Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Side 21
Gunnar Thorarensen flugmaður og
Skúli Björn Thorarensen flugumferðar-
stjóri eru tvíburar og þrítugir í dag. Þeg-
ar blaðamaður DV hringdi í Skúla Björn
í gærdag var helst að heyra á þeim
bræðrum að þeir væru ekkert farnir
að huga að afmælisveislu. Blaðamað-
ur hringdi í Skúla Björn en hann rétti
Gunnari símann:
Á ekki að gera eitthvað í tilefni af tvö-
földu þrítugsafmæli?
„Það hefur nú ekkert verið ákveð-
ið ennþá. En það er alveg rétt. Þetta er
ekki bara afmæli. Þetta er stórafmæli.
Þá verður maður náttúrulega að gera
eitthvað.“
Þið eruð tvíburar. Haldið þið ekki
saman upp á afmælið?
„Jú, við höfum nú oftast gert það –
nema menn séu hvor í sinni heims-
álfunni. En við höfum ekkert ákveðið
enn.“
En afmælið er á morgun!
(Gunnar spyr Skúla hvort hann ætli
ekki að halda upp á afmælið með sér,
og Skúli samþykkir það).
Gunnar: „Jú, jú. Við höldum sam-
an upp á afmælið en það verður ekki
á morgun. Það heldur enginn heilvita
maður upp á afmæli á mánudegi. Það
verður um næstu helgi. Maður á alltaf
að halda upp á stórafmæli um helgi og
alltaf eftir afmælið ef það ber ekki upp á
helgi – svo þetta verður allt löglegt hjá
okkur.“
Verður þetta þá ekki að vera svolít-
ið grand þegar þið sjáið tveir um þetta?
Fjölmenn veisla með skemmtiatriðum –
kannski jólasveinum?
„Nei, nei. Þetta verður nú bara
svona gilli fyrir kannski tuttugu manns.
Við bræðurnir erum nú ekki í hópi
þeirra frumlegustu þegar kemur að
því að skipuleggja veisluhöld. Svo eru
jólasveinarnir allir á Ber múdaeyjum á
þessum árstíma. Annars var nú Skúli
bróðir að kvænast um daginn og hélt
þá þessa fínu giftingarveislu. Kannski
að þetta verði bara ágætis veisla hjá
okkur eftir allt.“
Gunnar og Skúli Björn Thorarensen með veislu næstu helgi:
Þrítugir tvíburar
Örn Ingólfsson
fyrrv. kaupfélags- og framkvæmdastjóri
Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann var í Laugarnesskóla og
Langholtsskóla, útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum á Bifröst 1959 og var
við starfsnám hjá HB í Kaupmanna-
höfn 1960. Þá sótti hann námskeið í
stjórnunarfræði á vegum Samvinnu-
hreyfingarinnar á Norðurlöndunum.
Örn var verslunarstjóri í mat-
vörubúðum KRON við Dunhaga og
á Skólavörðustíg 1960-63, var versl-
unarstjóri í versluninni Liverpool við
Laugaveg 1963-70, var síðan vöru-
hússtjóri við verslunina Domus við
Laugaveg 1970-78, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Hafnfirðinga 1978-89,
sinnti rekstrareftirliti við sameiningu
KRON og Kaupfélags Hafnfirðinga og
síðan í Miklagarði og var síðan fram-
kvæmdastjóri Kaupáss sem starf-
rækti 11-11 búðirnar til 1997. Hann
varð síðan framkvæmdastjóri Knatt-
spyrnufélagsins Víkings 1998 og sinnti
því starfi til 2008 er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Örn kvæntist 7.1. 1967 Gerði Baldurs-
dóttur, f. 7.6. 1944, læknaritara. For-
eldrar hennar voru Herdís Steinsdóttir
húsmóðir og Baldur Jónsson, kaup-
maður og skrifvélavirki. Herdís var
fædd að Litla Hvammi í Miðfirði Vest-
ur-Húnavatnssýslu en Baldur fæddist
að Söndum í Miðfirði í sömu sýslu.
Börn Arnar og Gerðar eru Þórdís,
f. 24.3. 1965, bókasafnsfræðingur, bú-
sett í Hafnarfirði en maður hennar er
Gunnlaugur Sigurjónsson heimilis-
læknir og er dóttir þeirra Arney Eva;
Herdís Björk, f. 1.7. 1967, doktor í lyfja-
fræði og apótekari í Trier í Þýskalandi
en maður hennar er Jürgen Dieterichs
vínekruverkfræðingur og viðskipta-
fræðingur og eru börn þeirra Björn
Eric og Jan Arne; Örn Ingi, f. 2.6. 1975,
tölvunarfræðingur, búsettur í Reykja-
vík en kona hans er Sigríður Ákadótt-
ir, nemi í viðskiptafræði og eru börn
þeirra Haraldur Daði og Hera; Baldur,
f. 13.12. 1980, fjölmiðlafræðingur, bú-
settur í Reykjavík en kona hans er Zoe
Robert.
Systkini Arnar eru Guðmundur, f.
4.7. 1942, húsgagnabólstrari, búsett-
ur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Júlí-
usdóttur og eiga þau tvo syni; Sigþór,
f. 27. 1. 1944, fyrrv. skrifstofustjóri,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Sól-
veigu Kristjánsdóttur og á Sigþór tvö
börn frá fyrra hjónabandi; Jósef G.,
f. 19.12.1947, stýrimaður, búsettur í
Reykjavík og á hann tvo syni; Ingi-
björg Þóra, f. 2.6. 1956, kennari, búsett
í Reykjavík, gift Snorra Steindórssyni
bifreiðasmið og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Arnar voru Ingólfur
Guðmundsson, f. 15.2. 1907, d. 27.8.
1983, bakarameistari, og Þórey Sig-
urðardóttir, f. 30.6. 1907, d. 20.1. 1997,
húsmóðir og verslunarmaður.
Ætt
Foreldrar Ingólfs voru Guðrún Einars-
dóttir og Guðmundur Björnsson, af
Víkingslækjarætt.
Þórey var systir Ólafs Jóhanns Sig-
urðarsonar, skálds og rithöfundar,
föður Ólafs Jóhanns, rithöfundar og
forstjóra. Þórey var dóttir Sigurðar,
kennara og hreppstjóra á Torfastöðum
í Grafningi Jónssonar, b. á Núpi á Beru-
fjarðarstsrönd Einarssonar. Móðir Jóns
var Þórdís Erlendsdóttir, b. á Kirkjubóli
í Fáskrúðsfirði Þórðarsonar. Móðir Er-
lendar var Sigríður Erlendsdóttir, b.
á Ásunnarstöðum í Breiðdal Bjarna-
sonar, ættföður Ásunnarstaðaættar.
Móðir Þórdísar var Helga Þorsteins-
dóttir, b. á Þorvaldsstöðum Erlends-
sonar, bróður Sigríðar. Móðir Sigurðar
var Þrúður, systir Bjarna, afa Halldórs
Halldórssonar prófessors. Þrúður var
dóttir Sveins, b. í Viðfirði Bjarnasonar.
Móðir Þrúðar var Sigríður, dóttir Dav-
íðs, b. í Hellisfirði Jónssonar og Sesselju
Þorsteinsdóttur, systur Guðnýjar, lang-
ömmu Jóns, föður Eysteins, fyrrv. ráð-
herra, og Jakobs, prests og rithöfundar,
föður Jökuls rithöfundar, föður Illuga,
Hrafns og Elísabetar.
Móðir Þóreyjar Sigurðardóttur var
Ingibjörg Þóra Jónsdóttir Mathiesens,
b. í Gröf í Mosfellssveit Matthíasar
Mathiesens, kaupmanns í Hafnarfirði,
bróður Páls, langafa Ólafs Ólafsson-
ar, fyrrv. landlæknis. Systir Matthías-
ar var Agnes, langamma Matthíasar
Á. Mathiesens, fyrrv. ráðherra, föður
Árna, fyrrv. fjármálaráðherra. Önnur
systir Matthíasar var Guðrún, amma
Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu,
móður Önnu Borg leikkonu. Guðrún
var einnig langamma Steindórs Ein-
arssonar, afa Geirs Haarde, fyrrv. for-
sætisráðherra. Móðir Jóns Mathies-
ens var Agnes Steindórsdóttir Waage,
skipstjóra í Hafnarfirði, hálfbróður
Sigurðar Sívertsens, afa Regine, lang-
ömmu Jónasar Kristjánssonarl fyrrv.
ritstjóra DV. Móðir Agnesar var Anna
Kristjánsdóttir Velding, verslunar-
manns í Hafnarfiði, ættföður Veld-
ingættar. Móðir Ingibjargar Þóru var
Ingibjörg Guðlaugsdóttir, b. í Öxney
Jónssonar, bróður Matthíasar kaup-
manns. Móðir Ingibjargar var Guð-
rún, systir Kristínar, ömmu Ásgeirs
Ásgeirssonar forseta. Guðrún var
dóttir Gríms, prófasts á Helgafelli
Pálssonar, bróður Ingibjargar, konu
Jóns, prests í Arnarbæli.
30 ára
Ásgeir Jóhannesson Frakkastíg 14c,
Reykjavík
Heiðrún Björk Jónsdóttir Ljósuvík 54,
Reykjavík
Pálmi Sigurðsson Lækjarseli 1, Reykjavík
Anna Sigríður Guðbrandsdóttir
Skallagrímsgötu 1, Borgarnesi
40 ára
Árni B. Kvaran Stigahlíð 42, Reykjavík
Eydís Björg Sæmundsdóttir Réttarholts-
vegi 37, Reykjavík
Halla Sverrisdóttir Rauðalæk 25,
Reykjavík
Margrét Agnarsdóttir Grundarlandi 9,
Reykjavík
Þórhildur Þórðardóttir Hjallabraut 3,
Hafnarfirði
Lilja Finnbogadóttir Bröttuhlíð 6,
Seyðisfirði
50 ára
Björn Leifsson Löngumýri 10, Garðabæ
Oddný Stella Snorradóttir Álfabyggð 8,
Akureyri
Sigríður Sigurðardóttir Hulduborgum
15, Reykjavík
Georg Ragnarsson Grundargötu 18,
Siglufirði
Jeremy Deane Bichard Túngötu 61,
Eyrarbakka
Ferhat Morina Þverbrekku 4, Kópavogi
Sigrún Sveinsdóttir Safamýri 19,
Reykjavík
Ágúst Valgeirsson Kaplaskjólsvegi 33a,
Reykjavík
Eyjólfur Jónsson Brúnastöðum 40,
Reykjavík
Danfríður E. Þorsteinsdóttir Klapparhlíð
22, Mosfellsbæ
Sigurður Ásgeir L. Runólfsson Blikatjörn
2, Reykjanesbæ
Sigríður Hallgrímsdóttir Básahrauni 14,
Þorlákshöfn
60 ára
Helmuth Alexander Guðmundsson
Brekkubæ 38, Reykjavík
Geir Ómar Kristinsson Flatahrauni 1,
Hafnarfirði
Vilhelmína Hauksdóttir Víðihlíð 26,
Reykjavík
Sigríður Arngrímsdóttir Snorrabraut 83,
Reykjavík
Hrafnhildur Hrafnsdóttir Brekkubæ 37,
Reykjavík
Halla Þórðardóttir Strandvegi 13,
Garðabæ
Guðmunda Magnea Magnúsdóttir
Sóltúni 25, Selfossi
Kristín Jónsdóttir Miðteigi 1, Akureyri
70 ára
Sveinn Rúnar Björnsson Vallarbyggð 2,
Hafnarfirði
Elísabet Sigríður Magnúsdóttir
Fossagötu 10, Reykjavík
Margrét Jóhannsdóttir Breiðuvík 18,
Reykjavík
Þórólfur Vilhjálmsson Hásteinsvegi 62,
Vestmannaeyjum
Örn Sigurðsson Kjarrheiði 13, Hveragerði
75 ára
Kristinn Pálsson Sólheimum 23, Reykjavík
Kristbjörg Markúsdóttir Réttarheiði 43,
Hveragerði
Inga Björnsdóttir Bakkagerði 2,
Stöðvarfirði
Eðvarð Hafsteinn Hjaltason Löngubrekku
26, Kópavogi
Auður Guðmundsdóttir Hofsvallagötu
17, Reykjavík
80 ára
Edda Lúdviksdóttir Hólum, Höfn í
Hornafirði
Guðmundur Kristinn Gunnarsson
Einilundi 6c, Akureyri
Þorvaldur Snæbjörnsson Kotárgerði 18,
Akureyri
Sigrún Helga Ólafsdóttir Fljótsmörk 6,
Hveragerði
Steinunn Guðnadóttir Laugavöllum 3,
Egilsstöðum
85 ára
Petrea Kristín L. Karlsdóttir Suðurgötu
43, Akranesi
Haukur Steingrímsson Kastalagerði 6,
Kópavogi
Kristmann Guðmundsson Grófarsmára
34, Kópavogi
30 ára
José António R. Carvalho Laugarnesvegi
64, Reykjavík
Kristinn Gíslason Wium Hátúni 11,
Reykjanesbæ
Helga Guðrún Gunnarsdóttir Hafraholti
22, Ísafirði
Eyrún Björk Einarsdóttir Baugakór 15,
Kópavogi
Oddbjörg Kristjánsdóttir Ferjubakka 8,
Reykjavík
Elfar Rafn Sigþórsson Asparhvarfi 17c,
Kópavogi
Júlíana Silfá Haraldsdóttir Brekkugötu 5,
Vestmannaeyjum
Kári Þórðarson Bakkagerði 9, Reykjavík
Steingrímur Þór Sigmundsson Bræðraborg-
arstíg 5, Reykjavík
Guðríður Gísladóttir Breiðöldu 5, Hellu
Guðrún Petra Árnadóttir Álfholti 50,
Hafnarfirði
Sævar Þór Hallgrímsson Vesturbraut 6,
Grindavík
Kristín Bestla Þórsdóttir Furugrund 81,
Kópavogi
Martin Jónas Björn Swift Melhaga 3,
Reykjavík
40 ára
Anna Wojtowicz Skálateigi 1, Akureyri
Przemyslaw Wojda Bræðraborgarstíg 31,
Reykjavík
Lidija Zamuele Dalseli 16, Reykjavík
Guðmundur Ásgeir Ólafsson Bleiksárhlíð
49, Eskifirði
Hörður Garðarsson Furugrund 41, Akranesi
Páll Arnarsson Frostaþingi 7, Kópavogi
Eyvindur G. Gunnarsson Logalandi 34,
Reykjavík
Ragna Sólveig Guðmundsdóttir Vitastíg
15, Reykjavík
Sigrún Ósk Þorgeirsdóttir Bergstaðastræti
79, Reykjavík
Páll Jóhannesson Barkarstöðum,
Hvammstanga
50 ára
Árni Björnsson Hvammsgerði 7, Reykjavík
Halldór Ægir Tryggvason Hjaltabakka 22,
Reykjavík
Óskar Þorsteinsson Urðarmóa 2, Selfossi
Hanna Ragnarsdóttir Hátúni 5a, Álftanesi
Jakob Bjarnason Tröllateigi 30, Mosfellsbæ
Sigríður Bjarnadóttir Hafnarstræti 24,
Akureyri
Ragna Jóna Helgadóttir Öldugötu 22a,
Hafnarfirði
Lilja Guðjónsdóttir Álftarima 9, Selfossi
60 ára
Kristín Th. Hallgrímsdóttir Vesturströnd 6a,
Seltjarnarnesi
Jörundur Hákonarson Fjósum, Búðardal
Daníel Bergur Gíslason Brúarási 12,
Reykjavík
Þórunn Kristjánsdóttir Vatnsenda, Selfossi
Guðfinna Skúladóttir Austurgötu 21,
Reykjanesbæ
Ragnhildur Magnúsdóttir Sandavaði 11,
Reykjavík
Matthildur Björg Jónsdóttir Hraunholti 1,
Akureyri
Ómar Arnarson Engjaseli 13, Reykjavík
Magnea Ásdís Árnadóttir Borgarheiði 17h,
Hveragerði
70 ára
Jóhannes Jónsson Hrafnabjörgum, Akureyri
Jón Valgeir Björgvinsson Engjahlíð 1,
Hafnarfirði
Bjarni Jónsson Auðsholti 1, Flúðum
William McManus Kleppsvegi 40, Reykjavík
75 ára
Ingveldur Alfonsdóttir Mosarima 25,
Reykjavík
Vignir Jónsson Urðarvegi 22, Ísafirði
Haukur Jóhannsson Fossvegi 4, Selfossi
80 ára
Sveinn Guðjónsson Uxahrygg 2, Hvolsvelli
85 ára
Einar Þorkelsson Hvassaleiti 58, Reykjavík
90 ára
Sigrún J. Pétursdóttir Víðimel 73, Reykjavík
Hulda R. Einarsdóttir Álftamýri 20, Reykjavík
95 ára
Brynfríður Halldórsdóttir Hringbraut 50,
Reykjavík
101 ára
Ólöf Jóhannesdóttir Ljósheimum 16,
Reykjavík
til hamingju hamingju
afmæli 30. ágúst
til hamingju
afmæli 31. ágúst
mánudagur 30. ágúst 2010 umsjón: kjarTan Gunnar kjarTanSSon kjartan@dv.is ættfræði 21
70 ára á mánudag