Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 19
gUÐJÓN bALDVINSSON
knattspyrnumaður hjá KR, skoraði tvö
af fjórum mörkum liðsins þegar KR
lék gegn Fylki í síðustu viku. Annað
markið skoraði Guðjón með
hjólhestaspyrnu. Guðjón segir
konuna og börnin og metnaðinn til
að ná langt drífa hann áfram en hann
hefur æft knattspyrnu í 19 ár.
KjúKlingurinn
hennar mömmu
bestur
Kreppan virðist alveg komin úr tísku.
Undanfarin tvö ár hefur fátt ann-
að verið rætt en kreppan, en nú er
eins og allir séu endanlega búnir að
fá nóg. Líklega ert þú, lesandi góð-
ur, að hugsa um að hætta að lesa
þessa grein núna, þar sem minnst
hefur verið á kreppuna þrisvar sinn-
um í jafn mörgum málsgreinum. En
hvað varð af henni? Fór hún í sum-
arfrí, og snýr aftur um leið og gúrku-
tíðinni lýkur? Eða hefur ríkisstjórn-
inni í raun tekist að ráða niðurlögum
hennar? Og hvers vegna þakkar eng-
inn henni þá fyrir?
Nýir bílar eru aftur að komast
á göturnar, og manni finnst Aust-
ur-Evrópubúar aftur farnir að vera
áberandi í afgreiðslustörfum. Á yfir-
borðinu virðist allt vera að komast í
samt lag, við sláum kannski ekki upp
veislu eins og það sé 2007, en hugs-
anlega eins og það sé 1999.
Dagurinn sem Kennedy dó
Allir hafa fundið fyrir kreppunni að
einhverju leyti, með hækkandi mat-
vöruverði og skuldum. En það er
samt ekki raunveruleg kreppa, 1930
kreppa, nema hjá um tíu prósentum
þjóðarinnar. Eðli málsins samkvæmt
eru það þau tíu prósent sem minnst
áhrif hafa. Hinir hafa vissulega dreg-
ið saman neysluna, en smám saman
fer að losna um pyngjuna aftur. Og
þeir sem eiga raunverulega peninga
eru farnir að eyða þeim aftur og eru
ekki lengur jafn hræddir við að ber-
ast á. Maður heyrir jafnvel að það sé
í lagi að græða peninga. Það hefur
verið talað svo illa um peningafólk
að sumum finnst nóg um, og pend-
úllinn er að sveiflast aðeins til baka.
Í nýjustu seríu þáttaraðarinn-
ar Mad Men er sagt frá morðinu á
Kennedy forseta. Þjóðin verður fyr-
ir áfalli og um tíma halda allir að allt
sé breytt. En nýr forseti tekur við og
allt heldur áfram eins og áður. Vissu-
lega er efnahagshrun líklegra til að
kalla á breytingar heldur en forset-
amissir, en samt sem áður sjáum
við hliðstæður hér. Til skamms tíma
breyttist fátt, en til lengri tíma lit-
ið markaði morðið á Kennedy djúp
spor í bandaríska þjóðarsál. Hinni
óbilandi bjartsýni eftirstríðsáranna
var lokið, við tók Víetnam, Waterg-
ate og harðar deilur á milli kynþátta.
Það má næstum segja að morð hafi
komist í tísku, morðtíðnin jókst til
muna og Martin Luther King og Ro-
bert Kennedy voru á meðal þeirra
sem féllu í valinn. Vafalaust má segja
að Bandaríkin séu enn að vinna úr
þessum vatnaskilum, næstum 50
árum síðar.
Hvað hefur þá breyst?
Hvað segir þetta okkur um Ísland?
Ef maður gengur niður Laugaveg-
inn virðist lítið hafa breyst. En þó
er þjóðarsálin öðruvísi en hún var
fyrir hrun. Hin íslenska bjartsýni
sem hefur einkennt þjóðina frá lýð-
veldisstofnun, þrátt fyrir verðbólgu
og aflabrest, er líklega endanlega
horfin. Við erum ekki lengur ævin-
týraeyja þar sem allt er hægt, held-
ur lútum við sömu lögmálum og
aðrar þjóðir. Mest afgerandi breyt-
ingarnar eru líklega þær að þjóðin
missti sakleysi sitt. Við gerum okk-
ur grein fyrir því að spilling og vald-
níðsla eiga sér stað hér, og að þeir
sem mest hafa á milli handanna
eru ekki endilega þeir sem eiga það
helst skilið. Heimurinn er ekki leng-
ur jafn öruggur eða jafn sanngjarn
og hann var áður. Það er ávallt sorg-
legt þegar fólk missir sakleysi sitt,
en um leið nauðsynlegt. Það verð-
ur ekki jafn auðveld fórnarlömb
svikahrappa þar eftir. Unglingsár-
um Íslands er lokið, við taka full-
orðinsárin. Þau verða ekki jafn góð
og maður hafði vonað, þau eru það
aldrei. En ef til vill erum við betur í
stakk búin til að takast á við þau en
við vorum áður.
Hvað varð af kreppunni?
1 Fíknin öllu yFirsterkariArna Ósk Geirsdóttir, starfsmaður á
leikskóla á Akureyri, lýsir því viðtali
í DV hvernig hún missti dóttur sína í
febrúar eftir langa baráttu við fíkniefni.
2 engin lokapróF í HarvardHarvard-háskóli í Bandaríkjunum tók
þá ákvörðun í júlí að hætta að nota
lokapróf sem mælikvarða.
3 Þeir ÞurFtu að HorFast í augu við lygarnar
Stefanía Þorgrímsdóttir segir
yfirmenn kirkjunnar ekki geta horfst í
augu við málefni Ólafs biskups.
4 HeFur bitið nærri 60 mannsApi hefur valdið miklum óróleika í
Japan, en hann hefur bitið nærri 60
manns frá því um miðjan ágúst.
5 skondið skeyti Frá tinu FeyTina Fey sendi leikkonunni Betty
White skondið skeyti í kjölfar
Emmy-verðlaunanna.
6 Fjöldi Fólks Flýr í kjölFar eldgoss
Eldgos á eyjunni Súmötru í Indónesíu
hefur skotið íbúum skelk í bringu.
7 baugur Fer í Hart vegna persónulána
Fyrrverandi starfsmenn Baugs verða
krafðir um endurgreiðslu af lánum
sem þeir fengu í september 2007.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er maðurinn?
„Guðjón Baldvinsson knattspyrnumað-
ur.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan, konan mín og barn og
metnaðurinn til að ná langt í fótbolta.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í Garðabænum, besta bænum.“
Við hvað lékstu þér helst í æsku?
„Það var aðallega fótboltinn.“
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
„Frá því ég var fimm ára. Í 19 ár.“
Ef ekki KR, hvaða lið þá?
„Stjarnan.“
Uppáhaldsmatur?
„Grillaðar kjúlingabringur með kartöflum
og salati a la mamma.“
Hvert stefnirðu?
„Eins langt og hægt er.“
Áttu þér fyrirmynd?
„Hef í gegnum árin litið upp til Eiðs
Smára. Torres og Rooney sem sentera.“
Með hvaða liði heldurðu í enska?
„Manchester United.“
Hverjir verða Íslandsmeistarar?
„Kr-ingar. Ef við nýtum tækifærin rétt.“
maður dagsins
kjallari
„Jú, ég fór núna um helgina.“
ÓttAR EggERtSSON
68 áRA, FyRRVERAnDI KEnnARI
„Ég er nýkomin úr berjamó.“
bÁRA gUÐMUNDSDÓttIR
65 áRA, FyRRVERAnDI ÍÞRÓTTAKEnnARI
„Jú, ég hef farið í berjamó og tíndi nóg
af berjum.“
FRÍMANN HELgASON
63 áRA, KEnnARI
„nei, ég hef ekki ennþá farið í berjamó.“
SNORRI ÁSMUNDSSON
44 áRA, MynDlISTARMAðUR
„Ég fór í berjamó þessa helgina og það
var nóg af berjum.“
ANNA MAgNúSDÓttIR
62 áRA, HEIMAVInnAnDI HúSMÓðIR
HeFur Þú Farið í berjamó í sumar?
dómstóll götunnar
mánudagur 30. ágúst 2010 umræða 19
„En þó er þjóðar-
sálin öðruvísi en
hún var fyrir hrun. “
VALUR gUNNARSSON
rithöfundur skrifar
Að gömlum sið útför ágústs M. Sigurðssonar, fyrrverandi sóknarprests og rithöfundar að Möðruvöllum í Hörgárdal, fór fram á
föstudaginn. Samkvæmt gamalli hefð gengu viðstaddir í röð frá Dómkirkjunni í Reykjavík að leiðinu í Hólavallakirkjugarði. Slíkt er
sjaldgæft orðið. Við útförina voru margir af æðstu þjónum hinnar íslensku þjóðkirkju.
MyND SIgtRyggUR ARI