,“ sagði Ragnar að-
spurður um þann málflutning að frá
upphafi hafi einn dómarinn boðað
lögreglu til að vera viðstödd réttar-
höldin.
„Það fékkst nú endanlega staðfest í
gær að frá upphafi, án þess að nokk-
uð tilefni væri til, var lögregla boðuð
í réttarsal. Það var ekki lögreglan sem
átti frumkvæði að því heldur gerði
dómarinn það í samráði við dóm-
stjórann. Þar með voru komin afskipti
annarra af meðferð dómsmálsins,
sem er ekki rétt,“ segir Ragnar.
Dómarinn tók málið til úrskurðar
og kveður upp úrskurð í næstu viku.
Til ryskinga kom á milli lögreglu og
viðstaddra í héraðsdómi, en Ragnar
sagði alla hafa verið stillta og prúða
inn í réttarsal, eins og venjulega.
Til átaka kom á milli lögreglumanna og
viðstaddra fyrir utan Héraðsdóm Reykjavík-
ur er fyrirtaka máls nímenninganna, sem
sakaðir eru um árás á Alþingi árið 2008, fór
fram. Viðstaddir, þeirra á meðal tónlistar-
maðurinn Eyþór Gunnarsson, voru ekki á
eitt sáttir við aðgerðir lögreglu. Veltu menn
einnig vöngum yfir númerslausum lögreglu-
mönnum sem stóðu vörð við héraðsdóm.
Númerslaus lögregla
og vaNhæFur dómari
birGir olGEirssoN
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Ég brást eitthvað reiður við.
Tekist á í héraði Fyrirtaka var í
máli nímenninganna á fimmtu-
dag þar sem þeir eru ákærðir fyrir
árás á Alþingi. myNd róbErT rEyNissoN