Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 7
miðvikudagur 18. ágúst 2010 fréttir 7 Kynntar voru tvær leiðir til lausnar langvinnum deilum um kvótakerfið á fundi í gær í nefnd sjávarútvegs- ráðherra sem fæst við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Útvegsmenn hafa með öllu hafnað svonefndri fyrningarleið sem getið er um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hættu fulltrú- ar þeirra að mæta á fundi nefnd- arinnar ásamt fulltrúum Samtaka fiskvinnslustöðva síðastliðinn vet- ur. Svonefnd samningaleið var lögð fram af lögfræðingunum Karli Ax- elssyni og Lúðvík Bergvinssyni, áður alþingismanni Samfylkingar- innar. Útfærsla þeirra byggist á því að aflamarkskerfið, kvótasetning, verði áfram grundvöllur fiskveiði- stjórnunarinnar í landinu. Til hlið- sjónar er höfð sú þróun sem orðið hefur varðandi fyrirkomulag sem ætlunin er að hafa varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í þjóð- areign. Þannig má gera ráð fyrir að umrædd leið feli í sér samninga við útvegsmenn til lengri eða skemmri tíma þar sem útgerðir nytu bærilegs öryggis gegn ákveðinni gjaldtöku. Höfundar þessarar leiðar, Karl og Lúðvík, telja að leggja verði mat á hverjir gætu átt rétt á kvótasamn- ingum og sömuleiðis hvaða rétt slíkir samningar gætu fært þeim. Athuga verði til hve langs tíma samningur um fiskveiðikvóta ætti að vera og hvernig haga beri gjald- töku. Jafnframt verði að huga að uppsagnarákvæðum og framsali réttinda. Í raun er um að ræða innköllun kvóta um leið og honum yrði út- hlutað eftir samningaleið. Höfund- arnir telja eðlilegt að þetta gerist á 15 til 30 árum. Útgáfa af fyrningarleið Hin tillagan, sem kynnt var á fundi endurskoðunarnefndarinnar í gær, líkist fyrningarleiðinni umdeildu. Höfundar hennar eru Þorkell Helga- son, fyrrverandi prófessor við HÍ, og Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. Til- laga þeirra gengur undir nafninu „tilboðsleið“. Grunnhugmyndin er sú að kvóta verði endurúthlutað. Höfundar gera ráð fyrir að við lok hvers fiskveiðiárs verði úthlutað 92 prósentum af aflahlutdeild útgerða eins og verið hefur. Hluti kvótans, 8 prósent, á samkvæmt þessu að fara á tilboðsmarkað. Höfundar telja að ekki sé skynsamlegt að úthluta hærra hlutfalli en 92 prósentum því þar með geti tilboðsmarkaðurinn orðið of lítill og óvirkur. Við lok fiskveiðiársins gera höf- undar jafnframt ráð fyrir að haldinn verði tilboðsmarkaður fyrir kvóta sem með þessum hætti væri á mark- aði. Gert er ráð fyrir því að andvirði kvótans, sem þannig er seldur – eða leigður – á markaði, renni í sérstak- an auðlindasjóð. Þorkell og Jón gera ráð fyrir því að verð ráði því hvaða tilboðum sé tekið. Lægsta tilboð, sem tekið er, myndar síðan eining- arverð sem allir greiða. Með þessari aðferð fer aflahlut- deild útgerða samkvæmt gamla kvótakerfinu niður í helming þess sem hún er nú á þrettán til fjórtán árum. Þannig tæki það 27 ár fyrir út- gerðirnar að missa kvótann niður í 25 prósent. Að sama skapi væru þá 75 prósent kvótans komin á tilboðs- markað eftir 27 ár. Óviss viðbrögð enn Sá tími styttist sem nefndarmenn hafa til þess að gera upp við sig kosti og galla hvorrar tillögu, en umtals- verður dráttur hefur þegar orðið á að nefndin skili niðurstöðum til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samkvæmt heimildum DV hugn- ast fulltrúum Landssambands ís- lenskra útvegsmanna illa tillaga Jóns og Þorkels enda er hún að ýmsu leyti lík tillögum stjórnvalda um innköllun og fyrningu kvótans á 20 árum. Óljósara er hvort sátt get- ur náðst um tillögu Lúðvíks og Karls, en hún tekur eins og áður segir mið af hugmyndum um meðferð ann- arra tegunda náttúruauðlinda í eigu þjóðarinnar. Kostir samningaleiðar Lúðvík og Karl telja að samninga- leiðin feli í sér ýmsa jákvæða kosti. Hún falli til að mynda vel að hug- myndum um nýtingu annarra auð- linda. Þeir gera ráð fyrir að forræði og eignarhald ríkisins á auðlindinni verði tryggt í stjórnarskrá og því geti enginn eignarréttur útgerða mynd- ast í krafti hefðar. Í þriðja lagi telja þeir að með samningaleiðinni megi skýra rétt- indi útgerða og skilgreina afnota- rétt þeirra á afdráttarlausan hátt og draga megi þannig úr rekstrar óvissu langt fram í tímann. Mjög hefur verið gagnrýnt að kvótakerfið sé til þess fallið að úti- loka nýtt fólk frá því að hasla sér völl í útgerð. Karl og Lúðvík telja að með samningaleiðinni aukist möguleik- ar á nýliðun í fiskveiðum og útgerð. Lagt er til að gjaldtaka fyrir afnot af auðlindum sjávar verði gagnsæ og samræmd. Leiðin er talin fela í sér meira atvinnuröryggi en núver- andi kerfi og hættan á byggðarösk- un verði minni. Höfundar tillögunn- ar gera ráð fyrir að mögulegt verði að bjóða upp veiðiheimildir komi til endurúthlutunar afnotaréttar af einhverjum ástæðum, svo sem þeg- ar ekki næst að veiða upp í veiði- skyldu. Að mati höfundanna kann að þykja galli við þetta kerfi að verð á aflaheimildum lækkar líklega verði samningaleiðin fyrir valinu. Þá er ekki orðið við ýtrustu kröfum um nýliðun í greininni svo tveir gallar þessarar leiðar séu nefndir. Skaðvænlegar deilur Karl og Lúðvík segja í minnisblaði sínu að ekki hafi tekist að leiða til lykta langvinnar deilur um kvóta- kerfið; skýrslur hafi verið gerðar og þær rykfallið. Þeir tala fyrir því að samskonar reglur gildi um ráðstöf- un allra auðlinda í eigu ríkisins og auðlindir sjávar séu ekki undan- skildar. Því beri að setja í stjórnar- skrá ákvæði sem tryggi varanlegt eignarhald og forræði þjóðarinnar eða ríkisins yfir nátturuauðlindum. Að því slepptu sé nauðsynlegt að setja sérreglur um hverja auðlind. Þeir telja einnig eðlilegt að taka mið af fiskveiðistjórnun undanfarinn aldarfjórðung sem byggi á aflaheim- ildum og leyfum sem stjórnvöld gefa út. Karl og Lúðvík útiloka ekki að unnt veði að úthluta hluta kvót- ans á grundvelli tilboða eða útboða þótt samningaleiðin verði farin. Kostir tilboðsleiðar Jón Steinsson og Þorkell Helgason benda á að einn af kostum tilboðs- leiðar þeirra sé einfaldleiki. Núver- andi aflahlutdeild útgerðar og hlut- deild á tilboðsmarkaði myndi eina heild og væru óaðskiljanleg fyrir hverja útgerð eftir að kerfinu væri komið á. Þá sé kvóta næsta árs á undan endurúthutað að mestu án gjalds og því góður tími til aðlög- unar. Einnig dragi kerfið úr líkum á að við því verði hróflað. Auk þess myndi leigugjald fyrir aflahlutdeild sveiflast sjálfkrafa með arðsemi veiða. Það ætti að draga úr pólitísk- um inngripum í framtíðinni að mati höfunda sem beinlínis tala um að útgerðin ákvarði sjálf það gjald sem hún telji sér fært að greiða fyrir að- gengi að fiskimiðunum með tilboð- um á markaði. Það eitt ætti að vinna gegn braski og óeðlilegum ávinningi af kvótaframsali. Tvær tillögur um breytingar á kvótakerfinu voru kynntar á fundi nefndar sem fæst við endurskoðun kvóta- kerfisins. Báðar gera ráð fyrir að girt verði fyrir að útgerðir geti nokkru sinni fengið aflaheimildir til endan- legrar séreignar. Önnur tillagan gerir ráð fyrir að auðlindir sjávar lúti sömu grundvallarreglum og vatns- og jarðhitaréttindi. Hin tillagan gerir ráð fyrir að æ stærri hluti kvótans fari á tilboðsmarkað. Eftir 27 ár færu 75 prósent kvótans á tilboðsmarkað í lok fiskveiðiársins. Að sama skapi væru þá 75 pró- sent kvótans komin á til- boðsmarkað eftir 27 ár. jÓhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is KVÓTI ALDREI EINKAEIGN Vatnsréttindi og fiskur. KarlAxelssoner sérfróðurumvatnalögogsnýrsérnúað óveiddumfiskiísjó. Samningaleiðin LúðvíkBerg- vinssonleggur áhersluáaðallar auðlindirlútisömu grunnreglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.