Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 25
ingsmönnum liðsins að salan á Gylfa sé upphafið að endinum hjá félaginu, það er að nú verði minna lagt í liðið og það endi aftur í kjallara enskrar knattspyrnu, þar sem það var fyrir ekki svo mörgum árum. Herramaðurinn Gylfi Gylfi Sigurðsson sendi stuðn- ingsmönnum Reading skilaboð á þriðjudaginn sem birtast á heima- síðu félagsins. Þar segist hann vera sorgmæddur yfir að yfirgefa félagið sem hann hefur verið hjá svo lengi en flutningurinn til Hoffenheim sé einfaldlega svo spennandi verkefni, nýr kafli í lífi hans. Hann þakkar þjálfarateyminu, sérstaklega knatt- spyrnustjóranum Brian McDermott sem gaf honum tækifæri í byrjunar- liðinu og hafði alltaf trú á honum. Sérstaklega þakkar Gylfi stuðnings- mönnum Reading. „Aðalástæðan fyrir því að ég hringdi er sú að ég vildi þakka stuðningsmönnum liðsins. Þegar ég kom inn í liðið á síðasta tímabili voru þeir mér frábærir. Þeir stóðu við bakið á okkur öllum og við vild- um vinna fyrir þá. Takk fyrir allt,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. „Sann- kallaður herramaður,“ skrifar einn stuðningsmanna Reading á spjall- borðið þar sem hann bendir öðrum á kveðjuna frá Gylfa. Emil aftur til ÍtalÍu Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson er farinn aftur til Ítalíu en hann hefur samið við ítalska C-deildar liðið Hellas Verona á lánssamningi út tímabilið. Verona hefur síðan forkaupsrétt á Emil eftir að tímabilinu er lokið, hafi það áhuga á að festa hann til frambúðar. Verona er vel þekkt lið á Ítalíu en það varð ítalskur meistari árið 1985. Leiðin hefur þó legið niður á við undanfar- in ár og er félagið fast í þriðju efstu deild. Emil var síðasta vetur á mála hjá enska Championship-liðinu Barnsley og stóð sig vel en hann hefur verið að jafna sig af erfiðum meiðslum í sumar. HEimalærdómur Í Handboltanum Handknattleiksfélögum hér heima og dómurum hafa verið kynntar breytingar á leikreglum fyrir komandi keppnistímabil en þær tóku gildi þann 1. júlí. Reynt verður að koma í veg fyrir mikla hörku í leikj- um en harðar verður tekið á peysutogi, þegar leikmönnum er hald- ið og þegar leikmaður á fullu gasi er stöðvaður á hættulegan hátt. Einnig verður harðar tekið á bekknum og hlutverk eftirlitsmanns er orðið skýrara. Liðin hafa öll fengið veglega Powerpoint-kynningu sem þeim er gert að kynna sér áður en tímabilið hefst. molar Allt opið, segir lewis HAmilton n Lewis Hamilton, ökuþór McLar- en í Formúlu 1, segir enn allt opið í toppbaráttunni þrátt fyrir að hann og Mark Webber hjá Red Bull hafi tekið ágæta forystu um helgina. Hamilton vann kappaksturinn á Spa í Belgíu með yfirburð- um en Webb- er varð annar. „Það er allt opið ennþá. Auðvitað viljum við samt að svo verði ekki eftir nokkrar keppnir en það erum ekki bara við Webber sem komum til greina,“ segir Hamilton. Þriðji maður í stigakeppninni er Sebastian Vett- el, 31 stigi frá Webber. meirA sjálfstrAust Hjá wAlcott n Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði hinum unga Theo Walcott mikið fyrir frammistöðu piltsins í sigri liðsins á Blackburn um helgina. Hann segir sjálfstraust Walcotts hafa aukist en hann hafi verið frekar svekktur þegar hann komst ekki í HM-hóp Eng- lendinga. „Hann er miklu öruggari með sjálfan sig þegar hann sækir. Í síðasta leik var hann miklu meira með boltann en hann er alltaf stór- hættulegur við markið. Hann er líka farinn að klára færin sín miklu betur. Hann bæði skorar og leggur upp, þetta gæti orðið gott ár hjá honum,“ segir Arsene Wenger. wilsHere vitni Að slAgsmálum n Og meira af ungum Arsenal- mönnum. Jack Wilshere var handtekinn snemma á mánu- dagsmorgun en síðar sleppt gegn tryggingu. Wil- shere á þó ekkert að hafa gert af sér, hann varð einungis vitni að slagsmálum. Lögreglan kom því skýrt á fram- færi að hann væri aðeins vitni að atburðinum og hafi meira að segja reynt að stöðva slagsmálin. Sjálfur sagðist Jack ætla að veita lögregl- unni alla þá aðstoð sem hann gæti. Wilshere var á síðasta tímabili á láni hjá Bolton en hefur í ár brotist inn í byrjunarlið Arsenal. ronAldo meiddur n Real Madrid verður án hins magnaða Cristianos Ronaldo næstu þrjár vikurnar en hann varð fyrir meiðslum á ökkla. Ron- aldo tognaði í markalausu jafntefli liðsins gegn Mallorca sem var fyrsti deildarleikur- inn undir stjórn Joses Mour- inho. Ronaldo verður því ekki með landsliði Portúgal sem hefur leik í undankeppni EM 2012 á föstudag- inn. Það er bara vonandi að Ron- aldo verði orðinn klár fyrir leikinn gegn Íslendingum hér á laugar- dalsvellinum í október. Ronaldo sýndi hörku í leiknum gegn Mall- orca og kláraði leikinn þrátt fyrir meiðslin. miðvikudagur 1. september 2010 sport 25 Eiður Smári Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu, er kom- inn í raðir enska úrvalsdeildarliðs- ins Stoke City að láni út tímabilið frá franska liðinu Monaco. Frá þessu var gengið síðdegis á þriðjudag. Eiður Smári hefur verið á milli liða frá því lánssamningur hans við Tottenham rann út í vor. Félagaskiptagluggan- um var lokað á miðnætti og því ljóst að Stoke tryggði sér þjónustu Eiðs Smára á lokastundu. Ekki liggur fyrir hvað Eiður Smári verður með í laun hjá Stoke City, en hann vill vafalaust minnst tala um það sjálfur, enda hefur hann stefnt DV fyrir að fjalla um fjármál sín. Tony Pulis, þjálfari Stoke City, sýndi Eiði Smára æfingasvæði Stoke á þriðjudaginn og settist landsliðs- maðurinn í kjölfarið niður með for- ráðamönnum Stoke og samdi um kaup og kjör. Vefurinn fotbolti.net hefur eft- ir Eiði Smára að hann sé ánægður með að hafa gengið til liðsins. „Þetta er ný áskorun og í raun stór áskorun en ég er spenntur fyrir henni. Eftir að hafa talað við stjórann og heyrt um metnað hans og félagsins þá hreif hann mig og ég er sáttur við að þetta er gengið í gegn. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila, stuðnings- mennirnir eru frábærir hérna.“ Eiður Smári er ekki eini leikmað- urinn sem Stoke tryggði sér á þriðju- dag, því enski kantmaðurinn Jer- maine Penant og Salif Diao gengu einnig til liðs við Stoke áður en fé- lagaskiptaglugganum var lokað. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sér lið: Genginn í raðir Stoke City hefur engan áhuga á því að koma Reading aftur í úrvalsdeildina, hann ætlar sér bara að fá til baka eitthvað af milljónunum sem hann hefur fjárfest í klúbbnum. Fari Gylfi svona rétt fyrir lok félagaskiptagluggans fáum við engan tíma til þess að finna nýjan leikmann. Ég mun ekki endurnýja ársmiðann minn á næsta ári,“ skrifar bálreiður stuðnings- maður en margir hverjir eru reið- ir kaupsýslumanninum John Ma- djeski, eiganda liðsins. Madjeski hefur gert stórkost- lega hluti með liðið og kom því upp í úrvalsdeildina fyrir aðeins fjórum árum. Finnst þó mörgum hann ekki hafa sinnt liðinu af sömu festu und- anfarin ár. Finnst mörgum stuðn- Í sárum Stuðningsmenn Reading LAndSLiðSMAðuR Verið er að yngja upp í íslenska landsliðinu og mun Gylfi án efa leiða það á komandi árum. MæTTuR TiL ÞýSkALAndS Gylfi verður númer 11 hjá Hoffenheim. Eiður Smári Guðjohnsen „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila, stuðn- ingsmennirnir eru frábærir hérna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.