Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 16
16 erlent 30. ágúst 2010 mánudagur Hollensk rannsóknarnefnd, sem skipuð var fyrir nokkrum mánuðum til að rannsaka kynferðislega mis- notkun innan kaþólsku kirkjunnar í landinu, hefur fengið 900 skýrslur meintra fórnarlamba inn á sitt borð. Yfirvöld og stjórn kirkjunnar ákváðu í mars að stofna sannleiksnefnd til að rannsaka í þaula tugi meintra kyn- ferðisbrota innan kaþólsku klerka- stéttarinnar frá sjöunda og áttunda áratugnum. Rætt hefur verið við fórnarlömb og aðstandendur þeirra og í sumum tilfellum hafa prestarnir sjálfir, grun- aðir barnaníðingar, gefið sig fram og játað á sig brot. Kaþólska kirkjan hefur á síðustu árum þurft að þola gífurleg hneyk- lismál vegna barnaníðs presta um gervalla Evrópu, aðallega í Austur- ríki, Belgíu, Írlandi og Þýskalandi – og einnig í Bandaríkjunum og Suð- ur-Ameríku. Benedikt sextándi páfi hefur verið undir miklum þrýstingi að upplýsa hvaða vitneskju hann býr yfir hvað varðar ofbeldi innan vé- banda kirkjunnar af hálfu kaþólskra presta. Fyrr í ár komu fram ásakanir á hendur eldri bróður páfa, Georg Ratzinger biskup, vegna rannsókn- ar á kór sem hann fór fyrir í eina tíð. Kórinn Domspatzen, eða Dóm- kirkjuspörvarnir, sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislega misnotkun innan vébanda hans. „Ég vissi ekkert,“ sagði Ratzin- ger í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica og bætti við að um væri að ræða mál sem ætti rætur að rekja til sjötta áratugarins. Fyrrverandi nemandi heimavist- arskóla sem tengdist kórnum, Franz Wittenbrink, sagði hins vegar í við- tali við þýska tímaritið Der Spieg- el að hann „gæti ekki skilið“ hvern- ig misnotkunin gat farið fram hjá Ratzinger. Talsmaður Páfagarðs hefur hald- ið því stöðugt fram að ásakanirnar séu hluti af herferð gegn páfanum og kaþólsku kirkjunni. helgihrafn@dv.is Hollendingar rannsaka kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar: 900 fórnarlömb presta í Hollandi Ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, forseta Brasilíu, hefur gefið grænt ljós á byggingu þriðju stærstu vatnafl- svirkjunar veraldar, sem byggð verð- ur með stíflu í þverá Amasonfljóts- ins. Aðeins Þriggja gljúfra-stíflan í Kína og Itaipu-stíflan sem Brasil- íumenn og Paragvæar reka saman eru stærri en Belo Monte, fyrirhug- uð Amason-stífla. Mikið hefur verið deilt um byggingu stíflunnar í Brasil- íu en gagnrýnendur hennar segja að hún muni leggja lífríki á stóru svæði í rúst og eyðileggja heimili um fimmtíu þúsund indjána. Stjórnvöld segja að stíflan sé nauð- synleg fyrir hagvöxt í Brasilíu og muni veita mörg störf. Eftir mikið þrátefli í réttarkerfinu og í þinginu hefur Lula da Silva forseti skrifað undir sam- komulag við orkufyrirtækin sem reisa munu stífluna. Skipti um skoðun Í síðustu viku sagði Lula da Silva að hann hefði í fyrstu verið andsnúinn stíflunni, en að honum hefði snúist hugur þegar hann hefði fræðst meira um hana. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu oft ég talaði gegn Belo Monte-stíflunni án þess að vita neitt um hana, og nú er það ríkisstjórnin mín sem kemur henni af stað,“ sagði forsetinn. „Þetta er mikill sigur fyrir orkugeirann í Brasilíu. Við höfum far- ið yfir alla umhverfisþættina og það sem snýr að samfélaginu á svæðinu.“ Deilt um áhrif stíflunnar Stíflan, sem á að byggja í Xingu- fljóti, þverá Amasonfljótsins, hef- ur lengi verið þrætuepli í Brasilíu. Fyrst var rætt um að byggja hana á níunda áratugnum, en eftir háværa gagnrýni í Brasilíu, og víða um lönd, var hætt við verkefnið. Samtök um- hverfissinna segja að stíflan, sem á að verða sex kílómetra löng, muni ógna tilveru ótal ættflokka indjána á Amasonsvæðinu, og muni hafa áhrif á fimmtíu þúsund manns, en uppi- stöðulón hennar verður á um 500 ferkílómetra svæði, en til saman- burðar skal nefnt að Þingvallavatn þekur 84 ferkílómetra. Ráðamenn segja umhverfissinna fara með rangt mál, stíflan muni ekki valda miklum skaða. Auk þess hafa fyrirtækin sem munu byggja stífluna verið skylduð til að verja um hundr- að milljörðum íslenskra króna til verndar umhverfinu. „Stjórnvöld hafa skrifað und- ir dánarvottorð Xingu-fljótsins Stjórnvöld hafa skrifað undir dánarvottorð Xingu- fljótsins og dæmt þús- undir íbúa til að fara. Risastífla í amason helgi hrafn guðmunDSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Þriðja stærsta stífla veraldar mun rísa í einni af þverám hins mikla Amasonfljóts á næstunni en lula da Silva, forseti Brasil- íu, hefur gefið grænt ljós á byggingu hennar. Umhverfissinnar óttast að hún muni valda mikilli eyðileggingu í lífríkinu og rústa lífsháttum frumbyggja á stóru svæði. Ógnar lífríkinu IndjániafChicrin-þjóðarbrotinuhorfirá ánaBacaja,hliðaráXingu-fljótsins.Eftiráratugalangardeilur hefurríkisstjórnBrasilíuloksákveðiðaðhefjasthandavið þriðjustærstustífluveraldarásvæðinuþarsemþúsundir frumbyggjahafaáttheimiliímargaraldir. mynD reuterS Reiði í garð filipps eyinga Þúsundir manna gengu um götur Hong Kong á sunnudaginn og lýstu yfir gremju sinni vegna meðhöndl- unnar filippseyskra stjórnvalda á gíslatökunni í síðustu viku. En lögregluyfirvöld á Filippseyj- um hafa viðurkennt að þau hafi ekki haft nægilega menntun, búnað eða reynslu til að takast á við gíslatök- una. Þá lokaði vopnaður fyrrverandi lögreglumaður sig inni í rútu sem full var af ferðamönnum frá Hong Kong. Átta þeirra létust eftir margra klukkustunda samningaviðræður við manninn sem fóru úr böndun- um þegar hann fór að skjóta gísla sína á meðan lögreglumennirn- ir reyndu að brjótast inn í rútuna. Sérfræðingar segja að lögreglan hafi beitt röngum úrræðum og gengið hægt og máttlaust fram. Engin lokapróf í Harvard Harvard-háskóli í Bandaríkjunum tók þá ákvörðun í júlí að hætta að nota lokapróf sem mælikvarða. Þá hafði skólinn áður skyldað kennara sína til þess að sækja um undanþágu ef þeir kusu að halda ekki lokapróf, en nú er þessu öfugt farið. Kennar- ar við skólann þurfa að láta yfirvöld skólans vita ef þeir vilja hafa loka- próf í sínum námskeiðum. Sumir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun skól- ans, og sagt þetta enn eina tilraun til þess að lækka gæðastaðal námsins og um leið hlutfall áreynslu sem starfsmenn og nemendur þurfa að veita við námið. fyrsti frumbygginn á þing Fyrsti þingmaðurinn af ætt ástr- alskra frumbyggja hefur verið kos- inn á þjóðþing landsins í fyrsta sinn í sögunni. Ken Wyatt er í hinum hægrisinnaða Frjálslynda flokki. Í kosningunum í Ástralíu á dögun- um vann hvorugur stóru flokkanna, Verkamannaflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn, þingmeirihluta. Hann segir að pósthólfið sitt hafi fyllst af bréfum frá kynþáttahötur- um sem eru æfir yfir því að maður af frumbyggjakyni fái að setjast á þingið. Wyatt lét bréfin ekki trufla sig og segir að Ástralar verði að takast á við fortíðina til þess að þróast í betra samfélag. Páfamessa Kaþólskakirkjanerívandastöddvegnaásakanaumkynferðisbrot klerkastéttarinnarvíðaumlönd. mynD reuterS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.