Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 18
SKULDAFEN ÁRNA n Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á ekki sjö dag- ana sæla um þessar myndir. Allt er steinstopp við framkvæmd- ir í Helguvík og slikja hneyksl- ismála er yfir sölunni á Hita- veitu Suður- nesja án þess að sannað sé að rangt hafi verið haft við. Ofan á allt þetta bætist að 1.800 milljóna króna erlent lán er gjaldfallið og í vanskilum. Það er því verulega heitt undir Árna. Hann mun þó vera í algjörri afneitun hvað varðar sök á því skuldafeni sem bærinn er að sökkva í. SÉRSTAKUR ÁRANGUR n Þótt Sigurður Einarsson, fyrr- verandi útrásarvíkingur, og Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi ekki riðið feitum hesti frá drottningarvið- tali helgarinnar standa þó eftir áleitnar spurn- ingar. Sigurður benti á þá stað- reynd að bákn sérstaks sak- sóknara virðist ekki hafa árangur sem erfiði. Víst er að á næstu mán- uðum mun krafan um sýnilegan árangur Ólafs Þórs Haukssonar og hans fólks verða háværari. ÞÖGN MOGGANS n Mikill orðrómur hefur verið um að Arion-banki hafi gert samkomulag við Framtakssjóð lífeyrissjóðanna um að kaupa Bónus, Hagkaup og aðra hluta Haga. Sagan segir að þannig eigi að tryggja að Jóhannes Jóns- son úr Bónus nái ekki keðj- unni aftur. Þögn Moggans um Baugsfeðga undan- farið þykir vera vísbending um að þetta sé rétt. Blaðið hafði áður eytt mikilli prentsvertu í Jóhannes í Bón- us og son hans, Jón Ásgeir. Það mun koma á daginn á næstu vikum hvort lífeyrir landsmanna er notaður í valdatafl með þessum hætti. VERÐLAUN SKÚRKSINS n Mikil umræða hefur verið um svokölluð Frelsisverðlaun Kjart- ans Gunnarssonar sem InDefence þáði um helg- ina. Í rauninni er uppákoman sprenghlægileg því InDefence , sem hefur stundum ver- ið uppnefnt Kampavíns- klúbbur- inn, barðist gegn greiðslu á Icesave- reikningum Landsbankans. Einn helsti sökudólgurinn hvað varðar IceSave er einmitt Kjartan Gunnars- son sem var varaformaður banka- ráðs á þeim tíma þegar bankinn var að soga til sín sparifé útlendinga. Það er því skúrkurinn sem í raun veitir verðlaun. Myndin er alltaf að verða skýrari og skýrari í huga Svarthöfða. Í ljósi tíð-inda liðinna daga verður að viðurkennast að Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur unnið nánast ótrúlegt afrek í bænum í stjórnartíð sinni. Árna hefur tekist, á einungis nokkrum árum, að gefa bænum duglega andlitslyftingu á yfirborðinu á sama tíma og hann hefur keyrt hann í þrot með hverri vafasamri ákvörðuninni á eftir ann- arri. Reykjanesbær er því bæði meira aðlaðandi en hann var áður en Árni tók við en á sama tíma er hann líka gjaldþrota. Árni er auðvitað maðurinn á bak við einkennistákn bæjarins, Hollywood-skilt-ið með nafni Reykjanesbæj- ar sem blasir við þegar keyrt er inn í bæinn, hringtorgin óteljandi sem taka við þegar inn í hann er komið og svo Vík- ingaheima sem taka við eftir að hringtorgunum sleppir á Hafn- argötunni. Helsti sýn- ingargripur- inn þar er víkingaskip sem Árni keypti fyrir formúu. Upplif-un-in af þess- ari andlitslyft- ingu sem Árni veitti bænum með öllum þessum mannvirkjum minnir nokkuð á þá tilfinningu sem hlýtur að koma yfir menn þegar þeir keyra í gegnum ýmsa ameríska smábæi sem líta út eins leiktjöld og allir íbúarn- ir brosa sínu breiðasta. Allt virðist svo fínt á yfirborðinu en undir niðri er allt í ólestri og ýmsar meinsemd- ir hafa grafið um sig í samfélaginu. Reykjanesbær er að verða eins og smáþorp sem er klippt út úr banda- rískum veruleika þar sem ímyndin er allt. Að þessu leyti má einnig líkja Árna og Reykjanesbæ við Ít-alíu Silvios Berlusconis enda er ýmislegt fleira líkt með stjórnunarháttum þeirra félaganna. Báðir eru þeir táknmenni og hugsa meira um ímynd en inntak. Þeg- ar Reykjanesbær rambar á barmi gjaldþrots, örvæntingar og atvinnu- leysis heldur Árni Sigfús- son létta Ljósanótt og byggir hringtorg við aðalgötu bæj- arins eða kaupir listaverk af frænda sínum til að lífga upp á nær gjaldþrota bæinn. Þegar óánægjuraddirnar með Berlusconi verða óþolandi háværar á Ítalíu ræður hann íðilfagurt nærfata- módel í embætti jafnréttisráðherra, lætur sjónvarpsstöðvar sínar búa til nýjan sjónvarpsþátt með léttklædd- um dömum sem sýndur er á föstu- dögum eða leyfir AC Milan að kaupa nýjan framherja til að trylla lýðinn. Svarthöfði telur að kenna megi báða þessa stjórnmálamenn við lýðskrum þar sem stjórn-málin snúast um blekking- ar og leiki með tilfinningar fólks og tilraunir til að vefja því um fingur sér með sjónhverfingum og gylliboðum. Báðir líta þeir alltaf út eins og ekkert sé að í umdæmum þeirra og þeir séu með stjórn á öllu og því ná þeir alltaf að halda völdum sínum þrátt fyrir að staðreyndirnar tali öðru máli og kalli á breytingar. Báðir byggja þeir loftkast- ala og skýjaborg- ir sem hrynja og komast alltaf upp með það því það er eitthvað við þá sem lætur fólkið elska þá og kjósa þá aftur trekk í trekk. Efst í skýja- borgunum sitja Árni og Berlusconi og brosa og dást að handverki sínu í andlitslyftingunni á meðan óánægju- raddirnar drynja allt í kring- um þá. ÁRNI OG BERLUSCONI „Nei, það hefur ekkert komið til tals að ég yrði það,“ segir RANDVER ÞORLÁKSSON, fyrrverandi Spaugstofumað- ur. Hann vildi sem minnst ræða um það hvort hann myndi hafa einhverja aðkomu af Spaugstofunni í vetur. Tilkynnt var á þriðjudag að Spaugstofan yrði sýnd á Stöð 2 næsta vetur, en fjórmenning- arnir héldu blaðamannafund í tilefni þess í Þjóðmenningarhúsinu. VERÐUR ÞÚ Í SPAUG- STOFUNNI Í VETUR? „Það er sérstök tilfinning að þurfa að kveðja Bónus og ég segði ósatt ef ég segðist ánægður með þá stöðu.“ n Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, hefur látið af störfum hjá Högum hf. - DV.is „Búinn að vera ótrúlega heimskur og leiðinlegur, röflandi um eitthvað sem skiptir ekki máli. Einbeit- ingarlaus og pirraður.“ n Jón Gnarr, borgarstjóri í dagbók sinni á samskiptavefnum Facebook en Jón berst við að losna undan nikótínfíkninni. - Facebook „Við urðum að vinna þennan leik til að vera áfram inni í myndinni.“ n Knattspyrnumaðurinn Freyr Bjarnason, varnarmaður hjá FH, eftir sigur liðsins á KR í vikunni. - mbl.is „Það hefur nú ekki komið til greina að leita til eftirlits- nefndar um þetta mál.“ n Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um bága fjárhagsstöðu bæjarins. - Stöð 2 „Þetta er bara svona challenge að vinna með nýju fólki við nýjar aðstæður, þetta yngir okk- ur bara upp ef eitthvað er.“ n Spaugstofumaðurinn Sigurður Sigurjóns- son en Spaugstofan verður sýnd í læstri dagskrá á Stöðv 2 í vetur. - DV.is Aflokun Steingríms J. Í stjórnarsáttmálanum kveður á um að sótt verði um aðild að Evrópusamband-inu. Nú vilja nokkrir þingmenn stjórn-arflokkanna skyndilega hætta við það. Ríkisstjórnin hét því að fara fyrningarleið með kvótakerfið. Nú virðist líka hafa verið hætt við það. Næsta skref hjá ríkisstjórninni er að minnka samkeppni á matvörumarkaði með tollum og refsingum gegn þeim sem dirf- ast að framleiða mjólk. Landbúnaðarráð- herrann styður verðsamráð bænda. Vindar breytinga víkja fyrir stækju stöðnunar. Steingríms J. Sigfússonar verður helst minnst fyrir að hækka skatta og hrósa svo happi yfir hruni krónunnar, sem gerði að- lögun efnahagslífsins að verri stöðu auðveld- ari. En það sem gerðist í raun var að laun al- mennings hröpuðu og lánin hækkuðu, ekki síst með hjálp verðtryggingarinnar sem Jó- hanna Sigurðardóttir marglofaði að afnema. Það var því almenningur sem tók skellinn af leið Steingríms J. Og hann mun gera það aft- ur, því með krónunni er almenningur notað- ur sem stuðpúði. Steingrímur J. er ánægður með að lífeyr- issjóðir eignist ýmis þjónustufyrirtæki, þótt þau séu ekki auglýst til sölu eins og reglur kveða á um. Haft var eftir honum í hádeg- isfréttum Ríkisútvarpsins 22. ágúst síðast- liðinn að honum þætti ánægjulegt að fyrir- tækin hefðu ekki verið seld útlendingum. Um er að ræða fyrirtækin Icelandic Group, Húsasmiðjuna, Plastprent og Teymi, sem rekur Vodafone. Um allan heim keppast rík- isstjórnir við að laða að erlenda fjárfesta. Á Ís- landi mega „útlendingar“ helst ekki eignast farsímaþjónustu og byggingavöruverslun . Svarið við efnahagshruni er ekki að loka landið af. Það er beinlínis sögulegur lær- dómur sem þekktur er frá kreppunni miklu og af ýmsum fordæmum. Steingrímur J. Sig- fússon er orðinn yfirlýstur andstæðingur er- lendrar fjárfestingar. Það er orðin gild spurn- ing hvort efnahagslegri framtíð Íslands stafi hætta af andstöðu hans við alþjóðavæðingu og frjálst markaðshagkerfi. Óttinn við hið erlenda er nú ráðandi í ís- lenskum stjórnmálum. Það gleymist fljótt að helstu andstæðingar þjóðarinnar eru ekki hið erlenda, heldur innlenda klíku- og kunn- ingjaveldið. Það er yfirleitt auðvelt á erfiðum tímum að mæla fyrir ótta við hið utanað- komandi. Nú ættum við hins vegar að óttast umfram allt óttann. Valið um framtíð Íslands er í grófum dráttum milli aflokunar eða opnunar. Skurðpunkturinn liggur í gegnum ríkis- stjórnina miðja. Hún hangir enn saman á sundurtættum vilja um norrænt velferðar- samfélag, sem er farinn að afmyndast í vilja um austrænt aflokunarsamfélag. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Á Íslandi mega „útlendingar“ helst ekki eignast farsímaþjónustu og byggingavöruverslun. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.