Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 15
tengingar ættu að vanda valið vel þegar kemur að því að velja ADSL-þjón- ustu því munurinn á dýr- ustu og ódýrustu teng- ingunni er 35 prósent. Á ársgrundvelli munar lið- lega 19 þúsund krónum. Hringiðan býður ódýr- ustu tenginguna, miðað við 40 GB erlent niðurhal. Hún kostar 4.490 krón- ur á mánuði en hægt er að kaupa helmingi hrað- virkari tengingu með því að greiða þúsund krónum meira. Netsamskipti bjóða tengingu með 40 GB nið- urhali á ríflega 5.400 en aft- ur skal minnt á að ekki er tekið tillit til þess hve hrað- virk nettengingin er. Teng- ingin hjá Netsamskiptum er til dæmis sögð vera 12 MB á meðan tengingar Hring- iðunnar eru sagðar vera 1 til 2 MB. Síminn og Tal eru með dýrustu tengingarnar í þessum flokki; þær kosta um 6 þúsund krónur á mánuði – eða um 72 þúsund krónur á ári. Hagstætt strætókort Strætó bs. býður um þessar mundir kort á tilboði. Þannig fæst fjögurra mánaða kort á verði þriggja, svo dæmi sé tekið. Sparnaðurinn á því að taka strætó, í stað þess að ferðast á einkabíl, er ótrúlegur. Spara má mörg hundruð krónur á dag, jafnvel þó einungis sé horft á bensínkostnað. Farið á bus.is og kynnið ykkur verðið. Þriggja mánaða kort, sem gildir í fjóra mánuði, kostar 12.700 krónur, eða um 105 krónur á dag. skrifaðu niður útgjöld Haltu utan um öll útgjöld þín fram að jólum. Fylgstu með vísayfirlitinu daglega og hafðu fjárhagsstöðuna á hreinu. Talið er að þeir sem skrifa niður öll útgjöld eyði ósjálfrátt 10 til 15 pró- sentum minna en hinir sem fara þá leið að láta hlutina reddast og fá svo áfall um mánaðamótin. Þú mátt örugglega við því að hafa örlítið meira á milli handanna þegar líður á veturinn. mánudagur 6. september 2010 neytendur 15 Veldu ódýrasta netið Haustverkin kalla „Setjið verkfæri í þurra geymslu og gangið þannig frá garðhúsgögnum að þau fjúki ekki,“ segir á heimasíðu Blómavals. Þar má finna gagnlegar upplýsingar um allt sem við kemur garðrækt. Haustverkin eru nauð- synleg í fallegum garði. Þau felast al- mennt í því að ganga frá hlutum sem hafa verið í notkun yfir sumarið. „Blómaker sem ekki þola frost þarf að tæma og koma fyrir á hvolfi þar sem lítið mæðir á. Laufinu á gras- flötinni er best að raka saman og grafa þau í holur í trjábeðunum eða blanda þeim í moltubinginn. Og svo má ekki gleyma að setja niður haust- lauka,“ segir á síðunni. Þegar brotið er á Þér „Neytandinn þarf að hafa sam- band við seljandann og kvarta við hann og koma þannig á fram- færi hvað það er sem neytandinn telur að sé ekki í lagi, og að neyt- andinn krefjist úrbóta úr hönd- um seljandans. Það getur verið mikilvægt að koma kvörtunum skriflega á framfæri við seljand- ann til þess að hafa sönnun fyrir því hvenær var kvartað,“ segir í leiðbeiningum Evrópsku neyt- endaaðstoðarinnar, sem finna má á heimasíðu Neytendasam- takanna. Þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar um það hvern- ig neytendur eiga að bera sig að þegar vara stenst ekki væntingar; til dæmis reynist gölluð. „Neyt- endur þurfa að gæta þess að til- greina vel hvers er krafist og góð regla er að vera kurteis í sínum kvörtunum enda er þá líklegra að seljendur bregðist vel við kvört- unum neytenda.“ samið um líkamsrækt Nú er sá tími þar sem fólk kaup- ir líkamsræktarkort fyrir veturinn. Það getur verið vandasamt enda er um margar stöðvar að velja. Oft er ódýrara að æfa í minni stöðvum en þeim stærstu. Gættu þess að lesa vandlega yfir samninginn sem þú gerir við stöðina. Algengt er, sam- kvæmt Neytendasamtökunum, að fólk átti sig ekki á hlutum eins og uppsagnarákvæðum og gildistíma samninga. Þeim sem kaupa áskrift að stöðvunum hættir til að yfirsjást þegar samningarnar hafa til dæmis þriggja mánaða uppsagnarfrest. Það getur verið dýrt, þegar þú tekur hlé frá æfingum. Þá ætti fólk að stíga varlega til jarðar þegar samningar eru gerðir símleiðis. Góð regla er að biðja alltaf um skilmála samningsins bréfleið- is, áður en skrifað er undir eða sam- þykki er veitt fyrir gjaldtöku vegna þjónustu. Mikill verðmunur Munurinn á ódýrustu og dýrustu nettengingunum er 23 til 36 prósent. Mynd Photos.coM lítil notkun Miðlungs notkun Mikil notkun allt að 1 GB – 26% allt að 10 GB – 23% allt að 40 GB –35% 3.014 krónur 3.050 krónur 3.190 krónur 3.720 krónur 3.790 krónur 4.250 krónur 4.490 krónur 4.562 krónur 4.490 krónur 5.433 krónur 5.490 krónur 5.990 krónur 6.050 krónur sn er pa -– 1M b/ 1g b sí M in n – gr un ná sk ri ft ta l – 1 gb ne ts aM sk ip ti – 8M b/ 20 gb ta l – 10 g b ne ts aM sk ip ti - 1 2M b/ 40 gb Hr in gi ða n – 1M b/ 10 gb sí M in n – le ið 1 Hr in gi ða n -– 2M b/ 20 gb Hr in gi ða n – 1M b/ 10 gb ta l – 60 g b sí M in n – gr un ná sk ri ft sí M in n – le ið 2 dÝrast HjÁ sÍManuM Súlurnar sýna hvað internetteng kostar eftir því hversu mikil notkunin er. Snerpa býður ódýrustu tenginguna fyrir þá sem nota netið lítið, Netsamskipti eru ódýrasti valkosturinn fyrir miðlungs noktun en Hringiðan er ódýrust þegar um mikla notkun er að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.