Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 1. september 2010 fréttir 3 „BRÆÐUR MÍNIR!“: BRÉF ÓLAFS TIL FRÍMÚRARA Fjárveitingar frá ríkinu til Menntaskólans Hraðbrautar 2003 til 2010: 2003 55,0 milljónir 2004 115,0 milljónir 2005 156,0 milljónir 2006 163,3 milljónir 2007 163,0 milljónir 2008 173,2 milljónir 2009 168,2 milljónir 2010 158,0 milljónir Samtals 1.151,7 milljónir FJÁRVEITINGAR Arðgreiðslur út úr Hraðbraut ehf. 2003 til 2010: 2003 0 2004 0 2005 10 milljónir 2006 14 milljónir 2007 27 milljónir 2008 6 milljónir Samtals 57 milljónir króna Arðgreiðslur út úr Faxafeni ehf. 2003 0 2004 0 2005 10 milljónir 2006 30 milljónir 2007 40 milljónir 2008 25 milljónir Samtals 105 milljónir króna Arðgreiðslur til Gagns ehf. 2004 Ekki vitað 2005 Ekki vitað 2006 20 milljónir 2007 35 milljónir 2008 16 milljónir Samtals 61 milljón króna ARÐGREIÐSLUR til málsaðila á allra næstu dögum,“ en Ólafur og menntamálaráðuneytið munu fá drögin send til umsagnar og hafa viku til tíu daga til að setja fram athugasemdir sínar. Sveinn segir að í kjölfarið muni Ríkisendurskoðun ljúka við athugun sína og því næst verði hún gerð op- inber. Hann vill ekki greina frá nið- urstöðum athugunarinnar að svo stöddu. „Nei, nú segi ég ekki meira að svo stöddu. Þetta er ekki alveg búið hjá okkur,“ segir Sveinn en hann getur ekki nefnt nákvæmlega hvenær niðurstöður athugunar á skólanum muni koma fyrir sjónir almennings. 191 MILLJÓN Í vASA keILIS Menntafyrirtækið Keilir í Reykja- nesbæ græddi nærri 200 milljónir króna á fasteignaviðskiptum sínum við íslenska ríkið á árunum 2007 og 2008. Um þetta er rætt í gagnrýnni skýrslu embættis ríkisendurskoð- anda sem gerð var opinber á þriðju- daginn. Fasteignaviðskiptin eru hluti af þeim viðskiptum Keilis sem stofnunin gagnrýnir nokkuð harka- lega í skýrslunni. Keilir keypti mennta- og leik- skóla á svæði varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar á verði sem var einungis 30 prósent af matsverði. Skólarnir höfðu áður verið eign bandaríska hersins en hann gaf ís- lenska ríkinu þá, ásamt öllum fast- eignum á svæðinu, þegar hann yfir- gaf Ísland fyrir fjórum árum. Keilir seldi eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. svo áðurnefnda skóla ári síðar og innleysti áðurnefndan hagnað. Keilir bauð einn Í skýrslunni segir að strax frá því að Keilir var stofnaður á haust- mánuðum 2007 hafi verið ljóst að hann naut velvildar ríkis- stjórnarinnar og Alþingis enda hafi skólinn verið stofnað- ur undir „verndarvæng“ ís- lenska ríkisins. Þar seg- ir meðal annars „Í ræðu sinni á stofndegi félagsins lýsti þáverandi mennta- málaráðherra [Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, inn- skot blaðamanns] vilja rík- isstjórnarinnar til að tryggja félaginu framgang og vilyrði menntamálaráðuneytisins fyrir viðurkenningu á skólastarfsem- inni.“ Í skýrslunni segir að samtals hafi Keilir borgað rúmar 320 millj- ónir fyrir fasteignirnar tvær og að þetta hafi verið 30 prósent af matsverðinu. Í skýrslunni segir jafn- framt að aðeins Keilir hafi boðið í fasteignirnar. Svo segir: „Með kaup- unum var áætlað að hann tryggði sér framtíðarkennsluhúsnæði og lóð til þróunar og vaxtar næstu ára- tugi. Engu að síður seldi Keilir fast- eignafélaginu Fasteign hf. báðar fasteignirnar ári síðar með 191 m. kr. hagnaði án þess að hafa lagt mik- inn kostnað í þær.“ Keilir fékk því nærri 200 milljónir króna í vasann í þessum viðskiptum og bætast þær við þær rúmlega 685 milljónir króna sem skólinn fékk í framlögum frá íslenska ríkinu 2007 til 2010, samkvæmt skýrslunni. Í skýrslunni er undirstrikað að einkennilegt sé að þrátt fyrir þennan fjárstuðn- ing og sölu- hagnað hafi rekst- ur skólans verið í járnum síðustu ár. Í fyrra leysti Keilir menntaskólabygginguna til sín aft- ur frá Fasteign hf. og segir í skýrsl- unni að skólinn hyggist koma nær allri starfsemi sinni fyrir þar. Fleiri dæmi um undirverð Dæmið sem rakið er í skýrslunni um Keili er þess efnis að undirverð hafi verið greitt fyrir eignir varnar- liðsins þegar Þróunarfélagið seldi þær til þriðja aðila er ekki það eina sem komið hefur fram. Í desem- ber 2007 greindi blaðið 24 stundir frá því að eignarhaldsfélag bæjar- stjórnarmanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, Steinþórs Jónsson- ar, hefði keypt 22 fasteignir af Þró- unarfélaginu á undirverði. Verð- mat fasteignanna var rúmlega 1.200 milljónir en Steinþór greiddi 600 milljónir fyrir þær. Fleiri dæmi eru því um það en fasteignakaup Keilis að Þróunarfé- lagið hafi selt eignir á undirverði á árunum fyrir hrunið. Líklegt er því að fleiri slík dæmi séu til. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Keilis kemur fram gagnrýni. Greint er frá fjáraustri ríkisins til skólans sem þó hafi ekki leitt til þess að reksturinn hafi staðið undir sér. Með- al þess sem gagnrýnt er í skýrslunni eru viðskipti Keilis með fasteignir bandaríska hersins en skólinn græddi 200 milljónir á þeim á kostnað íslenska ríkisins. inGi F. vilHjálMSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Skildi eftir sig sviðna jörð Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskól- ans á Bifröst, skildi eftir sig sviðna jörð í menntafyrir- tækinu Keili þegar hann stýrði því, samkvæmt því sem lesa má út úr skýrslu Ríkisendurskoðunar. vinveitt ríkisstjórn Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er komist að þeirri niðurstöðu að Keilir hafi frá upphafi notið velvildar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar enda hafi skólinn verið stofnaður undir „verndar- væng“ hennar. Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra þá. Fékk eignir á undirverði Keilir er ekki eina félagið sem fékk eignir á undirverði frá Þró- unarfélagi Keflavíkurflugvallar. Félag Steinþórs Jónssonar, bæjarstjórnarmanns í Reykja- nesbæ, keypti 22 eignir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.