Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Side 11
mánudagur 25. október 2010 fréttir 11 Novator og hafi lagt fram ýmsar hug- myndir – minnisblaðið hafi verið ein af þeim. „Hann sýndi alltaf frum- kvæði og lagði fram ýmsar áhuga- verðar hugmyndir. Sumum var hrint í framkvæmd og öðrum ekki. Heim- ildarmaður DV að þessu sinni, fyrr- verandi bankaráðsmaður í Lands- bankanum, getur upplýst DV um að þessi tilvitnaða áætlun var ekki fram- kvæmd,“ segir Ragnhildur. Aðgerðaáætlun um skortsölu Þrátt fyrir að Heiðar Már segi að minnisblaðið hafi einungis verið brunaáætlun og að aldrei hafi staðið til að nota þær hugmyndir sem þar koma fram fylgdi sérstök aðgerða- áætlun um skortsöluna á krónunni, hlutabréfum og skuldabréfum minn- isblaðinu sem hann kynnti fyrir Björ- gólfi Thor. Í aðgerðaáætluninni segir meðal annars um skortstöðu á hlutabréfum tengdum Baugi: „Loka áhættu strax. Síðan byggja upp skortstöður í þeim sem helst yrðu fyrir barðinu ástand- inu. Það eru bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur. Eins fyrirtæki sem eru skuldsett og tengj- ast Baugi.“ Skortsala á hlutabréfum gengur í einföldu máli út á að kaupa hlutabréf sem talið er að muni lækka í verði og selja þau svo aftur eftir að þau hafa lækkað í verði og græða á því. Þetta er stundum gert þannig að bréfin eru fengin að láni og svo seld á með- an gengið er hátt. Eftir verðfall þeirra eru bréfin svo keypt aftur á lægra verði og þeim skilað til þess sem lán- aði þau. Mismunurinn á verði bréf- anna verður svo eftir í vasa þess sem veðjaði á lækkunina. Áætlun Heiðars var að skortselja hlutabréf í Baugs- fyrirtækjunum FL Group, Dagsbrún og Mosaic auk bréfa í Kaupþingi og Íslandsbanka fyrir samtals um 30 milljarða króna og græða á lækkun bréfanna. Um þetta segir Heiðar Már í minnisblaðinu: „20 milljarða skor- staða í hlutabréfum sem við búumst við 30% hagnaði af eða 6 milljörðum.“ Einnig mælti Heiðar Már með skortsölu á skuldabréfum hinna bankanna tveggja, Kaupþingi og Ís- landsbanka, sem og á skuldabréfum Baugstengdra fyrirtækja. „Skortselja skuldabréf, alþjóðlega, sem tengjast KB, ISB, Baugi og FL. Búast við 1–2 milljarða hagnaði af því.“ Mesta tækifærið í krónunni Heiðar Már taldi hins vegar að mesta hagnaðartækifærið lægi í íslensku krónunni. Í minnisblaðinu talar hann almennt um skortstöðuna og segir: „Í heildina væri í mesta lagi um ríflega 30 milljarða hagnað af skortstöðum að ræða. Þetta væri hreinn hagnaður, óháður áhættustýringarsjónarmið- um. Langmest hagnaðartækifæri er í íslensku krónunni.“ Athygli vekur að Heiðar Már virðist hafa hugsað um skortstöðurnar sem sóknartækifæri en ekki eingöngu sem varnaðarað- gerð til að bregðast við óhjákvæmi- legri lækkun krónunnar. Fjármálafyrirtæki nota gjarnan afleiðusamninga í gjaldeyrisvörn- um þar sem þau taka stöðu með eða á móti gjaldmiðlum eftir því hvort þau telja að gengi þeirra muni hækka eða lækka. Þetta gera þau til að verja sig gegn miklum gengisbreytingum. Ráðagerð Heiðars gekk því ekki ein- göngu út á að verja fyrirtæki Björgólfs Thors gegn lækkun krónunnar heldur einnig að græða á henni. Því var ekki eingöngu um hefðbundnar varnir að ræða. Í minnisblaðinu rakti Heiðar Már svo hvernig Landsbankinn, Samson og Straumur áttu að geta grætt 20 milljarða króna á skortsölu á íslensku krónunni, eða í heildina um 66 pró- sent af heildarhagnaðinum af skort- sölunum. „Straumur, Landsbanki og Samson skortselja ISK, hver fyrir sig sem samsvarar 30 til 50 milljörðum eftir því á hvaða verðum við fáum það gert. Búast við 20 % hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljörðum.“ Í lok minnisblaðsins var að finna tímaáætlun þar sem sagt var hvenær ætti að framkvæma tiltekna gerninga í þessari skortstöðuáætlun. Þar seg- ir meðal annars, og er vísað til fyrstu vikunnar í febrúar árið 2006. „Fyrsta vika febrúar: Landsbanki og Straum- ur eyða einnig viðskiptamannna- áhættu með því að skortselja hluta- bréf, skuldabréf og íslensku krónuna, þar sem við á.“ Líkt og áður hefur komið fram segja Ragnhildur og Heiðar Már að þessari áætlun hafi ekki verið kom- ið í framkvæmd að neinu leyti. Heið- ar segir að þetta hafi verið miður. „Því miður skyldi Landsbankinn ekki áhættuna eftir að hafa fengið þetta minnisblað. Það voru engin viðskipti í framhaldinu, hvorki hjá mér, þeim eða neinum sem ég þekkti, enda stóð það aldrei til. Ég og Novator tókum aldrei skortstöðu í krónunni og töp- uðum á falli krónunnar.“ Sver af sér tengslin við Drobny Athygli vekur að einungis um mánuði eftir að minnisblaðið með tillögum Heiðars var kynnt sendi James Leitn- er, bandarískur vogunarsjóðsmaður og vinur Heiðars Más, út tölvupóst til meðlima Drobny-samtakanna þar sem hann mælti með stöðutöku gegn íslensku krónunni. Aðspurður hvort hann hafi vit- að af því að þessi árás væri á næsta leyti í janúar 2006 segir Heiðar Már að svo sé ekki: „Ég hafði ekki að- gang að Drobny og veit ekki hvað þeir voru að sýsla. Ég réð engu og vissi ekki um neinar fyrirætlanir Drobny.“ Um Leitner sagði Heiðar Már í DV í síðustu viku: „Jim Leitn- er hefur verið vinur fjölskyldunnar í langan tíma.“ Ljóst er því að hann og Heiðar Már þekkjast ágætlega og sagði Ragnhildur Sverrisdóttir einn- ig að Heiðar Már hefði kynnt Björgólf Thor fyrir Leitner en sá síðastnefndi fjárfesti í Straumi í kjölfarið og settist í stjórn bankans. Heiðar Már sagði líka í DV í síðustu viku, aðspurður af hverju hann hefði fund- að með tveimur stærstu vogun- arsjóðsmönn- um Banda- ríkjanna, George Sor- os og Bruce Kovner, í jan- úar 2007 að hann hefði gert það til að skiptast á skoðunum við þá um viðskipti. „Og hvatinn að fundum mínum með stór- um fjárfestum er einfaldur. Þeir hafa áhuga á mínum skoðunum, eins og ég hef áhuga á þeirra.“ Helsta túlkun Heiðars á fundinum með Soros og Kovner var að það freistaði þeirra að ráðast á íslensku krónuna með stöðu- töku. Ef Heiðar Már er að segja satt varð- andi þá vitneskju sem hann hafði um heilræði Leitners um íslensku krón- una felst í því að Leitner hefur ekki rætt við hann um stöðutökuna eða leitað ráða hjá honum áður en hann mælti með henni. Samt má telja full- víst að Leitner hafi leitað til íslenskra aðila um stöðu- töku gegn krón- unni áður en hann mælti með henni. Líklega kynnt fyrir Björgólfi Thor Þau svör Heiðars Más og Ragn- hildar að minnis- blaðið hafi verið kynnt fyrir stjórn Landsbankans er hæpin. Eins og áður segir herma heimildir DV að Heiðar Már hafi kynnt minnis- blaðið fyrir Björgólfi Thor og helstu starfsmönnum Novators í Lond- on í ársbyrjun 2007. Sú staðhæfing að minnisblaðið hafi aðeins ver- ið kynnt fyrir stjórn Landsbank- ans gengur meðal annars ekki upp af þeim sökum að hugmyndirnar náðu einnig til Samsonar, Straums og Actavis. Stjórn Landsbankans, sem Björgólfur Guðmundsson fór fyrir, stýrði vitanlega ekki þess- um þremur félögum heldur aðeins Landsbankanum. Stjórn Lands- bankans kom því ekkert við hvað Björgólfur Thor ætlaðist fyrir varð- andi rekstur þessara þriggja félaga. Það eina sem tengir öll þau fyrir- tæki sem um ræðir saman var það að Björgólfur var stærsti hluthafinn í þeim öllum og ráðandi aðili. Auk þess er afar hæpið að svo eldfim- ar tillögur hefðu verið kynntar fyr- ir stjórn Landsbankans sem í sátu utanaðkomandi aðilar, meðal ann- ars Kjartan Gunnarsson, einn nán- asti vinur og samverkamaður Dav- íðs Oddssonar seðlabankastjóra. Ólíklegt er að Kjartan hefði verið hlynntur slíkri stöðutöku og hvað þá Davíð. Langlíklegast er að skjalið hafi verið unnið af Heiðari Má sem starfsmanni Novators fyrir eig- anda Novators, Björgólf Thor, og þeirra fyrirtækja sem minnst er á í skjalinu. Enn liggur þó ekki fyrir hvort og þá hversu mikið af þeim tillögum sem rætt var um í því var hrundið í framkvæmd en ljóst er að ef átt hefði að gera það hefði sú ráðagerð ekki farið mjög hátt og alls ekki fyrir stjórn Lands- bankans. Skipanir um stöðutök- urnar hefðu líklega borist beint til stjórnenda fyrirtækjanna, Lands- bankans, Straums og Samsonar. MÆLTI MEÐ 100 MILLJARÐA SKORTSÖLU Á KRÓNUNNI „Ísland var hágengisland fram að hruni. Gengi krónunnar var langtímum saman haldið of háu, ýmist með handafli eða með öðrum ráðum. Þetta var gert til að halda aftur af verðhækkun innfluttrar vöru og þjónustu. Afleiðingin var mikill innflutningur, af því að hann var ódýr, og lítill útflutningur, af því að hann gaf of fáar krónur í aðra hönd fyrir hvern dollara og hverja evru, sem fékkst fyrir útflutn- ingsafurðir. Mikill innflutningur og lítill útflutn- ingur mynduðu halla á viðskiptum við útlönd og tilheyrandi skuldasöfnun erlendis. Þetta er kunnuglegt munstur víða í Afríku og ekki bara þar: skuldum vafðir útflutningsatvinnuvegir í eilífu basli. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum: gengisfölsun var fram að hruni snar þáttur í hagstjórnarstefnu stjórnvalda. Við og við brustu varnir gengisfölsunarfé- lagsins, og þá féll gengið með brauki og bramli. Hágengislönd verða með reglulegu millibili fyrir gengisfalli. Ísland er engin undantekning frá reglunni. Árin fyrir hrun var gengi krónunnar augljóslega orðið allt of hátt eins og hömlulaus innkaup margra Íslendinga í öðrum löndum báru með sér. Aðrar vísbendingar voru einnig býsna skýrar. Þjóðartekjur á mann hér heima voru 2007 orðnar helmingi hærri en þjóðartekjur á mann í Bandaríkjunum. Hafði hagvöxturinn hér verið svona miklu meiri en í Bandaríkjunum? Nei, hann hafði verið svipaður í báðum löndum. Skýringin lá einfaldlega í því, að gengi krónunnar hafði snarhækkað einkum vegna mikils innstreymis lánsfjár utan úr heimi, sem lagðist ofan á gömlu gengisfölsunar- áráttuna. Þegar gengi krónunnar er of hátt skráð, er gengi efnahagslífsins eins og það leggur sig einnig of hátt skráð. Margir fylltust falskri öryggiskennd og börðu sér á brjóst. Við slíkar aðstæður geta gjaldeyrisbraskarar séð sér leik á borði. Þeir eru eins og ljón, sem sjá haltrandi sebradýr í hjörðinni og elta það uppi, af því að það er minni fyrir- höfn en að eltast við fullfrísk dýr. Þegar gjaldeyrisbraskari sér lítinn gjaldmiðil, sem er augljóslega of hátt skráður, þá getur hann hamstrað ódýrum erlendum gjaldeyri, beðið eftir gengisfalli og selt gjaldeyrinn aftur á hærra verði með hagnaði. Braskarinn getur einnig gert þetta með framvirkum samningum. Gjaldmiðlar smáþjóða liggja betur við höggi en gjaldmiðlar stórþjóða. Fjármálamaðurinn Georg Soros auðgaðist um einn milljarð dollara á því að veðja rétt á gengisfall pundsins 1992. Hann hefur einkum notað hagnaðinn til að hjálpa Austur-Evrópu eftir hrun kommúnismans. Krónan lá sérlega vel við höggi árin fyrir hrun vegna þess, að hún var augljóslega allt of hátt skráð og Seðlabankinn var úti að aka og átti ekki nema lítið brot af þeim gjaldeyri, sem hefði þurft til að verja krónuna áhlaupi. Það er því mesta furða, að erlendir gjaldeyrisbraskarar skyldu ekki ráðast til atlögu gegn krónunni. Þegar gengið féll, var ekki við gjaldeyrisbraskara að sakast ekki frekar en hægt er að áfellast ljónið, sem eltir uppi halta sebradýrið. Áhlaup gjaldeyrisbraskara á veikan gjaldmiðil verður ámælisvert, ef braskarinn býr yfir innherjaupplýsingum, því að þá hefur hann brotið lög. Margir hafa hyldjúpa skömm á gjaldeyrisbraski, því að gengishagnaður braskarans bitnar á öðrum. Bankarnir lánuðu sumum viðskiptavinum sínum fram að hruni mikið fé til að braska með eins og það væri sjálfsagt, og mikið af því fé tapaðist. Saklaust fólk situr eftir með sárt ennið innan lands og utan. Braskarinn, sem græðir á því að veðja rétt á gengisfall, hagnast á kostnað þeirra, sem gengisfallið bitnar á. Gengisfall hækkar verð á innfluttum vörum í búðunum, og aðrar vörur hækka smám saman í verði og einnig þjónusta, svo að kaupmáttur heimilanna minnkar. Óverðtryggðar eignir rýrna. Áhrif gengisfallsins geta borist um óvæntar brautir út um allt efnahagslífið. Til dæmis getur mikið gengisfall og samsvarandi rýrnun kaupmáttar heimilanna freistað stjórnvalda til að reyna að mæta vandanum með því að ganga á aðrar eignir, til dæmis lífeyrissjóði og náttúruauðlind- ir, sem ættu að réttu lagi að vera utan seilingar.“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur Áhrif gengisfalls Á almenning Því miður skyldi Landsbankinn ekki áhættuna eftir að hafa fengið þetta minn- isblað. Líklega unnið fyrir Björgólf Thor Afar líklegt er að Heiðar Már hafi unnið minnisblaðið um stöðutökuna fyrir Björgólf Thor Björgólfsson þar sem fyrirtækin sem rætt er um í því voru öll í eigu hans. Heiðar Már og talskona Björgólfs segja þetta ekki vera rétt. framhald á næstu sÍÐu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.