Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 10
10 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur Áfram í varðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari og var hand- tekinn um miðja síðustu viku, er grunaður um aðild að máli sem snýr að ætlaðri framleiðslu fíkni- efna, sölu þeirra og dreifingu. Fjór- ir aðrir karlar, sem sátu í gæslu- varðhaldi frá 21. október vegna rannsóknar sama máls, hafa verið úrskurðaðir í farbann til 8. desem- ber. Lagt var hald á amfetamín og kókaín og um 2 kíló af marijúana auk sex milljóna króna í reiðufé í tengslum við rannsóknina. Sunnlendingar mótmæltu Fjöldi manns kom saman á Aust- urvelli á fimmtudag til að mót- mæla fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála. Fólkið kom af Suðurlandi og hafði meðferðis undirskriftalista með yfir 10 þúsund undirskrift- um og afhenti fimm ráðherrum. Það voru Samtök sveitarfélaga sem efndu til þessara friðsælu mótmæla sem voru skipulögð með nokkurra vikna fyrirvara. Þess er krafist að íbúar á Suður- landi fái notið sömu mannrétt- inda og aðrir landsmenn. Smokkurinn er sjálfsögð skynsemi Smokkurinn má ekki vera feimn- ismál, segir í fréttatilkynningu frá nokkrum félagasamtökum, en þar er sagt frá nýrri smokkaherferð. Yfir hundrað þjóðþekktir Íslendingar hafa ákveðið að taka þátt í herferð- inni sem verður í anda þeirrar her- ferðar sem gerð var árið 1986. Nú er tíðni klamydíu hæst á Íslandi af ná- grannalöndum okkar og hafa sextán Íslendingar smitast af HIV það sem af er ári. Það eru félagasamtökin Smokkur – sjálfsögð skynsemi, Ást- ráður, félag læknanema og Íslenska auglýsingastofan sem standa fyrir herferðinni. Bankarnir ráða við niðurfærslu „Samkvæmt fulltrúa í sérfræðinga- hópnum fengu bankarnir 420 millj- arða afslátt af lánasöfnum heimil- anna við yfirfærsluna milli gömlu og nýju bankanna. Því er ljóst að bank- arnir ráða vel við sinn hlut og enn er töluvert svigrúm til að koma til móts við fólk sem á í meiri vanda en svo að almenn leiðrétting hjálpi þeim,“ segir í tilkynningu sem þingmenn Hreyfingarinnar hafa sent frá sér vegna niðurstöðu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna. Það er einnig mat þingmanna Hreyfing- arinnar að svigrúm lífeyrissjóðanna sé einnig nægilegt og að leiðrétting lána sé sú aðgerð sem skynsamleg- ast sé að ráðast í samhliða sértækum úrræðum fyrir þá sem almenn leið- rétting dugar ekki til. Sophia Hansen var dæmd í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Hæstarétti á fimmtu- dag. Var hún dæmd fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harð- arson. Deilt var um undirskriftir á þremur viðskiptabréfum en Sophia taldi að nafn sitt hefði verið falsað á þau. Hún fól lögfræðingi sínum að kæra málið til lögreglu árið 2007. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti Sophia því að hún grunaði Sigurð Pétur um að hafa falsað nafn hennar en það á að hafa leitt til þess að hann var rang- lega sakaður um skjalafals. Upphæð viðskiptabréfanna nam rétt rúmum fjörutíu og tveim- ur milljónum króna. Sigurður Pétur var hreinsaður af sök eftir að rann- sókn sænskra rithandarsérfræðinga leiddi í ljós að Sophia hefði senni- lega skrifað sjálf undir viðskiptabréf- in. Í febrúar á þessu ári var Sophia dæmd í sex mánaða skilorðsbund- ið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Í viðtali við DV í október sagði Sophia sína hlið á málinu. „Sigurð- ur höfðaði mál í héraðsdómi til þess að fá skuldabréf, sem hann segir mig hafi skrifað undir, borguð. Á þessum skuldabréfum er Rúna yngri dótt- ir mín vottur, en enginn hefur hitt dætur mínar í tuttugu ár nema ég og yngsta systir mín. Þær tala hvorki né skilja íslensku og ég veit ekki hvernig Sigurður Pétur hefur átt að komast í samband við þær.“ Auk þess að fá tólf mánaða skil- orðsbundinn fangelsisdóm var Soph iu gert að greiða allan sakar- kostnað málsins, samtals 251 þús- und krónur. birgir@dv.is Sophia Hansen hafði Sigurð Pétur Harðarson fyrir rangri sök: Dómurinn þyngdur Dómurinn þyngdur Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sophiu Hansen úr sex mánuðum í tólf mánuði. mynD Sigtryggur ari Þorgils Óttar mathiesen tók sér rúmlega 22 milljónir króna í arð út úr eignarhalds- félagi sem hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Í ársreikningnum þar sem greint er frá arðgreiðslunni er eiginfjárstaða neikvæð um hálfan milljarð króna. Lánið sem er af- skrifað var veitt þegar Þorgils Óttar hætti hjá Sjóvá árið 2005 og var sérlega hagstætt. Þorgils Óttar Mathiesen, fjárfest- ir og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handknattleik, tók sér rúmar 22 milljónir króna í arð í hitteðfyrra út úr eignarhaldsfélagi sínu C22 ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi fé- lagsins fyrir árið 2008. Félagið er gjaldþrota í dag og er skiptum lokið á búinu. Nánast ekkert fékkst upp í nærri 600 milljóna króna skuld- ir félagsins og þarf viðskiptabanki C22 að afskrifa kröfuna á hendur því. Skuldin við bankann var til- komin þannig að Þorgils Óttar fékk tæplega 600 milljóna króna kúlu- lán frá Íslandsbanka til hlutabréfa- kaupa þegar hann lét af störfum hjá tryggingafélaginu Sjóvá í árslok 2005. Það kom fram í starfsloka- samningi Þorgils Óttars við Sjóvá og í öðrum gögnum sem DV hefur undir höndum, og sagði blaðið frá þeim anga málsins í ágúst. Lánið frá Íslandsbanka notaði Þorgils Óttar til að kaupa fjörutíu prósenta hlut í fasteignafélaginu Klasa af Íslandsbanka og Sjóvá. Lánið var skilyrt á þann hátt að Þorgils Óttar varð að nota það til að kaupa hlutabréfin í Klasa en hann varð jafnframt forstjóri fé- lagsins í kjölfarið starfslokanna hjá Sjóvá. Líkt og DV greindi frá í febrú- ar bað Þorgils Óttar um afskriftir á skuldum félagsins í fyrra og kom það fram í ársreikningi fyrir árið 2008. Þar segir: „Félagið hefur því farið fram á það við lánveitanda sinn að hann felli niður skuldir þess eða að öðrum kosti yfirtaki það til að komast hjá því að félagið fari í þrot.“ Hærri arður greiddur út Á sama tíma og þessi beiðni lá fyrir tók Þorgils Óttar sér umræddar 22 milljónir króna í arð vegna hagn- aðar félagsins árið 2007. Það sem hefur gerst eftir þetta er hins veg- ar að félagið er orðið gjaldþrota en það lá fyllilega ljóst fyrir þegar Þorgils Óttar tók sér arðinn út úr félaginu, líkt og kom fram í reikn- ingnum. Þorgils Óttar hélt hins vegar þessum arði eftir, samkvæmt þessu, þrátt fyrir ógjaldfærni fé- lagsins. Arðurinn sem Þorgils Óttar tók sér út úr félaginu var sömuleiðis hærri en sá arður sem félagið tók við vegna rekstrarársins 2007. Mót- tekinn arður nam tæpum 18 millj- ónum króna en útgreiddur arð- ur nam 22 milljónum líkt og áður segir. Félagið hafði skilað hagnaði upp á 120 milljónir árið 2007 og arðgreiðslan tilkomin út af þessum hagnaði. Tap félagsins árið 2008, árið sem arðurinn var greiddur út, nam hins vegar meira en 1.700 milljónum króna og var eigið féð neikvætt um hálfan milljarð. Kröfuhafar verða af fénu Kröfuhafar Þorgils Óttars og C22 verða því af þeim fjármunum sem hann greiddi sér út fyrir árið 2007. Í stað þess að fá nærri 25 milljónir króna upp í kröfur sínar fær bank- inn tæpar tvær milljónir króna út af gjaldþroti félagsins. Þorgils Óttar heldur því eft- ir tíu sinnum hærri upphæð en kröfuhafar félags hans fá vegna hagstæðs kúluláns sem honum var veitt við starfslokin hjá Sjóvá. Lánið var hagstætt fyrir Þorgils Óttar í þeim skilningi að vextirnir voru lágir og ekkert lántökugjald var tekið vegna þess. Í gögnun- um sem DV greindi frá fyrr árinu kom þetta ljóslega fram: „ÍSB lán- ar hlutfélaginu [sic] 85% af kaup- verði, með „hagstæðum“ vaxta- kjörum (100–130 punkta álag á libor) og engri lántökuþóknun, stilla þarf upp lánssamningi (BÁ/ GÓ).“ Greiddir voru vextir af lán- inu á þeim tíma sem félag Þorgils Óttar hélt bréfunum sem hann keypti fyrir það en það voru vext- ir af fjárfestingu sem honum hafði verið rétt á silfurfati ásamt fjár- mögnun. Þorgils Óttar græddi því tals- vert meira á viðskiptunum við Ís- landsbanka en hann tapaði þrátt fyrir gjaldþrotið og umræddar 600 milljóna afskriftir. ingi f. vilHjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Félagið hefur því farið fram á það við lánveitanda sinn að hann felli nið- ur skuldir þess eða að öðrum kosti yfirtaki það til að komast hjá því að félagið fari í þrot. TÓK SÉR ARÐ ÚR NÆR GJALDÞROTA FÉLAGI 22 milljóna arður Þorgils Óttar tók sér 22 milljóna króna arð út úr félagi sem hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Afskrifa þarf 600 milljónir af skuldum félagsins. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Glitnis, kom að því að veita Þorgils Óttari „hagstæðu“ lánafyrirgreiðsl- una sem fjárfestingar félagsins byggðu á. Íslandsbanki þarf að afskrifa lánið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.