Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Side 9
mánudagur 25. október 2010 fréttir 9
Safnstjóri Listasafns Árnesinga í
Hveragerði, Inga Jónsdóttir, rit-
skoðaði sýninguna Koddu sem
nokkrir af þekktustu myndlistar-
mönnum þjóðarinnar höfðu út-
búið og opna átti í safninu þann
4. nóvember og rifti samningn-
um við sýningarstjórana. Sýningin
átti öðrum þræði að fjalla um ís-
lenska efnahagshrunið á gagnrýn-
in hátt og átti Bjarni Ármannsson
að prýða boðskortið á sýninguna.
Meðal þessara listamanna eru Ól-
afur Elíasson, Hannes Lárusson,
Ragnar Kjartansson og Ásmundur
Ásmundsson.
Sýningarstjórarnir, þau Hannes,
Ásmundur og Tinna Grétarsdótt-
ir mannfræðingur, hafa sent stjórn
Sambands íslenskra listamanna og
Bandalags íslenskra listamanna er-
indi um málið og beðið um ályktun
vegna málsins. Í bréfinu segir með-
al annars: „Við óskum eftir hér með
að stjórn SÍM álykti um málið tafar-
laust enda um að ræða alvarlegt og
einstakt mál sem varðar starfsvett-
vang og starfsheiður listamanna.
Jafnframt óskum við eftir að lög-
fræðingi sambandsins verði falið
að innheimta laun sýningartjóra/
listamanna/hönnuða/fræðimanna
ásamt áfallins kostnaðar vegna
vinnu við verkefnið. Jafnframt ósk-
um við eftir því að lögfræðingur
sambandsins kanni bótaskyldu í
þessu máli varðandi álitshnekki,
samningsrofs og hugsanlega brot á
höfundarétti.“
Hannes segir aðspurður að inn-
tak sýningarinnar hafi verið þjóð-
leg listsköpun og þjóðarímynd-
ir. „Í stuttu máli þá fjallar sýningin
um samband hugmyndafræði og
myndmáls, bæði með vísunum í
eldri ímyndir og yngri. Þetta er ekki
síst greining á samtímanum. Við
erum öðrum þræði að greina hrun-
ið þarna og þá hugmyndafræði sem
leiddi til hrunsins,“ segir Hannes
en meðal þess sem listamennirnir
leika sér með á sýningunni er fræg
ljósmynd af helstu stjórnendum
Baugs og Landsbankans á skíða-
svæðinu Courchevel í Frakklandi
árið 2007.
„Eðlislæg íhaldssemi“
Í bréfi sem Inga sendi sýningarstjór-
unum þar sem hún greindi þeim
frá ástæðunum fyrir því að samn-
ingnum um sýninguna var rift seg-
ir hún meðal annars að það sé í eðli
safna að vera íhaldssöm. „Starfsemi
safna er samfella byggð á hefðum
og þar gætir eðlislægrar íhaldssemi
– því söfn sem stofnanir standa fyr-
ir ákveðna ímynd sem þeim ber að
verja.“
Ljóst er að sýningin og inntak
hennar hefur komið við kauninn
á Ingu og hún hefur verið ósátt við
hana – margir af þeim listamönnum
sem koma að sýningunni eru þekkt-
ir fyrir mjög gagnrýna og ögrandi
listsköpun og má ætla að verk þeirra
á sýningunni hafi verið nokkuð
ágeng. Inga sagði einnig í bréfinu:
„Þegar skoðun sýningarstjóra og
safnstjóra fer saman þá er það hið
besta mál – en ef það er ágreining-
ur þá segir mín siðferðisvitund að
safnstjórinn verði að ráða þar sem
hann er með lögbundnar skyldur
gagnvart safninu.“ Auk þess benti
Inga á að sýningarskráin hefði ver-
ið ómálefnaleg og að slík skrá væri
hluti af ímynd safnsins út á við.
Í bréfinu til Sambands íslenskra
listamanna túlka sýningarstjór-
arnir uppsögnina á samningnum
á þann veg að Inga hafi verið ósátt
við að þau hafi ekki verið reiðubúin
að beygja sig undir afskipti hennar
af sýningunni. Þar segir meðal ann-
ars: „Ástæða safnstjóra fyrir riftun
samnings byggist á þeim grundvelli
að sýningarstjórar voru ekki tilbún-
ir til að beygja sig undir íhlutun og
afskipti hans af undirbúningsferli
og framsetningu sýningarinnar þar
sem m.a. er farið fram á að verk
verði fjarlægð, texta breytt og um-
gjörð sýningarinnar skrumskæld.
Við óskum eftir hér með að stjórn
SÍM álykti um málið tafarlaust enda
um að ræða alvarlegt og einstakt
mál sem varðar starfsvettvang og
starfsheiður listamanna.“
Sorglegt segir Hannes
Hannes segir að hann telji að ástæð-
urnar fyrir því að þeim var úthýst úr
safninu séu meðal annars þær að
sýningin hafi þótt óþægileg. „Þeg-
ar um ritskoðun er að ræða þá held
ég að það sé af tvennum toga. Ann-
ars vegar stafar hræðslan af því að
verið er að greina eða afhjúpa eitt-
hvað í samtímanum sem menn vilja
einfaldlega ekki sjá eða vita af. Hins
vegar er það ef þessi greining er sett
fram með róttækum hætti, hvern-
ig listin er unnin og ef í þessu felst
gagnrýnin afstaða til listarinnar sem
slíkrar. Það er því að ég held bæði
verið að hafna því sem sýningin á að
sýna og greina og eins vinnubrögð-
unum,“ segir Hannes.
Hannes segir að í stuttu máli
finnist honum það sorglegt og skað-
legt fyrir samfélagið að slík listasýn-
ing sé ritskoðuð. „Það er sorglegt ef
skrifræðið og kerfið ná að kúga lista-
menn með þessum hætti og beygja
þá undir eitthvert ímyndað vald. Ég
held að þessi sýning varpi svolítið
ljósi á alvarleika ástandsins hér á
landi.“
Hannes segir að sýningarstjórn-
arnir leiti nú að öðrum sal en Lista-
safni Árnesinga til að hýsa sýning-
una Koddu.
ingi f. vilHjálmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
SÝNING UM HRUNIÐ
RITSKOÐUÐ Það er sorglegt ef skrifræðið og kerfið ná að kúga listamenn með þessum hætti og beygja þá undir eitthvert ímyndað vald.
Safnstjóri Listasafns Árnesinga ritskoð-
aði sýningu um hrunið og þjóðarímyndir
Íslendinga. Baugur og Bjarni ármanns-
son voru meðal þeirra sem fjalla átti um
á sýningunni. Sýningin kom við kauninn
á safnstjóranum sem sagði að ef ágrein-
ingur kæmi upp ætti siðferðisvitund
hennar að ráða. Sýningarstjórarnir telja
að sér vegið og hafa kvartað til Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna.
Ósátt við ritskoðun
HannesLárusson,
TinnaGrétarsdóttirog
ÁsmundurÁsmunds-
soneruósátteftirað
safnstjóriListasafns
Árnesingaritskoðaði
sýninguþeirra
semöðrumþræði
fjallaðiumíslenska
efnahagshrunið.
mynd Sigtryggur ari
forkólfar Baugs og landsbankans Einnafhlutunumásýningunniáttimeðal
annarsaðverafrægmyndafhelstuforkólfumBaugsogLandsbankanssemtekin
varíCourchevelíFrakklandi
„ÁþessumárumþóttustÍslendingar
farasigurförumheiminnáflestum
sviðum,sigrarsemaðmestuleyti
voruínösunumáþeimsjálfumog
byggðustaðþvíervirtist,einsog
flestirsigrarÍslendinga,átiltölu-
legagræskulausrihvítrilygisem
sneristreyndaraðþessusinniuppí
ofstopafullasvartalygisemlagðist
yfirsamfélagiðeinsoghlaupkennd
maraogfylltiöllvitþjóðarinnareins
ogdaunilltútfrymi.“
Úr sýningar-
skránni: