Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur Sonur Einars Sveinssonar, aðaleig- anda olíufélagsins N1, er stærsti eig- andi bifreiðaskoðunarstöðvarinnar Tékklands sem tók til starfa í maí og jafnframt stjórnarformaður félags- ins. Tékkland leigir aðstöðu af N1 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og í Holtagörðum í Reykjavík. Sonur Ein- ars heitir Benedikt Einarsson og er hann meðal annars stjórnarmaður í fasteignafélagi N1, Umtaki, sem held- ur utan um eignarhaldið á fasteign- um olíufélagsins sem og fleiri félögum sem tengjast N1. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er Benedikt í 93. sæti yfir skuld- ugustu einstaklinga íslenska banka- kerfisins út frá eignarhlutum þeirra í í skuldsettum fyrirtækjum. Einar, fað- ir hans, er í 43. sætinu á þessum lista og er ljóst að skuldastaða Benedikts er meðal annars tilkomin vegna skulda sem faðir hans stofnaði til í gegnum eignarhaldsfélög sín. Benedikt á til dæmis 15 prósenta hlut í eignarhalds- félagi Einars, Hrómundi, sem heldur utan um hlutafjáreign hans í N1. Bifreiðaskoðunarbransinn getur verið afar ábatasamur þar sem allir bifreiðaeigendur þurfa að kaupa sér bílaskoðun. Hingað til hafa tvö fyrir- tæki, Frumherji og Aðalskoðun, verið einráð á þessum markaði og má segja að Tékkland hafi verið opnað til að vinna gegn þessari fákeppni, ef marka má orð framkvæmdastjóra Tékklands, Birgis Hákonarsonar, í DV í ágúst. Frumherji, fyrirtæki Finns Ingólfsson- ar, hefur verið töluvert stærra á mark- aðnum með á milli 60 og 70 prósenta markaðshlutdeild. Sókn eigenda Tékklands inn á þennan markað er því skiljanleg að mörgu leyti og sýndi ný- leg könnun Fréttablaðsins fram á að bifreiðaskoðunin þar er ódýrari en á hinum stöðvunum. Leyndin yfir eignatengslunum Í viðtali á útvarpsstöðinni Bylgjunni í síðustu viku neitaði Birgir því að eignatengsl væru á milli skoðunar- stöðvarinnar og N1. Einn af viðmæl- endum Bylgjunnar hafði haldið þessu fram. Spurningin er hins vegar hvort hægt sé að segja að engin slík eigna- tengsl séu fyrir hendi þegar litið er á hluthafahóp félagsins. DV leitaði eftir upplýsingum um hluthafa Tékklands hjá Lánstrausti þar sem engar upplýsingar um hlut- hafa félagsins er að finna á heimasíðu Lánstrausts. Þar fengust þau svör að Lánstraust hefði óskað eftir hluthafa- upplýsingum um Tékkland hjá for- svarsmönnum þess í allt sumar en ekki fengið þær. Orðrétt segir í svari Lánstrausts við fyrirspurn DV: „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tek- ist að afla upplýsinga um hluthafa Tékklands ehf. og Tékklands bifreiða- skoðunar ehf. Framkvæmdastjóri fé- laganna, Birgir Hákonarson, vísaði á Benedikt Einarsson stjórnarformann sem ekki hefur svarað erindi Credit- info. Áfram verður reynt að ná sam- bandi við hluteigandi.“ Birgir segir aðspurður í samtali við DV að hluthafalistinn sé með þeim hætti að hann eigi 30 prósenta hlut á móti 40 prósenta hlutar Benedikts – þriðji aðilinn eigi svo 30 prósenta hlut líka. Hjálpaði hugsanlega til Birgir segir aðspurður, í ljósi þess að ljóst er að Benedikt á 40 prósent í Tékklandi, hvort það sé rétt að eng- in eignatengsl séu á milli félaganna tveggja að svo sé ekki: „Það eru engin eignatengsl á milli hlutafélaganna N1 og Tékklands. N1 á ekkert í Tékklandi. Það var spurt að þessu og ég svaraði því. Ég laug því engu vegna þess að N1 er ekki hluthafi í Tékklandi. Við erum bara kúnnar hjá N1.“ Aðspurður hvort hann viti að Benedikt eigi hlut í stærsta hluthafa N1 segir Birgir að hann viti ekki hver eignastaða hans sé. „Ég veit ekkert hvað hann á af eignum… Ég veit ekki til þess að hann eigi neitt í N1. Ég hef bara ekki hugmynd um það.“ Aðspurður hvort tengsl Bene- dikts við N1 hafi ekki skipt máli þeg- ar komist var að samkomulagi við olíufélagið um leigu á aðstöðu fyr- ir skoðunarstöðvarnar segir Birgir að það sé hugsanlegt. Hann segir þó að verðið sem samið var um fyrir þessa leigu hafi verið sanngjarnt og eðlilegt. „Samningurinn á milli Tékklands og N1 hefur ekkert með þetta að gera. Að vísu getur vel verið að hans eignar- hald hafi hjálpað til við að við fengum þessa aðstöðu en það var bara á eðli- legu og sanngjörnu verði,“ segir Birgir. Hann segir engan feluleik í gangi með eignarhaldið á N1 og að hægt sé að kynna sér stjórn fyrirtækisins á heima- síðu Tékklands. TÉKKLAND Í HÖNDUM ENGEYJARÆTTAR Nýtt bifreiðaskoðunarfyrirtæki, Tékkland, er í eigu sonar stærsta eiganda N1, Einars Sveinssonar. Benedikt Einarsson á óbeinan hlut í N1 í gegnum eignarhaldsfélag föður síns. Tékkland leigir aðstöðu af N1 en Benedikt er í stjórn fasteignafélags N1, Umtaks. Framkvæmdastjóri Tékklands segir hugsanlegt að tengsl Benedikts við N1 hafi gert það að verkum að samningar náðust við olíufélagið um samstarf. ingi f. viLHjáLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Í skoðunarbransann SonurEinarsSveinssonarhjáN1,Benedikt,hefurhaslaðsér völlíbifreiðaskoðunarbransanummeðfélaginuTékklandi.Einarogviðskiptafélagar hansbjóðaneytendumþarvalkostámótirótgrónumfélögumeinsogFrumherja semveriðhefurnæreinráttámarkaðnum. Tékkland við Reykjavíkurveg ÖnnuraftveimurskoðunarstöðvumTékklands sésthérviðReykjavíkurvegíHafnarfirði.Tilstenduraðopnaeinastöðtilviðbótarí BorgartúnienN1ereinnigmeðbensínstöðþar. Hluthafar Tékklands, samkvæmt framkvæmdastjóra félagsins: nBenediktEinarsson,40prósent nBenedettoValurNardini,30prósent nBirgirHákonarson,30prósent hluthafar Það eru engin eignatengsl á milli N1 og Tékklands. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og kona hans, Sigríður J. Hjaltested de Jesus, hafa stefnt nágrönnum sín- um, Jóni Inga Benediktssyni og Sigríði Jónu Guðnadóttur, íbúum við Búland í Reykjavík, vegna deilna um hvort raðhúsalengjur séu sameign eða hvort hvert hús sé einkaeign. Verjandi Jóns og Sigríðar segir að málið snúist um að skera úr um þennan ágreining frekar en einhverja ein- staka reikninga fyrir viðgerðum eða viðhaldi á raðhúsunum. Valtýr og Sigríður búa í sömu rað- húsalengju og Jón og Sigríður Jóna og vill Valtýr meina að viðhald á húsunum eigi að falla á alla eigendur lengj- unnar vegna þess að lengjan sé sam- eign. Slík samá- byrgð á viðhaldi sé meðal íbúða- eigenda í fjölbýl- ishúsum. Málið var tek- ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur á þriðjudag. Allir íbúar í rað- húsalengjunni við Búland koma að málinu. Málsaðilar eru níu talsins en það eru íbúar húsa númer 9 til 19 við Búland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilur íbúa í raðhúsum hafa rat- að fyrir dómstóla á síðustu árum. Þannig stóð Herbert Guðmunds- son tónlistarmaður í löngum mála- ferlum við nágranna sína um hvort hann þyrfti að taka þátt í viðgerðar- kostnaði á þökum á raðhúsi sínu, en hann hafði sjálfur tekið þakið á hús- inu sínu í gegn. adalsteinn@dv.is valtýr Sigurðsson stefnir nágrönnum sínum: Ríkissaksóknariímál valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari stendurímálaferlumfyrirdómstólum. Hann,ásamtfleiriíbúumviðBúlandí Reykjavík,hefurstefntnágrönnumsínum. Sleppa undan ábyrgðum Útlit er fyrir að Hreiðar Már Sig- urðsson, Kristján Arason og aðrir yfirmenn í Kaupþingi sleppi undan persónulegum ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa sinna í bankanum. Stöð 2 greindi frá því á þriðjudaginn að þeir hefðu stofnað eignarhaldsfé- lög utan um hlutabréfakaupin nægi- lega snemma þannig að ekki væri hægt að rifta flutningum af þeirra eigin kennitölum yfir á félögin. Vigdís gerði lítið úr Sigrúnu Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafi spurt hana hvort hún hefði ekki örugglega leitað til geðlæknis og hvort hún hefði ekki fengið lyf. Sigrún segir Vigdísi hafa spurt sig þessara spurninga á fundi þeirra í kjölfar þess að hún sakaði Ólaf Skúlason biskup um kynferðis- lega áreitni. Hún segir fundinn hafa verið sér mikið áfall. Uppsagnir fyrirsjá- anlegar Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi for- stjóri Orkuveitunnar, segir að fjölda- uppsagnir séu fyrirsjáanlegar hjá fyrirtækinu. Ekki verði hægt að skera niður nema með uppsögnum. „Þessar tillögur sem nú á að grípa til þýða að það þarf væntanlega að segja upp tugum eða hundruðum starfsmanna Orkuveitunnar. Boðuð er tveggja milljarða króna hagræð- ing á ári á sama tíma og lítið svigrúm er til að spara í öðrum rekstrarkostn- aði en launum,“ sagði Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið.  LAGERSALA www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.- no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.