Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Qupperneq 10
10 fréttir 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Stjórnlagaþing þeirra efnuðu Þeir sem eru þekktir, búsettir á höfuðborgarsvæðinu, hafa aðgengi að fjármagni og eru í sveigjanlegri vinnu eiga mesta möguleika á að fóta sig í væntanlegri kosningabaráttu til stjórnlagaþings. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri. Frambjóðendur geta varið allt að tveimur milljónum króna til kosningabaráttunnar. Hundruð ef ekki þúsund gætu boðið sig fram í nóvember. Þeir sem ætla að bjóða sig fram til stjórnlagaþings í nóvember geta var- ið allt að tveimur milljónum króna til kosningabaráttunnar. Þingið kemur aftur á móti aðeins saman til þriggja mánaða í mesta lagi, frá febrúar og fram í apríl á næsta ári. Þeir sem taka sæti á stjórnlagaþingi fá greitt þingfar- arkaup, eða 520 þúsund krónur. Því er ljóst að launin ná ekki upp í væntan- leg hámarksútgjöld. Kosið verður til stjórnlagaþings þann 27. nóvember. Á föstudag kynnti stjórnlaganefnd svo áform um að kalla saman þúsund manna þjóðfund þann 6. og 7. nóvember sem vald- ir eru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Á þjóðfundinum verður fjallað um breytingar á stjórnskipan landsins og stjórnarskránni en fyrirhugað er að stjórnlagaþingið vinni úr þeim tillög- um sem þar komi fram. Engin takmörk á fjölda framboða Að minnsta kosti tuttugu og fimm ein- staklingar taka sæti á stjórnlagaþing- inu en í mesta lagi þrjátíu og einn. Til- kynningum um framboð skal skilað inn til landskjörstjórnar í síðasta lagi fjörutíu dögum fyrir kjördag, eða í síð- asta lagi þann 18. októ ber. Kosið verð- ur til þingsins þann 27. nóvember. Engar takmarkanir hafa ver- ið settar um það hversu margir geti boðið sig fram til stjórnlagaþings í nóvember aðrar en þær sem settar eru vegna fjölda meðmælenda. Um 227 þúsund manns voru á kjörskrá í fyrra. Miðað við þessar forsendur geta því allt að 7.322 boðið sig fram í nóvember. Þar er gert ráð fyrir því að allir kjörgengir einstaklingar hafi annað hvort boðið sig fram til stjórn- lagaþings eða verið meðmælendur einhvers framboðs. Landskjörstjórn á enn eftir að út- búa eyðublöð sem væntanlegir fram- bjóðendur og meðmælendur þurfa að fylla út. Meðmælendur þurfa að skila inn skriflegri yfirlýsingu um stuðninginn sem er vottuð af tveim- ur aðilum. Landskjörstjórn hefur aðeins þrjá daga til að vinna úr tilkynningum um framboð eftir að frestur til þess rennur út. Frambjóðendum eru síð- an veittir tveir dagar til að bæta úr yfir lýsingunni í samræmi við athuga- semdir landskjörstjórnar. Ætlar ekki að setja pening í baráttuna Valgarður Guðjónsson, sem þekkt- astur er fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Fræbbblanna, ætl- ar að bjóða sig fram í nóvember. Hann segist ekki ætla að setja pening í kosn- ingabaráttuna eða nýta sér fjárfram- lög. „Ég geri ráð fyrir að nýta mér þá möguleika sem eru til kynningar með bloggfærslum, tengslasíðum, blaða- greinum og viðtölum sem verða í boði. Ef það nægir ekki þá verður það einfaldlega að vera þannig,“ segir Val- garður. Valgarður telur ákvæði um há- markskostnað vegna kosningabarátt- unnar geti hamlað þeim sem ekki hafi aðgang að slíku fé. Hann hefði einnig viljað að lengri tími hefði verið veitt- ur í almennar umræður og kynningu með hliðsjón af leiðbeiningum Sam- einuðu þjóðanna. Þá hefði hann vilj- að að Alþingi yrði skuldbundið til að samþykkja nýja stjórnarskrá eftir að greidd hefði verið um hana þjóðarat- kvæði, en stjórnlagaþingið er aðeins ráðgefandi. Valgarður segist væntanlega hefj- ast handa við að safna undirskriftum við framboðið nú um mánaðarmót- in auk þess sem hann muni væntan- lega kynna stefnumál sín í áföngum á bloggsíðum sínum. „En það sem ég legg áherslu á er að ný stjórnar- skrá verði skýr og skorinorð, tíma- laus, tæmandi og óháð túlkunum. Hvað innihaldið varðar vil ég sjá skýr- ari ákvæði um stjórnsýslu, að minnsta kosti þrískiptingu valds, möguleika á beinu lýðræði, afdráttarlaus ákvæði um mannréttindi og aðskilnað ríkis og kirkju,“ segir hann. Hætta á slagsíðu Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hættu á ýmiss konar slagsíð- um vegna fyrirhugaðra kosninga til stjórnlagaþings. Þeir sem séu búsett- ir á höfuðborgarsvæðinu, eigi auð- velt með að losa sig frá vinnu á gefnu tímabili og aðgengi að fjármagni eigi mesta möguleika á að vegna vel í kosningunum. Mikil hætta sé á því að fólk muni eiga erfitt með að taka sér leyfi frá vinnu þetta tímabil. „Það er óhugsandi fyrir marga að hlaupa inn á stjórnlagaþing af praktískum ástæð- um fyrir utan að geta tekið þátt í kosn- ingabaráttu,“ segir Grétar. Grétar efast um að kosningaþátt- taka vegna stjórnlagaþingsins verði eins góð og í hefðbundnum kosning- um. Þar hafi meðal annars áhrif að kjósendur hafi ekki almennilega yf- irsýn yfir þá sem bjóða sig fram, þar sem þeir þurfi að velja tuttugu og fimm einstaklinga. „Það er engin hefð fyrir svo umfangsmikilli persónu- kosningu. Kjósendur hafa kannski gert sér hugmyndir um fimm, sex eða tíu. Svo verður restin eitthvað lottó. Þetta getur haft deyfandi áhrif á kjör- sókn,“ segir Grétar. Grétar segir einnig líklegt að þekktum einstaklingum vegni betur en öðrum. Það muni gagnast fólki hafi það verið áberandi á bloggi eða í fjöl- miðlum. „Ég er hræddur um að þekkt fólk eigi auðveldari slag fyrir höndum. Ef þú ert búinn að velja tuttugu á kjör- seðlinum en vantar fimm, velur þú þá ekki þá sem þú þekkir? Því fer fjarri að fólk myndi sér fullkomna skoðun á tuttugu og fimm einstaklingum,“ seg- ir Grétar. Hefði viljað auglýsingabann Grétar segir undarlegt að gert sé ráð fyrir því að framboð einstaklinga til stjórnlagaþings geti kostað allt að tveimur milljónum króna. „Ég hefði frekar viljað auglýsingabann. Þá hefðu frambjóðendurnir getað ver- ið með kynningar með öðrum hætti. Þetta er algjör óþarfi og býður tor- tryggni heim. Það eru ekki margir sem geta hrist þessa upphæð fram úr erminni. Hins vegar veit ég ekki hvort það verði raunin að fólk hendi inn auglýsingum í fjölmiðla,“ segir hann. Grétar segir einnig verða að huga að því hvernig unnið verði með þær upplýsingar sem komi fram á þjóðfundinum og að vandað verði til verks við að greina þær, svo þar komi fram raunverulegur áhugi og vilji þeirra sem þar koma saman. „Ef það er vel gert hlýtur það að skila sér inn á þingið. En ef upplýsingarnar eru loðnar gefur það stjórnlagaþing- inu boltann hvað varðar túlkun þess sem fram kom á fundinum á marga vegu. Þess vegna eru skýr skilaboð mikilvægt veganesti fyrir stjórn- lagaþingið. Þarna eru miklar kröf- ur gerðar um fagmennsku til þeirra sem vinna og standa að þjóðfundin- um,“ segir Grétar. RóbERt HlynuR balduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is ÞettaverðuríþriðjasinnáárinusemÍslendingargangatilkjörklefa.Ímarsvoru greiddþjóðaratkvæðiumIcesave-samninginnþarsemhannvarkolfelldurmeð yfirníutíuprósentatkvæða.Þettavarfyrstaþjóðaratkvæðagreiðslansemefnt hafðiveriðtiláÍslandifrástofnunlýðveldis. Ímaígengulandsmennsvoafturtilkjörklefaþegargreiddvoruatkvæðiísveit- arstjórnarkosningunum.Þærvorueinnigsögulegarfyrirmargarsakirvegnaþess aðþarbeiðfjórflokkurinnveruleganhnekki.ÍReykjavíkbarnýttframboð,Besti flokkurinn,höfuðogherðaryfirönnuríkosningunum.Stjórnlagaþingiðverður þvíþriðjasögulegakosninginsemefntverðurtiláárinuþarsemaldreihefurverið stofnaðtilstjórnlagaþingsáður. Þriðja kosningin á árinu Ég er hræddur um að þekkt fólk eigi auðveldari slag fyrir höndum. býður sig fram ValgarðurGuðjónssonætlar aðbjóðasigframtilstjórnlagaþings.Hann ætlarekkiaðsetjapeningíkosningabarátt- unaeðaaflafjárframlagatilhennar. um 7322 geta boðið sig fram Engintakmörkerufyrirþvíhversumargirbjóðisig framtilstjórnlagaþings.SkrifiallirÍslendingarundirmeðmæliviðeitthvertframboð eðabjóðisigframsjálfirgetaþeirorðið7322ínóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.