Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Síða 19
Kúvendingar til
hins verra, hvort
sem er hjá ein-
staklingum, fyrir-
tækjum eða þjóð-
um, kalla einatt á
breytingar. Og yf-
irleitt sársauka-
fullar. Þekkt neyð-
arráð í slíkum
hamförum er nið-
urskurður. Skera
af þá kvisti sem
gætu misst sín. Og
þá kemur í ljós mismunandi forgangs-
röð í hugum fólks. En þeir sem eiga sín
hreiður handan afklippunnar verjast
gjarnan með oddi og egg, svokallaðir
hagsmunahópar.
Nýverið var forvígismaður sér-
fræðilækna spurður hvert framlag
stéttarinnar væri til endurreisnarinn-
ar. Sú kvað lækna hafa hætt við fyr-
irhugaða hækkun gjaldskrár. Tilefni
spurningarinnar var umframkostn-
aður ríkisins vegna sérfræðilækna
sem nam 1,6 milljörðum á síðasta ári.
Heildarframlög vegna þessarar þjón-
ustu áttu að vera 4,3 milljarðar en urðu
vegna ofannefndrar umframkeyrslu
5,9 milljarðar. Sem sagt 37% umfram
plön. Þessi ofvöxtur og framúrkeyrsla á
þjónustu sérfræðilækna er ekkert eins-
dæmi, mörg umliðin ár hefur þetta
viðgengist.
Við hvað er hann hræddur?
Á meðan ráðamenn standa ráðþrota
gagnvart sérfræðilæknum skera þeir
niður bráðaþjónustu á landsbyggðinni
og skerða starfsgetu sjálfs háskóla-
sjúkrahússins. Fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra sagðist reyndar hafa farið
bónarför til sérfræðilækna í því skyni
að lækka gjaldskrá en það verið erind-
isleysu. Við hvað er ráðherra hrædd-
ur? Fýlu eða fjöldauppsagnir? Ekki
veit ég en jafnvel læknar hljóta að sjá
launaviðmið sín úrelt. Þjóð á hausnum
getur ekki haldið úti dekri við eina stétt
þó mikilvæg sé, annaðhvort er að taka
þátt eða koma sér úr landi.
Í dag geta allir sérfræðilæknar sem
þess óska farið á samning við trygg-
ingastofnun. Sjálfdæmi hafa þeir um
eigin verk og stjórna sjúklingaflæð-
inu að miklu leyti sjálfir. Enn fremur
er fólki frjálst að leita til sérfræðinga
án atbeina heimilislæknis. Eflaust eru
allir þessir þættir samverkandi hvað
varðar áðurnefnda framúrkeyrslu á
fjárlögum. En fyrir þann sem hefur það
hlutverk að gæta almannaheilla, ekki
síst í harðæri, er nauðsynlegt að for-
gangsraða fyrir fólkið og hætta með-
virkni með hagsmunaaðilum. Þjóð-
in hefur í mörg ár þurft að horfa upp
á yfirgang slíkra aðila í sjávarútvegi og
nú virðist það sama uppi á teningnum
í heilbrigðisgeiranum.
Greiðsluþak á hvern lækni
Stjórnvöldum ber skylda til að lækka
gjaldskrá sérfræðinga. Ekki gengur
að læknar ákveði sjálfir kaupþörf rík-
isins á þjónustu sinni, slíkt getur vart
flokkast undir annað en sjálftöku.
Stjórnvöld eiga enn fremur að setja
greiðsluþak á hvern lækni. Fari ein-
hver fram úr þeim ramma yrði inn-
heimtan á ábyrgð læknisins sjálfs. Og
stjórnvöld eiga að koma á fót tilvísun-
arkerfi sem tryggir vandamálum sinn
rétta sess innan heilbrigðiskerfisins,
þannig að dýrari leiðir séu ekki farn-
ar þegar ódýrari bjóðast. Sjúklingum
ætti ekki að leyfast sjálfdæmi í þess-
um efnum nema bera þann kostnað
sjálfir. Svo þarf að hækka komugjöld,
ég held að fólki þyki það illskárri kost-
ur en að missa þjónustuna frá sér.
Með ofangreindu yrði miklu til leið-
ar komið, bæði fyrir landsbyggðina
og háskólasjúkrahúsið. Fólk á lands-
byggðinni gæti þá gengið áfram að
grunn- og neyðarþjónustu vísri ásamt
því að eiga griðastað á spítala allra
landsmanna fyrir flóknari vandamál.
En við sérfræðilækna vil ég segja
þetta: Gangið nú með þjóðinni eins og
hún hefur gengið með ykkur. Við erum
stödd á slysstað og þar ganga menn til
verka án þess að hugsa hvað komi fyrir.
Ekki síst læknar, einn, einn, tveir.
RaGnheiðuR haRaldsdóttiR
er forstjóri Krabbameinsfélagsins sem
stóð fyrir Bleiku slaufunni, átaki gegn
brjóstakrabbameini. Hún reynir að láta
gott af sér leiða og segir mikilvægt að
konur séu meðvitaðar um brjósta-
krabbamein.
Dáist að glað-
lynDi mömmu
1 Fundu aFlimað lík albínóa Aflimað lík níu ára drengs fannst við
landamæri Tansaníu og Búrúndí fyrir
skemmstu.
2 StoFnandi WikileakS gekk út í viðtali Julian Assange gekk
út í miðju viðtali við CNN eftir að
fréttamaður spurði hann út í meinta
nauðgun sem hann er ákærður fyrir.
3 liStaverk úr riStuðu brauði Ung bresk kona bjó til listaverk með
andlitsmynd af tengdamóður sinni
úr 9.852 ristuðum brauðsneiðum.
4 „Heiðar er gambler“ Heiðari Má Guðjónssyni er lýst sem hrokafullum
„gambler“ í nærmynd í helgarblaði
DV.
5 Celine dion eignaðiSt tvíbura Söngkonan góðkunna Celine Dion
eignaðist tvíbura á laugardaginn.
Börnin á hún með söngvaranum
René Angélil
6 lögreglan burt aF HáSkóla-lóðum Egypskur dómstóll úrskurð-
aði fyrir helgi að lögreglusveitir skuli
fluttar af lóðum háskóla þar í landi.
7 FranSkur prinS vill lögbann á liStaSýningu Afkomandi
Loðvíks XIV hefur sóst eftir lögbanni
á sýningu japansks listamanns í
Versalahöllinni í Frakklandi.
mest lesið á dv.is myndin
hver er konan? „Ragnheiður Haralds-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands , mamma og
amma.“
hvað drífur þig áfram? „Að kljást við
áhugaverð verkefni, láta til mín taka og
reyna að láta gott af mér leiða.“
hvar ertu uppalin? „Við Ægisíðuna í
vesturbæ Reykjavíkur.“
Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ekki
neina eina, en ég dáist að sterkum
eiginleikum í fari fjölda fólks. Glaðlyndi
mömmu, þrautseigju pabba, dugnaði
eiginmannsins, kjarki Vigdísar Finnboga,
húmor Siggu, hugmyndaauðgi Tótu
Siggu, hugsjónamennsku Vilborgar
o.s.frv., o.s.frv.“
uppáhaldsbókin þín? „Í augnablikinu
er það Gerpla, en ég er að lesa hana
vel áður en ég fer á sýninguna. Þvílík
skemmtun!“
hver eru þín helstu áhugamál? „Ég
hef áhuga á allri hönnun, en lestur góðra
bóka er ævilöng ástríða hjá mér.“
hvað táknar Bleika slaufan? „Hún
táknar baráttuna gegn krabbameini hjá
konum, með áherslu á brjóstakrabba-
mein því það er algengast.“
hver er tilgangurinn með bleiku
slaufunni? „Að vekja athygli á
baráttunni gegn brjóstakrabba og að
bæta möguleika okkar á að ná enn betri
árangri.“
eru íslenskar konur meðvitaðar um
brjóstakrabbamein? „Já, en sennilega
ekki nægilega vel. Það er mikið í húfi.“
eru konur duglegri við notfæra sér
leitarstöðina núna en áður? „Konur
mættu gjarnan færa sér betur í nyt boð
okkar um að mæta í Leitarstöðina.“
hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan
og góð samskipti við þá sem manni þykir
vænt um.“
maður dagsins
„Ég er aðeins byrjuð að spá í jólagjafir
og þá að byrja fyrr en seinna að kaupa
inn.“
MaRta MaRía sVeinsdóttiR
30 áRA NEMI
„Hugur minn þessa dagana er allur
bundinn við jólabæinn á Hljómalindar-
reit sem á að opna 9. desember.“
JakoB FRíMann MaGnússon
57 áRA MIðBoRGARSTJóRI
„Nei, alls ekki.“
hallGRíMuR eyMundsson
32 áRA TöLVUNARFRÆðINGUR
„Nei, alls ekki.“
aldís BJöRG siGuRðaRdóttiR
37 áRA MARGMIðLUNARFRÆðINGUR
„Nei, jól eru fyrir aumingja.“
ÁstRíðuR halldóRsdóttiR
30 áRA NEMI
ertu Farin/n að Huga að jólum?
dómstóll götunnar
mánudagur 25. október 2010 umræða 19
Einn, einn, tveir
lýður
árnason
kvikmyndagerðarmaður skrifar
Stjórnvöldum ber skylda til að
lækka gjaldskrá sér-
fræðinga.
kjallari
Blindflug Mávarnir við Austurbakkann þurfa ekki að sjá vitann á gamla sjómannaskólanum til þess að geta flogið í vetrarmyrkrinu.
Þeim nægir skíman úr rennu skuttogarans sem bundinn er við bryggju. Mynd siGtRyGGuR aRi Jóhannsson