Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 29
miðvikudagur 18. ágúst 2010 sviðsljós 29
Sá líf Sitt
sem bíómynd
leikarinn Nicolas Cage sá líf sitt eins og kvik-mynd þegar hann var yngri. „Ég horfði stíft á sjónvarpið og reyndi að átta mig á því hvern-ig ég gæti troðið mér inn í atburðaásina. Þeg-
ar ég gekk svo í grunnskóla, þá ímyndaði ég mér að
það væri stórt kranaskot í gangi, þar sem myndavélin
myndi rólega rísa upp í loftið og þá myndi ég sjást sem
pínulítill drengur á gangi upp stóra götu,“ segir Cage í
nýlegu viðtali. Það var þó ekki fyrr en seinna sem leik-
arinn áttaði sig á því hvað hann vildi gera í lífinu. „Það
var ekki fyrr en ég var 15 ára, en þá fór ég í New Be-
verly-bíóið, sem sýnir listrænar kvikmyndir. Ég horfði
þar á James Dean í kvikmyndinni East of Eden. Atriðið
þar sem hann er að reyna að fá Raymond Massey pen-
inga, sem hann fékk fyrir baunir á afmælisdegi föður
síns, fór gjörsamlega með mig,“ segir Nicolas sem hef-
ur átt blómlegan feril á hvíta tjaldinu. Nú leikur hann
í ævintýramyndinni The Sorcerer’s Apprentice og hef-
ur hann lengi viljað takast á við galdra á hvíta tjaldinu.
„Maður getur eiginlega ekki lifað af sem listamaður
ef maður ræktar ekki barnið í sjálfum sér. Galdrar eru
einfaldir. Þeir snúast um ímyndunarafl, viljastyrk og
getuna til þess að búa til meðvituð áhrif í efnislegum
heimi. Þannig er hvert skáldverk eins og galdur. Hver
ræða sem hreyfir við fólki og hver bíómynd.“
Nicolas Cage á frjóu ímynd-
unarafli feril sinn að þakka:
Nicolas Cage Varveitir
barnið í sjálfum sér.
Strákur
og Stelpa
Neil Patrick Harris og David Burtka ættleiða tvíbura:
Gamanleikarinn Neil Patrick Harris og kærasti hans til margra ára, David Burt-ka, tilkynntu nýlega að þeir myndu ætt-leiða tvíbura í október. Það er staðgöngu-
móðir sem gengur með börnin en nýjustu fregnir
herma að um strák og stelpu sé að ræða. Harris og
Burtka hafa verið saman í ein sex ár.
Harris hefur gert það gríðarlega gott í þáttunum
How I Met Your Mother undanfarin ár en þar leikur
hann hinn öfgagagnkynhneigða Barney Stinson
Neil Patrick Harris
og kærastinn
David Burtka Hafa
verið saman í sex ár
og ættleiða tvíbura
í haust.
Hinn 65 ára gamli Michael Douglas hefur greinst með æxli í hálsinum.
Það fannst nýverið við læknisskoðun og verið er að undirbúa meðferð
sem mun standa yfir næstu mánuðina. Leikarinn mun ganga í gegnum
geisla- og lyfjameðferð og er búist við því að hann nái sér að fullu.
„Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði leikarinn í stuttri yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér. Douglas er kvæntur leikkonunni Catherine Zeta-Jones, en
lítið hefur farið fyrir þeim báðum á hvíta tjaldinu undanfarin ár.
Með æxli í hálsinum
TVÆR KONUR
2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR
Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur.
Hentar öllum, stöðvar sykurinn
áður en hann verður að fitu.
STÖÐVIÐ SYKUR
OG KOLVETNI
NÝJUNG! BRENNIÐ FITU
30 Days
120 töflur ásamt
samnefndu
kremi vinnur á
appelsínuhúð.
30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm
(60 eða 150)töflur gegn kviðfitu
gefur 35% meiri virkni.
Valin
heils
uvara
ársin
s
2008
&
B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s
Catherine
Zeta-Jones og
Michael Dou-
glas Hafa ekki
verið áberandi
á hvíta tjaldinu
undanfarin ár.