Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Page 19
Sigurlaug VordíS
EyStEinSdóttir er einn af
stjórnendum tónlistarhátíðarinnar
Gærunnar sem fór fram á Sauðárkróki
um helgina. Hátíðin var haldin í fyrsta
skipti og komu margir þekktir
tónlistarmenn fram. Sigurlaug Vordís
vonast til þess að um árlegan viðburð
verði að ræða.
ENGAR HUGMYNDIR
ERU SLÆMAR
Þegar embættismenn í samráðs-
hópi um fjármálastöðugleika ákváðu
árið 2008 að halda alvarlegum og
mikil vægum upplýsingum um stöðu
bankanna leyndum sagði engin neitt.
Þagnarmúrinn hélt. Innmúraðir og
innvígðir höfðu hins vegar upplýsing-
arnar og gátu selt og keypt hlutabréf
í bönkunum í samræmi við innherja-
upplýsingar sínar.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri hrunflokkanna í fjármálaráðu-
neytinu, sagði á fundi síðla þetta sum-
ar að ef þær upplýsingar sem nefndin
hefði undir höndum yrðu á allra vit-
orði yrði það banabiti bankanna.
Upplýsingarnar sem innvígðir
höfðu urðu banabiti bankanna þótt
þeim væri haldið leyndum fyrir al-
menningi. Eftir sátu 40 þúsund hlut-
hafar í íslensku bönkunum með sárt
ennið. Fyrir utan alla hina, erlend-
is sem hérlendis. Mánuðum, jafnvel
misserum saman, hafði mikilvægum
upplýsingum verið haldið leyndum
fyrir þeim. Leyndin átti að koma í veg
fyrir að eign þeirra í bönkunum rýrn-
aði eða yrði að engu.
Enginn hefur enn sagt þjóðinni
hvort hjá sérstökum saksóknara liggi
mál embættismanna, stjórnmála-
manna, vina eða ættingja, sem hag-
nýttu ofangreindar innherjaupplýs-
ingar fyrir hrun og björguðu skinni
sínu með aðstöðubraski eða aðild-
inni að klíkum með flokksskírteini.
Halldór Bjarkar Lúðvíksson, fyrrver-
andi starfsmaður Kaupþings, hefur
vitnað gegn eigendum og stjórnend-
um hins fallna banka, meðal annars
í Al Thani-málinu. Brot úr yfirheyrsl-
um yfir honum hafa birst á síðum
DV. Halldór Bjarkar sagði efnislega,
að þegar honum varð ljóst hvers
kyns bull væri í gangi, hefði hann selt
hlutabréf sín í bankanum.
Það var fyrir hrun. Hann, Baldur
Guðlaugsson og margir aðrir innvígð-
ir vissu. Hinir voru í góðri trú.
Hreingerningu ekki lokið
Þeim, sem mesta ábyrgð báru á
stjórnsýslu, sem vísvitandi gekk út á
að sniðganga lög um meðferð inn-
herjaupplýsinga fyrir hrun, hefur
flestum verið skákað úr embættum
sínum. Davíð Oddssyni og aðstoð-
armönnum hans í Seðlabankanum
var hent út. Innmúraður Baldur, vin-
ur Davíðs, er hættur og svarar fyrir
innherjasvik í réttarsölum. Björgvin
G. Sigurðsson, bankamálaráðherra
„non grata“ í tíð Davíðs, Geirs og Ingi-
bjargar, sparkaði Jónasi Fr. Jónssyni,
meðvirkum forstjóra FME, úr emb-
ætti og sagði jafnframt sjálfur af sér.
Hann fékk engar þakkir fyrir fram-
gönguna en mætir fálæti samherja
sinna. Geir H. Haarde sagði af sér
og hvarf út úr pólitík. Börn sjá um
að auglýsa eftir honum með veggja-
kroti þessa dagana. Árni Mathiesen
fór sömu leið eftir skammarlega auð-
sveipni við spillta flokksforystu sem
kom vinum og vandamönnum fyrir í
hæstarétti með kúbeini og járnkarli.
Davíð hefur nú heilt Morgunblað
á kostnað forréttindastéttar í landinu
til að segja þjóðinni að vanrækslu-
syndir hans hafi engar verið.
Hafandi allt þetta í huga eru meint-
ar vanrækslusyndir Gylfa Magnús-
sonar, efnahags og viðskiptaráðherra,
varðandi gengisbundin gjaldeyris-
lán smávægilegar í samanburði þær
syndir sem leiddu til alhruns íslenska
fjármálakerfisins. Lengi hefur legið
fyrir, að dómstólar myndu kveða upp
úr um lögmæti gengistryggðra lána.
Efast má um að það sé hlutverk fram-
kvæmdavaldsins, ráðherra, að gefa út
yfirlýsingar um mál sem dómsvaldið
hefur til meðferðar.
Ríkisstjórnin stefnir að bættri og
heilbrigðari stjórnssýslu og skipaði
nefnd til að fjalla um málið. Í áfanga-
skýrslu nefndarinnar, sem út kom
snemmsumars, segir meðal annars:
„Stjórnarráð Íslands og stjórnsýslan í
heild glíma við trúverðugleikavanda
sem endurspeglast ekki síst í um-
ræðu um ófaglegar og jafnvel spilltar
ráðningar. Því er haldið fram að fólk
sé oft ráðið á grundvelli pólitískra
tengsla og fyrirgreiðslu frekar en fag-
legra sjónarmiða – flokksskírteini hafi
meira að segja við ráðningu og skip-
un í embætti en menntun, hæfni og
reynsla.“
Ekki verður sagt að stjórnsýslan,
sem tengir viðskiptaráðuneytið og
Seðlabankann, hafi verið gagnsæ og
markviss hvað gengislánin varðar.
Hvergi yrði talin fagleg sú stjórn-
sýsla sem hélt bankamálaráðherr-
anum utan við atburðarásina og
ákvarðanatökuna örlagadagana þeg-
ar bankakerfið hrundi.
Vonandi les ríkisstjórnin stjórn-
sýsluskýrsluna sem hún bað um
og fylgir grundvallarsjónarmiðum
hennar.
Megi sú stjórnsýsla og embættis-
færsla, sem að ofan er lýst, aldrei þríf-
ast á ný hér á landi.
Afvegaleiðandi stjórnsýsla
1 Grunaður um morð í Hafnar-firði: Játaði ást á Youtube
Karlmaður sem var í haldi lögreglu
grunaður um morðið í Hafnarfirði
birti ástarjátningar á netinu.
2 Hinn Grunaði kvartaði undan svefnleYsi Fjallað var um manninn
sem sat í haldi lögreglunnar,
grunaður um morðið í Hafnarfirði.
3 Gestir skemmtistaða: láta nauðGanir afskiptalausar
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri
Neyðarmóttökunnar, segist heyra
reglulega sögur af afskiptaleysi fólks.
4 manndráp í Hafnarfirði: Grunaður maður í Haldi
Lögreglan handtók mann grunaðan
um morðið í Hafnarfirði. Honum var
sleppt um miðjan dag í gær.
5 baráttan við benzó-lYf: breYttu mér alGJörleGa Slæm
reynsla konu sem fékk Benzodia-
zepine-lyf.
6 HelminGur í veikindaleYfi Helmingur af framkvæmdastjórum
Seltjarnarnesbæjar er kominn í leyfi
frá störfum.
7 Grunaður laus úr Haldi Hinum grunaða í morðmálinu í Hafnarfirði
var sleppt úr haldi lögreglunnar.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er konan?
„Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, deild-
arstjóri tómstunda, viðburðastjórnandi,
tónlistar- og leiklistarkona og varafor-
maður Samfés.“
Hvað drífur þig áfram í lífinu?
„Að hafa nóg fyrir stafni. Gera þá hluti
sem mig langar að gera. Ekki vera með
nein „ef“ í farteskinu. Engar hugmyndir
eru slæmar hugmyndir.“
Hver er fyrirmyndin?
„Móðir mín.“
Hvað borðarðu í morgunmat?
„Seríos eða hafragraut.“
Hvar ólstu upp?
„Á Hofsósi og á Sauðárkróki.“
uppáhalds tónlistarmaðurinn/
hljómsveitin?
„Er með fjölbreyttan tónlistarsmekk. Í
uppáhaldi núna eru Tom Waits, Janis
Joplin og Led Zeppelin. Get ekki gert
upp á milli.“
Hver eru áhugamálin?
„Tónlistin númer eitt og svo leiklistin. Svo
hef ég gaman af náttúrunni.“
Hvað er framundan?
„Mikil vinna í sambandi við félagsmið-
stöðvarnar og tómstundir. Halda áfram
uppbyggingu Samféss. Fullt af söng
og leikstýring. Halda námskeið líka og
knúsa börnin mín aðeins.“
Verður gæran að árlegum viðburði?
„Vonandi fáum við tækifæri til að gera
þetta að árlegum viðburði og halda
þannig eina flotta tónlistarhátíð á
Norðurlandi.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að vera jákvæð og brosa. Taka öllu með
opnum huga.“
maður dagsins
kjallari
„Já, já.“
Hörður StEfánSSon
58 ÁrA, JÁrNSMiður
„Ég er hlutlaus.“
guðmundur HaukSSon
25 ÁrA, SJúKrALiði
„Já.“
Þorbjörg guðnadóttir
55 ÁrA, STArFSMAður Á HEiLSuGæSLu
„Já ég geri það.“
HElgi Hrafn ÚlfSSon
22, ÁrA NEMi
„Já, ekki spurning.“
róbErt SigurðSSon
28 ÁrA, HúSASMiður
stYður þú niðurskurð HJá þJóðkirkJunni?
dómstóll götunnar
miðvikudagur 18. ágúst 2010 umræða 19
„Upplýsingarnar sem
innvígðir höfðu urðu
banabiti bankanna
þótt þeim væri haldið
leyndum fyrir
almenningi.“
jóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar
mávar Fjöldinn allur af mávum sat á Stjórnarráðinu eftir að mótmælendur dreifðu brauðmolum þar fyrir utan á þriðjudag.
mynd róbErt rEyniSSon