Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 23
mánudagur 6. september 2010 úttekt 23 Aðalfundur Bor garahreyfingari nnar verður haldinn þann 25. septem ber nk. að Borgartúni 6 , Reykjavík. Þreyttir borða óhollari mat Fullyrðing: til að losna við hiksta verður einhver að láta þér bregða. Sannleikurinn: „Áhrif fæstra heimilis- ráða, eins og að halda niðri í sér andan- um eða drekka vatn á hvolfi, hafa verið læknisfræðilega sönnuð,“ segir Pollack. Hins vegar má lesa í tímaritinu The New England Journal of Medicine frá árinu 1971 að samkvæmt rannsókn sem þá var framkvæmd virkar teskeið af hvítum sykri gegn hiksta. Fullyrðing: að borða fisk ger- ir þig gáfaðri. Sannleikurinn: Þetta er engin lygi þegar kem- ur að börnum upp að þriggja, fjögurra ára aldri. Fiskur, og sér í lagi lax, er sneisafullur af ómega-3 fitusýrum og þar á með- al DHA. „DHA er afar mikil- vægt fyrir heilaþroska fyrstu tvö ár ævinnar,“ segir Scott W. Cohen, barnalæknir í Beverly Hills og höf- undur bókarinnar Eat, Sleep, Poop: A Common Sen- se Guide to Your Baby’s First Year. Í rannsókn frá 2008 kom einnig í ljós að þau fjögurra ára börn sem fengu ómega-3 fitusýrur í fæðunni höfðu meiri orðaforða og betri orðaskilning en viðmiðunarhópurinn. Fullyrðing: börn þurfa fjölvítamín daglega. Sannleikurinn: „Fjölvítam- ín skaða engan en jafnvel þeir matvöndustu vaxa eðli- lega,“ segir Cohen og bætir við: „Börn fá á endanum það sem þau þurfa, jafnvel þótt þér finnst barnið eingöngu nærast á lofti og sólarljósi.“ Fullyrðing: ekki borða neitt klukkutíma fyrir sund. Sannleikurinn: „Eftir matinn fer meira blóð til meltingarkerfisins og frá vöðvun- um. Því töldu menn að blóðleysi myndi leiða til krampa,“ segir Cohen og Sears tekur við: „Þú ert kannski ekki full/ur af orku en ættir samt að geta tekið á því í vatninu.“ Fullyrðing: heit mjólk hjálpar þér að sofna. Sannleikurinn: „Mjólk inniheldur tryptóf- an, sömu amínósýru og finnst í kalkún, en þú þyrftir að drekka hana í lítratali til að verða fyr- ir svæfandi áhrifum,“ segir Michael Breus, geðlæknir í Arizona, sem sérhæfir sig í svefnvandamálum. „Það sem virkar best fyrir börn er föst rútína og glas af heitri mjólk getur verið hluti af henni.“ 1. Búðu til grænmetisnúðlur Notaðu vafningsskera til að búa til núðlur úr uppáhaldsgrænmetinu þínu. Kúrbítur og eggaldin henta sérstaklega vel. 2. Búðu til smoothie Settu 60% ávexti, 40% grænmeti og restina af vatni í mixerinn og þú ert komin með hollan, bragðgóðan safa. Hentar vel fyrir þá sem eru alltaf að flýta sér. 3. Búðu til súpu Prófaðu að henda stórum bitum af grænmeti út í súpuna þína. 4. Veldu eftir árstíð Það er svo auðvelt að velja alltaf sama grænmetið í búðinni. Prófaðu þig áfram og taktu áhættu næst þegar þú kaupir inn. Veldu það ferskasta hverju sinni. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að matreiða grænmetið áttu ör- ugglega helling af matreiðslubókum sem eru að rykfalla inni í eldhússkáp. Dustaðu rykið af þeim og komdu bragðlaukunum á næsta stig. 5. Marineraðu Flest okkar tengja marineringu við kjöt en það getur verið gómsætt að marinera grænmeti. Sveppir, aspas og brokkólí henta vel til marineringar. Prófaðu að pensla grænmetið með ólívuolíu, nýkreistum hvítlauk, engifer og sojasósu. 6. Búðu til grænmetissósu Prófaðu að skipta út venjulegu sósunni þinni fyrir hollari kost. 7. Sætar kartöflur í stað pasta Sætar kartöflur eru bragðgóðar og hollar. Prófaðu að skipta pastanu og hrísgrjónunum út fyrir sæta kartöflu. 8. Bíttu í hrátt grænmeti Það er ekkert sem segir að við getum bara borðað ávexti hráa. Svo geturðu líka dýft grænmetinu í sósur upp á fjölbreytileikann. Skerðu niður sellerí, brokkóli og gulrætur og settu litla tómata í skál fyrir framan þig. Sjáðu hvort það verði mikið eftir í skálinni eftir daginn. 9. Bættu grænmeti við Prófaðu að bæta baunum út í hrísgrjónin. Ferskar jurtir eins og kóríander eða dill smakkast líka vel út á fiskinn. 10. Vefðu því inn Vefðu grænmeti inn í pítubrauð eða tortillakökur og njóttu. 11. Grænmeti í hvert mál Passaðu að hverri máltíð fylgi eitthvert grænmeti og þú ert á grænni grein. 11 leiðir til að borða meira grænmeti: komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.