Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 13
miðvikudagur 1. september 2010 fréttir 13
sagt að hvort sem menn eru fylgj-
andi aðild Íslands að ESB eða and-
vígir inngöngu hljóti allir að vera
sammála um að sú staða sem málið
er komið í sé engum til framdráttar.“
Mörður spyr sig hvað gerast muni
ef tillagan um að draga til baka aðild-
arumsókn Íslands að ESB yrði sam-
þykkt. „Þá er að taka því – en slík
samþykkt leiddi væntanlega beint
eða óbeint til nýrra alþingiskosninga
– þar sem ESB-málið yrði í kastljósi.
Það er líka eðlileg niðurstaða ef kjós-
endur geta ekki lengur treyst þeim
meirihluta sem þeir fólu síðast að
fara í aðildarviðræður.“
Virðum lýðræðið
Meirihlutastuðningur á Alþingi við
að ljúka umsóknarferlinu um aðild
að ESB byggist á því að tveir þing-
menn Hreyfingarinnar, þrír þing-
menn Framsóknarflokksins, einn til
tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
og Þráinn Bertelsson, óháður þing-
maður, styðji áframhaldandi aðild-
arviðræður. Þetta gerir betur en
að vega upp andstöðu fjögurra
þingmanna VG við aðildarvið-
ræðurnar. Þar með styðja 35 til
37 þingmenn áframhaldandi
aðildarviðræður. Sá meiri-
hluti er sem sagt ekki sóttur
til stjórnarflokkanna sjálfra
enda ríkir klofningur um
aðildarumsóknina í röðum
þingmanna VG.
„Ég er á móti aðild
að ESB, en við verðum
að virða lýðræðislega ákvörðun um
meðferð málsins,“ segir Lilja Rafn-
ey Magnúsdóttir, sem ætlar ekki að
styðja tillögu Ásmundar
Einars og meðflutn-
ingsmanna um að
slíta aðildarvið-
ræðunum.
Þuríður Back-
man VG er einnig
andsnúin aðild.
„En við verðum
að horfa út fyr-
ir landsteinana.
Við höfum gott af
því að taka þetta
ferli til enda. Málið
hafnar á endanum
hjá kjósend-
um.“
Atli Gíslason VG kveðst ekki vera
búinn að taka endanlega afstöðu til
málsins. Sama á við um Eygló Harð-
ardóttur, en málið verður rætt á þing-
flokksfundi Framsóknarflokksins í
dag. „Þjóðaratkvæðagreiðslan
um Icesave sýnir að kjósend-
um er vel treystandi til að
taka afstöðu og ráða mál til
lykta,“ segir Eygló.
„Þetta var vanhugsuð til-
laga sem styður á endanum
málstað ESB-sinna,“ segir
Þráinn Bertelsson, óháður
þingmaður. Hann er andvíg-
ur þingsályktunartillögunni
um að draga til baka aðild-
arumsóknina. „Ég var kjör-
inn á þing til þess að
sjá til þess að
almennir
kjósendur fengju að taka afstöðu í
þjóðaratkvæðagreiðslu og við það
stend ég.“
Engin mál leyst innan VG
Heimssýnarmenn, meðal annars Ás-
mundur Einar Daðason þingmað-
ur VG, hafa farið mikinn gegn að-
ildarumsókninni og segja hana hafa
breyst með lævíslegum hætti í aðlög-
unarferli. Jafnvel er talað um mútur
af hálfu Evrópusambandsins. Gegn
meintri aðlögun hafa auk Ásmund-
ar Einars risið þeir Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, og Ögmundur Jónasson. Ög-
mundur kom meðal annars Jóni
Bjarnasyni flokksbróður sínum til
varnar og sagði meðal annars á vef-
síðu sinni: „Þegar það síðan ger-
ist að viðræðuferlið verður að
aðlögunarferli – að því er
séð verður – og boðið er
upp á fjárveitingar til
að smyrja ferlið sem
best, þá spyrnir Jón
Bjarnason við fótum
enda er það í hans
ráðuneytum sem
mestu kröfurnar
eru reistar. Þetta
er fullkomlega
málefnalegt og
eðlilegt og nokk-
uð sem ríkis-
stjórnin mun án
efa taka til skoð-
unar af fullri al-
vöru.“
Pétur H.
Blöndal
Ólöf
Nordahl
Ásbjörn
Óttarsson
Anna M.
Guðjónsd.*
Sigurður K.
Kristjánss.*
Guðbjartur
Hannesson
Ögmundur
Jónasson
Ólafur Þór
Gunnarss.*
Árni Þór
Sigurðsson
Ólína
Þorvarðard.
Margrét
Tryggvad.
Birgitta
Jónsdóttir
Þórunn
Sveinbjarn-
ardóttir
Björn Valur
Gíslason
Skúli
Helgason
Gunnar
Bragi
Sveinsson
Ragnheiður
Ríkharðsd.
Óli Björn
Kárason*
Lilja Móses-
dóttir
Tryggvi Þór
Herbertss.
Steingrímur
J. Sigfússon
Svandís
Svavarsd.
Gylfi
Magnússon
Ragna
Árnadóttir
Kristján L.
Möller
Katrín
Júlíusdóttir
Jón
Bjarnason
Katrín Jak-
obsdóttir
Árni Páll
Árnason
Össur
Skarphéð-
insson
Álfheiður
Ingadóttir
Jóhanna
Sigurðard.
Lilja Rafney
M
agnúsd.
Si
v
Fr
ið
le
ifs
d.
O
ddný G
.
H
arðard.
Jó
ní
na
R
ós
G
uð
m
un
ds
-
dó
tt
ir
M
agnús
O
rri Schram
Jó
n
G
un
na
rs
s.
Á
sta R.
Jóhannesd.
Þr
ái
nn
Be
rt
el
ss
on
U
nnur Brá
Konráðsd.
G
uð
la
ug
ur
Þ.
Þ
ór
ða
rs
.
Vigdís Hauksdóttir
Árni Johnsen
Valgerður
Bjarnad.
Þór Saari
Varam
aður
Birgir
Á
rm
annss.
H
ös
ku
ld
ur
Þó
rh
al
ls
so
n
Birkir Jón
Jónsson
Ra
gn
he
ið
ur
El
ín
Á
rn
ad
.
Sigríður I.
Ingadóttir
Róbert
M
arshall
Varam
aður
G
uðm
und-
ur Stein-
grím
sson
Kristján Þór
Júlíusson
Á
sm
undur
Einar
D
aðason
Ei
na
r K
.
G
uð
fin
ns
s.
Ey
gl
ó
H
ar
ða
rd
.
M
ör
ðu
r
Á
rn
as
on
Bj
ar
ni
Be
ne
di
kt
s-
so
n
Si
gm
un
du
r
D
av
íð
G
un
nl
au
gs
s.
H
el
gi
H
jö
rv
ar
Sig
ur
ðu
r In
gi
Jó
ha
nn
sso
n
Atl
i Gí
sla
son
Sig
mu
nd
ur E
rni
r
Rú
nar
sso
n
Þu
ríð
ur
Ba
ch
m
an
Va
ra
m
að
ur
n Halda áfram 36 atkvæði
n Hætta við 24 atkvæði
n Ekki vitað 3 atkvæði
flestir vilja viðræður
AfStAÐA ÞiNGMANNA tiL ESB-ViÐrÆÐNA
Formaður Heimssýnar Helsti andstæð-
ingur aðildar að ESB og aðildarumsóknar
er Ásmundur Einar Daðason, formaður
Heimssýnar og þingmaður VG.
Hitamál Aðeins þingflokkur
Samfylkingarinnar er óklofinn og vill
fylkja sér á bak við Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra um að
fylgja aðildarumsókn eftir til enda.
* VARAÞINGMENN