Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 25. október 2010 fréttir 13 Íraninn Mehdi Kavyanpoor segist bæði sár og reiður, en eftir fimm ára vist hér á landi sem flóttamaður hef- ur honum verið synjað um hæli með nýföllnum hæstaréttardómi. Mehdi neitar enn að fara frá Íslandi. Saga Mehdis er mörgum kunn en árið 2008 fór hann í nærri mánaðarlangt hungurverkfall til að vekja athygli á aðstæðum sínum. Félagar Mehdis látnir Mehdi hóf störf hjá fjarskiptasviði íranskra stjórnvalda árið 1986 þar sem hann segist hafa haft það hlut- verk að hlera samtöl embættis- manna innan ríkisstjórnarinnar. Mehdi gegndi þessum störfum allt til ársins 2004 þegar upp komu mál sem ógnuðu öryggi hans, að hans sögn. Á þessum tíma starfaði Mehdi náið með þremur mönnum: Sefolah Bazrafshan, Mohsen Abasi og Af- shari. Mehdi segir að þann 14. maí 2004 hafi tveir hljóðdiskar horfið af skrif- stofunni og hann sjálfur og félagar hans verið kallaðir til yfirheyrslna og rannsókn fyrirskipuð. Þeir hafi loks verið settir í einangrun og pyntaðir. Nokkru síðar segir Mehdi að þeir hafi verið látnir lausir en fylgst hafi verið með ferðum þeirra. Nokkrum mán- uðum síðar, um haustið 2004, hafi hann sætt grófum pyntingum; fengið spörk í andlitið með þeim afleiðing- um að hann missti nokkrar tennur og rifbein brotnuðu. Mehdi segist hafa verið látinn laus þann 27. nóvember og þá komist að því að tveir félaga hans höfðu látist. Annar lenti í bílslysi með fjöl- skyldu sinni og létust þau öll nema yngsti sonur hans og hinn lést eftir ákeyrslu á götum Teheran. Flótti til Kanada Mehdi segist á þessari stundu hafa verið hræddur um líf sitt, eiginkonu sinnar og dóttur sem þá var 11 ára. Hann tók ákvörðun um að flýja land en á sama tíma fóru eiginkona hans og dóttir í felur. Mehdi fór yfir landa- mærin til Tyrklands og komst til Istan bul. Þar segist hann hafa fund- ið mann sem bauð honum flutning til Kanada gegn gjaldi. Mehdi segist hafa ákveðið að treysta honum sama hvað tautaði og raulaði þó hann hafi ekki vitað deili á öllum þeim stöðum sem stöðvað var á. Bara það eitt að áfangastaðurinn var Kanada. Höfn á Hornafirði Eftir nokkurra daga ferðalag steig Mehdi í land og var honum sagt að nú væri hann kominn til Kanada. Mehdi segir að karlmaður og kona hafi keyrt hann að BSÍ í Reykja- vík þar sem honum var sagt að fara upp í rútu og ferðast með henni til enda og gefa sig fram við lögreglu. Mehdi segist hafa farið upp í rútuna en þegar hún komst á áfangastað segist Mehdi engu hafa verið nær. Þá var hann staddur í litlu þorpi þar sem enga lögreglustöð var að finna. Hann var ekki í Kanada held- ur Höfn á Hornafirði þó hann hefði haldið, þegar þarna var komið við sögu, að hann væri í Kanada. Mehdi segist hafa verið hræddur og þreytt- ur og ákveðið að ganga til baka út úr bænum. Lögreglan hafi hins vegar fundið hann á leið úr bænum og fært hann á lögreglustöðina á Höfn þar sem hann var yfirheyrður. Fjögur ár í flóttamannabúðum Frá Höfn var Mehdi fluttur til Kefla- víkur í flóttamannaíbúðir. Þar dvaldi hann næstu fjögur ár og var ítrekað neitað um hæli hér á landi. Hann fékk fyrst neikvætt svar frá Útlend- ingastofnun vorið 2007. Við það bað hann um að fá að áfrýja máli sínu og var honum skipaður lögfræðingur. Þann 2. október 2008 fékk hann aftur neikvæða niðurstöðu og í þetta skipti var gefin út skipun um að færa hann úr landi. Þennan vetur ákvað Mehdi að fara í hungurverkfall til að mótmæla nið- urstöðu Útlendingastofnunar. Eftir 11 daga var hann færður á sjúkrahús til aðhlynningar. „Ég vil frekar deyja hér en í Íran,“ sagði hann þá í viðtali við DV. Á meðan á hungurverkfalli Meh- dis stóð sagði Haukur Guðmundsson, sem þá var forstjóri Útlendingastofn- unar: „Við látum ekki bjóða okkur upp í þann dans að láta taka okkur í gísl- ingu með einhverjum hungurverk- föllum (DV 10. nóv. 2008). Mehdi var sendur aftur í flóttamannabúðirnar og hungurverkfall hans stóð yfir í 28 daga. Þá brást Útlendingastofnun við með því að veita honum sex mánaða dvalarleyfi að því tilskildu að hann Neitar að fara frá ÍslaNdi Mehdi Kavyanpoor segist hafa tapað fimm árum lífs síns sem flóttamaður á Íslandi. Hann dvaldi í flóttamannabúðum í Keflavík í fjögur ár og hefur verið hafnað fjórum sinn- um um hæli hér á landi. Nú síðast var það staðfest með dómi í Hæstarétti. Kavyan poor þarf að greiða tvær milljónir króna vegna málskostnaðar við áfrýjun til Hæstaréttar. Ég held að hann eigi ekki eftir að lifa þetta af. Kristjana guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is hætti hungurverkfallinu. Honum var einnig gefið tækifæri til þess að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. skuldar 2 milljónir í lögfræðikostnað Frá ágúst 2009 fékk Mehdi tíma- bundið atvinnuleyfi þangað til mál hans yrði flutt fyrir Hæstarétti. Hann hóf strax vinnu og bjó sér heimili að Miðtúni í Reykjavík. Mehdi starf- ar í dag við fatahreinsun og við þrif á veitingastaðnum Ruby Tuesday. Hann segist hafa unað sér vel þetta ár sem hann lifði sem frjáls maður þótt ógnin vofði enn yfir. Ríkið greiddi ekki fyrir áfrýjun til Hæstaréttar og því réð Mehdi sér lögmann, Arnar Þ. Jónsson. Í septembermánuði féll dómur í Hæstarétti og var honum þá enn synjað um hæli og fyrri úrskurð- ir staðfestir. Mehdi skuldar nú lög- manni sínum tvær milljónir króna í lögfræðikostnað. Staða hans eftir hæstaréttardóm- inn er óbreytt. Mehdi neitar að fara úr landi og við það situr. Hann seg- ist sleginn yfir að þetta sé niðurstað- an eftir öll þessi ár. Þessum árum hafi verið sóað við illa vist og til einskis. Hann átelur Útlendingastofnun fyr- ir að hafa ekki rannsakað aðstæð- ur hans í Íran nægilega vel. Þar hafi menn ekki lagt trúnað á orð hans og hann hafi aldrei fengið stöðu flóttamanns. Hann segir enn fremur ferðasögu sína hafa þótt ótrúverð- uga. „Þeim fannst ferðasaga mín ekki sennileg og trúðu því ekki að ég hefði ekki vitað að ég væri ekki í Kanada heldur á Íslandi.“ Verst af öllu þykir þó Mehdi að mat Útlendingastofn- unar sé að honum sé ekki búin hætta af því að snúa aftur til Írans. Kolfinna baldvinsdóttir: Orðlaus „Mehdilifðiaf BjörnBjarna- son.Hannlifði afRögnuÁrna- dóttur.Svokom Ögmundurog viðfögnuðum. Þaðgerðum viðvegnaþess aðÖgmundur hafðiverið stuðningsmaðurhansmeðanhann varóbreytturþingmaður.Ennúer ljóstaðhannMehdilifirhannekki af.StaðaMehdiserennóbreytt.Það erlíkaskandallaðMehdihafiekki fengiðkostnaðgreiddantilaðáfrýja gegníslenskaríkinu.Hannskuldar lögfræðingnumsínumtværmilljónir. Hvernigáflóttamaðuraðsækjamál gegnríkinuáeiginforsendum?Égá ekkiorðogerhræddumafdrifhans. Égheldaðhanneigiekkieftiraðlifa þettaaf. toshiki toma: ÓmaNNúðleg meðferð „Éghefekki kynntmérdóm Hæstaréttar oghvaðaatriði urðutilþess aðhonumvar synjaðumhæli. Égkynntist Mehdiþegar hannkom tillandsins. Fyrstufjögurárinsemhannvarhér gathannekkertaðhafst.Honumvar haldiðíþessumflóttamannabúðum allanþennantímaogþaðfinnstmér ómannúðlegmeðferð.Svofékkhann tímabundiðdvalarleyfioghófsjálf- stættlífíborginni.Hófaðvinnaog byggjasérlíf.Égheldaðhannverði aldreisendurtilÍrans.Þaðeruengir samningarmilliríkjannaumslíktog égtelaðMehdistafiraunveruleg hættaafþvíaðfaraafturtilÍrans.“ Vísað í opinn dauðann SegirMehdiKavyanpoor semhefurveriðvísaðúr landiogsegistfrekarmunu deyjahéreníÍran. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.