Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 15
Frístundastyrkur til greiðslu dvalargjalda Frístundastyrkur frá Reykjavíkurborg er óbreyttur og er 25 þúsund krónur í haust. Benda má foreldrum með létta pyngju á að hann má nota til þess að greiða niður dval- argjöld á frístundaheimilum sem og ýmsar frístundir. Heimilt er að nýta styrkinn til niðurgreiðslu fleiri en einnar greinar en þó ekki fleiri en þriggja á hverri önn. Skilyrði er að námskeiðið standi yfir í að minnsta kosti 10 vikur. Öll skráning og umsýsla Frístundakortsins fer fram með rafrænum hætti á Rafræn Reykjavík. að leigja barnabílstól Hægt er að fá barnabíl- stóla leigða hér á landi hjá ýmsum fyrirtækjum. Herdís Storgaard hjá Forvarnarhúsi bendir foreldrum á að ekkert eftirlit er með fyrirtækjum sem leigja út öryggisbúnað hér á landi. Því beinir hún þeim tilmælum til foreldra þegar barnabílstólar eru leigðir að kanna hvaða vinnureglur gilda um búnaðinn hjá leigjandanum. Þarft er að athuga hvort búnað- urinn sé útrunninn eða hvort hann hefur lent í árekstri. Þá er mikilvægt að fá aðstoð við að festa hann rétt í bílinn og fá leiðbeiningar á íslensku til að taka með heim. miðvikudagur 1. september 2010 neytendur 15 Lækkaðu orkureikninginn Hvernig má bæta orkusparnað heimilisins eftir verðhækkun Orkuveitunnar? Enga þvælu! Segir Margrét Sigfúsdóttir þegar kemur að hagsýni á heimilinu. Aukasparnaður Góð ráð sEm GEta drEGið úr orkukostnaði hEimila n Lækka innihita niður í 20°C. Sá hiti er nægur til innihitunar. Algengur hiti í húsum hér á landi er 23-25°C, en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðanar íbúa. Hafa ber í huga að hitakostnaður hækkar um 7% ef hiti er hækkaður um eina gráðu. Í svefn- herbergjum má jafnvel lækka hitann allt niður í 18°C og í geymslum og öðrum herbergj- um, sem ekki eru notuð að staðaldri, mætti hann jafnvel vera 15°C. n Slökkva alveg á raftækjum svo sem sjónvarpi eða heimilistölvu. Ekki skilja þau eftir í biðstöðu. n Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun. Það verða betri loftskipti ef gluggar eru opnaðir til að fríska upp á loftið og þeim svo lokað aftur. n Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél. Það er ekki lengur merki um slaka umhirðu heim- ilisins að safna í góða þvottahrúgu. Svo má alltaf þvo viðkvæmari flíkur í höndunum svo þær endist betur. n Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla hell- una. Orkunýtingin batnar um meira en helming. n Seðilgjald kr. 251 er innheimt af hverjum sendum greiðsluseðli. Hægt er að spara sér seðilgjaldið með því að greiða orkureikningana með beingreiðslum banka, boðgreiðslum kortafyrirtækja eða netgreiðslum í heima- banka. n Notið sparperur eða 40w perur til lýsingar. Slökkvið ljós þegar herbergi er yfirgefið. Notið alvörusápu á skítinn Margrét segist verða að trúa því að ungu fólki finnist gaman að þvo þvott. Að minnsta kosti megi ráða það í hversu óþarflega oft það setji í vélina. „Það má nota handklæði oft- ar en einu sinni. Það er óþarfi að setja þau í þvottavél eftir að hafa notað þau einu sinni. Við erum að þurrka hreina og sápuþvegna líkama með þeim. Svo eru þessi handklæði sem eru í lakastærðum alger þvæla. Notið minni handklæði.“ Margrét segir fólk einnig þurfa að velja sápu við hæfi. „Ekki nota of milda sápu á drulluskítugt tau. Notið almenni- lega sápu. Milda sápu má nota dagsdaglega en hafið hana samt góða og vandaða með virku þvottaefni.“ Útreikningur suðuþvottur 90 gráður 5 sinnum í viku: 438 kr. á mánuði Fínþvottur 40 gráður 5 sinnum í viku: 140 kr. á mánuði. mislitur þvottur 60 gráður 5 sinnum í viku: 263 kr. á mánuði. Standið ekki í sturtunni og látið ykkur dreyma Fimm mínútna sturta kostar um 3 krónur og bað- ferðin kostar litlu meira. Flestir eru þó lengur í sturtu en í fimm mínútur. „Fólk þarf ekki að vera í sturtu svo lengi að það sé við það að leysast upp,“ segir Margrét. „Það gengur ekki að standa undir sturtunni og láta sig dreyma. Ef fólk langar til þess þá getur það bara farið í heitan pott,“ leggur hún til. „Unglingar eiga það sérstaklega til að hanga óralengi í sturtunni og best er að skammta þeim tíma til sturtuferða!“ Útreikningur sturta, 5 mínútur á dag: 87 kr. á mánuði Baðkarið fyllt (150 lítrar) 1 sinni á dag: 163 kr. á mánuði. Ljúfur þvottur Sumir segja lavenderolíuna ómiss- andi. Hún er græðandi, róandi og góð á húð og ein af þeim jurtaolí- um sem má setja beint á flugnabit og sár. Heitið lavender er dregið af lat- nesku sögninni „lavare“ sem þýðir að þvo. Notkun olíunnar í dag teng- ist í raun hreinsun af ýmsum toga en fæstir vita að lavender er prýðisgott þvottaefni og auðvitað afar umhverf- isvænt. olíudropar í þvottavélina Það veit Bára Hlín Vignisdóttir útlits- hönnuður sem notar olíuna daglega til þvotta. Bára kaupir hreina lavend- erolíu hjá l'Occitaine í Kringlunni og notar um 5-10 dropa í hvern þvott. „Ef þvotturinn er mjög skítugur þá set ég örlítið af matarsóda á blettina,“ segir hún. „Mér finnst gott að nota olíuna því hún lyktar vel og er góð fyrir húð- ina. Lyktin er róandi og efnið dugar vel til mildra þvotta. Ég á börn sem eru viðkvæm fyrir þvottaefni og þetta er leið sem gagnast þeim vel.“ lítil þvottavél Það er óþarfi að setja nærföt og brjóstahaldara í þvottavélina. Fötin slitna og láta á sjá. Heilræði er að eiga góða krukku sem rúmar nokkr- ar smáflíkur. Hana má fylla af volgu vatni og setja út í vatnið sápuflög- ur. Þá er bara að að hrista krukkuna og er þá komin heimsins ljúfasta þvottavél. Það skemmtilega við þessa aðferð er að þegar búið er að skola sápuna af má fylla krukkuna aftur með vatni, setja út í ilmolíur að vild og hrista aftur. Þvottahnetur Fleiri skemmtileg úrræði má not- ast við við þvotta. Þvottahnetur eru áhugavert fyrirbæri sem má nota í stað þvottaefnis í þvottavélina. Þetta eru reyndar ekki hnetur heldur ber sem líta út eins og hnetur. Þvotta- hneturnar innihalda mikið magn af Saponin sem virkar eins og sápa þegar það kemst í snertingu við vatn. Þvottaefni unnið úr þvottahnetum fæst í Heilsuhúsinu undir nafninu Soapods, veldur ekki ofnæmi og er 100% náttúruleg afurð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.