Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Qupperneq 26
Grínbræðurnir Steinþór Hróar Steinþórsson og Ágúst Bent Sig- bertsson, sem eru á bakvið sjón- varpsþættina Steindinn okkar, gerðu sér lítið fyrir og keyptu sér hvor sitt 42“ plasma-sjónvarpið á útsölu í Elko í gær. Þeir Steindi og Bent eru miklir tölvuleikja- unnendur eins og DV hefur áður greint frá, en plasma-sjónvörpin munu eflaust henta mjög vel við PlayStation 3-tölvurnar. Sjón- vörpin eru af gerðinni Pana sonic og kosta 129 þúsund krónur stykkið. Greinilegt að grínið hjá þeim bræðrum er farið að borga sig, en þeir hafa einnig staðið í auglýsingagerð í sumar. Breski hnefaleikamaðurinn Carl Froch kennir Eyjafjallajökli um tap sitt í síðasta bardaga. Froch tapaði á dómaraúrskurði gegn Dananum Mikkel Kessler núna í vor. Er það hans eina tap á ferl- inum, en næst mætir hann King Arthur Abraham. „Mitt eina tap var gegn Mikael Kessler, en vegna öskufallsins frá Íslandi, þá seink- aði ferðinni til Danmerkur fram á síðustu stundu. Það tók snerp- una frá mér,“ segir Froch í viðtali við Telegraph. Tapið tók greini- lega á kappann, en hann segist ætla hætta í hnefaleikum ef hann sigri ekki í næsta bardaga. „Ef ég vinn ekki, þá vil ég ekki taka þátt í hnefaleikum lengur,“ segir Carl, en hann keppir í millivigt. Eins og þekkt er þá stöðvaði öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli flugumferð í Evrópu í fleiri daga. Hafði það áhrif á hina ýmsu við- burði, en meðal annars þurfti grínistinn John Cleese að ferðast á leigubíl um hálfa Evrópu til þess að komast heim til sín, eins og greint var frá fyrr í sumar. Er Carl Froch nú nýjasta fórnarlamb eld- gossins, og vonandi fara eldstöðv- ar ekki af stað aftur, áður en hann mætir Arthur Abraham einhvern tíma í haust. Kennir ösKunni um tapið Keyptu sér plasma- sjónvarp Hnefaleikamaðurinn Carl froCH varð fyrir barðinu á gosinu í eyjafjallajökli: Þær Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir vinna nú hörðum höndum að heimildar- myndinni The Startup Kids, en myndin fjallar um unga frum- kvöðla, sem hafa með frum- kvæði og útsjónarsemi komið á fót mörgum af vinsælustu síð- um netsins. Í myndinni verður talað við stofnendur vefsíða á borð við Dropbox, Vimeo, Flickr, WordPress og Posterous. Þær Valgerður og Sesselja eru einna best þekktastar fyrir að hafa sett á markað spilið Heilaspuna um síðustu jól, sem vakti mikla lukku. Myndinni verður vænt- anlega dreift frítt á netinu í nóv- ember. 26 fólkið 18. ágúst 2010 miðvikudagur ómar ragnarsson: Kennir öskufalli um tapið Carl Froch gefur Mikkel Kessler einn á kjaftinn. Heila spuna stúlKur gera mynd Hnúturinn í maganum horfinn „Þetta er kúvending fyrir mig. Það er ólýsanlegur munur að vera ekki með stöðugan hnút í magan- um fyrir hver mánaðarmót,“ segir Ómar Ragnarsson, fjölmiðla- og kvikmyndagerðarmaður, um þá breytingu sem hefur orðið á lífi hans eftir að landsmenn, að frum- kvæði Friðriks Weisshappels, söfn- uðu og gáfu honum tæpar 13 millj- ónir króna í sjötugsafmælisgjöf. Söfnun fór af stað eftir að Ómar sagði frá fjárhagsstöðu sinni í helg- arviðtali í DV. Ómar og eiginkona hans, Helga Jóhannsdóttir, höfðu sett alla sína fjármuni í heimildar- myndagerð sem snýr nánast öll að verndun íslenskrar náttúru. Skuld- ir höfðu hlaðist upp og Ómar var með einar níu myndir í vinnslu og var nánast stopp í þeim öllum. „Þetta var eins og af himnum ofan. Ég var uppi á hálendi og vissi ekkert af þessu. Ég rétt kíkti við á Hótel Rangá til þess að blogga og skoða fréttir áður en ég færi af stað aftur.“ Ómar settist fyrir framan tölvuna og var um leið að hringja símtöl vegna skulda sinna. „Ég var að hringja í vin minn til að biðja hann um að bíða enn. Að ég gæti ekki borg- að honum skuld eins og ég ætlaði að gera í júní heldur þyrfti það að bíða fram í sept- ember í fyrsta lagi.“ Ómar var með sím- ann við eyrað þeg- ar hann rak svo augun í frétt á mbl. is. „Ómar fær milljónir stóð í fyrir- sögn. Hvaða maður er það hugs- aði ég. Þá var það bara ég,“ segir hann kátur. „Þannig að það næsta sem ég sagði var: „nei bíddu, ég ætla borga þér þessa peninga“,“ en Ómar er ævinlega þakklátur öll- um þeim sem studdu hann. Myndin sem Ómar vinnur nú hörðum höndum að því að klára er um Gjástykki og Leir- hnjúk en Ómar segir að svæðið sé ein merkasta náttúruperla heims, en á því stendur til að virkja. „Þarna er gjáin þar sem Ísland kem- ur upp og Evrópa og Ameríka fjar- lægjast hvor aðra. Þetta er eini stað- urinn í heiminum þar sem þú getur séð nýtt land koma upp á milli flekanna. Það er enginn stað- ur í heiminum sem getur keppt við þetta.“ Ómar segir að nú sé verið að leita eftir sátt til að fá að nota tvö prósent af svæðinu undir virkjun. „Það er nú fín sátt eða hitt þó held- ur. Tvö prósent eru tveir ferkíló- metrar. Það er eins og að setja upp virkjun í þjóðgarðinum á Þingvöll- um sem nær yfir tvo ferkílómetra en segja að það sé allt í lagi því allt hitt sé þarna ennþá. Eða gera mal- aragryfju í hlíðum Esjunnar, sem eru aðeins tvö prósent af hlíð- um hennar. Annað hvort er þetta svæði bara friðað eða ekki.“ Ómar stefnir að því að koma myndinni um Gjástykki og Leir- hnjúk frá sér skömmu eftir ára- mót. „Nú get ég meira að segja fengið mann til þess að klippa og vinna myndina fyrir mig og borg- að honum fyrir það. Maður get- ur ekki endalaust níðst á vinum sínum og það er góð tilfinning að geta borgað fyrir þá vinnu sem unnin er.“ Ásamt því að klára myndina undirbýr Ómar nú 50 ára afmæli sitt sem skemmtikraftur. „Það fer allt af stað í september og eins og ég hef áður sagt þá ætla ég að þakka fyrir þessi fimmtíu frábæru ár með stæl.“ asgeir@dv.is Ómar Ragnarsson segir það ótrú- legan mun að þurfa ekki að kvíða hverjum mánaðarmótum eftir að landsmenn tóku sig til og söfnuðu tæplega 13 milljónum í afmælisgjöf handa honum í sumar. Ómar var kominn í miklar skuldir vegna heimildarmyndagerðar um íslenska náttúru en nú er fyrsta myndin af mörgum væntanleg í vetur. Ómar Ragnarsson Er á fullu þessa dagana við að ná í myndefni, þökk sé veglegri afmælisgjöf landsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.