Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Síða 2
02 fréttir 1. nóvember 2010 mánudagur Stjórn Íbúðalánasjóðs stefnir að því að taka ákvörðun um það hver verði næsti framkvæmdastjóri sjóðsins á fundi sínum í dag. Stjórn sjóðsins fundaði daglangt á föstu- dag um málið án þess að komast að niðurstöðu. Yfirstjórn sjóðsins auglýsti í síð- ustu viku fjórar stöður sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði: stöðu fyrir- tækjasviðs, einstaklingssviðs, eign- asviðs og fjármálasviðs. Umsókn- arfrestur rennur út 11. nóvember næstkomandi. Samkvæmt upplýs- ingum sem DV hefur aflað, er ekki ætlunin að ráða í umræddar stöður fyrr en ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Tafir á því að ráða framkvæmda- stjóra í stað Guðmundar Bjarna- sonar eru orðnar æði miklar, en staðan var fyrst auglýst í apríl síð- astliðnum. Ágreiningur innan stjórnar sjóðsins um það hvort ráða ætti Ástu H. Bragadóttur, aðstoð- arframkvæmdastjóra Íbúðalána- sjóðs, eða Yngva Örn Kristinsson, fyrrverandi yfirmann verðbréfa- sviðs Landsbanka Íslands, varð til þess að Árni Páll Árnason, þá- verandi félagsmálaráðherra, skip- aði valnefnd til þess að ráða fram úr málinu seint í ágúst síðastliðn- um. Þeir sem skipuðu nefndina voru Jón Sigurðsson, lektor við HR, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lekt- or við hagfæðideild HÍ, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Fjöldi umsækjenda dró við þetta um- sóknir sínar til baka, þeirra á með- al Ásta sem þá gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Niðurstaða valnefndarinnar varð sú að mæla ekki með neinum umsækjanda, hvorki Yngva Erni né öðrum umsækjendum sem til greina höfðu komið á lokasprett- inum. Því var borið við að umsækj- endum hefði fækkað og aðstæður breyst. Undirtök stjórnarandstöðu Núverandi stjórn Íbúðalánasjóðs var skipuð af framsóknarmannin- um Magnúsi Stefánssyni, þáver- andi félagsmálaráðherra, um ára- mótin 2006 og 2007. Eftir því sem næst verður komist hafði Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga, sótt fast að verða formaður Íbúðalánasjóðs á þessum tíma. Af því varð ekki og úr varð að Magnús skipaði tvo framsóknarmenn, Hákon Hákon- arson, formann, og Elínu R. Lín- dal og sjálfstæðismennina Gunn- ar S. Björnsson og Kristján Pálsson í stjórnina. Aðeins einn fulltrúi þá- verandi stjórnarandstöðu, Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, tók sæti í stjórninni. Umboð stjórnar- innar rennur út um áramótin og þá kemur til kasta Guðbjarts Hannes- sonar, núverandi félagsmálaráð- herra, að skipa nýja stjórn. Jafnvel þótt það freistaði hans að fela nýrri stjórn að ljúka málinu þolir það vart lengri töf enda staða sjóðsins bágborin. Þessi staða mála er ein helst rót þess að illa hefur gengið að velja eftirmann Guðmundar Bjarna- sonar. Raunverulega hefur núver- andi stjórnarandstaða undirtökin í stjórn Íbúðalánasjóðs og gæti því komið sínum umsækjanda í emb- ættið. Það stríðir aftur á móti gegn grundvallarviðmiðum um að ráða aðeins þann hæfasta samkvæmt skilmálum auglýsingar og mati á reynslu, menntun og öðrum kost- um umsækjenda. Tafir á því að skipa nýjan fram- kvæmdastjóra eru miklar eins og áður segir. Það kemur í hlut Guð- bjarts Hannessonar núverandi fé- lagsmálaráðherra að skipa nýja stjórn yfir Íbúðalánasjóð í árslok. Ólíklegt þykir að hann fari að for- dæmi forvera síns, Magnúsar Stef- ánssonar, og skipi fjóra stjórnarliða í stjórn á móti einum úr stjórnar- andstöðu. Þótt skammt sé þess að bíða að ný stjórn taki við er varla verjandi fyrir félagsmálaráðherra að tefja málið enn frekar og því ræður núverandi stjórn úrslitum um val á næsta framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Fjórir í úrslit Eftir að valnefnd fyrrverandi félgs- málaráðherra ákvað að mæla ekki með neinum umsækjanda var stað- an auglýst aftur. Þá sóttu 26 manns um stöðuna. Fimm hættu við þeg- ar fjölmiðlar óskuðu eftir því að fá að birta lista yfir umsækjendur. Hagavangur valdi 12 af 21 umsækj- anda til að fjalla nánar um og skil- aði stjórn Íbúðalánasjóðs loks lista með 4 nöfnum. Stjórn sjóðsins fjall- aði um þessi nöfn á fundi sínum fyrir helgi og fjallar aftur um þau í dag. DV hefur ekki tæmandi upp- lýsingar um það hvaða nöfn eru á þeim lista. Nafn Yngva Arnar Krist- inssonar er þar örugglega enda var hann helsti keppinautur Ástu H. Bragadóttur áður en málið fór í handaskolum og auglýst var aftur. Raunverulega hefur núverandi stjórnarandstaða undir- tökin í stjórn Íbúðalána- sjóðs og gæti því kom- ið sínum umsækjanda í embættið. jóhann haUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Vandræðagangur ríkir enn á stjórnarheimilinu vegna skip- unar í stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Meirihluti stjórnar sjóðsins ræður í stöðuna og tekur að líkindum ákvörð- un sína í dag. Stjórnarandstaðan hefur meirihlutavald í stjórn- inni, en hún var skipuð í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Fjórar stöður sviðsstjóra hjá sjóðnum vöru auglýstar lausar til umsóknar í síðustu viku og því þarf að hraða ráðningu nýs framkvæmdastjóra. TekisT á um völdin skipaði 4 stjórnarliða Magnús Stefánsson,fyrrverandifélagsmálaráð- herra,skipaðifjórafulltrúaríkisstjórnar SjálfstæðisflokksogFramsóknarflokks ístjórnÍbúðalánasjóðs.Þeirhafaþar meirihlutatiláramóta. Umsækjandi Slagurinnstóðmilli ÁstuH.BragadótturogYngvarsArnar Kristinssonar.Húnergenginúrskaftinu enhannerennmeðalumsækjenda. Byggingaframkvæmdir Íbúðalána- sjóðurbýrviðmikinnvandaíkjölfar bankahrunsinsoghefurnúþegar leysttilsínhundruðíbúðaíkjölfar nauðungaruppboða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.