Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur Veruleg uppstokkun verður innan ríkisstjórnarinnar fyrir lok þessar- ar viku. Samkvæmt heimildum DV flytjast ráðuneyti milli stjórnarflokka, ráðherrum fækkar úr 12 í 10, nýir ráðherrar koma inn í ríkisstjórn og aðrir hverfa á braut. Ópólitísku fagr- áðherrarnir, Ragna Árnadóttir dóms- mála- og mannréttindaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og við- skiptaráðherra láta af ráðherradómi. Gert er ráð fyrir því að einn og sami ráðherrann fari eftirleiðis með þau ráðuneyti sem síðar verða formlega sameinuð í innanríkisráðuneyti, það er dómsmála- og mannréttindaráðu- neyti og samgönguráðuneyti sem fer meðal annars með sveitarstjórnar- mál. Ögmundur inn Samkvæmt heimildum DV er ráðgert að Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, taki við þeim ráðuneytum sem síðar verða sameinuð í innanríkis- ráðuneyti, eins og áður segir. Þetta merkir að Kristján L. Möller víkur úr sæti samgönguráðherra. Með líku sniði er ætlunin að sam- eina félagsmálaráðuneyti og heil- brigðisráðuneyti í velferðarráðu- neyti. Heimildir eru fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hyggist fela Guðbjarti Hannes- syni, þingmanni Samfylkingarinnar, embætti velferðarráðherra. Við þetta hverfa úr ráðuneytum sínum bæði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra og Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. Mögulegt er að Árni Páll taki við efnahags- og við- skiptaráðuneytinu af Gylfa Magnús- syni þess í stað. Margs að gæta Flokkarnir fara eftir sem áður með sex ráðuneyti hvor þótt ráðherrarn- ir verði fimm frá hvorum flokki. Ekki er gert ráð fyrir sameiningu iðnað- ar-, sjávarútvegs- og landbúnaðar- mála undir atvinnuvegaráðuneyti að sinni. Sameining ráðuneytanna hefur sætt gagnrýni „órólegu deild- arinnar“ innan VG og Jón Bjarna- son hefur farið þar fremstur í flokki. Stuðningsmenn hans, eins og Atli Gíslason, þingmaður VG, hafa fullyrt í DV að sameiningu ráðuneytanna hafi jafnvel átt að nota til þess að koma honum frá. Eftir því sem næst verður komist er þó engan veginn ætlun ríkisstjórnarinnar að leggja til hliðar áform um sameinað atvinnu- vegaráðuneyti. Miklu fremur má bú- ast við að með formlegum breyting- um á stjórnarráðinu í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar verði iðn- aðar-, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytin sameinuð undir einum hatti, hugsanlega um næstu áramót. Þar með verða ráðuneytin níu eins og stefnt er að og ráðherrum fækk- að enn. Athygli vekur að Oddný G. Harð- ardóttir er talin eiga möguleika á að setjast í ráðherrastól, en hún var fyrst kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í apríl 2009. Þessu ráða meðal annars rök um jafnræði kynja innan ríkisstjórnarinnar. Taki hún sæti yrðu konur jafnmargar körl- um í ríkisstjórninni. Oddný er með MA-próf í uppeld- is- og menntunarfræðum. Hún hefur verið skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sveitarstjóri í Garði svo eitthvað sé nefnt. Sárt að víkja Jafnframt þykir hagsmunum lands- byggðar gagnvart þéttbýli borgið með því að taka Guðbjart Hannesson inn í ríkisstjórnina, en hann er þing- maður Norðvesturkjördæmis. Taki hann einnig sæti í ríkisstjórninni er ljóst að Kristján L. Möller og Árni Páll Árnason víkja báðir úr henni. Ekki er ljóst hvort slíkar breytingar ná fram að ganga að þessu sinni enda ekki sársaukalausar. Árni Páll hefur átt á brattann að sækja vegna embættis- veitinga. Viðlíka mótbyr hefur ekki mætt Kristjáni L. Möller í embætti að undanförnu. Innan tíðar verða Héð- insfjarðargöng tekin formlega í notk- un sem og Bolungarvíkurgöngin og ljóst að Kristján gæti vel hugsað sér að taka að minnsta kosti þau fyrr- nefndu formlega í notkun sem sam- gönguráðherra. Mikil fundahöld Miðað við ráðherralistann, sem hér er miðað við, er gert ráð fyrir því að Álf- heiður Ingadóttir víki fyrir Ögmundi, en hann sagði af sér embætti heil- brigðisráðherra í lok september í fyrra eftir átök um stefnu ríkisstjórnarinn- ar í Icesave-málinu. Þessi breyting er heldur ekki sársaukalaus og ekki gef- ið að öldur lægi innan VG með því að fórna henni fyrir Ögmund. Mikil fundahöld voru um málið í gær og fram á kvöld. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar kynnti ráðherrum hugmyndir sínar og sat á rökstólum með þeim fram á kvöld. Til Bessastaða Alþingi kemur saman á morgun fimmtudag. Þingið er framhald vor- þings og lýkur um miðjan septemb- er. Nýtt löggjafarþing verður svo sett í byrjun október. Talið er hugsanlegt að búið verði að ganga frá breytingum innan rík- isstjórnarinnar áður en þing kemur saman á morgun og að breytingarn- ar verði staðfestar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir þann tíma. Ekki var endanlega búið að ganga frá breytingunum þegar DV fór í prentun í gærkvöldi. Ljóst er einnig að frekari breytingar verða á ríkisstjórn- inni þegar lög um fækkun ráðuneyta taka gildi, meðal annars um samein- ingu málefna atvinnuveganna í eitt ráðuneyti. Ráðherralistinn gæti litið út eitthvað á þessa leið: n Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra (S) n Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra (VG) n Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra (S) n Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra (VG) n Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (VG) n Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra (S) n Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra (VG) n Oddný Harðardóttir, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra (S) n Guðbjartur Hannesson eða Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra (S) n Ögmundur Jónasson dómsmála-, mannréttinda- og samgönguráðherra (VG) breytingar á ríkisstjórn jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ekki er ljóst hvort slíkar breyting- ar ná fram að ganga að þessu sinni enda ekki sársaukalausar. ögmundur snýr aftur í stjórnina Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir munu víkja sem ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á næstunni. Líklegt þykir að Álfheiður Ingadóttir muni einnig víkja en nokkur styr hefur staðið um hana. Líklegt þykir að Ögmundur jónasson og Guðbjartur hannesson komi inn í stjórnina. Á útleið Ópólitísku ráðherrarnir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, eru á útleið um leið og ráðherrum verður fækkað úr tólf í tíu. af biðlistanum Endurkomu Ögmundar Jónassonar er ætlað að styrkja ríkisstjórnina í erfiðum málum og efla samstöðu stjórnarflokkanna. Það er þó ekki með öllu átakalaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.