Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 1. september 2010 erlent 17 Elisany Silva, fjórtán ára stúlka frá rík- inu Para í Amasón-hluta Brasilíu, er ein hávaxnasta unglingsstúlka heims, 206 sentimetrar á hæð. Talið er að hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi hröðum vexti. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvað hrjáir hana, þar sem foreldrar hennar eru ekki nógu efnað- ir til að borga fyrir læknisrannsókn á henni. Í viðtali við sjónvarpsstöð í Para segist hún ekki geta mætt í skólann, þar sem hún komist ekki fyrir í stræt- isvagninum sem flytur börnin langa leið í skólann. „Það er erfitt fyrir mig að vera inni hjá mér heima. Ég gleymi mér stöðugt og rek mig upp undir,“ seg- ir Elisany, en hún býr í litlum kofa með fjölskyldunni. Brasilískur læknir sem sjónvarps- stöðin ræddi við hafði ekki hitt Elis- any, en sagði að hún þjáðist að öllum líkindum af ofvexti vegna ofvirkni í heiladinglinum sem seytti of miklum vaxtarhormónum. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert myndi hún verða fyrir miklu heilsutjóni, sem gæti hrein- lega endað með dauða. Læknirinn tel- ur að stúlkan gæti vaxið um 15 senti- metra á ári, gangist hún ekki undir læknismeðferð. En Elisany elur sama draum og margar aðrar stúlkur á hennar reki í Brasilíu, hana langar að verða fyr- irsæta. „Mig langar mikið að verða módel,“ segir hún. Brasilískir fjölmiðl- ar segja að fréttin um Elisany hafi vak- ið athygli umboðsskrifstofa í borginni Belem. Foreldrar stúlkunnar vonast nú til að stúlkan þeirra fái að gangast und- ir læknismeðferð. helgihrafn@dv.is Fjórtán ára stúlka í Brasilíu þjáist af ofvexti: Ein hávaxnasta stúlka heims Þvinganir hertar Bandarísk stjórnvöld hertu á þving- unum gegn Norður-Kóreu í dag. Aðgerðir Bandaríkjanna snúa að frystingu eigna þriggja norðurkór- eskra ríkisborgara, þriggja fyrirtækja í landinu og fimm ríkisstofnana. Listi yfir þá einstaklinga og fyrirtæki sem þvinganirnar beinast gegn hef- ur verið birtur á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þeir sem eru á þessum svarta lista bandarískra stjórnvalda eru sagðir hafa smyglað eiturlyfjum og þvegið og falsað pen- inga. Rowling styrkir MS-sjúklinga J.K. Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna, tilkynnti í dag að hún hafi gefið tíu milljónir punda til að hægt sé að stofna rannsóknarstofu til að rannsaka MS-sjúkdóminn. Hún segist trúa því að rannsóknarstofan, sem kemur til með að vera staðsett í Edinborgarháskóla, muni verða leið- andi í rannsóknum á sjúkdómnum. Rannsóknarstofan mun einnig rannsaka aðra taugasjúkdóma eins og alzheimer, Parkinson og hreyfi- taugungahrörnun (MND). Rann- sóknarstofan kemur til með að heita eftir móður Rowling, Anne, en hún þjáðist af MS og lést aðeins fjörutíu og fimm ára að aldri. Sorg í Bratislava Íbúar í Bratislava, höfuðborg Slóv- akíu, kveiktu á kertum á þriðjudag til minningar um þá sem létust þegar maður hóf skothríð úti á götu í borg- inni. Hann myrti sjö og særði fjórtán áður en hann svipti sig lífi. Sex hinna látnu eru úr sömu fjölskyldunni og bjuggu í íbúð í úthverfi borgarinn- ar. Sjöunda fórnarlambið var kona sem var fyrir utan blokkina þar sem maðurinn framdi voðaverk sín. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið um fimmtugt en rannsókn er hafin á tilefni árásarinnar, sérstaklega í ljósi þess að henni var augljóslega beint að tiltekinni fjölskyldu sem var af er- lendu bergi brotin. Á ströndinni Elisany Silva er 2,06 metrar á hæð og gæti vaxið um 15 sentimetra á ári næstu árin, gangist hún ekki undir læknismeðferð. MYND REUTERS foRdæMduR fyRiR RaSiSMa lega árekstra“. Hann gengur skrefinu lengra með því að tengja menning- ar- og félagslegan mun við erfðafræði- lega þætti. Með þessu merkingarlausa þvaðri hefur Sarrazin endanlega stig- ið yfir rauða línu. Hin mikla reiði Ang- elu Merkel, samtaka gyðinga og allra stjórnmálaflokka er skiljanleg.“ Blaðið segir umræðuna um Sarraz- in vekja erfiðar spurningar: „Hvað eig- um við að gera ef nýtt rasistarit verður metsölubók í Þýskalandi, 65 árum eftir að Mein Kampf [frægasta bók Hitlers] var bönnuð?“ Þýska stórblaðið Der Spiegel, sem hefur gagnrýnt Sarrazin harðlega, tók saman umdeild ummæli hans á liðnum árum: „Stór hluti araba og Tyrkja í Berlín gerir ekkert gagnlegt nema í ávaxta- og grænmetisgeiranum.“ „Ég þarf ekki að virða neinn sem lifir á velferðarkerfinu, en hafnar ríkinu, sem gerir ekki nóg fyrir menntun barna sinna og framleiðir sífellt litlar stúlkur með slæður“ Um rannsókn sem sýndi að börnum sem mæta svöng í skólann hafði fjölgað: „Þegar nánar er skoðað sést að þyngdartap er minnsta vandamálið sem steðjar að bótaþegum.“ Við námsmenn sem hertóku skrifstofu hans í nóvember 2003: „Þið eruð öll asnar.“ UmdEild Ummæli Heilbrigðisyfirvöld í Chile hafa beðið NASA, geimferðastofnun Bandaríkj- anna, um að aðstoða sig við að við- halda geðheilsu og líkamlegri heilsu námumannanna 33 sem eru fast- ir á 670 metra dýpi í San José-nám- unni í Atacama-eyðimörkinni.  Þeir verða að öllum líkindum fastir þar í fjóra mánuði til viðbótar á meðan að neyðargöng verða boruð. Sagt er takmarkað rýmið og aðstæðurnar þar sem námumennirnir dvelja líkist þeim sem geimfarar þurfa að þola í alþjóðlegu geimstöðinni á sporbaug um jörðu. Geimfarar í lokuðum rýmum Í Rússlandi hafa nokkrir geimfarar nýlega verið læstir inni í geymi, en það er gert til að herma eftir ferðalagi til Mars. Þar munu þeir þurfa að dúsa í 520 daga og stýra geimflaugarhermi og sinna ýmsum tilraunum. Rann- sóknin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem skoðaðar eru sálfræðilegar og líkamlegar hættur þær er steðja að þeim sem dvelja í lokuðum rým- um mánuðum saman. Sérfræðingar segja að geimfar- ar geti miðlað mikilvægri reynslu til chilesku námumannanna. Þar sem ekkert náttúrulegt ljós streymir til þeirra, hafa námumennirnir engin náttúruleg merki til að ákvarða dæg- ursveiflurnar. „Ljós, myrkur, mat- ur og hiti verður annaðhvort ekki til eða í mjög öfgafullum mæli þarna niðri,“ segir Kevin Fong, sérfræðing- ur í geimfaralæknisfræði við Univer- sity College í London. Hann segir að námumennirnir muni þurfa að sofa á reglulegum tímum og sinna verk- efnum með vanabundnum hætti til þess að þeir sofi, hvílist og vaki rétt. Sterkir strákar Fong segir að þanþol hvers og eins muni skipta máli. „Ég trúi því ekki, að menn í námubransanum séu sú manngerð sem mundi brotna niður á fyrsta degi í raunveruleikaþætti á borð við I’m a Celebrity . . . Get Me Out of Here [breskir raunveruleika- þættir þar sem frægir einstakling- ar búa við erfiðar náttúrulegar að- stæður, án nokkurra þæginda],“ segir Kevin Fong. Hann segir að hópurinn sé fjölmennur, mennirnir séu 33, og það muni hjálpa mikið til. „Það er mikil persónuleg fjölbreytni og það eru því síður líkur á því að menn fari að hatast hver við annan. En þeir eru þó í mjög litlu rými, við erfiðar að- stæður, og það getur leitt til heilsu- tjóns vegna hreinlætisþátta,“ segir sérfræðingurinn í geimfaralæknis- fræði. „Þetta verður mjög erfitt. Það sem er þó jákvætt er að þessir menn virðast vera mjög sterkir einstakling- ar sem eiga auðveldara en aðrir með að takast á við þessa þolraun.“ NASA til Chile Fjórir sérfræðingar frá NASA munu koma til námunnar í vikunni í boði chileskra stjórnvalda. Þeir munu veita námumönnunum og björgun- arsveitum aðstoð við að takast á við aðstæðurnar. Í teyminu eru lækn- ir, næringarfræðingur, verkfræðing- ur og sálfræðingur. Michael Dunc- an, yfirmaður NASA, segir að þó að umhverfið sé ólíkt því sem geimfarar þekki, séu mannlegu þættirnir mjög svipaðir, þar sem námumennirnir séu undir svipuðu líkamlegu og sál- rænu álagi og þeir sem haldi til í litl- um geimstöðvum. Teymi frá NASA er á leið til Chile þar sem það mun aðstoða yf- irvöld við að hjálpa námumönnunum, sem fastir eru í litlu rými á 670 metra dýpi í San José-námunni, við að þreyja þorrann. Sérfræðingar segja að geimfarar þurfi oft að þola erfiða vist í lokuðum ljóslausum rýmum sem reyni á geðheilsu þeirra, líkt og námumennirnir nú. NaSa HJÁLPaR NÁMuMÖNNuM hElGi hRAfN GUðMUNDSSoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Námumenn og geimfarar NASA aðstoðar chilesk yfirvöld við björgun námumannanna (til vinstri). Sérfræðingar segja margt líkt með því að dvelja í lokuðu rými djúpt í iðrum jarðar og að vera geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni (til hægri). MYNDiR REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.