Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 17
mánudagur 30. ágúst 2010 erlent 17
Mikið fjölmiðlafár hefur umlukið lít-
inn kaþólskan barnaskóla í Ástralíu
síðustu daga eftir að kennarar verð-
launuðu nemanda á grímuballi, en
sá hafði verið klæddur eins og Adolf
Hitler.
Níu og tíu ára börn skólans höfðu
verið beðin um að klæða sig í búning
frægra manna fyrir árlegt grímuball í
skólanum sem er í Perth í vesturhluta
Ástralíu. Þegar grímuballið stóð sem
hæst var komið að því að verðlauna
það barn sem þótti hafa útbúið best
heppnaða búninginn. Kennararnir
lýstu því yfir að sigurvegarinn væri
drengur sem var klæddur eins og Ad-
olf Hitler, klæddur í nasistabúning
með hakakrossinn á áberandi stað.
Skólastjórinn sagði við fjölmiðla
að eftir á að hyggja hafi það ekki verið
heppilegt ákvörðun. Yfirvöld ákváðu
að gefa ekki upp nafn skólans, af ótta
við að börnin yrðu fyrir ónæði vegna
ágangs fjölmiðla. En starfsfólk hans
þurfti samt að biðjast opinberlega
afsökunar á athæfinu, vegna fjölda
kvartana frá foreldrum og forráða-
mönnum.
Yfirkennari skólans segir í við-
tali við dagblað í Perth að hann telji
að fólk hafi gert úlfalda úr mýflugu
í málinu. Hann segir að margir hafi
fyllst gremju þegar börnin kölluðu
„Hitler, Hitler, Hitler“ á grímuballinu,
en það hafi aðeins verið til að skera
úr um hver hefði sigrað í búninga-
keppninni, börnin hefðu aðeins sagt
sína skoðun á hver ætti að vinna. Yf-
irkennarinn varði starfsfólk skólans
og lýsti atvikinu sem einangruðu og
sagði að Hitler væri einfaldlega mjög
frægur maður.
Hann skrifaði foreldrum barn-
anna bréf og lofaði þeim að í fram-
tíðinni yrði börnum bannað að
herma eftir öðrum frægum persón-
um en þeim sem við hæfi þyki fyrir
börn á þessum aldri. Yfirkennarinn
sagði að margir hefðu einnig kvart-
að yfir því að börnunum hefði verið
leyft að klæða sig eins og vampírur
og draugar. helgihrafn@dv.is
Fjölmiðlafár um barnaskóla í Ástralíu:
Verðlaunuðu barn í Hitlersbúningi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands,
bauð George W. Bush í skoðunar-
ferð um heimahaga hennar í norður-
austurhluta landsins sumarið 2006,
á leið þeirra til G-8-fundarins í Rúss-
landi. Þúsundir lögreglumanna gættu
þeirra. Nú hefur þýskur fangi leitað til
dómstóla og krefst þess að þýska ríkið
gefi upp hvað skemmtiferðin kostaði
almenning í Þýskalandi.
Heilgrillað villisvín
Merkel bauð Bush til heimahéraðs
hennar í sambandsríkinu Mecklen-
burg-Vorpommern, sem liggur við
Eystrasaltið, í norðurhluta Þýska-
lands. Þar ferðuðust þau saman í þrjá
daga og skoðuðu náttúruna og sögu-
fræga staði. Merkel sló upp grillveislu
í þorpinu Trinwillershagen fyrir
bandaríska forsetann og á boðstólum
var heilgrillað villisvín, sem er frægur
réttur frá þessum slóðum. Á meðan
þau gæddu sér á villisvíninu, og ferð-
uðust um svæðið, gættu rúmlega tólf
þúsund lögreglumenn þeirra.
Bankaræningi krefst svara
Almennur borgari, sem situr í fangelsi
á hinum enda landsins, í sambands-
ríkinu Baden-Württemberg í suður-
hluta Þýskalands, og var dæmdur í
áratugalangt fangelsi fyrir bankarán,
hefur nú krafist þess að sjá hversu
miklu þýska ríkið þurfti að punga út
vegna skemmtiferðar og villisvínaáts
leiðtoganna. Dómstóll í Schwerin,
höfuðborg sambandsríkisins, mun
úrskurða um hvort yfirvöld þurfi að
sundurliða kostnaðinn vegna upplýs-
ingalaga sem fanginn vísar í.
Óvíst hver borgaði hvað
Innanríkisráðuneytið í Mecklenburg-
Vorpommern gaf út árin 2007 og 2008
að kostnaður heimsóknarinnar hafi
verið 8,7 milljónir evra, eða 1,3 millj-
arðar íslenskra króna, en þær upplýs-
ingar voru birtar að kröfu öfgahægri-
flokksins NPD. En talið er að önnur
sambandsríki hafi staðið straum af
5,7 milljónum evra, tveimur þriðju
upphæðarinnar, með því að senda
þúsundir lögreglumanna á svæðið.
Venjulega greiðir það sambandsríki
sem býður þjóðarleiðtogum í heim-
sókn, sjálft allan kostnað við öryggis-
gæslu. Í þessu tilviki hafði Merkel hins
vegar boðið Bush upp á sitt eindæmi
og þess bera að geta að Mecklenburg-
Vorpommern er eitt fátækasta sam-
bandsríki þýska sambandslýðveldis-
ins.
Embættismenn í feluleik
Fanginn segir lögbundinn rétt allra
borgara að fá að sjá reikninga hjá hinu
opinbera. Stefan Schulz, lögmaður
hans, er bjartsýnn á að sigur vinn-
ist í máli skjólstæðingsins. „Upplýs-
ingalögin eru mjög skýr. Yfirvöld geta
aðeins bannað að veita upplýsingar
þegar einhver hætta stafar að þeim.“
Upplýsingafulltrúi Mecklenburg-
Vorpommern, Karsten Neumann,
styður fangann. Hann sagði frétta-
mönnum að embættismenn hefðu
ekki viljað opinbera kostnaðinn. Þeir
hafi ekki viljað að uppljóstrað yrði
hversu margir lögreglumenn hafi
verið sendir frá öðrum sambands-
ríkjum til að gæta Merkel og Bush, og
hefðu því ekki verið á vakt í heimahé-
röðunum. Neumann líkti tegðu yfir-
valda við að sýna gögnin við einræð-
istilburði.
Árið 2006 bauð Angela Merkel, kanslari Þýskalands, George W.
Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í skoðunarferð á heima-
slóðir hennar við Eystrasaltið og kostaði ferðin víst skildinginn.
1,3 milljarðar
fyrir villisvín
HElGi HrAfn GuðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Á meðan þau gæddu sér á villi-
svíninu, og ferðuðust
um svæðið, gættu rúm-
lega tólf þúsund lög-
reglumenn þeirra.
rándýr grillveisla Bush og Merk-
el gæddu sér á heilgrilluðu villisvíni
við Eystrasaltsströnd Þýskalands
fyrir fjórum árum. Veislan kostaði
þýska skattgreiðendur á annan
milljarð íslenskra króna.
Mynd rEutErs
og dæmt þúsundir íbúa til að fara,“
sagði einn af leiðtogum frumbyggj-
anna sem búa á nærliggjandi svæð-
um.
fimmtánföld Kárahnjúkastífla
Afl virkjunarinnar verður ellefu þús-
und megavött en það er um fimmt-
ánfalt afl Kárahnjúkavirkjunar. Tal-
ið er að stíflugerðin muni kosta á
bilinu 1.300 til 2.000 milljarða ís-
lenskra króna. Stjórnvöld segja að
hún muni veita 23 milljónum heim-
ila rafmagn. Samfara miklum hag-
vexti í Brasilíu segir ríkisstjórn að
nauðsynlegt sé að byggja stíflur til
að tryggja að næg raforka verði fyr-
ir hendi næstu áratugina. Sagt er að
um sjötíu stíflur séu fyrirhugaðar á
Amasónsvæðinu.
Gagnrýnendur stíflunnar segja
að hún verði mjög afkastalítil og
framleiðsla hennar verði aðeins
einn tíundi af heildargetunni þrjá
til fjóra mánuði ári þegar lítið er í
ánum.
risastífla í amason
Ógnar lífríkinu Indjáni af Chicrin-þjóðarbrotinu horfir á
ána Bacaja, hliðará Xingu-fljótsins. Eftir áratugalangar deilur
hefur ríkisstjórn Brasilíu loks ákveðið að hefjast handa við
þriðju stærstu stíflu veraldar á svæðinu þar sem þúsundir
frumbyggja hafa átt heimili í margar aldir.
Mynd rEutErs
Eldgos eftir
400 ára hlé
Þúsundir Indónesa eru á flótta
undan eldgosi sem hófst aðfara-
nótt sunnudags á eyjunni Súmötru.
Sinabung-fjall hefur ekki gosið í 400
ár. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðar-
ástandi en mikil kvika flæðir niður
hlíðar fjallsins. Strókurinn í fjallinu
fer um einn og hálfan kílómetra upp
í loftið. Tíu þúsund manns hafa þurft
að yfirgefa heimili sín í nærliggjandi
þorpum. Indónesía er eitt mesta
eldfjallasvæði heims en virk eld-
fjöll í landinu eru að minnsta kosti
129 talsins og þar á meðal eru sum
illvígustu eldfjöll jarðar sem valdið
hafa miklum skaða og hamförum í
sögunni.
Bað fórnarlömb
um að þegja
Fyrrverandi kardináli í kaþólsku
kirkjunni í Belgíu hvatti fórnarlamb
kynferðisglæps til þess að þegja
um málið, að minnstu þangað til
gerandinn færi á eftirlaun. Biskup-
inn Roger Vangheluwe misnotaði
ungan mann um margra ára skeið,
bæði sem prestur og sem biskup.
Fórnarlambið fór á fund God fried
Danneels, fyrrverandi kardinála og
sagði honum frá misnotkuninni. „Ég
veit ekki hvort að það verði mik-
ill ávinningur af því að hafa hátt
um þetta, fyrir þig eða hann,“ sagði
Danneels við fórnarlambið. En fórn-
arlambið hafði tekið samtalið upp,
og fór með málið í belgíska fjöl-
miðla. Samtalið átti sér stað í apríl,
og í kjölfar þess að málið komst í há-
mæli sagði biskupinn af sér.
Bin laden undir-
maður Bush
Fidel Castro, fyrrverandi forseti
Kúbu, segir að skjöl á Wikileaks
sanni að hryðjuverkaforinginn
Osama Bin Laden starfi fyrir banda-
rísku leyniþjónustuna. Hann segir
Bin Laden hafa verið undirmann
Bush, og ávallt verið til taks þegar
hinn síðarnefndi þurfti að „hræða
heiminn.“ Castro sagði þetta á fundi
með litháískum rithöfundi að nafni
Daniel Estulin, en hann er þekktur
höfundur ýmissa samsæriskenn-
inga og hefur ritað mikið um meint
heimsyfirráð Bilderberg-hópsins.
Hitler Ástralskt barn
var verðlaunað fyrir að
klæða sig eins og Hitler á
grímuballi í skólanum og
fjölmiðlafár hófst í kjölfar-
ið. Vaxmynd frá Madame
Tussauds í Berlín.
Mynd rEutErs