Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 19
Fjöldauppsagn- ir á Vestfjörðum vekja ugg. Sex- tíu manns enda mikill fjöldi á svo fámennu svæði. Fróðlegt er að skoða hvers konar störf eru að glatast. Ann- ars vegar störf í fiskvinnslu, hins vegar í jarðvegs- vinnu. Tilvera strandbyggða, ekki bara á Vest- fjörðum, heldur allt í kringum landið, byggist á gjöfulum fiski- miðum í nánd. Svo hefur verið frá ómunatíð og veiðirétturinn aldrei rengdur fyrr en með framsalinu sem opnað var á 1990. Fiskvernd og hagkvæmni voru markmið kvótakerfisins, útkoman hins vegar á annan veg. Okkar helzti veiðifiskur, þorsk- urinn, er nú veiddur í þriðjungs- magni miðað við það sem áður var, skuldir sjávarútvegsins 500 milljarðar. Og íbúar sjávarþorp- anna geta sjálfir vitnað um veðhæfi eigna sinna fyrr og nú. Árangur eða réttara sagt árangursleysi þessa kerfis er ekki lengur álitamál held- ur nöturleg staðreynd. Viðgangur og fylgispekt margra við þetta kerfi, ekki sízt íbúa svæð- anna sem verst eru úti, er sér- kennileg. En hún skýrist af því að þorri fólksins hefur komið nærri veiðum og fiskvinnslu. Margir tek- ið þátt í kvótakaupum, kvótasölu, leigt, braskað eða þekkt náið ein- hverja sem tekið hafa þátt í slíku. Í hnotskurn má segja að um sé að ræða stórfjölskyldu og flestir með- virkir, annaðhvort vegna beinna hagsmuna, óbeinna eða fortíð- ar. Innan þessa ramma eru mátt- arstólpar þessara litlu byggðarlaga sem tengja sig síðan stjórnsýslunni og öfugt. Þannig verður til sam- félagslegur skjólveggur sem stýr- ir umræðum og veitir skjól þeim sem undir gangast. Þetta skýrir samhljóða boðskap sveitarstjórn- armanna og útgerðarmanna í flest- um þessum plássum, boðskap sem gengur þvert á hagsmuni og sjálfs- björg fólksins sem þarna býr. Og til að moka yfir þetta samkrull hags- munaaðila og sveitarstjórna er jarðvegsvinnan óspart notuð. Samgöngumálum er oft hamp- að þegar heilla skal kjósendur. All- ir vilja göng, brýr og vegi. Og Vest- firðingar hafa ekki farið varhluta af þessu. Um það leyti sem ég kom vestur fyrir 12 árum voru nýlega opnuð göng sem tengdu Suðureyri, Flateyri og Þingeyri við Ísafjörð og síðan búið að malbika alla leiðina til Reykjavíkur, Mjóifjörður brúað- ur og þegar ég kvaddi opnuð Bol- ungarvíkurgöng. Samantekið eru þetta framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða. Vitaskuld fagna allir samgöngubótum en slagorðin um aukin atvinnutækifæri og aðflutn- inga hafa reynst skrum. Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir er raun- in ekki sú, sorglegt en satt. Samt tefla sveitarstjórnarmenn þessu enn fram að samgöngur séu algert forgangsatriði fyrir búsetu. Vilji landsbyggðin einhvern framgang er nauðsynlegt að leita sjálfsbjargar og aukins sjálfsfor- ræðis. Allt í kringum landið eru bestu verstöðvar í heimi og þegar þorpin fara að byggja á auðlindum sínum en ekki ölmusu annars stað- ar frá er þeim borgið. Forgangsröð- in á að vera atvinna sem kallar á göng en ekki göng sem kalla á at- vinnu. HUGRÚN HJALTADÓTTIR er í Bríeti, félagi ungra femínista, sem í samstarfi við Skotturnar strengdu rauðan þráð á milli Hæstaréttar og Héraðsdóms á kvennafrídaginn. Drifkraftur Hugrúnar er vonin um réttlátt samfélag og hún nýtur þess að prjóna og horfa á sjónvarpið á meðan. ÉG ER ALLT SEM ÉG SEGI 1 SOPRANO-LEIKKONA DEYR Leikkonan Denise Borino-Quinn lést af völdum krabbameins í síðustu viku. 2 HRISTI 3 MÁNAÐA BARN TIL DAUÐA ÞVÍ ÞAÐ TRUFLAÐI FARMVILLE-LEIK Á FACEBOOK 22 ára kona í Jacksonville í Flórída hefur játað að hafa hrist 3 mánaða son sinn til dauða. 3 FIMM LÍKAMSÁRÁSIR OG MIKIL ÖLVUN Í REYKJAVÍK Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á laugardagskvöldið. 4 ÁSMUNDUR KALLAÐI STEIN-GRÍM J. „KERLINGU“ Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, kallaði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráð- herra, kerlingu 5 RJÚPNASKYTTUR FUNDUST HEILAR Á HÚFI Í NÓTT Tvær týndar rjúpnaskyttur skyldu eftir nákvæma ferðaáætlun svo auðvelt var að finna þær. 6 NAFN ÍSLENDINGSINS SEM LÉST Í NOREGI Kjartan Björnsson lést í Noregi þegar hann varð fyrir lest. 7 STÆRSTI JARÐSKJÁLFTINN TIL ÞESSA Í NÓTT UNDIR BLÖNDU- LÓNI Stór jarðskjálfti varð undir Blöndulóni aðfaranótt sunnudags. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Ég er allt sem ég segi og líka þegar ég þegi.“ Hvað drífur þig áfram? „Vonin um réttlátt samfélag.“ Hvar ertu uppalin? „Í Uppsölum í Sví- þjóð og í Laugarneshverfinu, en þangað er ég aftur komin. 105 er alveg nýja 101.“ Hver eru áhugamál þín? „Elda mat, borða mat og gefa fólki að borða. Prjóna og horfa á sjónvarpið á sama tíma. Leika mér við Huldu dóttir mína og allt femínista- og kynja-eitthvað.“ Afrek vikunnar? „Rauði þráðurinn milli Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur á kvennafrídaginn.“ Fyrir hvað stóð rauði þráðurinn? „Rauði þráðurinn í lífi margra kvenna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi er sektarkennd og skömm. Mér finnst það skjóta skökku við því þær hafa ekkert gert af sér, það var ráðist á þær. Ofbeldis- mennirnir virðast þó oft sleppa. Þetta er eitthvert menningarlegt fyrirbæri sem við verðum að breyta. Með því að draga þráð- inn fram í dagsljósið óskuðum við þess að dómskerfið myndi varpa ábyrgðinni, sektarkenndinni og skömminni þangað sem hún á heima, á herðar þeirra sem brotin fremja.“ Hvað verður gert við rauða trefilinn sem var notaður? „Við seldum mest af honum á kvennafrídaginn en það eru enn nokkrir eftir. Nú stendur til að selja nokkra á uppboðsvefnum selt.is en allur peningurinn rennur til Stígamóta. Ég hvet alla sem vilja eignast hlut í honum til þess að fylgjast með!“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Já, hvar á ég að byrja? Vilborg Sigurðardóttir og hinar rauðsokkurnar, Ingibjörg Sólrún, Kristín Ástgeirsdóttir og hinar kvenna- listakonurnar, Þorgerður Einarsdóttir og hinar fræðikonurnar. Vigdís Finn- bogadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Rúnurnar báðar í Stígmótum. Takk fyrir mig, þetta er alveg að verða sú veröld sem ég vil.“ MAÐUR DAGSINS „Ég horfi ekki á handbolta.“ KATLA LIND SIGURÐARDÓTTIR 15 ÁRA „Nei, ég hef trú á þeim. Þeir fara áfram.“ NIKOLA MILANSON 16 ÁRA „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það.“ SIGURÐUR MARTEINSSON 22 ÁRA „Nei, alls ekki. Ég hef mikla trú á þeim og þeir eiga eftir að gera það gott.“ SOPHIE MARA 37 ÁRA „Nei, þetta eru fínir strákar. Þeim á eftir að ganga ágætlega í framhaldinu.“ STEFNI GUNNARSSON 24 ÁRA ER ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA BÚIÐ AÐ MISSA ÞAÐ? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 1. nóvember 2010 UMRÆÐA 19 Fjöldauppsagnir í göngunum Okkar helzti veiðifiskur, þorskurinn, er nú veidd- ur í þriðjungsmagni miðað við það sem áður var, skuldir sjávarút- vegsins 500 milljarðar. KJALLARI Á valdastólum Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Vinnumálastofnunar, og Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra sátu ársfund Vinnumálastofnunar á föstudaginn. MYND EGGERT JÓHANNESSON LÝÐUR ÁRNASON kvikmyndagerðarmaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.