Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 12
12 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur Fulltrúar ríkisins og fjárfestingarfé- lagsins Giftar mótmæltu því í Héraðs- dómi Reykjavíkur síðastliðinn mið- vikudag að þurfa að vitna fyrir dómi um mál sem tengjast einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2002. Óskar Thorarensen, lögfræðingur hjá embætti ríkislögmanns, segir að málið hafi verið tekið fyrir með stutt- um fyrirvara. „Beðið var um frest til að afla gagna og svara beiðinni um að vitna fyrir rétti. Málið felst í því að ríkið gæti hugsanlega orðið gagnaðili í skaðabótamáli og fékkst vikufrestur til að taka afstöðu til þess,“ segir Óskar. Gift fjárfestingarfélag hét áður Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga. Í september 2008, skömmu fyr- ir bankahrun, fékk Gift 167 milljónir evra að láni hjá Kaupþingi, eða sem svarar um 25 milljörðum króna. Óljóst er um eignir félagsins en það skuld- aði um 45 milljarða króna við banka- hrunið og virðist hafa tapað öllu eigin fé sínu. Fulltrúi Giftar andmælti vænt- anlegri vitnaleiðslu sem ætlað er að leiða í ljós sannleikann um sölu Bún- aðarbankans. Lækkun milli mánaða Aðdragandi vitnamálsins er sá að lög- menn Þorsteins Ingasonar, fyrrver- andi útgerðarmanns, fóru nýverið fram á að sextán einstaklingar yrðu kallaðir til vitnis hjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kaupa S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Vitnamálið er rekið til þess að draga fram sannanir fyrir því að við einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hafi S-hópnum verið veittur um 500 milljóna króna afsláttur frá upphaflegu kaupverði vegna yfirvof- andi málaferla og skaðabótakrafna Þorsteins á hendur bankanum. Af- slátturinn var væntanlega settur inn á afskriftareikning og ætlaður til þess að mæta mögulegum skaðabótakröf- um Þorsteins. Þetta þurfa lögmenn Þorsteins að sýna fram á og kalla eftir vitna máli af þeim sökum. Upphaflegt söluverð á 46 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum var ákveðið liðlega 11,9 milljarðar króna á þágildandi verðlagi. Þegar upp var staðið og samningar undirritaðir í jan- úar 2003 var kaupverðið komið niður í 11,4 milljarða króna. Bréf Finns Skýringin á þessari lækkun er enn á huldu. Finnur Ingólfsson, sem var í forystu S-hópsins á þessum tíma, gaf þó vísbendingar um það í bréfi til Þorsteins Ingasonar í fyrra hvern- ig á lækkuninni gæti staðið. Þar lýsir Finnur meðal annars fundi væntan- legra kaupenda með fulltrúum fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu með svofelldum hætti: „Á þeim fundi var rætt um að ríkið sem seljandi bankans bæri ábyrgð á útlánatapi vegna lána til kjúklingaframleiðenda og svo skaðabótakröfu þinni á hend- ur bankanum. Um þá kröfu var sér- staklega fjallað í áreiðanleikakönnun þeirri sem vitnað er í. Ef undirritaður man rétt þá var PwC (PriceWater- houseCoopers) beðið um það í tví- gang að fara yfir kröfu þína og leggja á hana mat. Það var gert vegna þess að hún var talin geta fallið á bankann og þar af leiðandi haft áhrif á verðmæti hans. Það var alveg ljóst að áhyggj- ur kaupanda af þessum tveimur mál- um voru miklar þegar kaupin áttu sér stað. Eins og fram kemur í áreiðan- leikakönnuninni og þú vitnar til í bréfi þínu frá 24. apríl sl. (2009) var hér um verulega háar upphæðir að ræða sem gætu haft mikil áhrif á verðmæti bank- ans,“ segir orðrétt í bréfi Finns til Þor- steins. Seljendur svari spurningum Síðar segir Finnur í bréfinu að fram- angreind mál hafi verið með þeim síðustu álitamálum sem rædd voru við söluna á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum. „Hvort seljandi tók tillit til þessara mála við ákvörðun á söluverði bankans verða fulltrúar seljenda að svara fyrir. Seljandi lagði áherslu á að ganga frá endanlegu kaupverði við undirskrift samninga en ekki bíða og sjá til hvað yrði um þessar kröfur og taka þá kaupverðið til endurskoðun- ar líkt og gert var við söluna á Lands- banka Íslands hf.“ Fleira bendir í sömu átt og Finnur ýjar að. Frá því gengið var frá frum- samkomulagi og þar til endanleg- ur kaupsamningur var undirritaður í janúar 2003 hafði hlutfall greiðslu í dollurum verið hækkað á sama tíma og krónan hafði hækkað umtalsvert gagnvart dollar. Fulltrúar ríkisins í einkavæðing- arnefnd á þessum tíma og fulltrúar S-hópsins í Eglu hf., Samvinnulífeyr- issjóðnum, Eignarhaldsfélagi Sam- vinnutrygginga (nú Gift) og fleiri fé- laga, hafa verið beðnir um að vitna eiðsvarnir fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur um kaupin á bankanum. Í þeim hópi eru menn eins og Ólafur Ólafs- son, Finnur Ingólfsson, Kristinn Hall- grímsson, Axel Gíslason, Baldur Guð- laugsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Ólason og Skarphéðinn Berg Steinars- son. Í þessum hópi er einnig Knútur Þórhallsson sem situr nú í skilanefnd Kaupþings en var endurskoðandi Búnaðarbankans þegar hann var seldur. Vitnamálið Athyglisvert er að aðeins fulltrúi rík- isins og Fjárfestingarfélagsins Gift- ar mættu í dómssal síðastliðinn mið- vikudag og andmæltu því að vera kallaðir fyrir dóm til þess að leiða í ljós sannleikann um söluna á Búnaðar- bankanum. Í næsu viku verður mál- inu fram haldið í réttarsal og þá skýr- ist hvort framangreindir einstaklingar verða kvaddir til vitnaleiðslu. Nið- urstöður hennar geta reynst Þor- steini mikilvægar þegar hann höfðar á ný skaðabótamál, sem að líkindum mun beinast gegn Arion banka, arf- taka Búnaðarbankans og Kaupþings. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Þor- steinn geti krafið ríkið eða S-hópinn um skaðabætur. Lögvarðir hagsmunir Þorsteins Í lögum um meðferð einkamála er heimild til að leita eftir vitnaleiðslu fyrir dómi til þess að sanna atvik, þótt málsaðili hafi ekki gert kröfu vegna atviksins í dómsmáli. Þetta er þeim skilyrðum háð að viðkomandi að- ili, í þessu tilviki Þorsteinn Ingason, hafi lögvarða hagsmuni af því að leita sönnunargagna. Hins vegar þarf vit- namálið að geta ráðið einhverju um það hvort viðkomandi málsaðili láti verða af málshöfðun vegna viðkom- andi atvika. Lögmenn Þosteins Ingasonar telja augljóst að hann hafi lögvarða hags- muni af því að leiða sannleikann í ljós um söluna á Búnaðarbankan- um. Jafnframt eru möguleikar á því að vitnaleiðslurnar geti ráðið miklu um skaðabótakröfur Þorsteins og þá á hendur hverjum. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá 15 þingmönnum stjórnarflokkanna um að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna, en margir telja að ræt- ur bankahrunsins liggi að einhverju leyti í einkavæðingunni. Einkavæð- ingin var ekki rannsökuð sérstaklega af rannsóknarnefnd Alþingis. Þing- mannanefnd Atla Gíslasonar náði ekki samkomulagi um slíka rannsókn en ljóst er að meirihlutavilji er á þingi fyrir rannsókn á einkavæðingu bank- anna. Það sýnist því vera þversagnar- kennt ef fulltrúar ríkisvaldsins neita að bera vitni um einkavæðingu Búnaðar- bankans á sama tíma og Alþingi er í þann mund að samþykkja rannsókn á þessari sömu einkavæðingu. Ríkið og gift vilja ekki vitna Fulltrúi fjárfestingarfélagsins Giftar og fulltrúi ríkisins andmæltu því hjá dómara í vikunni að þurfa að bera vitni um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Vitnamálið er höfðað til þess að leiða fram sannleikann um söluna en það getur haft afgerandi áhrif á hundraða milljóna króna skaðabótakröfur Þorsteins Ingasonar, fyrrverandi útgerðarmanns, gegn Arion banka, ríkinu eða S-hópnum. Það var al-veg ljóst að áhyggjur kaupanda af þessum tveimur mál- um voru miklar þegar kaupin áttu sér stað. jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Búnaðarbankinn S-hópurinnundir handleiðsluFinnsIngólfssonar,Ólafs Ólafssonar,KristinsHallgrímssonar ogfleirikeyptibankannániðursettu verðiíjanúar2003. Bréf til Þorsteins FinnurIngólfsson skrifaðiÞorsteinibréfífyrraþarsemhann dregurframmögulegarástæðurþessað kaupverðBúnaðarbankansvarlækkað. Skaðabótakröfur Sannleikurinnum sölunaáBúnaðarbankanumgætistutt hundruðmilljónakrónaskaðabótakröf- urÞorsteinsIngasonargegnArion banka,ríkinueðaS-hópnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.