Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Qupperneq 20
Yoko Ono veitir viðurkenningu úr LennonOno-friðarsjóðnum á Íslandi:
Verðlaunuð í nafni friðar
30 ára dVali
Hljómsveitin Melchior heldur út-
gáfutónleika á Café Rósenberg á
fimmtudaginn en þetta verður í
fyrsta sinn í 32 ár sem hljómsveit-
in spilar á tónleikum. Hljómsveitin
Melchior er skipuð þeim Hilmari
Oddssyni, Hróðmari I. Sigurbjörns-
syni og Karli Roth, en þeir félagar
syngja og leika á gítara og hljóm-
borð. Gunnar Hrafnsson leikur á
bassa og Steingrímur Guðmundsson
á trommur. Kristín Jóhannsdóttir er
söngkona sveitarinnar. Tónleikarnir
eru haldnir í tilefni af útgáfu tvöfalds
hljómdisks sem kemur út á miðviku-
dag og nefnist 1980. Um er að ræða
endurútgáfu á lögum sveitarinnar
sem öll voru tekin upp fyrir 1980.
Spilar með
StórStjörnum
Ólöf Arnalds er á leið í heil-
mikla tónleikaferð um Evrópu
og Bandaríkin í tilefni af út-
komu breiðskífu sinnar Innund-
ir skinni. Platan kemur út hér á
landi sem og erlendis þann 13.
september. Í tónleikaferðinni
mun Ólöf meðal annars leika á
undan stórstjörnunum í Air á
fernum tónleikum í Frakklandi
í nóvember og vítt og breitt um
Bandaríkin með Blonde Redhead
í nóvember og desember. Alls er
búið að staðfesta 32 tónleika fyrir
ferðina, sem hefst á End of the
Road Festival í Bretlandi 12. sept-
ember og lýkur í Austin í Texas í
Bandaríkjunum.
HádegiSperlur í
Hafnarborg
Tenórsöngvarinn Garðar Thór Cort-
es syngur á fyrstu hádegistónleikum
haustsins í Hafnarborg á fimmtu-
dag klukkan 12.00. Þetta er áttunda
árið sem boðið er upp á hádegistón-
leika í Hafnarborg fyrsta fimmtudag
í mánuði. Antonía Hevesi píanó-
leikari hefur verið listrænn stjórn-
andi tónleikanna frá upphafi og
hefur hún fengið til liðs við sig flesta
fremstu söngvara landsins. Tónleik-
arnir standa yfir í um hálfa klukku-
stund og eru öllum opnir á meðan
húsrúm leyfir. Húsið verður opnað
klukkan 11.30. Á dagskrá eru aðal-
lega þekktar íslenskar söngperlur.
20 fókus 30. ágúst 2010 mánudagur
nýtt lag frá elektru Stúlkna-
sveitin Elektra sendi frá sér nýtt lag fyrir helgi. Það
heitir Cobra on Heels og er eftir Eurovision-reynslu-
boltann Örlyg Smára og Smára Tarf. Textinn er eftir
Valgeir Magnússon og Gerard James Borg. Lagið var
flutt á Skjá einum um helgina í söfnunarþættinum
Á allra vörum. Stúlkurnar í Elektru eru svo á leið til
spænsku eyjunnar Mallorca í lok september. Þar
koma þær fram á lesbíuhátíðinni L-Sun.
HVað Heitir lagið?
„No hell below us,
above us only sky“
SVar: imagine - John lennon
Yoko Ono mun standa fyrir ýmsum
viðburðum á Íslandi þann 9. okt-
óber í tilefni af afmælisdegi eigin-
manns hennar, Johns Lennon, sem
hefði orðið sjötugur þennan dag.
Meðal annars mun Ono veita verð-
laun úr LennonOno-friðarsjóðn-
um sem var stofnaður árið 2002 til
þess að heiðra framlag Lennons til
heimsfriðar og mannréttindabar-
áttu.
Fjórir einstaklingar sem þykja
hafa sýnt hugrekki og helgað sig
friði, sannleika og mannréttindum
hljóta verðlaunin að þessu sinni.
Þau eru rithöfundurinn Michael
Pollan, rithöfundurinn, ljóðskáld-
ið og baráttukonan Alice Walker,
Barbara Kowalcyk, stofnandi CFI-
góðgerðarsamtakanna, og kvik-
myndagerðarmaðurinn Josh Fox,
sem skrifaði og leikstýrði heimild-
armyndinni GASLAND árið 2010.
Þetta er í þriðja sinn sem sjóður-
inn veitir viðurkenningar sem eru
vanalega tvær. Viðurkenningarn-
ar verða veittar í Höfða en klukk-
an 20.00 verður svo kveikt á friðar-
súlunni í Viðey líkt og gert er á ári
hverju á afmælisdegi Bítilsins.
Einnig verður um sögulega
stund að ræða þegar Yoko Ono og
Plastic Ono Band halda tónleika
síðar um kvöldið. Upphaflegu með-
limir þeirrar sögufrægu sveitar
voru, auk þeirra Ono og Lennons,
til dæmis Eric Clapton, George
Harrison, Ringo Starr, Keith Moon,
Phil Spector og fleiri.
asgeir@dv.is
Yoko Ono Stendur fyrir
ýmsum viðburðum þann
9. október.
Michael Cera er í öllu þessa dagana. Hann kemst upp með að leika sama karakter-
inn aftur og aftur og Scott Pilgrim vs.
The World er alls engin undantekn-
ing. Myndin er byggð á teiknimynda-
sögunni Scott Pilgrim's Precious Litt-
le Life sem sækir margar hugmyndir í
tölvuleiki 9. og 10. áratugarins. Mynd-
in er þar af leiðandi full af slíkum vís-
unum. Svoleiðis áhættur er alltaf erf-
itt að taka en leikstjóranum Edgar
Wright tekst hið ómögulega í þessu
tilfelli og setur saman eina skemmti-
legustu mynd ársins. Brellurnar verða
aldrei þreytandi og þrátt fyrir flug-
eldasýninguna missir maður aldrei
sjónar á aðalpersónunum sem eru
jafn ljóslifandi á skjánum og tölvu-
leikjaatriðin.
Michael Cera leikur titilpersón-
una Scott Pilgrim sem virðist vera
algjör lúði. Hann býr í Toronto, er í
misheppnaðri hljómsveit sem árang-
urslítið reynir að ná í plötusamning
og á kærustuna Knives sem hann hef-
ur aldrei kysst þó þau hafi einu sinni
komist nálægt því að haldast í hend-
ur. Þegar á líður hittir hann hina stór-
merkilegu en ógæfusömu Ramonu
Flowers (Mary Elizabeth Winstead)
sem flúði til Toronto eftir kærasta-
vandræði í New York. Þau fella hugi
saman en fljótlega kemur í ljós að
veruleiki Scotts og Ramonu er ekki
eins og við eigum að venjast.
Cera er traustur að venju og leik-
ur sömu persónu og hann gerir allt-
af, þó með örlítið meiri þroska í þetta
skiptið. Mary Elizabeth Winstead
stendur sig sömuleiðis vel og minnir
oft á Kate Winslet í Eternal Sunshine
of the Spotless Mind. Brandon Routh
stelur senunni í litlu aukahlutverki
sem einn af fyrrverandi kærustum
Ramonu en Routh ætti að vera mörg-
um kunnur eftir að hann fór með hlut-
verk Superman fyrir nokkrum árum.
Routh mætti sjást meira á hvíta tjald-
inu. Aðrir aukaleikarar eru sömuleiðis
mjög skemmtilegir en þar mætti nefna
Önnu Kendrick, Chris Evans, Kier-
an Culkin og síðast en ekki síst Jason
Schwartzman í hlutverki sjálfs enda-
kallsins en slíkir eru að sjálfsögðu
ómissandi í tölvuleikjum og kvik-
myndum sem þessari.
Það verður mjög spennandi að sjá
næstu myndir Edgar Wright, en hann
hefur nú hitt í mark þrisvar í röð með
Shaun of the Dead, Hot Fuzz og nú
Scott Pilgrim vs. The World. Myndin
er fyndin og frumleg frá fyrstu mínútu
og aldrei leyfir Wright tæknibrellun-
um að skyggja á aðalpersónurnar. Það
er brellan sem fæstum tekst að fram-
kvæma nú til dags.
Jón Ingi Stefánsson
Scott pilgrim
vS. the world
Leikstjóri: Edgar Wright.
Aðalhlutverk: Michael Cera, Mary
Elizabeth Winstead, Kieran Culkin,
Chris Evans, Anna Kendrick, Ellen
Wong, Alison Pill, Brandon Routh,
Jason Schwartzman.
kvikMyndir
fyndin
og frumleg
ScOtt PiLgrim
Mætir hér einum af
andstæðingum sínum.
ScOtt Og rAmOnA
Mary Elizabeth Winstead
og Michael Cera í
hlutverkum sínum.