Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 24
U21 veikbUrða gegn TékkUm Eyjólfur Sverrisson,
þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, hefur valið hópinn fyrir leikinn gegn Tékk-
um í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fer fram 7. september. Ísland
verður án fimm sterkra byrjunarliðsmanna en þeir Kolbeinn Sigþórsson,
Eggert Gunnþór Jónsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir í leikbanni.
Þeir eru allir í hópnum hjá landsliði Íslands eins og Gylfi Þór Sigurðsson og
Birkir Bjarnason sem verða því ekki heldur með U21. Tveir nýliðar eru í hópn-
um hjá Eyjólfi, Vestmannaeyingurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson og Björn
Bergmann Sigurðarson, leikmaður Lilleström.
STUTT STopp í garðabænUm Sóknar-
maðurinn Garðar Jóhannsson er farinn aftur frá Stjörnunni en
hann hefur gengið frá samningum við norska úrvalsdeildarliðið
Strømsgodset. Garðar kom til Stjörnunnar um mitt sumar en hef-
ur lítið látið að sér kveða. Hann var þar á undan á mála hjá þýska
félaginu Hansa Rostock. Garðar þekkir vel til Noregs en hann lék
með Fredrikstad í Noregi fyrir tveimur árum þegar liðið var í topp-
baráttunni. Strømsgodset er að gera fína hluti í norsku deildinni,
er sem stendur í fjórða sæti þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu.
moLar
Mascherano býst
við bekkjarsetu
n „Það væri heimskulegt að koma
hingað og halda að maður muni
spila alla leiki,“ segir Argentínu-
maðurinn Javier
Mascherano
sem gekk í raðir
Spánarmeistara
Barcelona um
daginn. Hann er
vel meðvitaður
um samkeppn-
ina í þessu um-
deilanlega besta
félagsliði heims. „Maður verður að
virða þá leikmenn sem eru í kring-
um mann því þeir eru búnir að
vinna allt. Á miðjunni þar sem ég
spila eru þrír heimsmeistarar. Það
verður bara heiður að spila með
þeim, læra af þeim og þroskast sem
leikmaður við hlið þeirra,“ segir
Mascherano.
button afskrifar
sebastian vettel
n Heimsmeistarinn í Formúlu 1,
Jenson Button, er á því að þýska
undrið Sebastian Vettel landi ekki
heimsmeist-
aratitlinum í
ár. Button segir
Vettel hafa gert
of mörg mistök
en ein slík urðu
til þess að Vettel
klessti Butt-
on úr keppni
í Belgíu um
helgina. „Hann gerði mistök sem
kostuðu mig fullt af stigum. Þetta
voru dýr mistök og það var ég sem
þurfti að borga fyrir þau. Ég er ekki
að segja að Vettel sé hættulegur en
hann hefur gert of mörg mistök til
að landa heimsmeistaratitlinum,“
segir Button en sjálfur endaði Vettel
langt fyrir neðan stigasæti.
hleb snýr aftur
til englands
n Aleksandr Hleb er kominn
aftur í enska boltann en hann
gekk í gær í raðir úrvalsdeildar-
liðsins Birm-
ingham City.
Hann verður á
láni hjá félaginu
út leiktíðina frá
Barcelona en
þar hefur hann
meira og minna
vermt tréverk-
ið. Hleb var á
síðustu leiktíð á láni hjá Stuttgart
í Þýskalandi en það var einmitt
þar sem hann sló fyrst í gegn og
var keyptur þaðan til Arsenal.
Hleb lék í þrjú ár með Arsenal en
þar kom hann við sögu í hundrað
og þrjátíu leikjum og skoraði tólf
mörk.
annað drauMahögg
rogers federer
n Besti tenniskappi sögunnar, Rog-
er Federer, átti stórkostlegt högg
á opna bandaríska meistaramót-
inu sem hófst
um helgina en
það var keim-
líkt drauma-
högginu sem
hann átti gegn
Novak Djokov-
ic í undanúrslit-
um sama móts í
fyrra. Hann elti
þá boltann niður að endalínu og sló
á milli fóta sér, svo vel að Djokovic
náði ekki til boltans. Það högg varð
á endanum til þess að hann komst
í úrslitin. Um helgina atti Feder-
er kappi við óþekktan Argentínu-
mann sem hann lagði auðveldlega í
þremur settum.
24 SporT UmSJóN: tóMAS þóR þóRðARSoN tomas@dv.is 1. september 2010 Miðvikudagur
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nel-
son fór létt með að hengja andstæð-
ing sinn, Danny Mitchell, í fyrstu lotu
í bardaga þeirra í Manchester um
liðna helgi. Bardaginn verður sýnd-
ur á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld-
ið klukkan 21. Mitchell er talinn einn
af efnilegri bardagamönnum Breta
en hann hafði aðeins tapað einu sinni
fyrir tapið gegn Gunnari.
Það er skammt stórra högga á milli
hjá Gunnari því næst berst hann 25.
september á BAMMA 4 sem er stór
keppni. Þar mætir hann öðrum Breta,
Eugene Fadiora, sem er ósigraður í
níu bardögum.
Á vefsíðu BAMMA segir: „Við
erum hæstánægð með að Fadiora
mæti gulldreng íslenskra bardaga-
íþrótta, Gunnari Nelson, á BAMMA 4,
en mikil eftirvæting ríkir fyrir kvöld-
inu. Þetta er bardagi sem bardaga-
íþróttasamfélagið hefur viljað sjá
núna í langan tíma. Þetta er mikil-
vægur bardagi fyrir feril þeirra beggja
og er BAMMA ánægt með að geta
veitt þessum bardagana þann vett-
vang sem hann á skilið.“
Fadiora er 22 ára eins og Gunnar
og byrjaði einnig í karate, rétt eins
og Gunnar. Fadiora hefur áður mætt
Danny Mitchell og tók þrjár lotur að
leggja hann að velli. Eins og áður seg-
ir tók það Gunnar aðeins eina lotu,
nánar til tekið rétt tæpar þrjár mín-
útur, að festa Mitchell í „rear naked
choke“ og neyða hann til þess að gef-
ast upp.
tomas@dv.is
Gunnar Nelson berst aftur 25. september:
Mætir næst ósigruðum breta
Enn ósigraður
Gunnar fær flottan
andstæðing næst.
MyND KRiStiNN MAGNúSSoN
„Mér líður illa, ég er gjörsamlega
niðurbrotinn,“ skrifar stuðnings-
maður Reading á spjallborð félags-
ins en þar má finna gífurlega langan
þráð um brotthvarf Gylfa Sigurðs-
sonar, íslenska landsliðsmanns-
ins sem genginn er í raðir þýska
úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim.
Gylfi sló í gegn með Reading í fyrra,
var markahæsti leikmaður liðsins
í næstefstu deild á Englandi og var
kosinn besti leikmaður Reading
eftir tímabilið. Þráður var settur á
spjallborð Reading þegar fyrst fór
að fréttast af brotthvarfi Gylfa og
spannar hann nú tæplega 60 síð-
ur eða tæplega 1.200 svör. Margir
eru mjög reiðir yfir því að Gylfi skuli
hafa verið seldur fyrir sex milljón-
ir punda og sumum hverjum finnst
þetta upphafið að endanum hjá fé-
laginu. Íslenskur stuðningsmaður
Reading sem býr í London tekur þó
ekki jafndjúpt í árinni.
Beðið til guðs
Fyrst á þræðinum um mögulegt
brotthvarf Gylfa er eitt svarið af-
skaplega hreinskilið: „Góður Guð,
láttu þetta ekki vera satt.“ Gylfi vann
hug og hjarta stuðningsmanna
Reading í fyrra en hann hefur ver-
ið hjá félaginu síðan hann var að-
eins fimmtán ára. Hann er einn af
sárafáum ungum íslenskum leik-
mönnum sem hafa farið svo ungir
út, unnið sig í gegnum unglingaliðin
og varaliðið, alla leið upp í aðalliðið
og blómstrað þar.
„Fari Gylfi finnst mér að við ætt-
um að mótmæla eignarhaldinu
á næsta heimaleik,“ skrifar einn
stuðningsmaðurinn en eins og Eng-
lendingum sæmir þegar rætt er um
fótbolta eru mörg svörin á þræð-
inum ansi hástemmd. Einn stuðn-
ingsmaðurinn svarar með mynd af
Gylfa haldandi á Hoffenheim-treyj-
unni og skrifar þá annar: „Þetta er
eins og að sjá kærustuna sína með
nýjum manni. Skelfilegt.“
Nokkrir taka fréttunum þó með
stóískri ró og sætta sig við söluna,
hún er jú þegar á botninn er hvolft
aðeins brot af þeim ógnarmörg-
um kaupum sem gerð eru á hverju
sumri. „Hoffenheim er á toppi
þýsku úrvalsdeildinnar, Gylfi fær
raunverulegan möguleik á að spila
í Meistaradeildinni, liðið er í eign
milljarðamærings og hann fær góð
laun. Að halda því fram að hann eða
nokkur annar maður myndi hafna
þessu er fásinna. Sjáumst, Gylfi,
komdu þér á toppinn og gerðu okk-
ur öll stolt,“ skrifar einn og þakkar
Gylfa kærlega fyrir árin hjá Reading.
Eignarhaldið umdeilt
„Fari Gylfi sannar það fyrir mér
að John Madjeski (eigandi liðsins)
í SárUm
Stuðningsmenn Reading
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson
samdi á þriðjudaginn við þýska úrvalsdeildar-
liðið Hoffenheim til fjögurra ára. Stuðningsmenn
reading sakna eðlilega síns besta leikmanns en
gylfi var markahæsti leikmaður liðsins á síð-
asta tímabili þar sem hann sló í gegn. Ekki
eru allir á eitt sáttir við söluna.
HoRFiNN á BRAut
Gylfi var magnaður með
Reading og mun nú leika
listir sínar með Hoffen-
heim í Þýskalandi.
tóMAS þóR þóRðARSoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is