Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 20
Hvað Heitir lagið? „Ég er hann, ég er Jahve, Jah, ég er fokkin‘ Óðinn. Fokk flæðismetafor mínar rímur eru syndaflóðið.“ svar: Bent nálgast – XXX RottweileRhundaR ljósanótt sett Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt verður sett fimmtudag- inn 2. september þegar grunnskóla- börn bæjarins sleppa marglitum blöðrum til himins við Myllubakka- skóla. Þetta er í 11. sinn sem hátíð- in er haldin en hún stendur fram á sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardag en tónlist hefur ávallt skipað á henni stóran sess. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Gilli gill og prófessorinn, Pas- cal Pinon, Breiðbandið, Elíza New- man, Retro Stefson og Raggi Bjarna, Bjartmar og Bergrisarnir, Hjálmar, Hjaltalín og Páll Óskar og Manna- korn og Ellen Kristjánsdóttir. listamaður mosfellsbæjar Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson var um helgina val- inn bæjarlistamaður Mosfells- bæjar árið 2010. Valið fór fram í tengslum við bæjarhátíð Mos- fellsbæjar, Í túninu heima. Jón hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin árið 2005. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, fyrir Sumarið bak við brekkuna, Ýmislegt um risafurur og tímann og Sumarljós og svo kemur nóttin. Jón hefur verið búsettur í Mosfellsbæ í á annan áratug. sýning um kvenfrelsi Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, mun opna sýninguna Með viljann að vopni á Kjarvalsstöðum á laugardaginn klukkan 16. Á sýningunni verður sérstök áhersla lögð á áttunda ára- tug síðustu aldar sem oft hefur verið nefndur kvennaáratugurinn. Meðal viðburða sem mörkuðu kvennaára- tuginn eru stofnun Rauðsokkahreyf- ingarinnar og skipun fyrsta kvenráð- herrans, Auðar Auðuns, fyrir fjörutíu árum. Fyrsti kvennafrídagurinn var skipulagður fyrir 35 árum og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin í embætti forseta fyrir þrjátíu árum. 20 fókus 1. september 2010 miðvikudagur lengri tHomsen Ákveðið hefur verið að lengja sýningartíma sýningarinnar Thomsen & Thomsen sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar til 12. september. Sýningin samanstendur af portrettmyndum og umhverfismyndum frá Reykjavíkursvæðinu á tveimur mismun- andi tímaskeiðum eftir tvo ljósmyndara, þá Pétur Thomsen eldri og sonarson hans, Pétur Thomsen yngri. Sýningin er samtal tveggja tíma. Eldri myndirnar eru teknar árið 1973 en þær nýrri á árunum 2008 til 2010. m yn d e lg Hátíðleg opnun Hofs Opnunarhátíð menningarhússins Hofs var haldin á Akur- eyrarvöku um helgina. Fjölbreytt skemmtiatriði voru í boði fyrir gesti og gangandi eins og þessar myndir sýna. menningarhúsið Hof á Akureyri var opnað með viðhöfn á Akur-eyrarvöku sem fram fór á laugardaginn. Mikið var um dýrðir á opnunarhátíðinni þar sem söngkonan Lay Low flutti norð- lenska tónlist ásamt kammer- kórnum Ísold, Eyþóri Inga, kór Hrafnagilsskóla og fleirum. Geysir, karlakór Akureyrar, tók einnig lag- ið auk þess sem óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson flutti Hamra- borgina í samnefndum sal ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Á sunnudeginum var svo fjölskyldu- morgunn í Hofi þar sem dagskráin var tileinkuð yngstu kynslóðinni. Hof þykir hið glæsilegasta hús og mun fjölbreytt og líflegt starf eiga sér þar stað. Þar eru upplýs- ingamiðstöð ferðamála, hönnun- arverslunin Hrím og veitingastað- urinn 1862 Nordic Bistro til húsa auk þess sem Tónlistarskólinn á Akureyri, Akureyrarstofa, Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafa aðsetur í húsinu. Næsta föstudagskvöld munu hljómsveitir að norðan koma fram í Hofi. Þetta eru sveitirnar Hvann- dalsbræður, Helgi og hljóðfæra- leikararnir, Heflarnir og Bara- flokkurinn sem nú kemur saman eftir tíu ára hlé. Hamraborgin Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson flutti Hamraborgina undir tónaflóði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Fjölbreytt skemmtiatriði Fjölskyldu- morgunn var haldinn á sunnudeginum en þá var dagskráin tileinkuð yngstu kynslóðinni. norðlenskir tónar Söngkonan Lay Low söng norðlensk lög ásamt góðum hópi. menningarhúsið Hof Opnunarhátíðin var glæsi- leg, eins og húsið sjálft. menning Leikfélag Akur- eyrar verður meðal annars með aðsetur í húsinu. Í sparifötunum Kristján Júlíusson var á meðal gesta. Spjallað Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spjallaði við Akureyringa og aðra gesti Hofs. m yn d ir r a g n H il d u r a ð a lS te in Sd o tt ir o g r a g n a r H o lm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.