Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 18
Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur staðið sig einstaklega vel í að halda niðri launum félagsmanna sinna. Foringj- ar hreyfingarinnar, koníaksklúbb- urinn, hafa axlað þá ábyrgð að passa upp á að laun smælingjanna næðu ekki þeim hæðum að sliga samfélag- ið allt. Það er til marks um árangur þeirra að lægstu laun eru undir at- vinnuleysisbótum. Sjálfir hafa foringjarnir verið duglegir við að spara verka-lýðshreyfingunni þungan launakostnað. Í stað þess að vesöl verkalýðsfélög borgi allan þann brúsa hafa þeir verið dugleg- ir við að ná sér í laun annað. Ekki er óalgengt að konungar verkalýðs- ins séu með mannsæmandi laun. Margir hverjir eru með á aðra milljón króna á mánuði fyrir að gegna embætt- um sem gera þá gráhærða og feita fyrir aldur fram. Manndóm- ur þeirra brýst fram í því að aðrir borga þeim launin. Marg- ir eru duglegir við störf í þágu lífeyrissjóðanna. Vakandi sem sof- andi hafa þeir eytt drjúgum hluta starfsævinnar í að ávaxta fé sjóð- anna. Víst er að ef þeirra hefði ekki notið við hefðu sjóðirnir farið í þrot miklu fyrr. Í því skyni hafa þeir lagt á sig slítandi ferðalög til erlendra stór- borga. Og auðvitað er þeim launað fyrir fórnirnar. Aðrir verkalýðsleiðtogar tóku að sér að stjórna bönkum og sparisjóðum. Fyrir það fengu þeir laun og spöruðu verkalýðsfélögum verulegt fé. Starfið í þágu banka og sparisjóða var vissu- lega slítandi rétt eins og púlið í þágu lífeyrissjóðanna. En það borgaði sig því þá náðist að létta launakostnaði af launafólki í landinu. Nú er staðan að vísu sú að lífeyrissjóðirnir eru flestir á vonarvöl þrátt fyrir störf verkalýðs- kónganna. Þá eru bankarnir og sparisjóðirnir sem þeir lögðu til starfskrafta sína farnir á hausinn. En það er fráleitt að kenna höfð- ingjum alþýðunnar um. Þeir gerðu sitt besta en það bara tókst ekki betur til. Sá vandi blasir nú við ís-lensku launafólki að vel-gjörðamenn þess eru að hluta atvinnulausir. Þeir hafa fyrir mistök steypt bönk- um, sparisjóðum og lífeyrissjóð- um í þrot. Nú verða laun þeirra að koma frá verkalýðsfélögun- um nær eingöngu. Stóra málið nú um stundir er að tryggja þeim góða afkomu. Það gæti gerst með hækkun félagsgjalda. Aðalatriðið er að þeir nái að halda áfram því góða starfi sínu að gæta þess að almenn laun í landinu sligi ekki þjóðina. Stöndum vörð um verka- lýðsforkólfana. Fórnir Foringjanna „Kærastinn minn gaf mér blóðnasir á báðum í fyrsta skipti sem ég hitti hann.“ n Segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, en kærastinn hennar er bardagaíþróttaþjálfarinn og lögreglumað- urinn Jón Viðar Jónsson. Hann er einn af stofnendum Mjölnis. - Monitor „Kenndi sjálfri mér um dauða hans.“ n Tobba Marínósdóttir, sem missti náinn vin þegar hún var skiptinemi í Brasilíu. Hann lést í bílslysi en þau fóru heim hvort í sínu lagi eftir að hafa veið saman í sundlaugargarði. - DV „Ég held að ég muni aldrei tilheyra stjórnmálaflokki.“ n Björk Guðmundsdóttir um að hún hafi alltaf skilað auðu í kosningum á Íslandi. - DV „Ætli launin séu ekki svipuð og í ensku þriðju deildinni í knattspyrnu.“ n Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, spurður út í launakjör í sportinu. - DV „Stokkbólginn í Stokkhólmi.“ n S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr, um að borgarstjórinn hefði þurft að leggjast inn á sjúkrahús í Svíþjóð eftir að hafa fengið sýkingu í húðflúr. Hann fékk sér einmitt húðflúr af skjaldarmerki Reykjavíkurborgar fyrir skemmstu. -DV.is Barátta, ekki frí 35 ár eru síðan kvennafrídagurinn var fyrst haldinn með það að mark-miði að störf kvenna yrðu metin til jafns á við störf karla. Enn í dag eru konur aðeins með 66 prósent af heildartekj- um karla. Skýringarnar felast meðal ann- ars í því að fleiri karlar eru í hátekjustörfum. Karlar sækja frekar í einkageirann þar sem peningarnir eru en konurnar í þann opin- bera. Algengara er að karlar fái bónusa, yfir- vinnukaup og akstursgreiðslur. Þeir vinna oft lengur en konur, sem bera enn hitann og þungann af heimilishaldi og barnauppeldi. Konur vinna líka alla jafna lægst launuðu störf landsins. Hefðbundin kvennastörf eru vanmetin og illa launuð. Óútskýrður kynbundinn launamunur er líka enn til staðar og er á bilinu 7,5–18 pró- sent. Sá munur snýst um viðhorf, sem liggja djúpt og enginn viðurkennir. Karlar eru metnir meira en konur. Lengi voru karlar fyrirvinna heimilis- ins. Enn í dag getur hjúskapur verið þeim til framdráttar. Laun karla í sambúð hækka meira en laun kvenna í sambúð. Barneign- ir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð áhrif á laun kvenna. Jafn réttur foreldra til fæðingarorlofs var stærsti sigur jafnréttis- baráttunnar. Efnahagshrun og niðurskurð- ur verða til þess að færri karlar nýta sér þann rétt. Afleiðingar efnahagskreppunnar ógna jafnréttinu víða. Ómögulegt er að skera nið- ur um fimm milljarða í heilbrigðiskerfinu án þess að skerða þjónustu. Um leið færist um- önnun aldraðra og sjúkra í auknum mæli inn á heimilin. Höfum það í huga að þótt umönn- unarstörf séu skelfilega illa launuð á vinnu- markaði eru þau ólaunuð inni á heimilun- um. Á meðan kynbundinn launamunur er til staðar, sama hversu lítill hann er, viðhöldum við hugmyndum um að karlar séu sjálfkrafa ofar konum í virðingarstiganum. Tuttugu ár eru liðin frá stofnun Stíga- móta. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er samt svo skammt á veg komin að þriðjungur ís- lenskra kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi. Fimmta hver stelpa og tíundi hver strákur eru misnotuð fyrir 18 ára aldur. Hér þykir líka sjálfsagt að maður sem talar svona um konur „það er kominn tími til að þagga niður í henni og munu þessir herramenn sem Fréttastof- an taldi upp áðan fylla hana eins og hátíð- arkalkún. Það mun vonandi vera til þess að hún steingrjóthaldikjafti og fari að haga sér,“ sé fenginn til þess að semja símaskrá lands- manna. Hann þykir nefnilega „góður, gáfað- ur og fyrirmynd að mörgu leyti.“ Kvennafrí er rangnefni. Köllum þetta mótmæli, verkfall, baráttu. Ekki frí. Leggj- um niður störf í dag klukkan 14.25. Fjöl- mennum að Hallgrímskirkju og göngum saman að Arnarhól. Sumar konur segja „að það sé ekki vænlegt til árangurs að konur séu alltaf að velta sér upp úr því að þær séu konur og að þeim sé mismunað af því að þær séu konur.“ Það er rangt. Einstaklingsfram- takið dugir skammt í þessari baráttu. Okkur mun ekki takast að uppræta ranglætið nema með samhug og samstöðu. Sýnum vilja okk- ar, þor og getu til þess að breyta þessu. Krefj- umst réttlætis. Það er kominn tími til. ingibjörg dögg kjartansdóttir blaðamaður skriFar. Kvennafrí er rangnefni. Köllum þetta mótmæli, verkfall, baráttu. Ekki frí. leiðari svarthöfði 18 umræða 25. október 2010 mánudagur Reynslubolti Moggans n Óskar Magnússon, útgefandi Moggans, hefur mátt þola háð og spott eftir að upplýst var að fyrir- tæki hans tapaði sem nemur 3,7 milljónum króna á dag árið 2009. Þetta samsvar- ar því að 154 þúsund tapist á hverjum einasta klukkutíma allt árið. Auglýsend- ur jafnt og áskrifendur hafa flúið Moggann eftir að Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. Ólafur Arnar- son, bloggari og sjálfstæðismað- ur, skemmtir sér konunglega yfir þessum ósköpum og kallar Davíð „reynslubolta“. „Það er ekki amalegt að hafa eina manninn á Vesturlönd- um, sem sett hefur heilan seðla- banka á hausinn, í stjórnendateym- inu,“ bloggar hann. súRt hjá heiMssýn n Heimssýnarmenn eru súrir þessa dagana eftir að Vigdís Hauksdóttir klúðraði tillögu þeirra um að draga til baka viðræður um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. En svo meingölluð var tillagan að hún stóðst ekki ný lög um þjóðar- atkvæðagreiðsl- ur sem þingið var nýbúið að setja, þótt Vigís hefði sjálf setið í nefndinni sem fjallaði um lögin. Á sama tíma virðist Heims- sýn vera að tapa hljómgrunni meðal þjóðarinnar, því síðasta skoðana- könnun sýndi að viðsnúningur er orðinn meðal þjóðarinnar og vill nú mikill meirihluti, eða 63 prósent, halda viðræðunum áfram. taka tvö n Kjarninn í hópi Heimssýnar ráð- gerir að gera enn eina tilraun á þing- inu til að stoppa viðræðurnar. Rætt er um að fá Unni Brá Konráðsdótt- ur, þingmann Sjálfstæðisflokks- ins, og Gunnar Braga Sveins- son, þingmann Framsóknar, til að leggja í byrjun nóvember fram nýja tillögu þar sem lagt er til að við- ræðurnar verði algjörlega stöðvaðar. Flest bendir þó til þess að slík tillaga væri langt frá því að hafa meirihluta á þinginu. viðskiptaMenn Catalinu n Líklegt er að atvinnusaga Catalinu Mikue Ncogo komi á markað fyrir jólin. Það eru blaðamennirnir Jak- ob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson sem skrá sögu hennar. Catalina var dæmd fyrir vændi og á annan tug íslenskra karlmanna voru ákærðir fyrir að hafa keypt af henni greiða. Dæmi eru um skilnað vegna þess. Réttarkerfið hefur þó gætt þess vandlega að nöfn þeirra verði ekki opinber. Nú er sá kvittur uppi að Catalina muni í bókinni opna við- skiptamannabókhald sitt. Og margir súpa hveljur. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókstaflega „Það veltur allt á Kópavoginum,“ segir S. BJörN BlöNDAl, aðstoðarmaður borgarstjóra. jón gnarr fékk sér á dögunum húðflúr með merki reykjavíkur. Stuttu síðar sagði jón gnarr að kópavogur hefði tekið vel í tillögur hans um sameiningu reykjavíkur og nærliggjandi sveitarfélaga. mun jón gnarr Fá sér Fleiri húðFlúr? spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.