Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 18
F yrir þúsund árum náði íslensk þjóð að skipta um þjóðtrú án teljandi átaka. Yfirleitt hafa þjóðir ekki skipt um trúarbrögð nema eftir skipulegt ofbeldi, þjóðarmorð eða annars kon- ar kúganir. Ekkert er órökréttara en trúarbrögð og því byggist umræðan jafnan á hindurvitnum og móður- sýki. En þetta gátu Íslendingar þá. N ú þúsund árum síðar hefur íslensku þjóðarsál-inni förlast. Evrópusam-bandið er að kljúfa þjóð- ina. Umræðan um aðild er rugluð og hún stýrist af fólki sem veit lítið hvað það er að tala um. Það sorglega er að lausnin liggur beint fyrir fram- an augu okkar. K lofningur þjóðarinnar ligg-ur þvert á alla flokka. Helst eru vinstri grænir og sjálf-stæðismenn sammála um að standa utan Evrópusambandsins og stöðva þar með frekari Evrópu- samruna Íslands. Innan Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Vinstri-grænna eru margir rómant- ískir afturhaldssinnar. Ein lausn gæti sameinað þessa þrjá flokka og Samfylkinguna og stöðvað ein- hverja heimskulegustu umræðu Ís- landssögunnar. Steingrímur J. Sigfússon lagði sjálfur til í fyrra að Íslending-ar tækju upp norsku krón-una. Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son framsóknarmenn fóru sjálfir til Noregs í fyrra til að leita ásjónar Norðmanna. Samfylkingin elskar allt evrópskt og Noreg væntanlega með. Þar er kominn veglegur meiri- hluti fyrir því að íslenska þjóðin við- urkenni frumhlaup forfeðra sinna fyrir 1.100 árum og snúi aftur heim til Noregs. V ið Íslendingar höfum sýnt eftirminnilega fram á að við erum ófærir um að stjórna eigin málum. Hvorki stjórnlagaþing, Alþingi eða þjóðlagaþing getur breytt þeirri stað- reynd að 35 prósent þjóðarinnar er nú tilbúin til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda. Fæstir vilja fara einu leiðina sem boðið hefur verið upp á til að losna við krónuna, sem rústaði fjárhag flestra landsmanna. Lausnin sem fólkið í landinu velur er að halda í sama óstöðuga gjaldmiðilinn og kjósa aftur sömu stjórnmálamenn og voru í framvarðarsveitinni sem lagði efnahaginn í rúst. V ið gerum eins og Álftanes. Álftanes lagði sig á haus-inn við að byggja of stóra sundlaugarparadís. Eins og Íslendingum sæmir nægði þeim ekki neitt venjulegt, heldur þurftu íbúarnir tvö þúsund að fá sund- laug sem framkallar öldur. Til að forða sér út úr sjálfskaparvítinu ætla Álftnesingar að gefa eftir forræði yfir eigin málum, enda óhæfir til að stjórna sér sjálfir, og sameinast hinum vellauðuga Garðabæ. Þannig dreifast skuldirnar á miklu fleiri. Þetta getur Ísland gert. V ið þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið. Það er skortur á Íslendingum í Noregi. Atvinnuauglýs- ingarnar eru stútfullar af skila- boðum frá Norðmönnum um að fá Íslendinga til sín. Atvinnuleysið er miklu minna en í ESB. Saman gengi Íslendingum og Norðmönnum miklu betur að semja við Evrópu- sambandið um fiskveiðar. Þúsund- ir Íslendinga hafa nú þegar farið til Noregs eftir hrun. Aðlögunin er nú þegar orðin. Fólk hefur kosið með fótunum. Skuldir íslenska þjóðar- búsins myndu hverfa eins og lítill dropi í fulla olíutunnu. A tburðurinn yrði tákn-rænn. Við myndum senda Jóhönnu Sigurðardóttur með knerri til Noregs. Sjó- barin kæmi hún að höfn í Niðarósi. „Ví ar bakk,“ segði hún á tilfinn- ingasnauðri flugfreyjuensku. Hún myndi skila norska kónginum önd- vegissúlunum. Og sjá; við verðum laus við mestu plágur samtímans: krónuna, skuldirnar og ESB-um- ræðuna. Samfylkingin yrði ánægð með nýja gjaldmiðilinn og fram- sóknarmenn og vinstri grænir gætu fagnað því að fara ellefu hundruð ár aftur í tímann. Bjarni Benediktsson gæti hrósað happi yfir því að kom- ast með fingurna í norska olíusjóð- inn, sem upp úr því myndi heita N1. Allt er gott sem endar vel. Göngum í Noreg. GÖNGUM Í NOREG „Ég gat ekki gifst manni sem ég þekkti ekki betur en þetta.“ n Gerður Kristný Guðjónsdóttir hafnaði fyrsta bónorðinu frá núverandi eiginmanni sínum. – DV „Það var erfitt að taka ákvörðun um að fara þessa leið til að eignast barn.“ n Marta Einarsdóttir fór í tæknisæðingu til að verða ófrísk. - Fréttatíminn „Ég er fimmtíu og eins árs gömul og búin að missa allt, innbúið mitt fór í brunanum og ég sé ekki fram á það að ég geti náð mér upp fjárhagslega á nokkurn hátt.“ n Sophia Hansen segir sárast að missa æruna. – DV „Hvernig getum við bara horft upp á heiminn verða veikari og veikari eins og það sé eitthvað náttúrulögmál og ætlað síðan bara að finna ný og ný lyf.“ n Jóhanna Vilhjálmsdóttir segir mataræði hafa mikið um það að segja hvort fólk nái bata eða ekki. – Fréttablaðið „Það sem er ljótast við AMX pistlana er að þeir eru nafnlausir. Það er semsagt einhver að skrifa þá sem vill ekki gangast við því.“ n Egill Helgason er sakaður um vanhæfni. – Pressan Snjóflóð og sægreifar REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ástæðan er kvótakerfi sem meinar þorpsbúum að nýta sér ríkulegu auðlindina sem þorpið byggðist á. LEIÐARI 18 UMRÆÐA 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR KLÖRUBAR SELDUR n Íslendingar á Kanaríeyjum hafa gripið í tómt að undanförnu þegar þeir hafa heimsótt Klörubar í þeirri von að hitta þar, líkt og undanfarna áratugi, eigand- ann, Klöru Bald- ursdóttur. Við eftirgrennslan kom í ljós að Klara er búin að selja Íslendingabarinn vinsæla þar sem Guðni Ágústsson tók meðal annars út harm sinn eftir að hann gaf frá sér for- mannsembætti í framsókn. Það mun vera heimamaður sem keypti. Óljóst er hvort Klörubar stendur lengur und- ir því að vera Íslendingabar. STRIGAKJAFTUR OG „KERLING“ n Það er eins gott fyrir ráðamenn að gæta orða sinn nú um stundir. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, þykir á köflum vera striga- kjaftur og á það til að tala fyrst en hugsa svo. Á opnum fundi í Stapa í síðustu viku hjólaði bæjarstjórinn í Steingrím J. Sigfússon. „Hann kemur hingað og segir ekki neitt af viti, alveg eins og kerling,“ sagði Ásmundur. Oddný Harðardóttir, þingmaður tók þessi ummæli hans óstinnt upp og segir þau í pistli á Víkurfréttum vera niðrandi og vekja upp sterkar tilfinn- ingar „og gefa ríkt tilefni til að konur láti í sér heyra.“ Orðhákurinn situr eft- ir lemstraður. Ásmundur baðst síðar afsökunar. BJÖRN INGI TIL HJÁLPAR n Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er á hálfgerðum ber- angri eftir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti óyndi sínu með að hann hefði verið endur- ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Norrænu ráð- herranefndarinn- ar. Fyrrverandi aðstoðarmað- ur Halldórs, Björn Ingi Hrafnsson, stýrir Pressunni þótt hann hafi sagt sig frá ritstjórastarfi í kjölfar skýrslu rannsóknanefndar Alþingis. Hann segir um Jóhönnu: „Helst er að hún hafi poppað stuttlega upp til að hnýta í forvera sinn Halldór Ásgrímsson með makalausum hætti ...“. Lokaorð aðstoðarmannsins eru síðan þessi: „Eru fá ef nokkur fordæmi fyrir slíkri yfirlýsingu af hálfu forsætisráðherra um forvera sinn í embætti.“ HRUNAKÓNGAR AF SPENANUM n Þótt Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hafi lítið aðhafst í emb- ætti sínu virðist hún þó hafa nokkuð skýra sýn á sök þeirra Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar sem komu ríkisbönkunum í hend- ur vinahópa sinna og áttu að margra mati hvað stærsta sök á hruni Íslands. Það þótti þrekvirki að moka Davíð út úr Seðlabankanum. Víst er að ekki verður heldur auðvelt fyrir Jóhönnu að koma Halldóri af spenanum hjá ráðherranefndinni. En takist að koma hrunakóngunum og stríðssinnunum báðum af opinberu framfæri mun Jó- hanna vinna sér inn mörg prik. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. BÓKSTAFLEGA „Nei, því hlaupið í Grímsvötnum er eins konar boðhlaup. Það er að segja, hlaupið boðar frekari tíðindi.“ segir SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON, jarð- eðlis- og veður- fræðingur, en hlaup í Grímsvötnum er hafið og er talið að meiri líkur en minni séu á að gos fylgi hlaupinu. ERU MENN AÐ HLAUPA FRAM ÚR SÉR MEÐ SPÁ UM GOS? SPURNINGIN Íslendingum öllum er hollt að líta um öxl til þeirra ógnaratburða sem urðu á Flat-eyri fyrir 15 árum þegar 20 manns fór-ust í snjóflóði sem rústaði stóran hluta byggðarinnar. Óbærilegur harmur fylgir at- burði sem þessum. Ofan á dauðsföll sem snertu hvern einasta íbúa þorpsins með bein- um hætti bættist við eignatjón, sumpart óbæt- anlegt, og að tilvera fólksins var öll í upplausn. En það undursamlega sem gerðist í harm- leiknum var að öll þjóðin stóð saman sem einn maður. Efnt var til þjóðarátaks til að bæta fólki það sem hægt var. Og sjálfir tóku íbúar Flateyr- ar grimmum örlögum sínum með æðruleysi. Margir fluttu í burtu til að byrja nýtt líf fjarri skugga snjóflóðanna. Aðrir héldu sínu striki og búa áfram í þorpinu sínu, sáttir við sitt. Heim- ildarmyndin Norð Vestur, í leikstjórn heima- mannsins Einars Þórs Gunnlaugssonar nær vel utan um þann mikla kjark sem íbúarnir sýndu á ögurstundinni þegar allir Íslendingar urðu sem einn maður. Þegar litið er til baka til þeirra daga þeg- ar þjóðin öll sameinaðist um að líkna litlu samfélagi verður ekki hjá því komist að bera saman þá sundrung sem ríkir nú á meðal landsmanna sem þó verða aðeins að ganga í gegnum brot af þjáningum Flateyringa. Hver höndin er uppi á móti annarri og menn berast á banaspjótum. Æsingurinn hefur völdin en æðruleysið er langt undan. Það er nöturleg staðreynd að þrátt fyrir risaáfall vegna snjóflóða lifði Flateyri sem samfélag áfallið af. En nú eru blikur á lofti um að mannanna verk geti veitt þorpinu náðarhögg. Langstærsti vinnuveitandinn á staðnum, Eyraroddi, hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki. Ástæðan er kvótakerfi sem mein- ar þorpsbúum að nýta sér þá ríkulega auð- lind sem þorpið byggðist á. Kerfi sægreif- anna gæti stuðlað að landauðn á stað þar sem samfélagið hafði lifað af hryllilegustu atburði sem orðið hafa í litlu þorpi á vorum tímum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra þarf að sýna manndóm og efna til sértækra að- gerða í þágu þorps sem á ekki og má ekki þola meiri hörmungar en orðnar eru. SVARTHÖFÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.