Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Side 17
mánudagur 25. október 2010 erlent 17
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hyggst nú snúa vörn í sókn í
kosningabaráttu Demókrataflokks-
ins vegna komandi kosninga til full-
trúadeildar Bandaríkjaþings. Ætlar
hann að leggja áherslu á að ná eyrum
bandarísku kvenþjóðarinnar, en það
voru einmitt atkvæði kvenna sem
vógu hvað þyngst í að koma Obama
í Hvíta húsið í forsetakosningunum
fyrir tveimur árum. Skoðanakann-
anir hafa leitt í ljós að æ fleiri konur
styðja nú Repúblikanaflokkinn, en
til þessa hafa þær í miklum meiri-
hluta kosið demókrata. Talið er að
slæmu efnahagsástandi og miklu at-
vinnuleysi sé um að kenna en rep-
úblikanar tefla fram nokkrum áber-
andi konum í kosningunum, meðal
annars hinum íhaldssömu Sharron
Angle og Christine O’Donnell – sem
vilja báðar láta kenna sig við Teboðs-
hreyfinguna.
Obama lagði því land undir fót
í síðustu viku og hélt baráttufundi
með kvenframbjóðendum demó-
krata. Treysta demókratar því að
óumdeildir persónutöfrar forset-
ans muni hjálpa til við að hífa fylgi
flokksins upp á við. Hann tók til máls
í bakgarði fjölskyldu einnar í Seattle
og sagði að konur væru nú ábyrgar
fyrir meira en helmingi tekna mið-
stéttarfjölskyldna í Bandaríkjunum:
„Velgengni kvenna mun vera veiga-
mikil þegar við metum lífsgæði á
heimilum yfir höfuð.“
Hvíta húsið sendi einnig frá sér
skýrslu sem greindi frá þeim jákvæðu
áhrifum sem stefnumál Obama hafa
haft á hag kvenna. Þar er sérstaklega
átt við heilbrigðisfrumvarpið um-
deilda, sem léttir undir hjá mæðr-
um – sérstaklega þeim sem eru ein-
stæðar. Í skýrslunni kom einnig fram
að áhrif efnahagskreppunnar hefðu
komið mikið niður á konum, vegna
vaxandi hluts þeirra á atvinnumark-
aði.
bjorn@dv.is
Kvenkyns kjósendur yfirgefa Demókrataflokkinn í auknum mæli:
Vill ná til kvenna
stuðningi við stríðið í Írak. Segir hann
ráðuneytið reiðubúið að láta af hendi
til Alþingis allar upplýsingar um mál-
ið sem til eru, verði um það beðið.
Birgitta Jónsdóttir, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, situr í utanrík-
ismálanefnd og er í Íslandsdeild
NATO-þingsins. Hún hefur einnig
unnið með Wikileaks, meðal annars
við birtingu gagna um stríðið í Afgan-
istan. Tekur hún undir með Össuri og
segir sorglegast að sjá hve mikið af
óbreyttum borgurum hefur látið lífið,
án þess að dauðsföllin hafi verið svo
mikið sem skráð þrátt fyrir vitneskju
bandarískra stjórnvalda. „Mér finnst
sjálfsagt að yfirvöld þeirra landa sem
standa að þessu stríði biðji íröksku
þjóðina opinberlega afsökunar. Það
á líka við um löndin sem eru á lista
hinna viljugu þjóða, meðal annars Ís-
land. Þau ættu að senda frá sér sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem beðist er
afsökunar.“ Birgitta ætlar að fjalla um
málið á fundi utanríkismálanefndar
og segist enn fremur ætla að berjast
fyrir því að um málið verði fjallað á
þingmannafundi NATO sem fer fram í
nóvember. „Íslensk stjórnvöld eiga að
fordæma þessa leynd sem hefur hvílt
yfir tölum um raunverulegt mannfall
og við eigum hiklaust að krefjast þess
að óháð rannsókn fari fram á pynting-
um og mannfalli óbreyttra borgara.“
PYNTINGAR OG MORÐ
Á SAKLAUSU FÓLKI
Ritstjórinn
Julian Assange
er aðalritstjóri
Wikileaks.
Flýja sprengjur frá
seinni heimsstyrjöld
Franska borgin Rennes á Breta-
gne-skaga var ekki svipur hjá sjón
um helgina. Þurftu um 10 þúsund
íbúar hennar að yfirgefa borgina,
þegar sprengjur úr síðari heimsstyrj-
öldinni fundust í fjölda bygginga í
gamla miðbænum. Var borginni lok-
að fyrir gestum á meðan sprengju-
sérfræðingar unnu dag og nótt við
að gera sprengjurnar óvirkar. Maur-
ice Leclerc er 81 árs gamall íbúi í
Rennes: „Ég man eftir sprengjuárás-
unum 1944 þegar hundruð borgar-
búa létu lífið. Sú staðreynd að sömu
sprengjurnar eru að angra okkur
enn þann dag í dag er stórmerkilegt.“
Meistari í
síðdegisblundi
Heldur óvenjuleg keppni fór fram
í Madríd um helgina þegar Pedrio
Soria Lopez var krýndur heims-
meistari í síestu, eða síðdegis-
blundi. Keppendur voru um 300
talsins og fengu þeir afnot af sófa
í verslunarmiðstöð í miðborg
Madrídar. Fengu þeir svo 20 mín-
útur til að sofa eins mikið og hægt
var. Lopez tókst að sofa í 17 mín-
útur af 20 en það voru þó hrotur
hans sem fleyttu honum í efsta
sæti keppninnar, en þær mældust
um 70 desibil. Soria tryggði sér
1.000 evrur í verðlaunafé.
Fjöldamorð í partíi
Vopnaðir menn réðust inn í sam-
kvæmi í borginni Ciudad Juarez
í Mexíkó á föstudag. Þeir tóku að
skjóta á veislugesti sem var ungt fólk
á aldrinum 16–25 ára. Alls létust 13
manns í árásinni en 15 eru alvar-
lega særðir. Ciudad Juarez komst í
umræðuna á Íslandi á dögunum, en
hún er sögusvið nýjustu kvikmyndar
Baltasars Kormáks, Inhale. Er borg-
in nú talin ein hættulegasta borg í
heimi, en þar geisar blóðugt eitur-
lyfjastríð. Borgin er rétt við landa-
mærin að Bandaríkjunum og er því
yfirleitt síðasti áfangastaður smygl-
ara, áður en þeir freista gæfunnar
við landamærin.
Úti í garði. Obama ávarpaði
fámennan hóp í bakgarði í Seattle.
Franski ilmvatnsfrömuðurinn Jean-
Paul Guerlain sagðist hafa unnið eins
og „niggari“ að því að finna nýjan ilm,
sem kom nýlega í verslanir. Lét hann
þessi orð falla í beinni útsendingu í
spjallþætti í frönsku sjónvarpi. Hafa
samtök sem berjast gegn kynþáttafor-
dómum í Frakklandi staðfest að þau
muni fara í mál við Guerlain vegna
ummælana, sem vakið hafa hörð við-
brögð. Guerlain er eitt elsta ilmvatns-
gerðarfyrirtæki í heimi, en því var
stjórnað af Guerlain-fjölskyldunni frá
stofnun þess árið 1828 eða allt þar til
1994, þegar Luis Vuitton-Moët Henn-
essy samsteypan eignaðist meiri-
hluta í fyrirtækinu. Jean-Paul Guer-
lain hafði haldið um stjórnartaumana
fram að því en hann starfar enn þann
dag í dag sem sérstakur ráðgjafi æðsta
ilmvatnsgerðarmeistara fyrirtækis-
ins. Þáttastjórnandi á TF1, ríkissjón-
varpsstöð Frakka, spurði Guerlain
um vinnuferlið við nýja ilmvatnið, og
svarið var: „Ég vann eins og niggari. Ég
veit nú ekki hvort niggarar hafa alltaf
unnið svona mikið, en í öllu falli...“
Kynþáttahatur í Frakklandi
Patrick Lozés situr í fulltrúaráði Sam-
taka þeldökkra í Frakklandi. Hann
segir að sú staðreynd að Guerlain hafi
leyft sér að mæla þessi orð sýni fram
á djúpt undirliggjandi kynþáttahat-
ur í Frakklandi. Hefur hann fordæmt
ekki aðeins Guerlain, heldur einnig
Luis Vuitton-Moët Hennessy-sam-
steypuna og hefur hann hvatt almenn-
ing í Frakklandi til að sniðganga vörur
frá þeim. Litlu virðist skipta að Gu-
erlain sjálfur hefur beðist afsökunar
á hneykslandi orðum sínum og ætlar
sér að taka fulla ábyrgð á þeim. Aðal-
skrifstofa Guerlain hefur gefið út yfir-
lýsingu þar sem fullyrt er að fyrirtæk-
ið fordæmi kynþáttafordóma í hvaða
mynd sem þeir birtast. Almenningur
tekur lítið mark á afsökunarbeiðnun-
um ef marka má atburði síðasta laug-
ardags en þá söfnuðust saman hundr-
uð mótmælenda fyrir utan verlsun
Guerlain við Champs Élysées-breið-
götuna í París. Báru margir hverjir
skilti með orðunum „Ég vil ekki held-
ur vinna eins og niggari.“
Mikill órói á götum úti
Segja má að ummæli Guerlains hafi
komið á besta tíma fyrir Nicolas Sar-
kozy forseta Frakklands sem stendur
í ströngu þessa dagana. Dregur mál-
ið ögn úr athygli á hinu umdeilda eft-
irlaunafrumvarpi sem franska þing-
ið staðfesti á föstudaginn. Enn eru
starfsmenn olíuhreinsistöðva í verk-
falli og talið er að fjórðungur bensín-
stöðva í Frakklandi séu þurrar. Aðrar
þurfa að skammta eldsneyti. Loksins
hafa stjórnmálamenn fengið tækifæri
til að tjá sig um eitthvað annað en eft-
irlaunafrumvarpið, en fjármálaráð-
herra Frakklands, Christine Lagarde,
sagði um orð Guerlains að þau væru
„brjóstumkennanleg.“
Jean-Paul Guerlain vakti hörð viðbrögð vegna kynþáttafordóma
sem hann sýndi í sjónvarpsviðtali.
„Ég vann eins
og niggari“
Ég veit nú ekki hvort niggarar
hafa alltaf unnið svona
mikið.
bJöRn teitsson
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
ilmvatnsgerð
Jean-Paul Guerlain
þykir mikill ilmgerð-
armeistari.