Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Qupperneq 22
22 úttekt 30. ágúst 2010 mánudagur Lindsay Dee Lohan fæddist þann 2. júlí 1986 og eyddi fyrstu árum ævi sinnar í litlu þorpi á vesturströnd Cold Spring Harbour í New York. Faðir hennar, Michael Lohan, starfaði sem viðskiptajöfur á Wall Street en móðir hennar, Dina Lohan, starf- aði sem dansari og þekkti því til skemmtana- bransans. Dina og Michael giftust árið 1985 en Dina hefur látið hafa eftir sér að þau Michael hafi verið of ung. Hún hafi verið trúlofuð öðr- um manni sem lést í bílslysi og hafi því kynnst Michael í sorg. Ári seinna var Lindsay fædd og bróðir hennar Michael fæddist ári eftir. Aliana kom svo í heiminn árið 1994 og drengurinn Da- kota árið 1996 en Lohan-fjölskyldan á ættir að rekja til Ítalíu og Írlands. Michael, faðir Lindsay, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi árið 1990 fyr- ir fjársvik. Þegar hann var settur inn flutti Dina með börnin í sinn gamla heimabæ, Merrick. Lo- han gekk alltaf vel í skóla þar sem hún fékk ávallt bestu einkunn en hún gekk í Laurel Springs- gagnfræðaskólann sem býður ungum stjörnum og afreksbörnum upp á einstaklingsmiðað nám. Hún þótti fyrirmyndarnemandi í stærðfræði og vísindum og hafði einnig mikinn áhuga á íþrótt- um, sundi, skautum, söng, hjólreiðum, lestri, skrift og að leika sér við systkini sín. Barnastjarna fæðist Ferill Lindsey hófst þegar hún var aðeins þriggja ára og fékk samning hjá Ford-umboð- inu. Dina keyrði með dótturina til og frá Long Island til New York svo Lindsay gæti mætt í danstíma, söngkennslu og prufur í stórborg- inni en sem barn kom Lindsay fram í yfir 60 sjónvarpsauglýsingum. Þar á meðal voru aug- lýsingar Gap, Pizza Hut, Wendy’s og Jell-O þar sem hún lék á móti Bill Cosby. Lohan var einn- ig andlit Abercrombie & Fitch Kids og Calvin Klein Kids. Fyrsta hlutverk hennar í sjónvarpi var í þáttunum Another World árið 1996 og stuttu síðar var hún valin í hlutverk tvíbura- systranna í Disney kvikmyndinni The Parent Trap. Myndin sló í gegn og Lindsay fékk Young Artist-verðlaunin sem besta unga leikkonan í aðalhlutverki auk annarra tilnefninga. sakleysið hverfur Disney-kvikmyndarisinn gerði þriggja mynda samning við Lohan sem lék auk þess í fjölda sjónvarpsþátta. Fljótlega kom út myndin Freaky Friday þar sem hún lék á móti Jamie Lee Curtis en gagnrýndendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu beggja leikvennanna. Linds- ay kom einnig að tónlist Freaky Friday en hún söng lagið Ultimate sem heyrist í upphafi og enda myndarinnar. Árið 2004 fékk Lohan MTV Movie-verðlaun sem besti nýliðinn auk ann- arra tilnefninga en Lindsay var sjálf kynnir á verðlaunaathöfninni og sá yngsti í sögunni. Á þessum tíma bjó Lohan í Los Angeles ásamt annarri ungri leikkonu, Raven-Symoné, sem er frægust fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Cosby Show. Fljótt var ljóst að Lindsay var ekki lengur lítil og saklaus heldur sjálfstæð ung kona sem átti eigin íbúð og bíl. Fréttir um samband hennar og Aarons Carter, litla bróður Nick úr Backstreet Boys, fóru að birtast í blöð- unum og leikkonan öðlaðist smám saman orð- stír fyrir að lifa bæði hátt og hratt. Ekki skánaði umfjöllunin þegar myndir af leikkonunni þar sem hún var úti á lífinu ásamt nýjustu vinkon- unni, partíljóninu París Hilton, fóru að birtast í slúðurblöðunum. Dramatískur faðir Þegar hjónabandi Dinu og Michael lauk missti Michael samband við börnin. Krakkarnir fylgdu Dinu sem starfaði alfarið sem umboðs- maður Lindsey. Á sama tíma og Freaky Friday sló hvert aðsóknarmetið birtust fréttir af Mi- chael þar sem hann hafði verið ákærður fyrir að ráðast á ræstitækni sem hafði lagt í stæð- ið hans á Manhattan. Seinna sama ár slasaði hann mág sinn með því að berja hann með skó í höfuðið og að auki var sagt frá því, í helstu slúðurblöðunum, að hann hefði hlaupið frá hótelreikningi. Í febrúar 2005 lenti hann svo í alvarlegu bílslysi og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Næsta stóra kvikmynd Lohan var grín- myndin Confessions of a Teenage Drama Queen, sem kom út árið 2004. Þrátt fyrir litla velgengni myndarinnar dásömuðu jafnvel hörðustu gagnrýnendur frammistöðu leik- konunnar. Í kjölfarið fylgdi myndin Mean Girls sem gekk mun betur og varð til þess að launa- kröfur leikkonunnar hækkuðu en Lohan fékk litlar 7,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir mynd- ina Just My Luck, sem kom út árið 2006. Lind- say Lohan var komin á toppinn og gat valið og hafnað hlutverkum að vild. lögð inn á sjúkrahús Árið 2004 var Lohan á föstu með leikaranum Wilmer Valderrama og birtist við hlið hans í þátt- unum That ‘70s Show. „Wilmer var mín fyrsta ást. En tímasetningin var slæm. Og allar þess- ar stelpur sem héngu í kringum hann og hann daðraði við – ég réði ekki við það. Ég treysti hon- um ekki. Svo við áttum ekki séns,“ lét leikkon- lindsay lohan var að- eins þriggja ára þegar hún hóf feril sinn í skemmtanaheiminum. Frægðarsól Lindsay reis hratt og hún var óum- deild prinsessa Disney. Lohan virtist eiga glæsta framtíð í Hollywood þeg- ar halla fór undan fæti og umfjöllun um leik- konuna fór að snúast um skemmtanalíf, meðferðir og fangelsi. Lindsay Lohan stendur á tímamótum n æ r m yn d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.