Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Side 26
26 fólkið 25. október 2010 mánudagur
Ástþór, inga lind og þorvaldur gylfa:
Pítsa í
köldum bíl
Sjónvarpsstjarnan María Sigrún
Hilmarsdóttir var einn þeirra frétta-
manna sem biðu við Ráðherrabú-
staðinn í október 2008 þegar íslenska
hagkerfið hrundi. „Það var ofboðs-
lega kalt úti þannig að við hírðumst
inni í bíl og pöntuðum okkur pítsur
á milli beinna útsendinga.“ Frá þessu
segir María í forsíðuviðtali í nýjasta
blaði Fréttatímans. Hún segist hafa
fundið til hræðslu og óvissu þegar
þessir atburðir áttu sér stað. „Mér
finnst þessi hræðsla hafa hreiðrað um
sig í samfélaginu.“
Engir
stælar í
ramsEy
Grjótharði sjónvarpskokkurinn Gor-
don Ramsey var staddur á landinu
fyrir skemmstu. Þetta kom fram í
Víkurfréttum fyrir helgi en Ramsey
gisti á Flughóteli í Keflavík og borðaði
á veitingastað hótelsins, Vocal.
Ramsey er þekktur fyrir þætti sína
Kitchen Nightmares þar sem hann
tekur eldhús veitingastaða alveg í
gegn en Bergþóra Sigurjónsdóttir
hótelstjóri sagði Ramsey hafa verið
hinn prúðasta og ekki með neina
„helvítis stæla“.
Ævisöguriturunum Þórarni Þórar-
inssyni og Jakobi Bjarnari Grétars-
syni hafa borist hótanir um bæði
málsóknir og líkamsmeiðingar við
skrif sín á væntanlegri bók um Ca-
talinu M. Ncogo. Þetta hefur DV
eftir öruggum heimildum. Hafa
hótanirnar borist frá einstakling-
um sem óttast það að vera nefnd-
ir á nafn í bókinni sem fer í prent á
næstu dögum.
Í bókinni segir Catalina sögu
sína en hún hafði rekið vændis-
starfsemi hér á landi um þó nokkurt
skeið. Hún afplánar nú fangelsis-
dóm í kvennafangelsinu í Kópavogi
sem hún hlaut meðal annars fyr-
ir fíkniefnainnflutning, milligöngu
um vændi, líkamsárás og brot gegn
valdstjórninni. Mál Catalinu hafa
vakið mikla athygli en 17 einstakl-
ingar voru ákærðir fyrir að eiga við-
skipti við hana eða í gegnum hana
í vændishúsi sem staðsett var á
Hverfisgötu. Á endanum stóðu
11 ákærur eftir en ákveðið var að
nöfnum þessara
einstaklinga
yrði haldið
leyndum. Nú fyrir helgi voru tveir
ónefndir menn sýknaðir af ákærum
um vændiskaup.
DV hefur einnig heimildir fyrir
því að viðskiptavinir Catalinu hafi
haft samband við hana í fangelsið
og beðið hana um að nefna sig ekki
á nafn í væntanlegri bók. Catalina
talaði opinskátt um starf sitt sem
vændiskona í viðtali við Vikuna árið
2009 en þar sagði hún meðal ann-
ars að ráðherrar hefðu verið á með-
al viðskiptavina sinna.
Höfundar bókarinnar vildu ekki
tjá sig um hótanirnar þegar DV
hafði samband við þá.
asgeir@dv.is
Þórarinn Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson:
Hótað mEiðingum
Höfundar í hættu Þórarinn
Þórarinsson og Jakob Bjarnar
Grétarsson.
Catalina Fyrrverandi
kúnnar beiðast
nafnleyndar.
stjörnur
á stjórnlagaþing
Umsóknarfrestur til setu á stjórnlagaþingi rann út í síðustu viku. Um fimm hundruð
bjóða sig fram og þar má finna fjölmörg þekkt andlit úr ólíkum áttum.
Ástþór Magnússon,
athafnamaður
Það er morgunljóst að Ástþór
Magnússon vill hafa áhrif í
landinu en hann hefur bæði
boðið sig fram til forseta og á
þing. Hvorugt hefur á nokkurn
hátt verið nálægt því að takast
en hann er kominn aftur í
framboð, nú til stjórnlaga-
þings.
Inga Lind Karls-
dóttir, sjónvarpskona
Það hefur lítið borið á hinni
íðilfögru Ingu Lind Karlsdóttur
frá því að stuttur og snaggara-
legur fréttatími Skjás Eins kom
og fór í byrjun sumars. Inga
Lind hefur verið að læra við
Háskóla Íslands að undanförnu
en býður sig nú fram til
stjórnlagaþings.
Silja Bára Ómars-
dóttir, stjórnmála-
fræðingur Hver man ekki
eftir vökunóttinni mögnuðu
þegar Barack Obama var kjörinn
forseti Bandaríkjanna? Silja Bára
fór þá hreinlega á kostum við
hliðs Ingólfs Bjarna á RÚV þar
sem hún greindi landanum frá
því hvað væri að gerast. Silja
veit um það bil allt þegar kemur
að stjórnmálum.
Jónas Kristjánsson,
fyrrverandi ritstjóri DV
Er þekktur fyrir allt annað en
að liggja á skoðunum sínum.
Eftir að hann lét af störfum sem
ritstjóri hefur Jónas verið dug-
legur við að gagnrýna allt milli
himins og jarðar á vefsíðunni
jonas.is.
Illugi Jökulsson,
blaðamaður og rithöfundur
Fáir hafa meiri og sterkari
skoðanir á því sem er að gerast
í landinu en ofurpenninn Illugi
Jökulsson. Blogg hans á DV.is og
pistlar í DV hafa vakið gríðarlega
athygli en hann er einn þekkt-
asti skríbent á Íslandi.
Hlín Agnarsdóttir,
leikskáld og fyrrverandi leik-
hússtjóri Borgarleikhússins
Hlín Agnarsdóttir gerði garð-
inn frægan sem leikhússtjóri
í Borgarleikhúsinu en einnig
hefur hún sinnt störfum sem
leikskáld. Kjarnakona sem
býður sig fram til stjórnlaga-
þings.
Þorvaldur Gylfa-
son, hagfræðiprófessor við
Háskóla Íslands
Þorvaldur Gylfason hefur verið
titlaður ein af hetjunum í hrun-
inu en hann kom afskaplega vel
út í rannsóknarskýrslu Alþingis.
Ein af röddum hins nýja Íslands
og verður að teljast líklegur til
að komast á stjórnlagaþing.
Bergvin Oddsson
(Beggi blindi), grínisti
Spéfuglinn Beggi blindi hefur
skemmt Íslendingum um langa
hríð en hann hefur löngum
verið einn vinsælasti uppistand-
arinn á Íslandi. Sprelligosi með
skoðanir sem vill nú láta gott af
sér leiða.
Sigursteinn Más-
son, formaður Geðhjálpar
Sigursteinn Másson sló í gegn
með þáttunum Sönn íslensk
sakamál á RÚV en hann varð síð-
ar formaður Öryrkjabandalags
Íslands. Hann er nú formaður
Geðhjálpar.
Svavar Kjarval
Lúthersson, fyrrverandi
eigandi torrent.is Þegar SMÁÍS
gafst endanlega upp á pörupilt-
unum sem stela kvikmyndum
og tónlist á netinu réðust
samtökin gegn vefsíðunni
torrent.is sem var í eigu Svavars
Lútherssonar. Mikið var gert
úr málinu en Svavar var ýmist
kallaður hetja eða þjófur.