Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Page 4
4 fréttir 25. október 2010 mánudagur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Mótmælendur í réttarsalinn Í vikunni þurfa hinir ákærðu níu- menningar svokölluðu að mæta fyrir rétt þar sem mál íslenska ríkisins gegn þeim er tekið fyrir. Einstaklingarnir níu voru ákærðir fyrir árás á Alþingi árið 2008 er búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Níumenningarnir tóku þátt í mótmælunum og ruddust ásamt öðr- um inn í þinghúsið og áleiðis að áhorf- endapöllum hússins, þann 8. desem- ber 2008. Níumenningarnir hafa gefið út eigin bækling um dómsmálið á ensku og var honum dreift á bóka- messu í Lundúnum um nýliðna helgi. Möguleg brot í bönkunum Á borði sérstaks saksóknara liggja nú niðurstöður erlendra sérfræðinga á meintum lögbrotum í starfshátt- um stóru viðskiptabankanna þriggja fyrir bankahrunið. Ef marka má heimildir RÚV skjóta niðurstöðurn- ar stoðum undir málsókn á hendur stjórnendum bankanna fyrir skjala- brot, auðgunarbrot og brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Sérfræðing- arnir erlendu hafa nú rannsakað bókhald bankanna eftir húsleitir sem gerðar voru fyrir ári hjá endur- skoðunarfyrirtækjunum KPMG og PricewaterhouseCoopers. Niður- stöðurnar gefa til kynna að helstu stjórnendur bankanna kunni að vera sekir um ólöglegt athæfi þar sem til að mynda raunafkoma bankanna hafi ekki verið sú sem gefin var upp opinberlega. Dýrir skólar Kostnaður við rekstur grunn- og leikskóla er hvergi meiri innan OECD en á Íslandi. Engu að síður eru laun grunnskólakennara hér á landi aðeins um 70 prósent af meðallaunum grunnskólakenn- ara í öðrum ríkjum innan OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem gefin er út árlega um stöðu menntamála í aðildarlöndunum 33. Á sama tíma og laun íslenskra kennara eru lægri en hjá kollegum erlend- is benda tölur til þess að fjöldi starfsmanna sé meiri í skólakerf- inu hér á landi. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar stendur í ströngu: Tvö mál á einni viku Tvö mál gegn Kára Stefánssyni, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fara fram þessa dagana í réttarsal Héraðsdóms Reykjavíkur. Annars vegar fer fram aðalmeðferð í máli gegn honum vegna rotþróar og hins vegar var tekið fyrir mál á hendur Kára vegna nýbyggingar hans við Elliðaárvatn. Kára var stefnt fyrir að greiða ekki reikning lagnafyrirtækisins Hreinsi- bíla ehf. sem sá um að hreinsa rot- þró við sumarbústað forstjórans. Reikningurinn er upp á 93 þúsund krónur en í vikunni fer fram aðal- meðferð í málinu. Eiríkur Gunnsteinsson lögmað- ur flytur málið fyrir Hreinsibíla og sagði hann í samtali við DV fyrir skemmstu að Kári fullyrði að hann hafi greitt fyrir verkið nú þegar. „Af- staða okkar er sú að ekki sé búið að greiða fyrir þetta verk en þetta eru ekki stórar tölur,“ sagði Eiríkur. Fyrir helgi var síðan fyrirtaka í máli byggingafélagsins Eyktar á hendur Kára. Eykt krefur hann um 11 milljónir, auk vaxta, vegna við- bótarkostnaðar vegna tafa við bygg- ingu húss forstjórans við Elliðaár- vatn. Eykt stefndi Kára fyrr á þessu ári vegna verksamnings þeirra á milli. Húseignin sem um ræðir er ókláruð og stendur við Fagraþing 5, Kópavogsmegin við Elliðaárvatn. Eykt hóf að byggja hið ókláraða hús, sem samkvæmt fasteignaskrá verð- ur um 550 fermetrar að stærð. Kári og Eykt deila um greiðslur vegna verksins. Um tíma var Kári sektaður dag hvern af hálfu Kópavogsbæjar þar sem lóð hans í bænum hafi lengi staðið ókláruð. Dagsektargreiðsl- urnar voru komnar hátt í milljón króna þar sem 20 þúsund krónur bættust við daglega. trausti@dv.is Stendur í ströngu Kári þarf að verjast á tveimur vígstöðvum þessa dagana. Daníel Ernir Jóhannsson, litli sex mánaða gamli drengurinn, sem komst lífs af úr bílslysi í Tyrklandi á miðvikudaginn, er í tímabundinni umsjá móðurbróður síns, Gunnars Tryggvasonar, og eiginkonu hans, Úlfhildar Leifsdóttur. Eins og komið hefur fram þá létust foreldrar Daníels, Dagbjört Tryggvadóttir og Jóhann Árnason, í bílslysi, þegar bifreið þeirra lenti framan á sendibíl sem var ekið úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það meðan beðið var eftir aðstandend- um. Ljúfasta skylda Nú er Daníel Ernir kominn heim til Íslands eftir erfiða för aðstandenda til Tyrklands og Gunnar segir í samtali við DV að það sé honum hin ljúfasta skylda að hugsa um litla drenginn. Hann staðfestir að ekki ami nokkuð að drengnum og að á honum sé ekki að finna einustu skrámu. Hann sé glaðvær og uni sér ágætlega. Gunnar segist þakklátur því að vel hafi verið hugsað um Daníel og að það sé allri fjölskyldunni mikil huggun að hann sé á lífi þótt harmur þeirra sé mikill. Ábyrgir foreldrar Daníel er kallaður „kraftaverkabarn- ið“ í tyrkneskum fjölmiðlum sökum þess að hann slapp án allra meiðsla. Gunnar segir það foreldrum hans að þakka. „Bíllinn er tiltölulega illa farinn og við fengum að vita að þau hafi far- ið fljótt og þjáðst lítið. Daníel slapp hins vegar við öll meiðsl og á honum fannst ekki skráma. Hann á foreldr- um sínum lífið að launa. Þau voru afar ábyrgir foreldrar og tóku sér góð- an tíma í að velja handa honum ör- uggan bílstól áður en þau lögðu af stað til Tyrklands og hann hefur bjargað honum frá meiðslum.“ Þakka samhuginn Hann segir enga ákvörðun hafa ver- ið tekna um hver fari með umsjá drengsins. Nú liggi fyrir að skipu- leggja útför þeirra Dagbjartar og Jó- hanns og óvíst hvenær hún verði. Það þurfi að ganga frá ýmsum gögnum, sækja muni þeirra og ganga frá flutn- ingi þeirra til Íslands. Gunnar segir alla fjölskylduna finna fyrir því að hugur Íslendinga sé hjá fjölskyldunni og það sé henni mikils virði. Dagbjört og Jóhann bjuggu í Hors- ens í Danmörku þar sem þau voru við nám. Þau voru á ferðalagi í Marmaris á Tyrklandi þegar hið hörmulega slys átti sér stað. Gunnar segir systur sína hafa dvalið á Íslandi síðustu misseri vegna krabbameinsmeðferðar. „Hún hafði gengið í gegnum erfiða lyfja- meðferð hér á Íslandi og hafði lokið henni og var farin aftur til Danmerk- ur. Hún var að stíga upp úr veikind- um sínum. Til að ná frekari bata og til að lyfta sér upp eftir erfiðleikana ákváðu þau að fara í frí til Tyrklands.“ Hjónin Dagbjört Þóra Tryggvadóttir og Jóhann Árnason létust í bílslysi á miðvikudag í Tyrklandi. Sonur þeirra, Daníel Ernir, sem slapp ómeiddur úr slysinu dvelur nú hjá móður- bróður sínum, Gunnari Tryggvasyni. Gunnar segir foreldra Daníels hafa bjargað lífi hans og að það sé honum ljúft að annast frænda sinn meðan annað hefur ekki verið ákveðið. kriSTJana GuðbranDSDóTTir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Þau björguðu lífi ha s Í faðmi ættingja Úlfh ildur Leifsdóttir kona Gunnars Tryggvasona r með Daníel Ernir í fanginu í Tyrklandi. M ynD HurryET.coM .Tr Völdu vel Dagbjört og Jóhann þóttu ábyrgir foreldrar og völdu vandaðan bílstól fyrir Daníel. Þau voru afar ábyrgir foreldr-ar og tóku sér góðan tíma í að velja handa honum öruggan bílstól áður en þau lögðu af stað til Tyrk- lands og hann hefur bjargað honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.