Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 1. september 2010 miðvikudagur Samkvæmt óformlegri könnun á klæðaburði íslenskra þing- manna hefur Samfylkingin vinninginn að mati álitsgjafa dv en helmingur tilnefndra er í flokknum. Sigurvegarar beggja kynja koma þó úr Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir að vera í leyfi þykir Þorgerður katrín Gunnarsdóttir skara fram úr þegar kemur að klæðnaði þingkvenna. Flokksbróðir hennar Bjarni Benediktsson sigrar í flokki karla. katrín Jakobsdótt- ir þykir einnig flott í tauinu en athygli vekur að hún ein úr hópi vinstri grænna kemst á listann. 1. sæti Þorgerður katrín gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki „Þorir að vera áberandi. Er „casual“ en samt fín og notar oft glaðlega, æpandi liti án þess að vera eins og jólatré.“ „Geislar af henni. Virðist mjög meðvituð um að vera vel til höfð. Klæðist þægilegum fötum og er pínu töffari stundum.“ „Augljóst val. Mjög sterk og glæsileg kona í alla staði. Alltaf glæsileg en samt greinilega í þægilegum fötum. Veit hvað hún vill. Þorgerður Katrín gerir skyrtur sexí fyrir kvenfólk. Lætur fötin líta vel út með sjálfstrausti sínu.“    „Þótt hún sé svolítið „harðlífisleg“ þá er hún bara sexí kona sem geislar af fegurð.“  „Alltaf smart til fara en pínu karlmannleg stundum, veit ekki hvort það eru dragtirnar eða kannski bara það hvernig hún ber sig enda hörkukona.“ 2. sæti katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu „Ein smekklegasta þingkonan enda varð hún fræg þegar hún steig fæti fyrst inn á Alþingi í rauðum skvísustígvélum.“ „Oft með flotta trefla og klúta. Kvenleg og flott. Hefur greini- lega eitthvert tískuvit og finnst örugglega geðveikt gaman að kaupa föt. Mættu fleiri konur á Alþingi fylgjast með tískunni.“     „Bara sæt og flott!“ „Kemur með „pæjuelementið“ inn á þing án þess að gera það ósmekklega.“ 3. sæti katrín Jakobsdóttir, vinstri grænum „Ótrúlega töff týpa sem þorir að vera hún sjálf, alltaf eins og hún sé nýkomin í menntó, opin fyrir öllu og kemur því sem ferskur vindur í þingsali.“ „Hefur haldið sínum persónulega stíl sem er sjarmerandi og stelpulegur þrátt fyrir að vera orðin ráðherra. Það er virðingarvert og sýnir að hún er hún sjálf.“ „Á sinn sérstaka stíl og sennilega hefur hann ekkert breyst þótt hún hafi tekið við sínu embætti – svolítið tvist af hippa og klassík sem er skemmtilegt.“ 4.–5. sæti Jóhanna Sigurðar- dóttir, Samfylkingu „Trú sjálfri sér, hlýleg og fer ekki fram hjá neinum, alltaf stílhrein. Hvít/rauð sem fer framúrskar- andi vel við hvíta hárið.“ „Alltaf vel klædd og með mjög klassískan stíl sem á vel við í þeirri stöðu sem hún gegnir. Hún ber oft fallegt skart sem kryddar klassísku fötin á skemmtilegan máta.“ 4.–5. sæti ragna Árnadóttir, utan flokks „Mjög smart. Alltaf með áberandi vönduð og falleg gleraugu sem fara henni vel.“     „Gaman að henni því hún er svona „týpan“, svo er það náttúrulega hárið… hún spáir allavega í það!“ 6. sæti Ólína Þorvarðar- dóttir, Samfylkingu „Flott kona með klassískan stíl. Veit greinilega hvað hún er að gera en fer ekkert langt út fyrir „comfort zone“-ið sitt.“ Best klæddu þingmennirnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.