Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 24
Óbreytt á toppnum Fjórðu umferðina í röð náðu liðin sem berjast um efstu tvö sætin í 1. deildinni, Víkingur, Leiknir og Þór, sömu úrslit- unum og hefur því ekkert breyst á toppnum. Víkingar, sem lögðu ÍR, 2–1, eru á toppnum á markatölu en Leiknir, sem lagði HK 1–0, hefur jafnmörg stig, eða 42. Þórsarar eru svo með 40 stig en tvær umferðir eru eftir af deildinni. Fjarða- byggð og Grótta berjast um síðasta lausa sætið í deildinni en bæði lið töpuðu um helgina. Fjarðabyggð fyrir Fjölni 2–0 og Grótta fyrir ÍA 6–1. Grótta hefur nú tapað síðustu þremur leikjum sínum með markatölunni 17–2 en gæti vel haldið sér uppi vegna leikjanna sem Fjarðabyggð á eftir í deildinni. Þorlákur tekur við Stjörnunni Ólafur Þór Guð- björnsson verður ekki þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir tímabilið en fram kom á Fótbolti.net á laugardaginn að Þorlákur Árnason tæki við því starfi. Þorlákur hefur verið yfirþjálfari Stjörnunnar undanfarin ár en hann hefur einnig þjálfað Val og Fylki í karlaboltanum. Þorlákur var með tilboð frá mörgum liðum um að gerast yfirþjálfari yngri flokka en hann ákvað að taka við meistaraflokki Stjörn- unnar sem hann hefur verið með puttana í undanfarin ár. Stjarnan er í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna og verður það að öllum líkindum það sæti sem liðið endar í í ár. Það lék einnig til úrslita í bikarnum í ár í fyrsta skipti í sögu félagsins. molAr Mayweather biðst afsökunar n Ósigraði hnefaleikakappinn Floyd Mayweather hefur beðið Filipp- seyinginn Mann Pacquiao afsök- unar á orðum sem hann lét falla í netútsend- ingu. Þar kallaði Maywather hann kakkalakka og sagðist ætla að „afgreiða þennan gula bjána“ og „sparka í rassinn á þessum dverg“. Maywather, eins og faðir hans, hefur munninn fyrir neðan nefið og aldrei hikað við að láta gamminn geisa. En meira að segja hann fattaði að hann hefði farið yfir strikið í þessari netútsend- ingu. Mótorhjóla- kappi lést n Japanskur bifhjólakappi, Shoya Tomizawa, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í hryllilegum árekstri í Moto2-kapp- akstrinum í San Marino um helg- ina. Tomizawa var á fullri ferð í brautinni þegar hann félll af hjól- inu í einni beygj- unni og keyrðu tveir aðrir kepp- endur á hann. Bæði Alex De Ang- elis og Scott Redding sem keyrðu á Tomizawa féllu af hjólum sínum en sluppu með skrámur. Tomizawa var svo alvarlega slasaður eftir slys- ið að hann lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa barist fyrir lífi sínu í nokkrar klukkustundir. fabregas var neyddur til að vera n „Barcelona gerði allt sem það gat til að landa mér en Arsenal sagði mér að ég þyrfti að vera áfram,“ segir Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal. Félagaskiptasaga sumarsins var sú að Barcelona ætl- aði sér spænska landsliðsmann- inn en Arsenal- menn gerðu hvað þeir gátu til þess að halda honum og á endanum tókst það. „Arsenal sagði mér að það væri ekki möguleiki að ég fengi að fara. Á endanum varð ég að vera áfram en hvað fór á milli mín og Arsenes Wenger verður á milli okkar,“ segir Fabregas í breskum fjölmiðlum. scharner vill spila gegn tottenhaM n Austurríkismaðurinn Paul Scharner sem WBA landaði á loka- degi félagaskiptagluggans vonast til þess að vera í nægilega góðu standi til að ná leiknum gegn Tottenham um næstu helgi. Scharner hefur verið lykilmað- ur í liði Wig- an undanfar- in ár en ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið og fara út í sumarið án þess að vera kominn í annað lið. „Ég æfði mikið sjálfur í Þýskalandi, Austurríki og í Birmingham. Það ætti að taka mig svona viku að koma mér í leikform en ég er vongóður um að það tak- ist. Ef ég verð valinn í leikinn verð ég klár,“ segir Scharner sem getur bæði spilað sem miðvörður og á miðjunni. 24 Sport umSjÓn: TóMAS þóR þóRðARSon tomas@dv.is 6. september 2010 mánudagur Breska slúðurblaðið Daily Mail heldur því fram að Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska lands- liðsins, hafi ítrekað haldið fram hjá eig- inkonu sinni, Coleen Rooney, á meðan hún var ólétt. Segir blaðið að Roon- ey hafi viðurkennt þetta fyrir Coleen á laugardagskvöldið. Coleen ól hjónun- um þeirra fyrsta barn, son að nafni Kai, fyrr á árinu. Vændiskonan, sem heitir Jenni- fer Thompson, segist hafa sofið sjö sinnum hjá Rooney á fjögurra mán- aða tímabili. Gleðikvöld með Jennifer kostar 1.200 pund, eða rétt tæplega 220 þúsund krónur. Segir Jennifer að hún hafi stundað kynlíf með Rooney á flott- ustu hótelum Manchester-borgar og saman hafi þau farið á næturklúbba og í spilavíti. Einnig segir hún að Rooney hafi boðið henni á heimili þeirra hjóna í fjarveru Coleen. Daily Mail kennir þessum vand- ræðum Rooneys í einkalífinu um slakt gengi hans undanfarna mánuði. Roo- ney var ekki nema skugginn af sjálfum sér á heimsmeistaramótinu í sumar og hafði hann ekki skorað mark, hvorki með Manchester United né Englandi, þar til um síðustu helgi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu gegn West Ham. Talið var að þessi frétt myndi aftra Rooney frá því að halda til Sviss með enska landsliðinu en Rooney er mætt- ur til Sviss þar sem England leikur sinn annan leik í undankeppni Evrópu- mótsins. England fór vel af stað og af- greiddi Búlgaríu á heimavelli, 4–0. Þótti Rooney þar fara á kostum í nýrri stöðu, í holunni undir fremsta manni. Fékk hann meira lof í mörg- um blöðum en framherjinn Jermaine Defoe sem skoraði þrennu í leiknum. tomas@dv.is Wayne Rooney sagður hafa haldið við vændiskonu: rooney með skot langt fram hjá Rooney-hjónin á góðri stundu Það er væntanlega ekki jafnkátt í höllinni í dag. MynD AFP „Nei, ég bjóst engan veginn við þessu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals sem varð Ís- landsmeistari í fimmta skipti á laugar- daginn með 8–1 sigri á Aftureldingu. Það lá nokkuð ljóst fyrir að Valur yrði meistari í ár en það átti ekki að ger- ast á laugardaginn. Helsti keppinaut- ur Vals um titilinn, Breiðablik, tapaði afar óvænt fyrir öðru botnliðinu, FH, og vildi þannig til að Valur átti leik seinna um daginn. Því var ljóst að ef Valskonum tækist að vinna ungt lið Aftureldingar yrðu þær meistarar. Titillinn er sá fimmti sem Valskonur vinna á árinu en áður höfðu þær unn- ið Reykjavíkurmótið, Lengjubikarinn, Meistarakeppni KSÍ og VISA-bikar- inn. Titillinn er líka sá 100. sem Valur sem félag vinnur í öllum boltagrein- um og verður því mikið húllumhæ 19. september þegar Valur fær bikarinn afhentan. Mjög auðveld klefaræða „Þetta kom afar óvænt upp á. Ég var bara heima að fylgjast með úrslitun- um hjá Leikni og Víkingi í 1. deild karla og svo hjá stelpunum. Ég var ekki far- inn að láta mér detta í hug að ég yrði Íslandsmeistari seinna um daginn,“ segir Freyr. „Áður en ég fór af stað sá ég að Breiðablik var 2–1 yfir í hálfleik þannig að ég bað konuna mína um að senda mér skilaboð um hvernig leik- irnir myndu enda. Á þessu korteri sem það tók mig að keyra upp í Mosó var hún búin að hringja fimm sinnum,“ segir hann léttur. Freyr ætlaði ekki að trúa sinni eig- inkonu þegar hann fékk skilaboðin. „Ég hringdi á annan stað til að fá þetta staðfest. Þetta var þá satt og þá var ekki erfitt að peppa stelpurnar upp í leik- inn. Klefaræðan var bara gefins,“ seg- ir Freyr en hún var stutt og skorinorð. „Ég sagði bara: Þið eruð búnar að væla Valur varð óvænt Íslandsmeistari kvenna fimmta árið í röð á laugardaginn þegar liðið lagði Aftur- eldingu, 8–1, að Varmá. Helsti keppinauturinn í toppbaráttunni, Breiðablik, tapaði afar óvænt fyrir öðru botnliðinu og átti Valur leik seinna um daginn. „Klefaræðan var bara gefins,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, sem vann alla fimm titlana sem í boði voru á árinu. Fullkomið ár ValskVenna TóMAS þóR þóRðARSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.