Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 7
miðvikudagur 1. september 2010 fréttir 7
Hæstiréttur Íslands hefur stað-
fest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni,
sem grunaður er um að hafa
orðið Hannesi Þór Helgasyni að
bana á heimili sínu þann 15. ág-
úst síðastliðinn. Gunnar Rúnar
var úrskurðaður í gæsluvarðhald
fyrir helgi, en verjandi hans áfrýj-
aði úrskurðinum til Hæstaréttar.
Hannesi Þór var ráðinn bani með
eggvopni á heimili hans.
Tæknideild lögreglunnar fann
blóðbletti á skóm Gunnars Rún-
ars, sem reynt hafði verið að þrífa
af. Þá fannst fótspor á heimili
Hannesar sem passaði við skó-
far Gunnars Rúnars. Lögreglan
telur að Gunnar Rúnar hafi ráðist
á Hannes þar sem hann svaf, en
mörg stungusár voru á Hannesi
þegar hann fannst látinn. Frið-
rik Smári Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn hjá rannsóknardeild
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, vill ekki gefa neitt upp
um hvort Gunnar hafi verið yfir-
heyrður. Hann segir yfirheyrslur
munu standa yfir þessa viku en
neitar að gefa upp hvort Gunn-
ar hafi játað eða neitað aðild að
morðinu. Gunnari er haldið í ein-
angrun vegna rannsóknarhags-
muna.
Æfði ninja-fræði
Grunur lögreglu beindist fljótlega að
Gunnari Rúnari og hann var hand-
tekinn nokkrum dögum eftir morð-
ið. Tveimur dögum áður en Hannes
fannst látinn kvartaði Gunnar Rúnar
yfir svefnleysi á netinu. Þremur dög-
um áður en Hannes fannst látinn,
greindi hinn grunaði frá því á Face-
book-síðu sinni að hann væri kom-
inn með græna beltið í ninjutsu, 8
kyu. „Ninja master in the making :)“
skrifaði Gunnar þá.
Ninjutsu er japönsk bardaga-
íþrótt, þar sem iðkendur læra meðal
annars að læðast og beita vopnum.
Í ninjutsu æfa menn óhefðbundn-
ar bardagaaðferðir og skæruhern-
að, þó svo að forsvarsmenn ninjutsu
hér á landi segja hana ganga aðallega
út á það að koma sér í burt frá vand-
ræðum. Í ninjutsu læra iðkendur 18
hæfileika ninjunnar. Þeirra á meðal
er andleg næmni, að berjast óvopn-
aður, notkun ninja-sverðs, bardaga-
aðferðir með prikum og notkun kast-
vopna, að því er fram kemur á vefsíðu
Grímnis.
Ekki kominn mjög langt
Þó svo að Gunnar hafi lýst því yfir á
Facebook að hann væri að æfa til
þess að verða ninja-meistari, er hann
ekki kominn ýkja langt í þjálfuninni,
ÆFÐI AÐ VERÐA
NINJA-MEISTARI
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem situr
í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið
á Hannesi Þór Helgasyni, hafði æft ninj-
utsu, sem er japönsk bardagaaðferð og
gengur meðal annars út á að beita vopnum
og fara um óséður. Gunnar Rúnar er þó
kominn stutt á veg í þjálfuninni. Grunur
beinist að honum vegna þess að á skóm
hans fannst blóð sem reynt hafði verið að
þrífa af, auk þess sem fótspor sem passaði
við skóinn fannst á vettvangi.
„Þú þarft ekkert að vera hrædd“
Gunnar Rúnar játaði ást sína í myndbandi á YouTube:
samkvæmt þjálfara hjá Grímni, þar
sem Gunnar Rúnar hefur æft ninj-
utsu. Þjálfarinn segir Gunnar Rún-
ar hafa æft í nokkra mánuði til þess
að ná græna beltinu. Hann segir að
í grunnþjálfun í ninjutsu felist aðal-
lega veltur og jóga. „Eins og japönsk
útgáfa af leikfimi,“ orðar þjálfarinn
það.
Aðspurður hvort menn læri að
beita ofbeldi í ninjutsu segir þjálfar-
inn svo ekki vera. Þjálfunin gangi að-
allega út að koma sér í burt frá vand-
ræðum. Ninjutsu sé lífsstíll en ekki
íþrótt og snúist ekki um að slást og
lemja fólk.
Byrjendur í ninjutsu byrja á gráð-
unni 10. kyu og vinna sig svo upp í 1.
kyu. Þá geta þeir náð allt að 15. dan.
„Hann var bara rosalega rólegur,
hann var snöggur að læra hluti eins
og veltuna og hvernig á að gera hlut-
ina. Það tekur tíma að læra að breyta
líkamanum aðeins, hann gerði þetta
eins og ekkert væri og það var þægi-
legt að vinna með honum.“ Við 8. kyu
hafa iðkendur náð tökum á veltum,
stöðum, hreyfingum í ninjutsu og
öðrum grunnatriðum.
Rannsókn tekur á sig mynd
Síðustu daga hefur rannsókn lög-
reglu smám saman verið að taka á
sig mynd. Morgunblaðið greindi frá
því nýlega að helsta ástæða þess að
grunur beindist að Gunnari Rúnari
sé að blóð, sem reynt hafði verið að
þrífa af, hefði fundist á skóm hans. Þá
passaði fótspor á vettvangi morðsins
við skóna, auk þess sem rannsókn
tæknideildar lögreglu leiddi til þess
að blóð fannst í bíl Gunnars Rúnars.
Hann var handtekinn eftir morðið og
haldið yfir nótt en síðan sleppt þar
sem ekki þótti nægilegt tilefni til að
krefjast gæsluvarðhalds yfir honum.
Eftir húsleit lögreglunnar á heimili
hans var ákveðið að krefjast gæslu-
varðhalds yfir honum. Stöð 2 sagði
svo frá því í vikunni að Gunnar Rúnar
hefði verið með unnustu Hannesar
Þórs nóttina áður en Hannes fannst
látinn á heimili sínu í Hafnarfirði,
með fjölda stungusára.
Játaði ást á YouTube
Gunnar Rúnar varð landsfrægur í
fyrra þegar ástarjátningar hans til
konu birtust á YouTube og vöktu
mikla athygli í fjölmiðlum. Umrædd
stúlka sem ástarjátning hans beindist
að var unnusta Hannesar. Játningin
vakti athygli fjölmiðla og var Gunnar
Rúnar í viðtölum víða vegna hennar.
Síðar birti Gunnar annað mynd-
band á YouTube vegna fjölda áskor-
ana eftir að hann hafði fengið þau
svör frá stúlkunni að ást hans á henni
væri ekki endurgoldin. Hann varð þó
fyrir talsverðu aðkasti vegna mynd-
bandanna eins og hann lýsir í einu
af myndböndum sínum á YouTube,
meðal annars af notendum vefsíð-
unnar ringulreid.org.
„Þetta myndband er ætlað henni
Hildi. Þetta er frekar erfitt fyrir mig
að segja. Ég er rosalega feiminn, en
hérna... Hildur er stelpan sem ég er
búinn að fara með á hverju kvöldi,
næstum því, hverja helgi... og hún
er án efa sko sérstakasta manneskja
sem ég hef nokkurn tímann hitt. Ég
verð svo ótrúlega glaður bara að vera
nálægt henni, það þarf ekki meira
og hérna… Þetta er ætlað þér því ég
held að ég sé orðinn ástfanginn af þér.
Ég veit að það mun örugglega verða svolítið erfitt
fyrir þig… þú virðist hafa átt bágt með stráka í fortíð-
inni… En ég er rétt að vona að ég verði ekki sá sami,
það er að segja ef þú vilt fara út með mér einhvern
tímann. Eins og ég segi, það er alltaf hægt að prófa. Þú
þarft ekkert að vera hrædd, ég brotna ekki það auð-
veldlega, þó ég líti ekkert rosalega töff út, en það er
alltaf hægt að breytast. Ég veit að þú ert að jafna þig
eftir frekar leiðinlegt ástand með
þínum fyrrverandi, það er nú ekkert
gaman að tala um það, en ég vil bara
segja að ég er hér og ég vildi vera
viss um að þú vitir hvernig mér líður
gagnvart þér. Og ég sver ég er gjör-
samlega edrú þannig að ég hef enga
afsökun til að neita þessu ef að eitt-
hvað gerist upp frá.
Ég varð að koma þessu af mínu
hjarta. Ég get ekki, ég get ekki
ímyndað mér að eyða… þetta er ólýsanlegt… Alla-
vegana ekki get ég lýst því betur. Þannig að ég ætlast
ekki til að þú svarir mér neitt rosalega út af þessu, ég
vildi bara eiga þetta sjálfur líka, þessa játningu, svo ég
viti alltaf hvernig mér líður gagnvart þér, sem er allt-
af fínt að eiga… Og ég ætla líka að biðja þig um leyfi
til að pósta þetta á Facebook. Ég veit nú ekki hvort að
þú sért tilbúin í það, en ég ætla að spyrja þig um leyfi
áður en það er gert. Ég elska þig.“
Hann gerði þetta eins og
ekkert væri og það
var þægilegt að vinna
með honum.
Valtýr Sigurðsson stefnir nágrönnum sínum:
Ríkissaksóknari í mál