Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 13
föstudagur 12. nóvember 2010 fréttir 13
„Við förum fram á hjálp frá íslensk-
um stjórnvöldum. Við höfum sent
beiðni á þingmenn, ráðherra, að-
stoðarmenn ráðherra, ráðherra í
Danmörku og sendiráð Íslendinga
í Danmörku en enginn virðist geta
gert neitt. Við getum ekki meira, það
er bara þannig. Fjölskyldan er alveg
búin á því,“ segir Ragnheiður Rafns-
dóttir, systir Hjördísar Aðalheiðar-
dóttur sem flúði með dætur sínar
hingað til lands í október eftir að hafa
fengið nóg af því sem hún segir vera
ofbeldi og ofsóknir barnsföður síns.
DV.is sagði frá því á fimmtudag að
dóms- og mannréttindaráðuneytið
hafi falið Valborgu Þ. Snævarr hæsta-
réttarlögmanni að gæta réttar Kims
Grams Laursens, sem krefst þess
að fá þrjár dætur sínar og Hjördís-
ar send til Danmerkur. Hjördís sak-
ar föðurinn um andlegt og líkamlegt
ofbeldi sem og vanrækslu. Hjördís
og ættingjar hennar eru ósátt við að
dóms- og mannréttindaráðuneytið
skuli ganga svo hart fram sem raun
ber vitni og ætli að óathuguðu máli
að taka af henni börnin og afhenda
þau ofbeldisfullum föður þeirra.
Aðgerðum hótað
Í bréfi sem Valborg hefur sent Hjör-
dísi er vísað til Haag-samnings-
ins um brottnám barna og flutning
þeirra milli landa og þess krafist að
lögum verði framfylgt og stelpurnar,
Emma, Matilda og Mia verði sendar
til Danmerkur. Lögfræðingur dóms-
málaráðuneytisins skorar á Hjör-
dísi að fara með stelpurnar til síns
heima í Danmörku við fyrsta mögu-
lega tækifæri. Í bréfi frá lögfræð-
ingnum var þess óskað að hún yrði
við þessum óskum fyrir klukkan tvö
á fimmtudag, ellegar yrði „gripið til
frekari aðgerða og brottför barnanna
til Danmerkur undirbúin af hálfu
dómsmálaráðuneytisins.“
Þegar DV hafði samband við
Hjördísi í gærkvöldi var hún ásamt
systur sinni og dætrum á Höfn í
Hornafirði þar sem þær eru nú bú-
settar. Hún sagðist ekki ætla að verða
við kröfu dómsmálaráðuneytisins.
Hjördís hefur verið boðuð í réttarsal
í Kolding þann 15. nóvember næst-
komandi. „Hún er auðvitað kvíðin og
upplifir óöryggi. Hún er hrædd um
að verða send út aftur,“ segir Ragn-
heiður systir hennar. Allt útlit er fyrir
að hún og dætur hennar verði sendar
út á næstunni.
Skilin eftir auralaus
Ragnheiður segir mikinn mun á
því hvernig stelpunum líði núna
og þegar þær voru úti í Danmörku.
„Maður sér það á því hvernig þær
bera sig. Þær eru komnar í skóla og
systir mín hefur sótt um vinnu hér.
Bæjarfélagið stendur 100 prósent
á bak við hana og það er alveg frá-
bært,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún
fjölskylduna lengi hafa stutt við bak-
ið á henni í þessum hremmingum
en þau trúi því ekki að íslensk stjórn-
völd geti ekki gripið inn í. Þá seg-
ir hún lögfræðing þeirra í raun lítið
geta gert þar sem málið sé í lögsögu
Danmerkur.
Hjördís segist hafa farið frá föður
barnanna í mars eftir að hann lét sig
hverfa af heimilinu í tvær vikur. Þetta
hafi í raun fyllt mælinn en fram að
því hafi hann ver-
ið búinn að beita
hana andlegu
sem og líkamlegu
ofbeldi í nokk-
urn tíma. „Hann
skildi okkur eft-
ir peningalaus en
sem betur fer var
mamma hjá okk-
ur svo að hún gat
keypt í matinn.“
Hjördís hefur ver-
ið heimavinnandi
og hafði hún því
enga peninga þeg-
ar Kim yfirgaf hana
og börnin.
Lokaðar dyr
Félagsmálayfirvöld í Vejle, þar sem
Hjördís bjó með fjölskyldu sinni, ráð-
lögðu henni að fara með stúlkurnar
til Íslands þegar ljóst var að faðirinn
væri farinn að heiman. Það gerði hún
en gerði síðan aðra tilraun til búa ytra
eftir það til að fullnægja lögum um
umgengni og forsjá. Það segir hún að
hún hefði aldrei átt að gera. „Ég fór
til Danmerkur og mamma mín kom
með okkur, en hann [Kim] leigði hús
rétt hjá okkur. Hann var með lykil að
húsinu okkar og vorum við því alltaf
mjög hrædd.“
Hún segir hann hafa fylgst með
þeim og haldið ofbeldinu áfram.
Hjördís upplifir kerfið í Danmörku
þannig að hvert sem hún leitaði
hafi hún komið að lokuðum dyrum.
Sýslumaður komst að þeirri niður-
stöðu að faðirinn skyldi fá að hafa
dæturnar í sex klukkustundir annan
hvern laugardag en það fannst Hjör-
dísi engan veginn ganga þar sem þær
voru hræddar við hann.
Vitum ekkert
„Ég gat ekki hugsað mér að senda
stelpurnar mínar til manns sem þær
voru hræddar við. Þegar að hann
kom í fyrsta skipti í umgengni, vildu
stelpurnar ekki fara með honum
þannig að hann fór aftur án þeirra.“
Hún segir umgengnina hafa verið
mjög erfiða í kjölfarið, hún hafi í raun
þurft að þvinga stelpurnar til þess að
fara með honum. Hjördís segist hafa
upplifað Dannmörku sem fangelsi
og að hún hafi viljað fara heim til fjöl-
skyldu og vina. Að lokum flúði hún
aftur heim nú í október. Hún hef-
ur meðal annars leitað til Kvenna-
athvarfsins hér á landi vegna málsins
og óskað eftir því við danskan barns-
föður sinn að hann leiti hjálpar.
Að sögn Hjördísar og ættingja
hennar hefur hann í hótunum vegna
barnanna. „Nú er ég bara eins og ein-
hver glæpamaður vegna þess að ég
fór með þær, ég hef talað við alla og
enginn getur hjálpað okkur, ég vil að
íslensk stjórnvöld hjálpi okkur.“ Hjör-
dís segir dómara í máli hennar í Dan-
mörku ekki hafa talið hana vera með
nein gögn sem staðfestu að Kim væri
ofbeldisfullur. Hún segist hins vegar
vera með gögn frá Landspítalanum,
kvennaathvarfi í Danmörku sem og
á Íslandi, lögregluskýrslu með mynd
af áverka, vottorð frá sálfræðingi sem
hefur hitt stelpurnar og vottorð frá
leikskóla. Hjördís þráir það heitast að
geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi en hún
stefnir á nám í kennslu.
„Við í rauninni vitum ekki neitt
hvert framhaldið verður,“ sagði
Hjördís í samtali við blaðamann
DV í gærkvöldi en hún og fjölskylda
hennar biðla til dómsmálaráðu-
neytisins og spyrja hvort ekkert
sé hægt að gera. Ekki náðist í Ög-
mund Jónasson dóms- og mann-
réttindaráðherra við vinnslu þess-
arar fréttar.
RÁÐUNEYTI UNDIRBÝR
BROTTFLUTNING BARNA
Lögmaður dóms- og mannréttindaráðu-
neytisins hótar aðgerðum í máli ein-
stæðrar móður sem flúði með dætur sínar
til Íslands. Konan segir þær hræddar við
föður sinn sem hafi beitt þær andlegu og
líkamlegu ofbeldi í gegnum tíðina. Sam-
kvæmt bréfi lögmannsins undirbýr dóms-
málaráðuneytið nú flutning barnanna
úr landi. Aðstandendur hennar biðla til
ráðuneytisins um að koma til hjálpar.
jón bjArki mAgnúSSon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
bréfið frá lögfræðingi dómsmálaráðherra
UndirrituðumlögmannihefurveriðfaliðafhálfuDóms-ogmannréttindaráðu-
neytisinsaðfarameðmálbarnsföðurþíns,KimGramLarsen.Hefurumbj.minn
gertkröfuágrundvelliHaagsamningsinsumeinkaréttarlegáhrifafbrottnámi
barnatilflutningsmillilandasbroglögnr.160/1995umviðurkenninguog
fullnustuerlendraákvaðanaumforjábarna,afhendingubrottnuminnabarnaofl.
Felstíþvíaðverðilögmætuástandiekkikomiðá,meðtafarlausriförbarnannatil
Danmerkuraðnýju,verðuraðfararbeiðnisendhéraðsdómiogkrafistafhendingar
barnannaágrundvellitilvitnaðralaga.
LjósteraðförþínmeðbörninfráDanmörkutilÍslands,ánsamþykkisumbj.míns
varólögmætogbrotbæðigegnforsjárréttihansogumgengnisréttihanssem
dómstóllíDanmörkuhafðinýveriðákveðiðmeðanárekstriforsjármálsykkar
stæðiogliggurþvífyriraðfallistyrðiáslíkakröfuþurfitilþessaðkomaaðbeina
málinutildóms.
Ernúskoraðáþigaðkomalögmætuástandiáaðnýjumeðþvíaðfarameð
börnintilsínsheimaíDanmörkuviðfyrstamögulegatækifæriogánnokkurra
tafa.Væntiégþessaðheyrafráþérumafstöðuþínaíþeimefnumfyrirkl.14á
morgun,fimmtudaginn11.nóvember,enhafiégekkiheyrtfráþéreðalögmanni
þínumfyrirþanntímamáttþúvæntaþessaðhafistverðihanda,ánfrekariviðvör-
unar,umundirbúningkröfuumaðförtilaðkomabörnunumúrþínuumráðum
ogíhendurumbj.mínseðatilDanmerkur.
Reykjavík10.nóvember2010,
Virðingarfyllst,
ValborgÞ.Snævarrhrl.
bréfið
Nú er ég bara eins og einhver
glæpamaður vegna
þess að ég fór með þær,
ég hef talað við alla og
enginn getur hjálpað
okkur, ég vil að íslensk
stjórnvöld hjálpi okkur.
biðlar til stjónvalda Hjördíserhrædd
viðframhaldiðenhúnupplifðisíðustu
mánuðiíDanmörkueinsogfangelsisvist.
Enginn pabbi ÁteikninguEmmuerenganpa
bbaað
finna,enþarerumamma,systurnarþrjár, geldrisonur
Hjördísar.