Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Qupperneq 29
mánudagur 25. október 2010 sviðsljós 29
Fyrirsætuferillinn
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
Vildu ekki
Gibson
M el Gibson mun ekki leika í gam-anmyndinni The Hangover 2 eins
og til stóð. Ástæðan er sú að að-
standendur myndarinnar voru
ekki allir á eitt sáttir um aðkomu
hans að myndinni. Gibson er væg-
ast sagt umdeildur eftir að upp-
tökur birtust þar sem hann hót-
aði fyrrverandi kærustu sinni og
barnsmóður öllu illu. Ekki bættu
niðrandi ummæli hans um gyð-
inga, blökkufólk og aðra minni-
hlutahópa heldur úr skák.
„Ég held að Mel hefði verið frá-
bær í myndinni og ég hafði fullan
stuðning Jeffs Robinovs, forstjóra
Warner Brothers,“ sagði leikstjóri
myndarinnar, Todd Phillips, fyr-
ir helgi. „En ég áttaði mig á því
að kvikmyndagerð er samvinna
ótal margra einstaklinga og þessi
ákvörðun hafði ekki fullan stuðn-
ing allra sem að myndinni koma.“
Margir töldu að hlutverkið
myndi gera góða hluti fyrir Mel til
þess að bæta ímynd hans en fer-
ill hans er í rúst eftir fjölmiðlafár
síðustu mánaða. Ekki eru öll kurl
komin til grafar í málum hans og
Oksönu Grigorieva en líkur er á að
hún verði kærð fyrir fjárkúgun.
Vildu þeir ekki Gibson?
Zach Galifianakis, Bradley
Cooper og Ed Helms.
bæ, bæ, Gibson! Ekki voru allir
sáttir við þátttöku hans.
Leikur ekki í The Hangover 2:
Valdi sjóliðabúning
Paris Hilton undirbýr sig fyrir hrekkjavökuna:
sjóliði Paris var ekki feimin við
að ganga um í undirfötunum.
Mikið ÚrVAl Paris leitaði að
hugmyndum á Twitter.
P aris Hilton fór í undirfata-verslun að leita sér að bún-ingi fyrir hrekkjavökuna á dögunum. Eftir að hafa ósk-
að eftir hugmyndum frá 2.900.000
áhangendum sínum á Twitter-sam-
skiptasíðunni fór hún í verslun sem er
frægust fyrir að vera í sérstöku uppá-
haldi hjá stelpunum hans Hughs
Hefners á Playboy-setrinu ásamt
fleiri stór- og smástirnum í L.A. Eftir
að hafa mátað nokkra búninga valdi
Paris þessi efnislitlu sjóliðaföt fram
yfir norna- og skrímslabúninga sem
þykja hefðbundnari fyrir hrekkjavök-
una. Hún sprangaði um verslunina
ófeimin að vanda enda tók hún sig al-
veg ágætlega út í fötunum.
m yndir sem birtust af Glee-leikurunum Diönnu Agron, Leu Michele og Cory Monteith í tímarit-
inu GQ fyrir helgi vöktu hörð viðbrögð.
Fjölmargir hafa fordæmt þau þar sem
leikararnir sitja fyrir á ögrandi myndum
en í þáttunum leika þau unglinga í fram-
haldsskóla.
Dianna Agron hefur bloggað um málið en segist aðeins tala fyrir sjálfa sig.
„Ég biðst afsökunar ef þú móðgaðist við að sjá þessar myndir. Það var aldrei
ætlunin. Og ef átta ára barnið þitt er með eintak af GQ þá biðst ég aftur af-
sökunar. En verð um leið að spyrja hvernig í ósköpunum það kosmt þangað.“
Agron segist ekki vera sérstaklega stolt af myndunum en að hún sé 24 ára
gömul og þetta sé partur af þeim heimi sem hún starfar í sem leikkona.
afsakar ögrandi
myndir
glee-stjarnan Dianna Agron:
ÖGrAndi
Dianna Agron í
tímaritinu GQ.