Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Side 14
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 194,7 kr. verð á lítra 191,7 kr.
Almennt verð verð á lítra 194,5 kr. verð á lítra 191,5 kr.
Algengt verð verð á lítra 196,5 kr. verð á lítra 193,5 kr.
bensín
Algengt verð verð á lítra 197,5 kr. verð á lítra 195,2 kr.
Almennt verð verð á lítra 194,5 kr. verð á lítra 191,5 kr.
Almennt verð verð á lítra 194,6 kr. verð á lítra 191,6 kr.
SkiptibókA-
mArkAðir
Til eru vefsíður
sem bjóða upp
á skráningu
skiptibóka til
sölu endur-
gjaldslaust. Þar
er einnig oft hægt
er að kaupa bæk-
ur á betra verði en
á skiptimörkuðum
verslana, þó að úrvalið sé
misgott. Ekki þarf að skrá sig
til þess að kaupa skiptibók á vefsíð-
unni skiptibokamarkadur.is, en sam-
kvæmt stofnendum síðunnar seld-
ust bækur fyrir 40 milljónir króna á
síðunni í fyrra. Seljendur þurfa þó að
skrá netfang sitt á síðunni, og setja
þeir verð á bækurnar sjálfir. Stúd-
entamiðlun rekur einnig skiptibóka-
vefsíðu af sama tagi, en þar þurfa
allir notendur að skrá sig. Einnig eru
vanalega færri bækur til sölu þar,
og helst fyrir háskólanema. Flestar
ritfanga- eða bókabúðir hafa einnig
skiptibókamarkaði, en þar fæst oftast
lægra verð fyrir notuðu bækurnar.
Stærstu skiptibókamarkaðirnir þar
eru í Office 1 og Griffli í Skeifunni,
ásamt Eymundsson í Kringlunni.
illA undirbúið
á SubwAy
nLastið að þessu sinni fær Subway
í Mosfellsbæ. Óánægður viðskipta-
vinur hafði samband við blaðið, en
hún hafði verslað á staðnum um síð-
ustu helgi. Á vakt voru aðeins tveir
starfsmenn og miklar annir á staðn-
um. Ekki hafði verið pantað nægi-
lega mikið af brauði, og það kláraðist
á sunnudagskvöldinu. Seinasta helgi
var mikil ferðahelgi þar sem fjöldinn
allur af hátíðum var úti á
landi og því hefði átt að
sjá til þess að staður-
inn væri betur birgur.
Viðskiptavinurinn
óánægði þurfti að bíða
í óratíma á meðan að reynt
var að útvega meira brauð.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
klASSAklipping
n Lofið að þessu sinni fær hársnyrti-
stofan Sjoppan á Laugavegi. Ánægð-
ur viðskiptavinur fer alltaf þangað
í hársnyrtingu, og finnst mikið til
þjónustunnar þar koma. Hársnyrtar á
staðnum vanda alltaf til verks, og ekki
er rukkað of mikið fyrir þjónustuna.
Á staðnum er enn fremur gott úrval
hársnyrtivara og gott úrval tíma-
rita. Síðast en ekki síst nefnir
viðskiptavinurinn að boðið er
upp á drykki á borð við kaffi
og gos endurgjaldslaust
fyrir viðskiptavini, en
það er betri þjónusta
en þekkist á mörgum
öðrum stöðum.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 18. ágúst 2010 miðvikudagur
FerðAheimiLdir TiL BnA munu kOSTA
Frá og með 8. september mun kosta 14 dollara að fá ferðaheimild til Banda-
ríkjanna. Frá þessu er greint á vefsíðu neytendasamtakanna. Þessi heimild
hefur verið gefin að kostnaðarlausu, en breyting mun verða á því. Umrædd
heimild gildir samkvæmt neytendasamtökunum í tvö ár, og er endurnýt-
anleg. Hægt er að sækja um ferðaheimild til Bandaríkjanna rafrænt, og því
er skynsamlegt að sækja um hana áður en gjaldtaka hefst. Ekki þarf að til-
greina hvenær ferðin verður farin þegar sótt er um heimildina. Hægt er að
sækja um ferðaheimild til Bandaríkjanna á vefsíðunni esta.cbp.dhs.gov. e
L
d
S
n
e
y
T
i
Fjallagrös
Fjallagrös vaxa í ríkum mæli á Ís-
landi, og þá sérstaklega á norð-
ur- og vesturhluta landsins. Grösin
eru í raun samlífi á milli þörungs og
svepps, og því ekki í raun grös. Fólk
lagði sér þau til munns á árum og
öldum áður þegar hungursneyð var,
en þau hafa meðal annars verið not-
uð til þess að drýgja mat. Stór hluti
grasanna er slímkenndar fjölsykr-
ur, sem bólgna út þegar þær kom-
ast í snertingu við vatn. Við það sef-
ast slímhimnur sem viðkvæmar eru
vegna kvefs eða hósta. Neysla fjalla-
grasa getur þannig hjálpað gegn kvefi
og eymslum í öndunarfærum. Fjalla-
grös geta einnig reynst góð við maga-
verkjum, því hlaupið sem myndast
úr sykrunum sefar magann.
Hvítlaukur
Hvítlaukur hefur lengi verið notaður
sem lækningajurt. Fyrsta skiptið sem
hann var nefndur í þeim tilgangi var
fyrir um 3.500 árum, í fornegypsk-
um texta. Hann er náttúrulega sýkla-
drepandi, og er góður gegn ýmsum
sýkingum. Rannsókn sýndi fram á
að um 2,5 prósent af hvítlauk í vatns-
lausn hafði sýklaeyðandi áhrif, en þó
kvörtuðu þátttakendur rannsóknar-
innar vegna stækrar andremmu sem
frá þeim lagði. Hann hefur einnig
reynst vel gegn kvefi. Í gegnum tíð-
ina hefur tíðkast að mæla með hvít-
lauki gegn háu kólesteróli og hjarta-
sjúkdómum, en viðamikil rannsókn
Stanford-háskóla árið 2007 sýndi
fram að það ætti ekki við raun að
styðjast. Niðurstaðan þar var að
engin breyting varð á blóðfitu þátt-
takenda eftir sex mánaða hvítlauks-
neyslu. Þó hefur sérstök aðferð við
vinnslu hvítlauks sem kallast kald-
þroskun aukið hróður hans, því aðrar
rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif
kaldþroskaðs hvítlauks gegn blóð-
fitu og gegn krabbameini. Hvítlaukur
hefur einnig aukið testósterón í rott-
um er hans var neytt með pró tínum.
rabarbari
Rabarbari er sannkölluð munaðar-
vara í Evrópu, en á Íslandi vex hann
hér um bil alls staðar. Notkun þess-
arar jurtar hefur tíðkast frá fornöld,
en helst þekkist notkunin frá Kína.
Kínverjar voru þó duglegir við að
vara við hættum rabarbarans, en
þeir trúðu því að hann væri eitrað-
ur í óhóflegu magni. Sannleikurinn
er sá að lauf jurtarinnar eru eitr-
uð, en þau eru einungis banvæn ef
um 75 gramma fyrir hvert kíló í lík-
amsþyngd er neytt. Rabarbari hefur
herpandi áhrif á slímhúð, sem get-
ur dregið úr bólgum. Hann reynist
vel sem hægðarlyf, en stilkar jurt-
arinnar eru ríkir af antrakínónum
sem hafa hægðarlosandi áhrif.
alvera / aloe Vera
Alvera er kannski þekktasta lækn-
ingarjurt heimsins, en hún hefur
verið notuð í misjöfnum og marg-
víslegum tilgangi. Rannsóknir til
stuðnings græðandi mætti jurtar-
innar stangast oft hver á við aðra,
og því skortir beinharðar sannan-
ir um lækningamátt jurtarinnar.
Henni eru helst talin til tekna græð-
andi áhrif alveru-gels, og áhrifin
sem safi jurtarinnar á að hafa. Þrátt
fyrir misjafnar rannsóknarniður-
stöður, hafa í ríkari mæli fund-
ist ýmis efnasambönd í jurtinni
sem hafa áhrif á húðina. Þar af má
nefna kláðastillandi efni, verkja-
og bólgustillandi efni ásamt því að
það fyrirfinnst sveppa- og bakteríu-
eyðandi efni í jurtinni. Rannsókn-
ir hafa enn fremur stutt þá stað-
hæfingu að alvera hraði endurbata
vegna brunasára, og flestar nýleg-
ar kannanir á því hafa sýnt svip-
aða niðurstöðu. Safi jurtarinnar er
talinn hafa hægðarlosandi áhrif.
Ein möguleg skýring á mismun-
andi niðurstöðum á rannsóknum á
lækningamætti alveru, er sú að ekki
er víst að græðandi áhrif plöntunn-
ar haldist söm við geymslu henn-
ar. Því skiptir mestu að varan sem
inniheldur jurtina, hafi sem hæst
hlutfall af sem ferskustu alveru.
bláber
Á Íslandi vaxa í náttúrunni þrjár
tegundir af bláberjum. Af þeim má
nefna bláber og aðalbláber. Bláber
eru mjög holl og hafa margvísleg
góð áhrif á líkamann. Flestar rann-
sóknir hafa verið framkvæmdar á
aðalbláberjum, en talið er að önn-
ur bláber hafi svipuð áhrif á heils-
una. Aðalbláber innihalda ríku-
legt magn andoxunarefna, en þau
gefa góða raun gegn heilakvillum
á borð við Alzheimer-sjúkdóm og
Parkinson-heilkennin. Andoxunar-
efni hafa einnig fyrirbyggjandi áhrif
gegn ýmsum sjúkdómum. Rann-
sóknir hafa enn fremur sýnt fram
á að aðalbláber lækki blóðfitu og
kólesterólmagn í blóði, og dragi
úr áhrifum öldrunar. Ný rannsókn
leiddi svo í ljós að safi bláberja bæt-
ir minni, stuðlar að lægri blóðsykri
og dregur úr einkennum þunglynd-
is hjá eldra fólki. Síðast en ekki síst
hefur komið í ljós að bláber bæta
sjón við aðstæður þar sem ljós er
lítið. Sögur eru um breska flug-
menn sem bættu nætursjón sína
með drjúgum skammti af bláberja-
sultu. Það er því full ástæða til þess
að bæta bláberjum í fæðuvalið, því
þau eru með hollustu fæðu sem
fyrirfinnst.
lax
Allir ættu að borða fisk að minnsta
kosti tvisvar í viku og af þeim eru
Ljúffengt fæði
em bætir Lífið
Hvítlaukur, fjallagrös, bláber og lax eru allt margrómaðar fæðuteg-
undir, sem allir ættu að neyta í hóflegu magni. DV tók saman sjö
fæðutegundir sem auka lífsgæði og hafa ýmis góð áhrif á líkamann.
Allt er þó gott í hófi, en sitt lítið af öllu mun gera gæfumuninn.
lax er uppspretta hollrar fitu
Og hefur fyrirbyggjandi áhrif
gegn ýmsum krabbameinum.
Valhnetur Líkt og aðrar
hnetur innihalda holla fitu sem
er nauðsynleg líkamanum.