Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Síða 7
mánudagur 30. ágúst 2010 fréttir 7
Lundastofninn
að hverfa
Talið er að lundastofninn í Vest-
mannaeyjum hverfi á næstu árum
ef fram fer sem horfir að mati líf-
fræðingsins Erps Snæs Hansens.
Frá þessu var greint á vefsíðu Vísis
á sunnudag en ástæðan fyrir þessu
er talin algert hrun á sandsílastofn-
inum. Íslenski lundastofninn er sá
stærsti í heimi og eru flestir fuglarn-
ir í Vestmannaeyjum. Erpur Snær
sagði lunda aðeins vera í tíu til tut-
tugu prósent af lundaholunum í
Vestmannaeyjum.
OR skilar
milljörðum
Meira en fimm milljarða króna
hagnaður var á Orkuveitu Reykja-
víkur á fyrri hluta ársins. Frá þessu
var greint á vef Vísis á sunnudag en
þar segir að Orkuveitan telji sig ekki
geta staðið undir endurgreiðslu lána
að óbreyttu. Rekstur Orkuveitunn-
ar skilaði meira en 5,1 milljörðum
króna í hagnað á fyrstu sex mánuð-
um ársins en gjaldskrárhækkuninni
er ætlað að skila fjögurra milljarða
auknum tekjum.
Hækkanir OR
skoðaðar
Fjörutíu prósent hækkun Orku-
veitunnar á raforkudreifingu
verður skoðuð af Samkeppn-
iseftirlitinu. Þetta kom fram í
kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins
á sunnudag en þar var greint frá
því að hækkunin verði kostnaður
sem fylgi viðskiptavinum Orku-
veitunnar hvert sem þeir beina
viðskiptum sínum. Gjaldið á raf-
orkudreifingu verður sérstaklega
skoðað í ljósi fjörutíu prósenta
hækkunnar á því.
Nýnemar
fá ekki inni
Ekkert verður um nýnema í forn-
leifafræði og ritlist við Háskóla Ís-
lands í haust vegna niðurskurðar.
Frá þessu var greint í kvöldfréttum
Ríkissjónvarpsins en þar var greint
frá því að fögin væru ekki kennd í
öðrum háskólum hér á landi. For-
maður stúdentaráðs sagði slæmt að
aðgengi nemenda að greinunum sé
takmarkað með þessum hætti. Eins
og öðrum ríkisstofnunum hefur Há-
skóla Íslands verið gert að skera nið-
ur í starfsemi sinni.
Stúlkubarn fæddist á eldhúsgólfi í
fjölbýlihúsi í Kópavogi snemma á
laugardagsmorgun. Móðirin, Sigita
Andrijauskiene, á nágrannakonu
sinni, Ragnheiði Pálsdóttur, lífið að
launa því hún kom henni fljótt og
örugglega til aðstoðar í barnsnauð.
Fæðingin gekk áfallalaust þótt nafla-
strengurinn hafi verið vafinn utan
um háls barnsins og Ragnheiður tók
á móti heilbrigðu stúlkubarni.
Ragnheiður hafði vaknað óvenju
snemma þennan morgun og heyrt
mikinn umgang í íbúð nágranna-
konu sinnar. Stuttu síðar hringir
dyrabjallan án afláts. Þar er kominn
eiginmaður Sigitu sem biður Ragn-
heiði um hjálp.
Naflastrengurinn
vafinn um hálsinn
„Ég hendi mér í buxur hleyp upp.
Um leið og ég kem inn þá sé ég hvar
hún Sigita liggur á eldhúsgólfinu
með púða undir sér og ég sé að það
sést í koll barnsins,“ segir Ragnheið-
ur.
Hún segir atburðarásina hafa ver-
ið hraða. „Sigita rembist einu sinni
og höfuðið kemur allt, þá sé ég að
naflastrengurinn er vafinn utan um
hálsinn þannig að ég vippa honum
bara yfir höfuðið.“
Litla stúlkubarnið kom í heim-
inn og Ragnheiður athugaði ástand
þess. „Ég hef aldrei verið í þessum
aðstæðum áður en vissi þó að barn-
ið var við góða heilsu þótt það væri
bláleitt og hljóðlaust. Ég mundi frá
fæðingu barns míns að þannig eru
börnin oft allra fyrstu sekúndurnar
þegar þau koma í heiminn.“
Klippti á naflastrenginn
og batt hnút
Hún segir móðurina hafa orðið
hrædda þessar sekúndur en hún
hafi fljótt róast þegar Ragnheið-
ur varð þess vör að barnið deplaði
augum og andaði.
Ragnheiður klippti svo á nafla-
strenginn og setti á hann hnút. Á
meðan hugaði önnur grannkona
að líðan Sigitu. „Nú var ekkert eft-
ir nema að bíða eftir sjúkrabílnum,
við vöfðum barninu inn í lök og í
færðum í fang móðurinnar sem var
sæl og glöð.“
Sjúkrabílsins var beðið með
óþreyju að sögn Ragnheiðar og
fannst þeim öllum hann vera óra-
tíma á leiðinni. „Í raun höfðu aðeins
tíu mínútur liðið frá því að hringt
var á sjúkrabíl. Þetta gerðist allt svo
hratt.“
Fór beint í vinnuna
Hjónin Sigita og Mundi Andrija-
uskanav fóru með sjúkrabílnum
sem leið lá á fæðingardeild Land-
spítalans og Ragnheiður sem vinn-
ur sem geislafræðingur á röntgen-
deild Landspítalans í Fossvogi hélt
strax til vinnu. „Mín beið ellefu tíma
vakt. Hugur minn var auðvitað hjá
fjölskyldunni alla vaktina og ég var í
mikilli geðshræringu vegna þessar-
ar merku upplifunar sem það er að
taka á móti barni.“
Þegar Ragnheiður kom úr vinn-
unni voru þau hjónin komin heim
með stúlkuna. „Ég fékk að líta að-
eins til þeirra og gladdist með þeim.
Við konurnar hér í húsinu erum all-
ar afskaplega hrærðar yfir þessu at-
viki og auðvitað stoltar af því að búa
í svona góðu húsi.“
Vissi að allt myndi fara vel
Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á þá
er hin nýbakaða móðir sallaróleg
þegar blaðamaður hefur samband
við hana. Henni heilsast vel að eigin
sögn og hún segist hafa vitað að hún
væri í góðum höndum allan tím-
ann. „Ég vissi frá upphafi að fæð-
ingin myndi ganga slysalaust og að
barninu myndi heilsast vel. Ég var
auðvitað hálfskelkuð um sinn en
hafði trú á því Ragnheiður gæti tek-
ið á móti barninu. Hún var örugg og
róleg og lét mér líða vel allan tím-
ann.“ Sigita segir fæðinguna í raun
hafa gengið eins og í draumi mið-
að við fæðingu fyrra barns hennar.
„Þegar ég átti mitt fyrsta barn var
ég á sjúkrahúsi með hríðir í fjóra
daga og fjórar nætur. Þessi reynsla
er töluvert ólík þeirri og ég finn að
ég er miklu hraustari og rólegri.“
En skyldu nágrannakonurnar
vera bundnar sterkari böndum eftir
þetta? „Jú, svo sannarlega. Það hef-
ur alltaf verið gott að búa í þessu
húsi, hér ríkir samhugur og það
er mikill samgangur á milli okk-
ar allra. Mér finnst ómetanlegt að
eiga svona góða nágranna að,“ seg-
ir Sigita.
Ragnheiður Pálsdóttir aðstoðaði ná-
grannakonu sína Sigitu Andrijauskiene
í barnsnauð. Sigita fæddi stúlkubarn á
eldhúsgólfi íbúðar sinnar í fjölbýlishúsi
í Kópavogi eldsnemma að morgni síðast-
liðins laugardags. Fæðingin gekk áfalla-
laust þrátt fyrir að naflastrengurinn hefði
vafist um háls barnsins.
KRiStjANA guðbRANdSdóttiR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
TÓK Á MÓTI BARNI
NÁGRANNA SÍNS
Þakklát góðri grannkonu Sigita,
RagnheiðuroglitlastúlkubarniðElse
heimahjáSigitu.myNd SigtRygguR ARi
Allar spár benda nú til þess að síð-
ari hluta vikunnar sé í vændum hita-
bylgja með sólríku veðri norðan og
austan til. „Það eru mjög eindregin
hlýindi að ganga inn á landið smám
saman og á fimmtudag eða föstudag
má ætla að hitinn slái jafnvel í 22-
24 stig á norðausturlandi og að víða
verði hiti nálægt 20 stigum annars
staðar þegar best lætur,“ segir Sig-
urður Þ. Ragnarsson veðurfræðing-
ur DV.
Hann segir þetta kærkominn
sumarauka, ekki síst fyrir Norðlend-
inga sem hafi verið í fremur svölu
veðri síðustu daga. „Það er skammt
stórra högga á milli. Eftir nætur-
frost fyrir og um helgina og það bæði
sunnan og norðan heiða, erum við
nú að tala um hitastig sem myndi
sóma sér vel í Suður-Evrópu,“ seg-
ir Sigurður og bætir við: „Ég á von á
að það verði sólríkt norðan- og aust-
anlands samfara þessum hlýindum,
annars skýjað með köflum og úr-
komulítið. Það eru þó teikn á lofti um
að það geti vætt eitthvað sunnan- og
vestanlands um næstu helgi en þar
eru spárnar ekki alveg sammála enn-
þá,“ segir Sigurður.
„Manni er nú nánast hætt að
standa á sama hvað varðar þessa
veðurlagsþróun hér og í heimin-
um almennt. Þegar stóra hitabylgj-
an kom hér rétt fyrir miðjan ágúst
2004 þá rak maður upp stór augu
þegar spárnar voru að gera ráð fyrir
yfir 20 stiga hita. Nú erum við að tala
um septemberbyrjun með álíka töl-
um þó þessi bylgja muni að líkindum
ekki standa eins lengi og sú sem varð
hér 2004,“ segir Sigurður.
Hann bendir á til gamans að með-
altalsdagsetning á fyrsta frostinu á
Akureyri er um 15. september. „Það
gætum við reyndar fengið ennþá en
þetta er allt hálf öfugsnúið nú þegar
nóttin er orðin þetta löng að vera að
tala um 20 stiga hita eða hærri.“ Nán-
ar á DV.is.
Kærkominn sumarauki í vændum með hita á bilinu 20-24 stig:
Hitabylgjaíuppsiglingu
Aukinn hiti Hitabylgja
eríuppsiglingu
norðan-ogaustanlands
samkvæmtSiggastormi.
Myndintengistefni
fréttarinnarekkibeint.