Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði, segir að með aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Norðurlanda og gjaldeyrishafta hafi krónunni ver- ið forðað frá enn frekara gengisfalli en annars hefði orðið. Þetta hafi lagt grunninn að ströngu aðhaldi í fjár- málum ríkisins. Hvort tveggja hefði getað mistekist með alvarlegum af- leiðingum. Hins vegar segist Þorvaldur nú telja að gjaldeyrishöftum verði haldið leng- ur uppi en var áætlað í fyrstu. Hann spáir því að þau geti varað í allt að fjög- ur ár í stað tveggja eins og upphaflega var áætlað. Í Peningamálum Seðla- banka Íslands sem kom út í ágúst var álitið að dómur Hæstaréttar um ólög- mæti gengistryggðra lána gæti valdið því að fresta þyrfti afnámi haftanna. Þá ríkir mikil óvissa um hvað gerist verði höftin afnumin, en þó er talið afar lík- legt að gengið falli á ný. Icesave óleyst Þorvaldur segir bágt ástand stjórn- málanna hafa seinkað framgangi efna- hagsáætlunarinnar. Þar muni mestu um töfina sem hafi orðið á lausn Ic- esave-málsins og kröfu ríkisstjórna, þar á meðal á Norðurlöndum, um að íslensk stjórnvöld standi við skuld- bindingar sínar. „Hætti Norðurlöndin stuðningi sínum, þarf annaðhvort að leggja áætlunina á ís með tilheyrandi hættu á gengisfalli krónunnar á ný eða semja enn strangari aðhaldsáætlun, þar sem auknar álögur á fólk og fyr- irtæki myndu þurfa til að fylla skarð- ið, sem brotthvarf Norðurlanda skildi eftir sig. Það er ekki auðvelt hlutskipti fyrir fjármálaráðherrann að þurfa að kljást í eigin flokki við óraunsæja ábyrgðarleysingja, sem vilja helzt slíta samstarfinu við Aþjóðagjaldeyrissjóð- inn og Norðurlönd án þess þó að skila lánsfénu,“ segir hann. Þorvaldur segir töfina stranda á því að stjórnvöldum hafi ekki tekist að sannfæra almenning um nauðsyn þess að leysa málið með samning- um. „Góður stjórnmálamaður getur snarað sér inn á óvinveittan fund og snúið honum á sitt band, sé málstað- urinn góður. Málsvarar ríkisstjórn- arinnar virðast ekki búa yfir þessum hæfileika. Það sést einnig í Evrópu- málinu, þar sem þingmeirihlutinn, sem samþykkti umsókn um aðild árið 2009, hefur reynst ófær um að laða meiri hluta kjósenda til fylgis við inn- göngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evrunnar í stað steindauðrar krónu,“ segir hann. Lífskjör langt á eftir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra birti í síðustu viku nokkrar greinar undir yfirskriftinni „Landið tekur að rísa“ þar sem hann segir efna- hagsbata hafa orðið meiri og skjótari en hafi verið áætlað. „Þótt landsfram- leiðsla fari nú aftur vaxandi, hefur kaupmáttur þjóðartekna dregizt mjög saman, svo að þess getur orðið langt að bíða, að lífskjör almennings á Ís- landi verði aftur sambærileg við lífs- kjör í Danmörku og Svíþjóð. Það er þungbær tilhugsun. Fjármálaráðherra líkt og stjórnmálastéttin eins og hún leggur sig virðist ekki hafa fullan skiln- ing á nauðsyn þess að ganga lengra í umbótaátt en kveðið er á um í áætl- uninni. Efnahagsáætlunin snýst um nauðsynlegar lágmarksaðgerðir. Rík- isstjórnin þyrfti að réttu lagi að ganga mun lengra en svo, með uppskurði og löngu tímabærum skipulagsumbót- um í atvinnulífinu og stjórnsýslunni,“ segir hann. Arður af auðlindum Þorvaldur segir Steingrím sjá ljósið of seint af hagkvæmni þess að arður af sameiginlegum auðlindum verði vax- andi hluti ríkistekna á komandi árum og áratugum. „Hann hefur aldrei ljáð máls á eðlilegri gjaldtöku fyrir afnot útgerðarinnar af sameignarauðlind þjóðarinnar til sjós. Hann hefur þvert á móti verið allur á bandi útgerðar- manna. Og nú býst ríkisstjórnin til að svíkjast aftan að eigin málefnasamn- ingi með því að hverfa frá fyrningu aflaheimilda. Ferill beggja stjórnar- flokkanna er varðaður svikum í þessu máli og mörgum öðrum,“ segir Þor- valdur. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir langvinn gjaldeyr- ishöft geta orðið mjög skaðleg fyrir ríkið. Þau hafi átt að vera uppi í tvö ár en virðast nú verða í þrjú til fjögur ár. Hann segir afnám gjaldeyrishafta hafa tafist vegna bágs ástands í stjórnmálalífinu á Íslandi. Haftastefna í fjögur ár RóbeRt hLynuR bALduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Ferill beggja stjórnarflokk- anna er varðaður svik- um í þessu máli og mörgum öðrum. Krafist lausnar Icesave Þorvaldur Gylfasonprófessorsegirstjórn- völdumhafamistekistaðsannfæra almenningumnauðsynþessaðleysa Icesave-deilunameðsamningum. eyrún Linnet segir að heimafæðingar séu ekki hættulegar: Tókámótieiginbarni Eyrún Linnet fæddi barn heima hjá sér án ljósmóður og tók sjálf ein á móti barninu í október í fyrra. Hún eignað- ist lítinn heilbrigðan dreng, en segist þó engin hetja. „Þó að það væri merki- leg upplifun fyrir mig sjálfa var það alls ekkert fréttaefni eða hetjudáð,“ segir Eyrún um fæðinguna. „Fæðing er nátt- úruleg og í langflestum tilfellum skap- ast ekkert hættuástand þegar barn fæðist, sér í lagi þegar fæðing geng- ur jafn hratt og vel fyrir sig og gerðist í Kópavoginum.“ Eyrún vitnar þar í frétt DV af Ragnheiði Pálsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og tók á móti barni ná- grannakonu sinnar Sigitu Andrijauski- ene um liðna helgi. Eyrún var ein heima hjá sér þann 29. október fyrir ári. Hún hafði áætlað heimafæðingu með ljósmóður sinni Kristbjörgu Magnúsdóttur en gangur fæðingarinnar var svo hraður að hún þurfti að taka á móti barninu sjálf. Ey- rún fæddi heilbrigðan dreng í stand- andi stöðu inni á baðherbergi heimil- is síns. „Ég fann fyrir kollinum og tók utan um hann. Naflastrengurinn var vafinn einu sinni lauslega um háls- inn og ég losaði hann. Svo hélt ég við öxlina og bakið þegar hann kom út og setti hann svo upp að brjósti mér.“ Ljósmóðirin kom svo þremur mínút- um seinna og saumaði mig og vigtaði og mældi drenginn.“ Eyrúnu var brugðið við fréttir af fæðingu þar sem grannkona tók á móti barni nágrannakonu sinnar og fannst óþarfi að hræða konur frá fæðingu heima við. Alvitað væri að svokallað- ar steypifæðingar þar sem gangur fæð- ingarinnar er hraður væru oftast nær alveg hættulausar. Þar að auki væri naflastrengurinn oft vafinn lauslega um háls barnsins. kristjana@dv.is ekkert mál að fæða heima Eyrún ogsonur hennarGísli Jósefsson. fann heitt vatn Björn Kristjánsson bóndi á Efstal- andi í Ölfusi lét bora eftir heitu vatni rétt hjá íbúðarhúsi sínu á jörðinni. Borunin hafði heldur betur árangur því upp úr holunni streymir heitt vatn til að kynda um 400 hús, að því er fram kom á vef RÚV. Á jörð- inni er rekin ferðaþjónusta og veit- ingastðurinn Básinn og Víkingaskál- inn. Heita vatnið fannst á um 1.200 metra dýpi. Háar skuldir Skuldir Álftaness eru fimm sinnum hærri en tekjurnar og skuldir Reykja- nesbæjar og Voga eru fjórfallt hærri en árstekjur þeirra. Nái hugmyndir fram að ganga um að lög verði sett á sveitarfélög um að þau megi ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósent af árstekjum sínum, er ljóst að skuldsettustu sveitarfélög landsins eru langt frá því að ná því marki. Öll skuldsettustu sveitarfé- lög landsins eiga í viðskiptaum við félagið Fasteign Hróp gerð að jóni ásgeiri Mótmælendur gerðu hróp og köll að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrver- andi forstjóra Baugs, þegar hann átti leið um Lækjargötu og neyddist til að stöðva bíl sinn á rauðu ljósi. Mót- mæli stóðu yfir fyrir utan stjórnar- ráðið, en um 10-11 mótmælendur hentu brauði, rúnstykkjum og bakk- elsi í stjórnarráðið. Á meðan Jón Ás- geir beið á rauðu ljósi rétt hjá Stjórn- arráðinu jusu þeir ókvæðisorðum yfir hann, þar til hann gat haldið leið sinni áfram á grænu ljósi. Mikið tap Olíufélagið N1 hf tapaði 191 milljón króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um 474 milljónir króna. N1 skýrir þennan neikvæða viðsnúning í rekstri félagsins með því að veru- legur samdráttur hafi orðið í elds- neytissölu og að bensínverðstríð hafi geisað vikum saman. Rekstrarhorfur félagsins eru sagðar erfiðar vegna óvissu í efnahagsmálum. Bókfært verð eigna félagsins nam 25,7 millj- örðum króna, en heildarskuldir voru um 19,3 milljarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.