Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 16
16 erlent 1. nóvember 2010 mánudagur Breskir Evrópuþingmenn hafa lýst yfir hneykslun sinni á framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins fyrir óhóflega eyðslu í ráðstefnu sem var tileinkuð réttindabaráttu samkyn- hneigðra, tvíkynhneigðra og kyn- skiptinga. Ráðstefnan var haldin á fimm daga tímabili í Haag í Hollandi og náði hámarki á laugardaginn var. Í síðustu viku hittust einnig leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel til að ræða endurbætur á fjármálakerfi evrusvæðisins. Þar voru það Bretar sem lögðu höfuðáherslu á að aðildarríki mættu ekki fara fram úr fjárlögum sínum nema því sem nemi 2,9 prósentum. Á sama tíma borg- aði framkvæmdastjórnin undir 200 manna ráðstefnuna í Haag en talið er að hún hafi kostað um 124 þúsund evrur, eða því sem nemur rúmlega 19 milljónum íslenskra króna. Philip Davies situr á breska þing- inu fyrir Íhaldsflokkinn. Hann segir að þetta sé dæmigert fyrir Evrópu- sambandið, að borga fúlgur fjár til að sýna að pólitísk rétthugsun sé við lýði innan sambandsins. „Því fyrr sem við komumst úr þessu ægilega sam- bandi því betra. Í öllu falli eigum við alls ekki að standa í frekari peninga- gjöfum, þar sem þeir eiga greinilega næga peninga til að brenna.“ Maria van Bijsterveldt er ráðherra jafnrétt- ismála í Hollandi og ávarpaði ráð- stefnugesti. Hún var öllu jákvæðari í garð ráðstefnunnar en Davies. Bauð hún 40 fundargesti frá löndum í Aust- ur-Evrópu sérstaklega velkomna, en þar hafa samkynhneigðir átt erfitt uppdráttar. Vitnaði hún meðal ann- ars í leikskáldið Oscar Wilde: „Verið þið sjálf, allir aðrir hafa verið teknir frá.“ bjorn@dv.is Bretar hneykslast á eyðslusemi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: Eyðir fúlgum í samkynhneigða Vísindamönnum í Wake Forest-há- skólanum í Bandaríkjunum hefur tekist að rækta starfandi lifur á stærð við heslihnetu. Þetta kom fram á læknaráðstefnu sem haldin var í Boston á dögunum. Shay Soker stýr- ir verkefninu sem hefur vakið mikla athygli. „Við erum mjög spennt yfir þeim möguleikum sem verkefn- ið býður upp á. Við erum einungis stödd á frumstigi rannsóknarinn- ar og ennþá þarf að yfirstíga tækni- legar hindranir áður en sjúklingar geta farið að njóta góðs af verkefn- inu.“ Takist vísindamönnunum að rækta lifur sem hægt væri að græða í sjúklinga myndi það verða bylting í læknavísindum. Árlega eru nú fram- kvæmdar þúsundir lifrarígræðslna í heiminum en framboð af nothæf- um lifrum er enn allt of lítið. Talið er að allt að fimmtungur sjúklinga með alvarlega lifrarsjúkdóma deyi á meðan þeir eru á biðlista eftir nýrri lifur. Áfengi og eiturlyf stór vandamál Helstu vandamál lifrarsjúklinga eru áfengi og eiturlyf. Ekki aðeins fyrir þá sjálfa, heldur er framboð af vel starfandi lifrum til ígræðslu orðið lítið á Vesturlöndum vegna áfeng- is- og lyfjaneyslu. Þá leiðir áfengis- og eiturlyfjaneysla til lifrarsjúkdóma en talið er að allt að helmingur þeirra sjúklinga sem þurfa að gang- ast undir lifrarígræðslu hafi eyðilagt lifrina með neyslu. Í Bretlandi hafa læknar gengið svo langt, að neita sjúklingum um lifrarígræðslu nema þeir sverji þess eið að drekka ekki áfengi að ígræðslunni lokinni. Þar í landi eru lifrarsjúkdómar í fimmta sæti yfir algengustu dánarorsakir en á síðasta ári dóu yfir 15 þúsund manns vegna þeirra. Talið er að sú tala eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 árum. Önnur líffæri gætu verið ræktuð Verkefnið í Wake Forest hefur gef- ið vísbendingar um að hægt sé að rækta fleiri líffæri, svo sem nýru eða bris. Sjúklingar þurfa einung- is að gefa stofnfrumur sem eru síð- an ræktaðar í sérstökum lífræn- um „orkutanki.“ Stofnfrumur gætu einnig verið teknar úr fósturvís- um til þessa. Ennþá á þó eftir að rækta lifur sem er nægilega stór fyrir mannslíkamann og þá á eftir að at- huga hvort hún geti starfað í líkama. Pedro Baptista var einn af þeim sem vann að verkefninu: „Við vonumst til að geta grætt líffæri í sjúklinga innan skamms, og við vonum auðvitað líka að líffærin haldi áfram að starfa og þróast með þeim sem þiggja þau.“ VÍSINDAMENN RÆKTA LIFUR bjÖrn teitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Takist vísinda-mönnunum að rækta lifur sem hægt væri að græða í sjúk- linga myndi það verða bylting í læknavísind- um. Vísindamönnum í Wake Forest-háskól- anum í Bandaríkjunum hefur tekist að rækta lifur. Takist að græða ræktaða lifur í sjúklinga gæti það orðið bylting í lækna- vísindum en árlega deyja sjúklingar í þús- undatali vegna lifrarsjúkdóma. Framboð af nothæfum lifrum er enn allt of lítið. Lést úr krabbameini Leikkonan Denise Borino-Qu- inn, sem lék konu mafíósans Johnny Sacramoni í vinsælu sjónvarpsþáttunum um Sopr- ano-fjölskylduna, lést síðast- liðinn miðvikudag af völdum krabbameins. Denise sagðist, í viðtali árið 2000, hafa fengið hlutverk- ið eftir að hafa farið í opna áheyrnarprufu með vinkonu sinni sem var að falast eftir hlutverki í þáttunum, en áður hafði Denise starfað sem ritari á lögfræðistofu. Sjónvarpsþáttaröðin um Sopranos-fjölskylduna naut gífurlegra vinsælda úti um all- an heim og hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaun sem besta dramaþáttaröðin árið 2000. Lifrarígræðsla Erfittgetur reynstaðfinnaheilbrigðalifur. Framkvæmdastjórnin Bretartelja ESBfaraóvarlegameðpeninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.