Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 25
José taki við af ferguson Wesley Sneijder, hollenski snillingurinn hjá Inter, segir að José Mourinho, sem nú þjálfar Real Madrid, en þjálfaði áður Inter, muni taka við Manchest- er United þegar Alex Ferguson lætur af störfum. Hollendingurinn segir að Mourinho hafi í samtölum þeirra lýst þessu yfir og að stjórn Manchester United horfi hýru auga til hans. „Ég hef átt löng og mikil samtöl við José og ég myndi leggja mikið undir í veðmáli um hvort hann taki við af Ferguson. Ég veit að hann langar til að verða stjóri hjá Manchester United,“ segir Sneijder. Óvissa um kyn í kvennahlaupi Hin suð- urafríska Caster Semenya endaði í þriðja sæti í 800 metra sprett- hlaupi í lokakeppni Diamond League á föstudaginn. Keppnin var haldin í Belgíu en hin breska Jemma Simpson segir að ósanngirni hafi gætt í garð hinna keppenda hlaupsins, því að niðurstöðum kynjaprófs sem gert var á Semenya hefur verið haldið leyndum fyrir hinum keppendunum. Þá segir Simpson að niðurstöðurnar komi hinum keppendunum kannski ekki við, en það væri samt betra að keppendur gætu verið vissir um kyn Semenya. mánudagur 30. ágúst 2010 sport 25 Alex Ferguson var ánægður með sína menn er hann horfði á þá sigra West Ham með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford á laugardaginn. Wayne Rooney endaði markaþurrð sína er hann skoraði eitt mark í sig- urleik Manchester United í dag en hann gerði það úr vítaspyrnu sem var jafnframt fyrsta mark leiksins. Nani og Dimitar Berbatov skoruðu eitt mark hver í leiknum. „Þetta var mjög góð frammi- staða. Við héldum boltanum vel og kannski hefðum við getað skorað oft- ar,“ sagði Ferguson við ESPN. „Það er ávallt reyndin þegar þú skorar fyrsta markið, þá opnast dyrnar fyrir þér. Við þurftum að bíða eftir því en við spiluðum áfram okkar leik og náð- um verðskuldaðri forystu. Þetta var frábært mark frá Nani og ég er mjög sáttur við frammistöðu hans.“ Rooney hafði ekki skorað mark síðan í mars og en átti ekki í nein- um vandræðum með að koma bolt- anum í markið í fyrri hálfleik. „Hann naut þess að spila knattspyrnu í dag. Hann var fullur af orku sem var mjög gott,“ sagði Ferguson á laugardaginn. Chelsea vann Stoke 2-0 á laugar- daginn með mörkum frá Florent Ma- louda og Didier Drogba. Lundúna- liðið trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Chelsea hefur skorað 14 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta mark. Arsenal marði sigur á Blackburn á laugardaginn. Leikurinn endaði 2-1 en Theo Walcott og Andrei Arshavin skoruðu mörk Arsenal, en lánsmað- urinn Mame Diouf frá Manchester United skoraði mark Blackburn. Tottenham fékk skell þegar Wigan sigraði á White Hart Lane 0-1. Wayne Rooney skoraði loksins um helgina: Ferguson ánægður með Rooney Úrslit Enska úRvalsdEildin Blackburn - Arsenal 1-2 0-1 Walcott (‘20), 1-1 Diouf (‘27), 1-2 Arshavin (‘51). Blackpool - Fulham 2-2 0-1 Zamora (‘35), 1-1 Pantsil (‘71 sm), 2-1 Varney (‘76), 2-2 Etuhu (‘87). Chelsea - Stoke 2-0 1-0 Malouda (‘32), 2-0 Drogba (‘77 v). Man. Utd - West Ham 3-0 1-0 Rooney (‘33 v), 2-0 Nani (‘50), 3-0 Berbatov (‘69). Tottenham - Wigan 0-1 0-1 Rodallega (‘80). Wolves - Newcastle 1-1 1-0 Ebanks-Blake (‘44), 1-1 Carroll (‘63). Bolton - Birmingham 2-2 0-1 Johnson (‘4), 0-2 Gardner (‘51), 1-2 Davies (‘71 v), 2-2 Blake (‘81). n Jaaskelainen (‘36). Liverpool - West Brom 1-0 1-0 Torres (‘65). n Morrison (WBA) (‘86). Sunderland - Man City 1-0 1-0 Bent (‘90, víti). Aston Villa - Everton 1-0 1-0 Young (‘9). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 3 3 0 0 14:0 9 2. Arsenal 3 2 1 0 9:2 7 3. Man. Utd 3 2 1 0 8:2 7 4. Aston Villa 3 2 0 1 4:6 6 5. Bolton 3 1 2 0 5:3 5 6. Birmingham 3 1 2 0 6:5 5 7. Wolves 3 1 2 0 4:3 5 8. Newcastle 3 1 1 1 7:4 4 9. Man. City 3 1 1 1 3:1 4 10. Sunderland 3 1 1 1 3:3 4 11. Tottenham 3 1 1 1 2:2 4 12. Blackpool 3 1 1 1 6:8 4 13. Liverpool 3 1 1 1 2:4 4 14. Fulham 3 0 3 0 4:4 3 15. Blackburn 3 1 0 2 3:4 3 16. WBA 3 1 0 2 1:7 3 17. Wigan 3 1 0 2 1:10 3 18. Everton 3 0 1 2 1:3 1 19. Stoke City 3 0 0 3 2:6 0 20. West Ham 3 0 0 3 1:9 0 Enska b-dEildin Sheffield Utd- Preston 1-0 Scunthorpe - Cr. Palace 3-0 Portsmouth - Cardiff 0-2 Nottingham F. - Norwich 1-1 Millwall - Coventry 3-1 Ipswich - Bristol City 2:0 Doncaster - Hull 3:1 Derby - QPR 2:2 Barnsley - Middlesbro 2:0 Watford - Leeds 0:1 Swansea - Burnley 1:0 Leicester - Reading 1:2 staðan Lið L U J T M St 1. QPR 4 3 1 0 11:2 10 2. Cardiff 4 3 1 0 9:2 10 3. Ipswich 4 3 1 0 8:3 10 4. Millwall 4 3 0 1 11:4 9 5. Burnley 4 2 1 1 5:2 7 6. Leeds 4 2 1 1 6:4 7 7. Norwich 4 2 1 1 6:4 7 8. Coventry 4 2 1 1 7:6 7 9. Doncaster 4 2 1 1 6:6 7 10. Barnsley 4 2 1 1 6:7 7 11. Scunthorpe 4 2 0 2 5:4 6 12. Swansea 4 2 0 2 5:4 6 13. Reading 4 1 2 1 5:5 5 14. Watford 4 1 2 1 5:5 5 15. Derby 4 1 1 2 6:7 4 16. Middlesbro 4 1 1 2 2:5 4 17. Sheffield Utd 4 1 1 2 2:5 4 18. Hull 4 1 1 2 3:7 4 19. Nottingham F. 4 0 3 1 3:4 3 20. Cr. Palace 4 1 0 3 4:8 3 21. Preston 4 1 0 3 1:7 3 22. Bristol City 4 0 2 2 4:9 2 23. Leicester 4 0 1 3 3:8 1 24. Portsmouth 4 0 1 3 1:6 1 pEpsi-dEild kaRla Grindavík - Breiðablik 2-3 Fylkir - ÍBV 2-4 Stjarnan - Fram 1-2 staðan Lið L U J T M St 1. ÍBV 18 11 3 4 29:18 36 2. Breiðablik 18 10 4 4 40:22 34 3. KR 17 9 4 4 34:22 31 4. FH 17 8 5 4 33:26 29 5. Fram 18 7 5 6 29:28 26 6. Stjarnan 18 6 6 6 36:31 24 7. Keflavík 18 6 6 6 19:23 24 8. Valur 17 5 7 5 23:30 22 9. Grindavík 18 5 4 9 22:28 19 10. Fylkir 18 5 3 10 31:38 18 11. Selfoss 17 4 2 11 24:39 14 12. Haukar 18 2 7 9 24:39 13 Léttir Wayne Rooney fagnaði ákaft með samherjunum fyrsta marki sínu á tímabilinu, en það skoraði hann úr vítaspyrnu á móti West Ham á laugardaginn. MyND REUTERS Fernando Torres kom slöku liði Liver- pool til bjargar þegar hann skoraði fyrsta og eina mark leiksins á móti West Brom á heimavelli á Anfield. Markið, sem er það fyrsta sem Torres skorar á tímabilinu, kom þegar Spán- verjinn afgreiddi snyrtilega fyrirgjöf frá Dirk Kuyt í netið. Hann hefði get- að bætt við öðru marki síðar, en Scott Carson, markvörður West Brom, náði að verja. Leikmenn Liverpool vildu fá vítaspyrnu þegar Gonzalo Jara virt- ist handleika knöttinn í teignum, en dómarinn hafði ekki veitt því athygli. James Morrison, miðjumaður West Brom, var rekinn af velli eftir ljóta tæk- lingu á fyrrnefndum Fernando Torres. Spánverjinn lék vel í leiknum og er án vafa mjög létt nú þegar hann hefur rofið tíu leikja markaþurrð sína. Fyrir leikinn, og á meðan honum stóð, beindust myndavélarnar að Raul Meireles, portúgalska miðjumannin- um sem Roy Hodgson keypti til Liver- pool um helgina. Hann fylgdist með leiknum og gaf eiginhandaráritanir. Klúður hjá City Sunderland lagði milljónalið Manchester City 1-0 á heimavelli á sunnudag. Sigurmarkið skoraði Dar- ren Bent úr vítaspyrnu í uppbótar- tíma, en hún var dæmd eftir að Micah Richards ýtti markaskoraranum. Bent spyrnti boltanum undir lappirnar á Joe Hart, en markið var það fyrsta sem Manchester City fær á sig á tímabil- inu. Roberto Mancini, stjóri City, stóð furðu lostinn og öskureiður á hliðar- línunni. Hann hafði búist við sigri í leiknum en í stað þess fékk liðið ekkert stig í leiknum sem City glutraði niður á lokamínútunum. Carlos Tevez fékk stórkostlegt tækifæri, eftir sendingu frá Yaya Toure, til að skora en klúðraði því á ótrúlegan hátt fyrir framan opið markið. Emmanuel Adebayor spyrnti síðar í leiknum að marki með hæln- um en Simon Mignolet, markvörður Sunderland, varði glæsilega. Ná ekki að komast í stuð City er með dýrasta lið deildarinnar og hefur gríðarlega háleit markmið en samt nær félagið ekki stöðugleika í deildinni. Það missti af Meistara- deildarsæti í fyrra vegna of margra leikja þar sem liðið náði ekki að kom- ast í stuð, þrátt fyrir ótrúlegan leik- mannahóp – sem ef til vill er sá sterk- asti í heiminum. Mancini verður að ná stöðugleika ef hann ætlar sér ekki að verða rekinn líkt og forveri hans, Mark Hughes, lenti í eftir nokkur léleg úrslit í röð. torresbjargaði Liverpool Liverpool og Manchester City halda áfram að valda stuðningsmönnum sínum vonbrigð- um. Fernando Torres skoraði eina mark leiksins gegn West Brom, en stórlið Liverpool virtist ákaflega slakt í leiknum. City glutraði niður leiknum gegn Sunderland á útivelli þegar Darren Bent skoraði sigurmark heimaliðsins úr vítaspyrnu í uppbótartímanum. HELGI HRAFN GUðMUNDSSoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is FLINKUR ToRRES Fernando Torres skoraði fyrsta mark sitt í tíu leikjum fyrir Liverpool á móti West Brom á sunnudaginn. Þrálát meiðsli hafa plagað Spánverjann en hann sýndi þó gamalkunna takta og bjargaði Liverpool sem spilaði illa í leiknum. MyND REUTERS DRAMATÍK Vítaspyrna var dæmd í uppbótartíma á Manchester City eftir að Micah Richards ýtti Darren Bent, framherja Sunderland, í teignum. Bent skoraði sigurmark Sunderland úr spyrnunni. MyND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.