Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Qupperneq 15
Vodafone sektað um 2,6
milljónir Neytendastofa hefur sektað Vodafone um 2,6 milljónir fyrir
auglýsingu fyrirtækisins. Auglýsingin var undir yfirskriftinni „Reiknaðu með alvöru
reikningum“, og voru þar bornir saman símreikningar frá Vodafone annars vegar, og
Símanum hins vegar. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að auglýsingin hafi verið
misvísandi fyrir neytendur, og ekki sanngjörn gagnvart Símanum. Reikningurinn sem
Voda fone sýndi með betri kjörum, sem hljótast af því að vera í Gull-þjónustu fyrirtæk-
isins. Símreikningurinn frá Símanum var án svipaðra skilyrða. Þá var nefnt að reikning-
arnir voru frá mismunandi tímabilum, og að lengd og fjöldi símtala var mismunandi.
neysluVerð hækkaði Samkvæmt nýj-
um tölum Hagstofu hækkaði neysluvísitala án húsnæðis
um 0,38% frá því í júlí og fram til nú. Ef húsnæði er reiknað
með, þá hækkaði hún um 0,25% frá því í fyrri mánuði. Síð-
astliðna 12 mánuði hefur talan hækkað um 4,5%. Vísitala
neysluverðs er tala sem stendur fyrir útgjöld dæmigerðs
heimilis á Íslandi. Inni í henni eru erlendar og innlendar
matvörur, áfengi og tóbak, húsnæði og aðrar neysluvörur.
Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarið.
mánudagur 30. ágúst 2010 neytendur 15
EndingarbEstu myndavélarnar
Bilanatíðni myndavéla eftir verði
0,00%
1,00%
2,00%
3,00%
4,00%
5,00%
6,00%
7,00%
8,00%
60 þúsund og dýrari 36-60 þúsund 27-36 þúsund 0-27 þúsund
Bilanatíðni myndavéla undir 36 þúsund krónum
0,00%
4,00%
2,00%
6,00%
8,00%
10,00%
12,00%
14,00%
Pa
na
so
nic
Fu
jifi
lm
Ol
ym
pu
s
So
ny
Ca
no
n
Ko
da
k
Ni
ko
n
Pe
nt
ax
Po
lar
oid
Ca
sio
munur á bilanatíðni slíkra mynda-
véla frá Nikon og Canon, en hún er
um 4 prósent hjá báðum. Fyrirtæk-
ið hefur ekki nægilegar upplýsing-
ar um aðra framleiðendur DSLR-
myndavéla til þess að birta tölfræði
um þá.
Hlaut gagnrýni
frá hagsmunaaðilum
Eins og greint var frá hér að framan
hefur fyrirtækið sent frá sér tölur um
bilanatíðni fartölva. Sú tölfræði var
birt á seinustu neytendasíðu DV. Í
kjölfar þeirrar skýrslu fyrirtækisins,
gagnrýndi Lenovo-fyrirtækið áreið-
anleika könnunarinnar. Þá var því
haldið fram að SquareTrade væri
annars vegar að reyna að ýkja tölur
um bilanatíðni til að auka viðskipti
sín sem vátryggingaraðili, og hins
vegar að könnunin hafi ekki verið
framkvæmd á hlutlausan og vísinda-
legan hátt. Þá var bent á að notend-
ur fara öðruvísi með tölvur sínar, og
nota þær á mismunandi máta. Ekki
var tekið tillit til þess í fartölvu könn-
uninni, né heldur í þessari könn-
un. Það var því gagnrýnt að ekki var
reynt að stjórna þessum breytum í
umræddri könnun. Lenovo var með
fjórðu hæstu bilunartíðnina þar.
Gagnrýni svarað: Könnunin
sögð áreiðanleg
SquareTrade hefur svarað þessu á
þann veg að þeir séu ekki að reyna
að hræða neytendur til að kaupa sín-
ar tryggingar, þar sem að könnun
sem bandarísku neytendasamtökin
gerðu sýndi fram á hærri bilanatíðni
fartölva. Segir fyrirtækið það ekki
sennilegt að SquareTrade myndi
birta lægri bilanatíðni. Enn fremur
hefur talsmaður fyrirtækisins sagt
að fyrir hvern framleiðanda hafi bil-
anatíðni að minnsta kosti 1.000 far-
tölva verið könnuð. Það eigi að sýna
fram á nægilega dreift úrtak notenda
til þess að umræddar breytur ættu
ekki að hafa mjög skekkjandi áhrif á
niðurstöðurnar. Í tölfræðinni um bil-
anatíðni myndavéla eru tvöfalt fleiri
dæmi en í könnuninni með fartölv-
urnar.
GooGle
jötuninn
í öllu sínu veldi
Eitt stærsta markaðsráðgjafarfyr-
irtæki í heimi nefndi Google sem
verðmætasta vörumerki í veröld-
inni í dag. Google byrjaði smátt en
er í dag risastórt fyrirtæki sem veit-
ir ýmsa þjónustu á netinu. Leitar-
vél fyrirtækisins er sú langvinsæl-
asta í heimi, en um 1 milljarður
leita eru framkvæmdar daglega.
Til samanburðar má nefna það að
tæplega 2 milljarðar manna hafa
aðgang að netinu í heiminum. Fyr-
irtækið selur auglýsingar, sem að
eru miðaðar að hverjum notenda
fyrir sig, hverju hann leitaði að og
upplýsingunum sem hann hefur
sent frá sér. Í fyrra þénaði fyrirtæk-
ið um 800 milljarða króna, sem að
stærstum hluta voru auglýsinga-
tekjur.
Ný nálgun
Í upphafi var Google verkefni
tveggja doktorsnema í Stanford-
háskóla Bandaríkjunum. Á þeim
tíma miðuðust leitarvélar helst að
leit að síðum þar sem leitarorð-
ið birtist sem oftast. Ef þú leitaðir
að orðinu „bangsi“, þá komu fram
vefsíður þar sem að orðið „bangsi“
birtist oftast. Nemarnir Sergey M.
Brin og Lawrence E. Page höfðu
aðra hugmynd. Með því að skoða
gæði hverrar vefsíðu – það er að
mæla hversu margar vefsíður eru
tengdar henni um sama efni – þá
kemur frekar upp síða sem mest
fjallar um málefni leitarorðsins.
Niðurstaðan varð öflugri leitarvél
sem sett var á laggirnar 1998, með
forskot á samkeppnisaðila sína.
Auglýsingasala sem tekjulind
Árið 2000 hóf Google að selja aug-
lýsingar í tengslum við leitarorð.
Þannig notar fyrirtækið svokallað-
ar „kökur“, sem eru litlir upplýs-
ingapakkar frá notendum leitar-
vélarinnar, til þess að finna út að
hverju þú leitar, ásamt því að tengja
vafurvenjur þínar við rafrænt
kennileiti þitt. Þessar upplýsingar
eru hýstar í gagnaverum Google,
og þær tengdar við ip-töluna þína
sem er áðurnefnt kennileiti. Við ip-
töluna þína eru þá skráðar upplýs-
ingar um að hverju þú leitaðir og á
hvaða síðum þú vafrar mest, gef-
ið að síðurnar nýti sér greiningar-
þjónustu fyrirtækisins (nefnd hér
að neðan). Þá geta fyrirtæki keypt
auglýsingar til ákveðinna mark-
aðshópa, og Google notar upplýs-
ingar sínar til að koma þeim rétt til
skila.
Útþensla og yfirtökur
Á ferlinum hefur Google keypt upp
allnokkur fyrirtæki. Í dag býður
fyrirtækið upp á margvíslega þjón-
usu, líkt og gagnvirkt hnatt líkan af
jörðinni, kort, myndbandshýsing-
ar og reiknivél, svo fáeint sé nefnt.
Margir af þessum þjónustulið-
um eru afrakstur yfirtöku á öðru
fyrirtæki, en stærstu kaup Goog-
le voru eflaust á YouTube vefsíð-
unni. Google Earth er einnig dæmi
af yfirtöku, en hnattlíkanið sem sú
þjónusta veitir var hannað af fyrir-
tækinu Keyhole Inc., sem Google
keypti árið 2004. Árið 2005 keypti
fyrirtækið upp Urchin-fyrirtækið,
sem hafði verið að hanna grein-
ingarkerfi fyrir vefsíður. Í dag eru
hlutabréf Google rúmlega fimm-
falt meira virði en er það kom fyrst
á markað.
Greining og upplýsingar
Greiningarkerfi Urchin-fyrirtækis-
ins heitir í dag „Google Analyctics“,
en það er þjónusta fyrir vefsíðu-
eigendur fremur en auglýsendur.
Kerfið leyfir notendum sínum að
sjá hvaða vefsíðu gestir á heima-
síðu notandans skoðuðu áður,
ásamt því að segja hversu lengi
þeir dvelja á heimasíðunni. Það
segir einnig til um landfræðilega
staðsetningu þess sem vafrar. Enn
fremur getur það birt auglýsingar,
bæði þær sem greitt er fyrir heim-
sóknir á og þær sem einfaldlega
greitt er fyrir.
Þessi þjónusta er gríðarlega
vinsæl, en tölfræðin segir að allt að
57% af 10.000 vinsælustu vefsíð-
um netsins noti greiningarþjón-
ustu Google. Kerfið nýtir net-kökur
til þess að geyma upplýsingar um
vafur gesta á síðunni, ásamt því að
upplýsingar um gesti hverrar síðu
með greiningarkerfið eru sendar til
Google. Á þennan máta getur net-
risinn skoðað umferð á bróður-
parti vefjarins, og veitt þessa þjón-
ustu með upplýsingunum um þá
umferð.
Að stöðva upplýsingarnar
Helstu leiðir til þess að stöðva
þessa upplýsingagjöf til Google,
kjósi neytandinn að gera svo, er
að eyða upplýsingunum úr vafran-
um. Þetta er gert með því að eyða
kökum og sögu netnotkunar, en
það er oftast gert í stillingarlið þess
vafra sem notaður er. Án þessara
kaka getur Google ekki greint upp-
lýsingarnar um þig, en það kemur
þó ekki í veg fyrir að þér séu birt-
ar auglýsingar. Þess í stað eru þær
ekki miðaðar að þínum markhópi.
Einnig geta notendur Chrome-
vafrans frá Google halað niður for-
riti sem kallast „UnChrome“, en
það strokar út rafræn kennileiti
hvers vafra, og kemur í veg fyrir að
hægt sé að auglýsa sérstaklega til
neytandans á netinu.
Hvernig leitarvélarisinn Google greinir
hegðun þína á internetinu og græðir
fúlgur fjár á því:
Leslie Moonves Núverandi
forstjóri Google.