Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 10
10 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur LEYND YFIR UPPGJÖRI BJÖRGÓLFS THORS Björgólfur Thor Björgólfsson fjár- festir mun ekki greina frá því ná- kvæmlega í hverju nýlegt 1.200 milljarða króna skuldauppgjör hans felst. DV hefur leitað svara hjá talsmanni hans, Ragnhildi Sverris- dóttur, um í hverju skuldauppgjör- ið felist, meðal annars hvort Björ- gólfur Thor hafi greitt tiltekna skuld í beinhörðum peningum eða ekki. DV hefur ekki fengið ásættanleg svör við þessum spurningum frá Ragnhildi. Svar hennar er á þá leið að skuldauppgjör Björgólfs hafi verið fullt skuldauppgjör sem tekið hafi til allra skulda hans en að frek- ari upplýsingar um eðli uppgjörs- ins verði ekki gefnar upp. Upphaflega leitaði DV til Ragn- hildar til að inna hana eftir því hvort rúmlega 11 milljarða króna skuld eignarhaldsfélagsins Main- see, sem Björgólfur átti með Ró- berti Wessmann, hefði verið hluti af skuldauppgjöri Björgólfs. Ragn- hildur svaraði þessari spurningu játandi en gaf ekki nánari svör. „BTB [Björgólfur Thor Björgólfs- son, innskot blaðamanns] gerði að fullu upp sinn hluta þeirrar skuld- ar við Glitni við skuldauppgjör sitt, sem skýrt var frá nú í júlí.“ Hvað felst í uppgjörinu? Þegar DV fékk þetta svar frá Ragn- hildi spurði blaðið hvað fælist í þessu svari, til dæmis hvort Björg- ólfur hefði greitt Mainsee skuldina í reiðufé. Spurning DV fer hér á eftir: „Þú segir: „BTB gerði að fullu upp sinn hluta þeirrar skuldar við Glitni við skuldauppgjör sitt, sem skýrt var frá nú í júlí.“ Þýðir þetta svar þitt að Björgólfur hafi borgað þessa skuld við Glitni í beinhörð- um peningum? Ef ekki, með hvað hætti var hún þá gerð upp? Hægt er að skilja og túlka orðalagið „að gera upp skuld“ með margvísleg- um hætti. Þetta er mikilvægt atriði.“ Þessari spurningu vildi Ragn- hildur ekki svara fyrir hönd Björg- ólfs Thors: „Eins og fram kom við skuldauppgjörið gerði BTB allar skuldbindingar sínar við íslenska banka og fjölda erlendra banka upp að fullu. Það persónulega upp- gjör verður ekki útlistað nánar en svo, enda hlýtur þetta að vera meg- inmáið: Fullt uppgjör skulda.“ Þegar DV fékk þetta svar spurði blaðið aftur hvað fælist í því að Björgólfur hefði gert skuldir sínar upp að fullu. „Hvað felst í því? Ég vil fá nánari svör. Þetta er of loðið hjá ykkur.“ Svar Ragnhildar við þessari ítrekun var: „Nanari uppl um per- sonulegt uppgjør eru ekki veittar. Tetta var fullt uppgjør, eins og kom fram a sinum tima.“ Þar við sat og DV spurði Ragnhildi ekki frekari spurninga. Ekkert vitað Staðan er því sú að þrátt fyrir að Ragnheiður tali um að skuldir Björg ólfs Thors verði gerðar upp að fullu þá er ekkert vitað um hvað felst nákvæmlega í þessu skulda- uppgjöri. Almennur skilningur fólks á orðinu skuldauppgjör er á þá leið að maður borgi upp all- ar skuldir sínar og vextina af þeim upp á krónu, til dæmis þegar mað- ur gerir upp námslánin sín á einu bretti með því að borga þau niður í beinhörðum peningum. Af framsetningu starfsmanna Björgólfs á skuldauppgjöri hans mátti ætla að um hefði verið að ræða slíkt skuldauppgjör hjá hon- um: Að niðurstaðan í skuldaupp- gjöri Björgólfs yrði sú að hann borgaði kröfuhöfum sínum til baka 1.200 milljarða króna í peningum eða á annan hátt. Svör Ragnhild- ar við spurningum DV benda hins vegar til að þetta hafi ekki verið raunin og að samkomulag Björg- ólfs Thors við lánardrottna sína hafi verið með einhverjum öðrum hætti og stangist því á við almenn- an skilning fólks á orðinu skulda- uppgjör. Ljóst er jafnframt af svör- um Ragnhildar að Björgólfur kærir sig ekki um að segja allan sannleik- ann um skuldauppgjörið, af ein- hverjum ástæðum. Ein kenning um skuldaupp- gjörið, sem mikið hefur verið á vör- um manna eftir að það var kynnt, er að Björgólfur borgi kröfuhöf- um sínum í raun ekki neitt strax heldur aðeins hluta skuldanna þegar hann mun selja hlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu Acta- vis. Kenningin hermir að þá muni Björgólfur borga kröfuhöfum sín- um hluta af því sem hann fær fyr- ir lyfjafyrirtækið og að afgangurinn af skuldum hans verði ekki greidd- ur. Niðurstaðan er því sú að það er ekki rangt að tala um „samkomu- lag um heildaruppgjör“ skulda Björgólfs og að skuldir hans verði „gerðar upp“, líkt og Ragnhildur hefur gert. Orðin „skuldauppgjör“ og að „skuldir verði gerðar upp“ þurfa þó vitanlega ekki að þýða að Björgólfur muni greiða allar skuld- irnar upp, krónu fyrir krónu. Hugsanlegt er því að einhverjar slíkar ástæður skýri þá leynd sem hvílir yfir skuldauppgjöri Björg- ólfs Thors og útskýri meðal ann- ars af hverju ekki er hægt að svara því með skýrum hætti, af eða á, hvort í skuldauppgjöri Björgólfs Thors felist að hann greiði lánar- drottnum sínum einhverja fjár- muni í peningum eða ekki. Því er ekki hægt að fullyrða að Björgólf- ur Thor muni greiða lánardrottn- unum þessa 1.200 milljarða króna og jafnframt er ómögulegt að segja hversu mikið hann mun greiða þeim til baka í raun. Talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar vill ekki svara því efnislega í hverju skuldauppgjör hans felst. Engar frekari upplýsingar verða veittar um uppgjörið en nú þegar hafa komið fram. Engin sönnun hefur komið fram um að Björgólfur Thor hafi greitt lánardrottnunum einhverja fjármuni. Hávær orð- rómur er um að lánardrottnar hans fái fyrst einhverja fjármuni þegar Björgólfur selur Actavis. n Tilkynningin um skuldauppgjör Björgólfs Thors sem send var til fjölmiðla í júlí: „Björgólfur Thor Björgólfsson og fjárfestingarfélag hans, Novator, hafa nú gengið frá samkomulagi um heildaruppgjör við erlenda og innlenda lánardrottna sína. Samkvæmt samkomulaginu munu skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eftir. Allar eignir Björgólfs Thors og Novators liggja til grundvallar uppgjörinu, en á þeim var gerð ítarleg úttekt og mat af hálfu alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arðurinn af þessum eignarhlutum og verðmæti, komi til sölu þeirra, munu hins vegar ganga til uppgjörs skuldanna, ásamt ýmsum persónulegum eigum hans. Þar á meðal eru húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða þessu skuldauppgjöri hefur náðst samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Við gerð samkomulagsins nutu Björgólfur Thor og Novator liðsinnis tveggja alþjóðlegra fyrirtækja, hinnar virtu lögmannsstofu Linklaters og ráðgjafarfyrir- tækisins AlixPartners, sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði fjárhagslegr- ar endurskipulagningar.“ skuldauppgjör björgólfs ingi f. vilHjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Nanari uppl um personulegt uppgjør eru ekki veitt- ar. Tetta var fullt upp- gjør, eins og kom fram a sinum tima. fátt um svör Talsmaður Björgólfs Thors vill ekki greina efnislega frá skuldauppgjöri hans og neitar meðal annars að svara því hvort fjárfestirinn hafi greitt lánardrottn- um sínum einhverja fjármuni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.